Morgunblaðið - 13.04.2013, Qupperneq 25
FRÉTTIR 25Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013
FRÉTTASKÝRING
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Horfur um hagvöxt hafa versnað
talsvert að undanförnu. Það er eink-
um minnkandi eftirspurn og fjár-
festing frá miðju ári 2012, ásamt
lakari viðskiptakjörum á erlendum
mörkuðum, sem skýrir minni hag-
vöxt árin 2012 og 2013 en áður var
reiknað með. Þetta kemur fram í
nýjustu þjóðhagsspá Hagstofunnar
sem var birt í gær.
Hagvöxtur síðasta árs mældist
1,6% – í nóvember 2012 áætlaði
Hagstofan að vöxturinn yrði 2,7% –
og á þessu ári er gert ráð fyrir því
að hagvöxturinn verði 1,9%. Það er
talsvert minni hagvöxtur en áætlað
var í síðustu þjóðhagsspá, sem taldi
þá að vöxturinn myndi mælast 2,5%.
Frá og með árinu 2014, samhliða
væntingum um meiri kraft í stór-
iðjufjárfestingu, er hins vegar spáð
því að hagvöxtur verði um 2,8% á
ári.
Talsvert bakslag hefur orðið í
fjárfestingu á síðustu misserum.
Fjárfesting á síðasta ári jókst um
aðeins 4,4% – og á þessu ári er spáð
2,3% samdrætti. Spá Hagstofunnar
er jafnvel enn dekkri en spá Seðla-
bankans frá því í febrúar sl. en í
Peningamálum bankans var því
spáð að fjárfesting myndi dragast
saman um 1% á þessu ári.
Að öðru óbreyttu er ljóst að enn
er langt í land þangað til
fjárfestingastigið hérlendis nálgist
sögulegt meðaltal. Frá árinu 1980
hefur fjárfesting, sem hlutfall af
landsframleiðslu, að meðaltali verið
yfir 20%. Miðað við nýjustu þjóð-
hagsspá eru nokkur ár þangað til
fjárfesting mun ná fyrri styrk í
hagkerfinu.
Hægir á vexti einkaneyslu
Þrátt fyrir að atvinnuvega-
fjárfesting hafi aukist um 8,6% að
raungildi á liðnu ári þá var sú fjár-
festing fyrst og fremst drifin áfram
af fjárfestingu í skipum og flugvél-
um – fyrir samtals 30 milljarða
króna – en ekki almennri atvinnu-
vegafjárfestingu. Á þessu ári er
reiknað með því að atvinnuvegafjár-
festing dragist saman um 10,5%.
Þann mikla samdrátt má einkum
rekja til mikillar fjárfestingar í skip-
um og flugvélum árið 2011. Sá liður
er afar sveiflukenndur og ekki er
reiknað með teljandi fjárfestingu í
skipum og flugvélum á þessu ári.
Margir hagfræðingar hafa bent á
að ekki þurfi að koma á óvart að
hagvöxtur sé minni en hagspár hafi
gert ráð fyrir á síðasta ári. Sá hóf-
legi hagvöxtur sem mælst hefur á
umliðnum tveimur árum hefur eink-
um verið drifinn áfram af aukinni
einkaneyslu vegna annars vegar
sértækra aðgerða stjórnvalda og
hins vegar dóma Hæstaréttar í
gengislánamálum sem hafa aukið
ráðstöfunartekjur heimila tíma-
bundið.
Á síðasta ári var einkaneysla
nokkuð undir væntingum. Vísbend-
ingar um minni vöxt einkaneyslu
komu einkum fram á síðasta fjórð-
ungi ársins, en auk þess sýna hag-
tölur á fyrstu mánuðum þessa árs að
aukning í einkaneyslu verði minni
en áður var reiknað með.
Merki um bata á vinnumarkaði
Fram kemur í þjóðhagsspánni að
mögulega sé skuldavandi heimil-
anna dragbítur á eftirspurn um
þessar mundir. „Vanskil og fjöldi
nauðungarsala bendir til að enn séu
heimili í vanda og kunni að búa við
lítið svigrúm til að auka neyslu.“
Ekki hafa þó allir þættir efna-
hagslífsins þróast til hins verra á
umliðnum mánuðum. Vísbendingar
eru um að vinnumarkaðurinn sé að
taka við sér á ný á fyrstu mánuðum
ársins – eftir að nokkuð dró úr bat-
anum á seinni hluta síðasta árs – og
samkvæmt þjóðhagsspá mun hlut-
fall atvinnulausra verða rétt undir
5% í árslok. Hins vegar er á það
bent að skráð atvinnuleysi hafi
minnkað hraðar síðustu ár en skýr-
ist af umsvifum í hagkerfinu. „Þann-
ig hefur Vinnumálastofnun án efa
stuðlað að lækkun atvinnuleysis
með átaksverkefnum en jafnframt
hefur skráð atvinnuleysi minnkað
vegna þeirra sem horfið hafa af
skránni án þess að fá starf.“
Horfur um hagvöxt versna enn
Atvinnuvegafjárfesting dregst saman um 10,5% á þessu ári samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofunnar
1,9% hagvöxtur 2013, en í nóvember var spáð 2,7% vexti Lakari viðskiptakjör og minni eftirspurn
Hægfara bati
» Hagvaxtarhorfur hafa versn-
að frá síðustu þjóðhagsspá í
nóvember. Spáð 1,9% hagvexti
á þessu ári, en var 1,6% 2012.
» Lakari viðskiptakjör á er-
lendum mörkuðum vegna
versnandi efnahagshorfa
helstu viðskiptalanda Íslands.
» Samdráttur upp á 2,3% í
fjárfestingu á þessu ári. At-
vinnuvegafjárfesting jókst ein-
göngu vegna kaupa á flug-
vélum og skipum á liðnu ári.
» Einkaneysluvöxtur hægur að
undanförnu. Ætti að draga
smám saman úr verðbólgu og
spáð að hún verði 3,4% 2014.
Horfur um aukinn hagvöxt og fjárfestingu fara versnandi,
en atvinnuleysi minnkar hraðar
2012 2013 2014
Hagvöxtur
Spá í apríl 2013 Spá í nóvember 2012
1,
6%
2,
7%
1,
9%
2,
5% 2,
7% 2,
9%
2012 2013 2014
Fjárfesting
4,
4%
10
,3
%
-2
,3
% 4,
3% 16
,9
%
19
,7
%
2012 2013 2014
Einkaneysla
2,
7%
3,
5%
2,
5%
2,
5% 3
,0
%
3,
1%
2012 2013 2014
Atvinnuleysi
2012 2013 2014
Verðbólga
2012 2013 2014
Vöru- og þjónustujöfnuður
(% af VLF)
5,
8%
5,
7%
4,
9% 5,
3%
4,
6% 4,
9% 5,
2%
5,
3%
4,
2%
4,
1%
3,
4%
3,
1%
6,
2% 6,
6% 6,
7% 7,0
%
5,
5%
5,
2%
Heimild: Þjóðhagsspá Hagstofunnar, vorið 2013 og vetur 2012.
JEPPAR
Notaðir
ÁTILBOÐI
VO
RUM
AÐ
BÆ
TA
VIÐ
BÍLU
M!
JEPPAVEISLA Í BRIMBORGTIL SUMARDAGSINS FYRSTA
KOMDU ÍBRIMBORGÍ DAG
FORD EXPLORER JEPPAR Á FRÁBÆRU VERÐI.
TAKMARKAÐ MAGNÁRGERÐIR 2005-2008, BENSÍN, SJÁLFSKIPTIR.
Ford Kuga og Ford Escape jeppar einnig á frábæru tilboðsverði.
Afslátturallt að750.000kr.Verð
frá 1.69
0.000
kr.
Kíktu á
notadir.brimborg.is
og finndu bílinn þinn
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6 og 8, sími 515 7000 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050.
Virka daga er opið milli kl. 9-17 og milli kl. 12-16 á
laugardögum í Brimborg, Bíldshöfða 6 og 8 í Reykjavík
og Tryggvabraut 5 á Akureyri.
Komdu í dag
*Útbúnaður og gerð bílanna getur verið frábrugðin myndinni í auglýsingunni.