Morgunblaðið - 13.04.2013, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 13.04.2013, Qupperneq 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 Bandarískir sérfræðingar segja að það geti tekið marga mánuði að þróa bóluefni við nýjum stofni fuglaflens- unnar, H7N9, en stjórnvöld í Kína hafa staðfest að fjörutíu einstakling- ar hafi verið greindir með afbrigðið. Í grein sem birtist á vefsvæði New England Journal of Medicine á fimmtudag segja Timothy Uyeki og Nancy Cox, starfsmenn bandarísku sóttvarnastofnunarinnar, að tilraun- ir til að þróa bóluefni séu hafnar en ferlið gæti tekið nokkurn tíma. Þau segja tilfellin í Kína áhyggju- efni en annars vegar geti verið um að ræða einstaka smit milli skepnu og manns eða hins vegar upphaf flensu- faraldurs. Þá hvetja þau kínversk stjórnvöld til að herða eftirlit. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, sagði á mánudag að engar vís- bendingar væru uppi um að H7N9- vírusin hefði smitast manna á milli en Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, lýsti á fimmtudag yfir áhyggjum af því að hann gæti smitast til nágrannaríkja Kína með sýktu fiðurfé. „Ef einhver flytur sýkta alifugla yfir landamæri, frá einu landi til ann- ars, óviljandi eða viljandi er mögu- legt að vírusinn breiði úr sér,“ sagði Subhash Morzaria, framkvæmda- stjóri neyðarmiðstöðvar FAO vegna dýrasjúkdóma í Asíu. Stjórnvöld í Japan gripu í gær til lagasetningar til að auðvelda hinu opinbera að bregðast við útbreiðslu smitsjúkdóma í fólki. Samkvæmt lögunum geta yfirvöld hert reglur um sóttkví á flugvöllum, gert lækn- um og opinberum starfsmönnum að undirgangast bólusetningu, lokað skólum og aflýst fjöldaviðburðum. Í grein sinni lofuðu Uyeki og Cox kínversk stjórnvöld fyrir að hafa borið kennsl á nýja afbrigðið á skömmum tíma og bentu á að þau hefðu fljótlega í kjölfarið opinberað erfðamengi þess. holmfridur@mbl.is Mánuðir í bólu- efni gegn H7N9 AFP Fiðurfé Yfirvöld í Sjanghæ voru fyrst til að stöðva viðskipti með fiðurfé en þar, og í öðrum borgum í austurhluta Kína, hefur fjölda alifugla verið slátrað.  Tilraunir til að þróa bóluefni hafnar Uppboð á sjötíu viðhafn- argrímum Hopi-indíána fór fram í París í gær þrátt fyrir mótmæli ættbálksins, sem hafði reynt að koma í veg fyrir sölu þeirra fyrir frönskum dómstólum. Hopi-indíánar, sem eru í dag um 18.000 talsins, segja gripina helga og segja særandi að þeim sé lýst sem „grímum“ eða „gripum“. Þeir segja uppboðið jafn- gilda helgispjöllum. Sala á helgigripum ind- íána hefur verið ólögleg í Bandaríkjunum frá 1990 en lögin ná ekki yfir sölu á gripunum á erlendri grundu. Fyrir uppboðið voru grímurnar í eigu fransks safnara sem bjó í Bandaríkjunum um þrjátíu ára skeið. Helgigripir seldir þrátt fyrir mótmæli FRAKKLAND Viðhafnargríma Efri deild franska þingsins samþykkti í gær frumvarp sem m.a. mun gera samkynhneigðum pörum kleift að ganga í hjónaband og ættleiða. Frumvarpið var sam- þykkt með 179 atkvæðum gegn 157 en verður ekki að lögum fyrr en eftir aðra yfirferð í neðri og efri deildum þingsins. Dómsmálaráðherra Frakka, Christiane Taubira, fagnaði úrslitum atkvæðagreiðslunnar í gær og sagði þau styrkja franskt þjóðfélag með því að viðurkenna fullan ríkisborgararétt samkynhneigðra para. „Við erum gagntekin af stolti yfir þessari atkvæða- greiðslu um að þoka samfélagi okkar fram á við,“ sagði Francois Rebsamen, þingflokksformaður sósíalista. Frumvarpið hefur vakið miklar deilur í Frakklandi og verið harðlega mótmælt af íhaldsmönnum og ýms- um trúarhreyfingum. Það nýtur stuðnings yfirgnæf- andi meirihluta sósíal- ista, græningja og kommúnista en hefur mætt mikilli andstöðu meðal hægri flokkanna. Jean-Pierre Raffarin, fyrrverandi forsætisráð- herra, sagði í gær að frumvarpið myndi kljúfa þjóðfélagið. Mannréttindasamtökin SOS Homophobie sögðu í vikunni að tilkynningum um árásir á samkynhneigða hefði fjölgað um 30% á síðasta ári frá 2011 og þá hafa stuðningsmenn frumvarpsins á þingi tilkynnt um ógnandi símtöl og tölvupósta síðan umræður um það hófust. Já við giftingum samkynhneigðra + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + ++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++ H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Dala-Brie er kominn i nýjar umbúðir og er enn jafngóður a agðið. L júfur og mildur hvítmygluostur sem hentar við öll tækifæri. Flour úr Dölunum ALÞINGISKOSNINGAR 27. APRÍL 2013 KJÖRSTAÐIR Í REYKJAVÍK Í Reykjavíkurkjördæmi suður: Í Reykjavíkurkjördæmi norður: Hagaskóli Ráðhús Hlíðaskóli Laugardalshöll Breiðagerðisskóli Íþróttamiðstöðin í Grafarvogi Ölduselsskóli Vættaskóli Borgir (áður Borgaskóli) Íþróttamiðstöðin Austurbergi Ingunnarskóli Árbæjarskóli Klébergsskóli Ingunnarskóli Kjörfundur hefst laugardaginn 27. apríl kl. 9.00 árdegis og lýkur kl. 22.00. Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á því að fá ekki að greiða atkvæði. Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður mun hafa aðsetur í Hagaskóla á kjördag og þar hefst talning atkvæða að loknum kjörfundi kl. 22.00. Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi norður mun hafa aðsetur í Ráðhúsi Reykjavíkur á kjördag og þar hefst talning atkvæða að loknum kjörfundi kl. 22.00. Kjörskrár í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður Kjörskrár í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður vegna alþingiskosninga 27. apríl nk. liggja frammi almenningi til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 10. apríl fram á kjördag. Vakin er athygli á því að hægt er að fá upplýsingar um hvar kjósendur eru á kjörskrá á vefnum www.kosning.is. Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra eru á kjörskrá. Athugasemdum vegna kjörskráa í Reykjavíkurkjördæmum skal beint til skrifstofu borgarstjórnar, Ráðhúsi Reykjavíkur, sími 411 4700, netfang kosningar@reykjavik.is. Þar eru jafnframt veittar nánari upplýsingar. Borgarráð úrskurðar um athugasemdir vegna skráningar í kjörskrá. Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi norður Skrifstofa borgarstjórnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.