Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 Frumtak hefur lokið kaupum á 30% hlut í Cintamani af Kristni Má Gunnarssyni, eiganda fyrirtækisins, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Cintamani og Frumtaki. Frumtak keypti 30% í fyrirtækinu af Kristni Má fyrir 320 milljónir króna, sem þýðir að félagið er í heild metið á 1,067 milljarða ís- lenskra króna. Þar kemur fram að Frumtak er samlagssjóður sem fjárfestir í ný- sköpunar- og sprotafyrirtækjum sem þykja vænleg til vaxtar og út- rásar. Sjóðurinn hefur fjárfest í þrettán fyrirtækjum á síðustu fjór- um árum og hafa mörg þeirra náð góðum árangri í erlendri markaðs- sókn. „Cintamani er íslenskt fyrirtæki sem hannar, framleiðir og selur úti- vistarfatnað á alþjóðamarkaði. Fyr- irtækið var stofnað fyrir 20 árum og hefur vaxið hratt allra síðustu ár. Alltaf sérstök ánægja að fjárfesta í íslenskri hönnun „Það er okkur alltaf sérstök ánægja þegar við getum fjárfest í ís- lenskri hönnun,“ er haft eftir dr. Eggerti Claessen, framkvæmda- stjóra Frumtaks, í tilkynningunni. „Cintamani byggir á sterkum grunni og hefur skipað sér sérstak- an stað í hugum margra Íslendinga. Félagið hefur á að skipa úrvals- hönnuðum og hefur náð að byggja upp traust viðskiptasambönd bæði í sölu og framleiðslu og náð góðum árangri hérlendis í sölu til erlendra ferðamanna. Árangurinn er gott orðspor erlendis og í því felast mikil tækifæri, sem nú á að nýta,“ er jafn- framt haft eftir Eggerti. Svigrúm til að nýta möguleika á erlendum mörkuðum „Vöxtur Cintamani hefur verið hraður frá því að við hófum útflutn- ing og sölu fyrir tveimur árum. Við höfum fengið afar góða svörun við vörumerkinu jafnt erlendis og á heimamarkaði. Aðkoma Frumtaks skapar svig- rúm til að fullnýta þá möguleika sem blasa við á erlendum mörkuð- um, enda er þar um fjárfrek verk- efni að ræða sem tengjast markaðs- setningu, opnun eigin verslana og auknu úrvali. Fjárfestingin gerir Cintamani kleift að vaxa í stökkum fremur en skrefum. Innkoma Frum- taks er mikil viðurkenning á því starfi sem unnið hefur verið hjá Cin- tamani ehf. undanfarin ár. Okkar mat er einnig að Frumtak sé um leið að setja sinn gæðastimpil á íslenska hönnun og þau miklu tækifæri sem felast í hugviti íslenskra hönnuða,“ segir Kristinn Már Gunnarsson, stjórnarformaður Cintamani, í til- kynningu. Hefur keypt 30% í Cintamani  Frumtak keypti fyrir 320 milljónir Morgunblaðið/Styrmir Ánægja Forsvarsmenn Cintamani og Frumtaks eru ánægðir með viðskiptin. Hér er Gerður Ríkharðsdóttir, framkvæmdastjóri Cintamani.                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-., +,/-/, ++0-+1 /2-034 /2-0 +,-.5, +/0-// +-+54. +0,-10 +.4-,1 ++,-,3 +,/-0/ ++0-40 /2-,/. /2-03+ +,-3./ +/0-., +-+5, +0,-5 +..-/3 /++-,/51 ++5-+4 +,1-+3 ++0-,+ /2-,,3 /2-,// +,-023 +/0-54 +-/2+. +05-41 +..-35 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á TVG-Zimsen hefur keypt skipamiðlunina Gáru í Hafn- arfirði. Gára var stofnuð árið 1993 og hefur fyr- irtækið þjónust- að skemmti- ferðaskip og togara í Hafn- arfirði og um allt land undanfarin 20 ár, samkvæmt því sem fram kemur í frétta- tilkynningu frá TVG-Zimsen. „Gára verður rekin sem sérein- ing og dótturfélag innan TVG- Zimsen. Fyrri eigendur Gáru munu starfa áfram hjá fyrirtæk- inu. TVG-Zimsen ætlar sér að vera leiðandi í þjónustu hér á landi Björn Einarsson, framkvæmda- stjóri TVG-Zimsen, segir í frétta- tilkynningu: „Við sjáum mikla möguleika í þessum geira í fram- tíðinni þar sem verkefni tengd þjónustu við skemmtiferðaskip hafa aukist mjög í tengslum við auknar komur þeirra hingað til lands sem og stærri skip. Við mun- um einnig þjónusta margar og ólíkar tegundir skipa sem koma í höfn hér við land, m.a. togara, rannsóknarskip og herskip en þjónusta við þessi skip hefur einn- ig aukist undanfarið,“ segir Björn. Mörg tækifæri til framtíðar á Grænlandi Hann bendir á að einnig séu fjöl- mörg tækifæri til framtíðar á Grænlandi og í auknum skipakom- um þeim tengdum, olíuleit og þjón- ustu við olíuvinnslufyrirtækin sem og opnun norðurskautsleiðarinnar. ,,Þjónusta tengd siglingum verður sífellt meiri og mikilvægari. Það eru spennandi tímar framundan og TVG-Zimsen ætlar sér að vera leiðandi í umboðsmennsku fyrir er- lend skip hér á landi,“ segir Björn ennfremur í fréttatilkynningu. TVG-Zimsen kaupir Gáru  Gára hefur þjónustað skemmtiferðaskip og togara í 20 ár  Verður rekin sem séreining með fyrri eigendum Björn Einarsson ● Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Voda- fone (Fjarskipta hf.) sem haldinn var í fyrradag. Stjórnina skipa Anna Guðný Aradóttir, Erna Eiríksdóttir, Heiðar Már Guðjónsson, Hildur Dungal og Hjörleifur Pálsson. Sá síðastnefndi var kjörinn stjórnarformaður á fyrsta fundi nýrrar stjórnar og Hildur Dungal vara- formaður. Ný stjórn Vodafone Verið velkomin á sýningu mynda Eddu Heiðrúnar Backman úr bókunum Ása og Erla og Vaknaðu Sölvi í galleríi okkar á 3. hæð verslunarinnar. Eftirprentanir myndanna og bækurnar fást hjá okkur og rennur ágóði af sölu til Hollvina Grensásdeildar. Hamraborg 9 | sími 564 1451 | www.modurast.is opið 10-18 virka daga og 12-16 laugardaga Úrval burðarpoka og ferðarúma ÞAR SEM BARN ER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.