Morgunblaðið - 13.04.2013, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.04.2013, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 Frumtak hefur lokið kaupum á 30% hlut í Cintamani af Kristni Má Gunnarssyni, eiganda fyrirtækisins, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Cintamani og Frumtaki. Frumtak keypti 30% í fyrirtækinu af Kristni Má fyrir 320 milljónir króna, sem þýðir að félagið er í heild metið á 1,067 milljarða ís- lenskra króna. Þar kemur fram að Frumtak er samlagssjóður sem fjárfestir í ný- sköpunar- og sprotafyrirtækjum sem þykja vænleg til vaxtar og út- rásar. Sjóðurinn hefur fjárfest í þrettán fyrirtækjum á síðustu fjór- um árum og hafa mörg þeirra náð góðum árangri í erlendri markaðs- sókn. „Cintamani er íslenskt fyrirtæki sem hannar, framleiðir og selur úti- vistarfatnað á alþjóðamarkaði. Fyr- irtækið var stofnað fyrir 20 árum og hefur vaxið hratt allra síðustu ár. Alltaf sérstök ánægja að fjárfesta í íslenskri hönnun „Það er okkur alltaf sérstök ánægja þegar við getum fjárfest í ís- lenskri hönnun,“ er haft eftir dr. Eggerti Claessen, framkvæmda- stjóra Frumtaks, í tilkynningunni. „Cintamani byggir á sterkum grunni og hefur skipað sér sérstak- an stað í hugum margra Íslendinga. Félagið hefur á að skipa úrvals- hönnuðum og hefur náð að byggja upp traust viðskiptasambönd bæði í sölu og framleiðslu og náð góðum árangri hérlendis í sölu til erlendra ferðamanna. Árangurinn er gott orðspor erlendis og í því felast mikil tækifæri, sem nú á að nýta,“ er jafn- framt haft eftir Eggerti. Svigrúm til að nýta möguleika á erlendum mörkuðum „Vöxtur Cintamani hefur verið hraður frá því að við hófum útflutn- ing og sölu fyrir tveimur árum. Við höfum fengið afar góða svörun við vörumerkinu jafnt erlendis og á heimamarkaði. Aðkoma Frumtaks skapar svig- rúm til að fullnýta þá möguleika sem blasa við á erlendum mörkuð- um, enda er þar um fjárfrek verk- efni að ræða sem tengjast markaðs- setningu, opnun eigin verslana og auknu úrvali. Fjárfestingin gerir Cintamani kleift að vaxa í stökkum fremur en skrefum. Innkoma Frum- taks er mikil viðurkenning á því starfi sem unnið hefur verið hjá Cin- tamani ehf. undanfarin ár. Okkar mat er einnig að Frumtak sé um leið að setja sinn gæðastimpil á íslenska hönnun og þau miklu tækifæri sem felast í hugviti íslenskra hönnuða,“ segir Kristinn Már Gunnarsson, stjórnarformaður Cintamani, í til- kynningu. Hefur keypt 30% í Cintamani  Frumtak keypti fyrir 320 milljónir Morgunblaðið/Styrmir Ánægja Forsvarsmenn Cintamani og Frumtaks eru ánægðir með viðskiptin. Hér er Gerður Ríkharðsdóttir, framkvæmdastjóri Cintamani.                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-., +,/-/, ++0-+1 /2-034 /2-0 +,-.5, +/0-// +-+54. +0,-10 +.4-,1 ++,-,3 +,/-0/ ++0-40 /2-,/. /2-03+ +,-3./ +/0-., +-+5, +0,-5 +..-/3 /++-,/51 ++5-+4 +,1-+3 ++0-,+ /2-,,3 /2-,// +,-023 +/0-54 +-/2+. +05-41 +..-35 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á TVG-Zimsen hefur keypt skipamiðlunina Gáru í Hafn- arfirði. Gára var stofnuð árið 1993 og hefur fyr- irtækið þjónust- að skemmti- ferðaskip og togara í Hafn- arfirði og um allt land undanfarin 20 ár, samkvæmt því sem fram kemur í frétta- tilkynningu frá TVG-Zimsen. „Gára verður rekin sem sérein- ing og dótturfélag innan TVG- Zimsen. Fyrri eigendur Gáru munu starfa áfram hjá fyrirtæk- inu. TVG-Zimsen ætlar sér að vera leiðandi í þjónustu hér á landi Björn Einarsson, framkvæmda- stjóri TVG-Zimsen, segir í frétta- tilkynningu: „Við sjáum mikla möguleika í þessum geira í fram- tíðinni þar sem verkefni tengd þjónustu við skemmtiferðaskip hafa aukist mjög í tengslum við auknar komur þeirra hingað til lands sem og stærri skip. Við mun- um einnig þjónusta margar og ólíkar tegundir skipa sem koma í höfn hér við land, m.a. togara, rannsóknarskip og herskip en þjónusta við þessi skip hefur einn- ig aukist undanfarið,“ segir Björn. Mörg tækifæri til framtíðar á Grænlandi Hann bendir á að einnig séu fjöl- mörg tækifæri til framtíðar á Grænlandi og í auknum skipakom- um þeim tengdum, olíuleit og þjón- ustu við olíuvinnslufyrirtækin sem og opnun norðurskautsleiðarinnar. ,,Þjónusta tengd siglingum verður sífellt meiri og mikilvægari. Það eru spennandi tímar framundan og TVG-Zimsen ætlar sér að vera leiðandi í umboðsmennsku fyrir er- lend skip hér á landi,“ segir Björn ennfremur í fréttatilkynningu. TVG-Zimsen kaupir Gáru  Gára hefur þjónustað skemmtiferðaskip og togara í 20 ár  Verður rekin sem séreining með fyrri eigendum Björn Einarsson ● Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Voda- fone (Fjarskipta hf.) sem haldinn var í fyrradag. Stjórnina skipa Anna Guðný Aradóttir, Erna Eiríksdóttir, Heiðar Már Guðjónsson, Hildur Dungal og Hjörleifur Pálsson. Sá síðastnefndi var kjörinn stjórnarformaður á fyrsta fundi nýrrar stjórnar og Hildur Dungal vara- formaður. Ný stjórn Vodafone Verið velkomin á sýningu mynda Eddu Heiðrúnar Backman úr bókunum Ása og Erla og Vaknaðu Sölvi í galleríi okkar á 3. hæð verslunarinnar. Eftirprentanir myndanna og bækurnar fást hjá okkur og rennur ágóði af sölu til Hollvina Grensásdeildar. Hamraborg 9 | sími 564 1451 | www.modurast.is opið 10-18 virka daga og 12-16 laugardaga Úrval burðarpoka og ferðarúma ÞAR SEM BARN ER

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.