Morgunblaðið - 13.04.2013, Side 30

Morgunblaðið - 13.04.2013, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Viðskilnaðurríkisstjórn-arinnar verður ljósari eftir því sem frekari upplýsingar birt- ast um stöðu mála, ekki síst efnahagsmála. Sumt mun þó vitaskuld ekki koma í ljós fyrr en eftir að ríkis- stjórnin hefur endanlega skil- ið við og þegar kosningar eru að baki. Nýjar tölur Hagstofunnar um þróun og horfur í efna- hagsmálum segja mikla sögu um hvernig haldið hefur verið á málum á kjörtímabilinu og ættu að verða kjósendum mik- ið umhugsunarefni. Ráð- herrar ríkisstjórnarinnar og aðrir talsmenn hennar hafa um langt skeið talað um að landið sé að rísa og eiga við að vel horfi um efnahag landsins, erfiðleikarnir séu að baki og bjart sé framundan. Tölur Hagstofunnar segja því miður allt aðra sögu. Hagvöxtur liðins árs og horfur um hagvöxt segja mik- ið um hver lífskjör almenn- ings eru líkleg til að verða á næstu árum. Samkvæmt töl- um Hagstofunnar var hag- vöxtur í fyrra aðeins 1,6%, sem er miklu verra en talið var fyrir nokkrum misserum að hægt væri að ná. Enn verra er að nú hefur Hagstofan lækkað hagvaxtarspár sínar fyrir þetta ár og þau næstu, enda hafa framkvæmdir og fjárfestingar tafist mjög vegna fjandskapar Samfylk- ingarflokkanna og Vinstri grænna við atvinnuuppbygg- ingu. Talið er að til að unnt verði að vinna bug á atvinnuleysi og bæta kjör almennings megi hagvöxtur á næstu árum ekki vera minni en 4-5% á ári. Samkvæmt spá Hagstofunnar verður hagvöxtur næstu ára aðeins um helmingur af þessu, sem felur í sér að atvinnuleysi verður að óbreyttu áfram mikið og lífskjör langt undir því sem þau gætu orð- ið. Hér á landi er gríðarlegt dulið atvinnuleysi, með- al annars í formi margvíslegra átaksverkefna og fólksflótta frá landinu. Landflóttinn hef- ur verið einhver stærsti út- flutningsiðnaður Íslands á kjörtímabili vinstri stjórn- arinnar, en vandinn við þann útflutning er að honum fylgir aðeins viðvarandi kostnaður fyrir landið og alls óvíst hvort eða hvenær þróuninni verður snúið við nema hér verði breytt um stjórnarstefnu og atvinnulíf fái að blómstra. Aukin fjárfesting er grund- vallarforsenda þess að hægt verði að rétta atvinnumálin við en ekkert útlit er fyrir að vinstri flokkarnir hafi raun- verulegan áhuga á aukinni fjárfestingum þó að þeir muni í kosningabaráttunni vita- skuld láta sem þeir séu ekki andsnúnir uppbyggingu. Reynslan er hins vegar ólygn- ust um þetta. Þegar horft er á tölur Hag- stofunnar er útlit fyrir að með óbreyttri stjórnarstefnu verði fjárfesting hér á landi undir langtímameðaltali næstu árin með tilheyrandi afleiðingu fyrir hagvöxt, atvinnustig og lífskjör almennings. Þetta er þó ekki óumbreytanlegt. Raunar er hægt að breyta for- sendum hagspánna og þar með framtíðarhorfum mjög verulega á skömmum tíma. Með breyttu viðhorfi stjórn- valda væri á skömmum tíma hægt að hleypa lífi í fjárfest- ingu og atvinnuuppbyggingu og lyfta hagvexti upp á við- unandi stig og bæta þannig lífskjör almennings. Til þess þurfa hins vegar að setjast að völdum þeir sem hafa vilja til verka en ekki hinir sem hafa leynt og ljóst unnið gegn framtakssemi á öllum sviðum. Nýjar tölur Hagstof- unnar lýsa skelfileg- um viðskilnaði vinstri flokkanna} Lítilfjörlegt landris Þeir sem reynaað selja Ís- land inn í ESB nota ýmis rök máli sínu til stuðnings. Þeirra á meðal er að hér á landi hafi orðið misgengi á milli verð- mætis íbúðarhúsnæðis og húsnæðislána og að með evru yrði staðan allt önnur. Hvað ætli þessir áróðurs- menn myndu segja við Spán- verja sem hafa síðastliðið ár mátt þola 13% verðlækkun íbúð- arhúsnæðis án þess að húsnæðis- lán hafi lækkað? Ætli skilaboðin til spænskra íbúða- eigenda með húsnæðislán yrðu þau að réttast væri að taka upp evru til að koma í veg fyrir misgengið? Ætli at- vinnulausir Spánverjar evru- svæðisins teldu það sannfær- andi rök? Hefur evran leyst vanda spænskra íbúðareigenda og atvinnuleysingja?} Misgengi lána og húsnæðis T íska og leiklist voru mínar ær og kýr í vikunni. Hvort tveggja tíma- frek áhugamál, sem varð að sinna af alúð, og þess vegna afskaplega þakklátt að lítið sem ekki dró til tíðinda í pólitíkinni. Allir vinir á þeim vettvangi, engir hnífar á lofti, hvað þá breið spjót; menn líklega að stilla saman strengina fyrir lokaslag- inn við hina flokkana. Kotasæla, Annabella og Kolla [Kodla] sýnd- ust alsælar þar sem þær spígsporuðu um heima hjá sér á fimmtudaginn í litríkum klæðnaði, fyrir framan miðaldra ljósmyndara og glað- sinna hönnuði og aðdáendur. Sýningarkýrnar sem fáguðustu módel í París. Þetta var í fjósinu að Hvassafelli í Eyjafjarð- arsveit. Hópur kvenna mættur til að sjá hvort fötin pössuðu. Kvenfélögin þrjú í sveitinni hafa haft kýrklæðin á prjónunum undanfarið og gaman að segja frá því að þar er á ferðinni nýstárleg endurvinnsla: hluti garnsins sem prýddi vömb, kepp, laka og vinstur veitti heilum traktor skjóla á árlegri handverkshátíð að Hrafnagili í fyrrasumar, og drakt einnar kusunnar var fyrir nokkrum misserum hluti trefilsins eftirminnilega sem prjónaður var í tilefni Héðinsfjarðarganganna og náði frá miðbæ Siglufjarðar yfir til Ólafsfjarðar. Kýrnar og konurnar glöddust sem sagt og blaðamað- urinn gekk í barndóm. Kættist vegna fegurðarinnar sem við blasti, skemmtilegs verkefnis og ekki síst lyktarinnar sem hann kannast við frá því í æsku þegar hann fékk að moka flórinn austur á landi reglulega í nokkur sumur en finnur allt of sjaldan nú orðið. Ekki var annað hægt en hrífast af fjórfættu dömunum. Kannski fulldjúpt í árinni tekið að þær hafi brosað út að eyrum en forvitnin skein altjent úr augunum. Annar ærlegur flokkur bauð mér upp á skemmtun í vikunni. Þar var á ferð Neander- leikhópurinn danski með norðanmanninn Kristján Ingimarsson fremstan í flokki; hann er leikstjóri og annar höfunda verksins BLAM! auk þess að fara með eitt fjögurra hlutverka. Verkinu var hrósað í hástert í borg- inni, rétt að taka fram að okkur sveitamönn- unum norðan heiða fannst það líka afbragð. Þar tala ég fyrir hönd gesta í Hofi og tel mig hafa leyfi til; fögnuðurinn var slíkur. Kristján var allt að því þögull sem gröfin og félagar hans sögðu heldur ekki mikið vegna eðlis leiksins. Þeim mun meira var hlegið. Kristján hefur áður kitlað hláturtaugar viðstaddra á horni Glerárgötu og Strandgötu; fyrst þegar hann stal senunni og tók „fyrstu skóflustunguna“ að menningarhús- inu Hofi á undan bæjarstjóranum, að vísu einungis vopn- aður skeið, en samt á undan. Þegar byggingu hússins var lokið og það vígt fór Kristján síðan slíkum hamförum í listilegu spaugi að enginn viðstaddra gleymir. Þá er nóg komið af menningarhjali í bili. Tímabært er að snúa sér að öðru fjósi og annarskonar list á ólíku sviði. Eru ekki annars að koma kosningar? skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill List í pólitískri lognviku STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verð á fasteignum á landinuöllu hækkaði um 0,91% aðraungildi á tímabilinu frájanúar 2010 og fram til jan- úar á þessu ári. Verð á fasteignum utan höfuðborgarsvæðisins lækkaði á sama tímabili um 1,83%. Verð á ein- býli á höfuðborgarsvæðinu lækkaði líka eða um 4,12% en verð á fjölbýli á sama svæði hækkaði hins vegar um 2,61%. Þetta má lesa út úr tölum Hag- stofu Íslands með því að bera saman vísitölu markaðsverðs húsnæðis, sem byggist á gögnum frá Þjóðskrá Ís- lands, og vísitölu neysluverðs. Sé staðan í janúar 2007 og í jan- úar 2013 borin saman kemur í ljós að verð á fjölbýli hefur lækkað um 22,9% en verð á einbýli um 26,9% á höfuðborgarsvæðinu. Verð á fast- eignum utan svæðisins hefur lækkað um 26% og að meðaltali um 24% á landinu öllu. Séu árin 2004 og 2013 borin saman hefur verð á fjölbýli hækkað um 7,4% og verð á einbýli um 15,5% á höfuðborgarsvæðinu en lækkað um 7,8% utan höfuðborgar- svæðisins. Á landinu öllu er hækk- unin að meðaltali 4,86%. Verðið hefur með öðrum orðum hækkað frá 2010, hrunið miðað við bóluárið 2007 en hækkað frá 2004. Bjuggust við meiri hækkun Ari Skúlason, sérfræðingur hjá Landsbankanum, segir að um mitt síðasta ár hafi hann búist við því að verð á fasteignum myndi hækka meira en raun hafi orðið. Hagvöxtur hafi síðan reynst minni en spár gerðu ráð fyrir og það eigi ásamt öðru þátt í að draga úr þeim væntingum sem bundnar voru við verðhækkanir í fyrra. „Verðfallið var orðið svo mikið að það mátti búast við hækkunum. Fyrir um ári síðan bar umræðan í þjóðfélaginu merki þess að þá tóku að birtast jákvæðar tölur um einka- neyslu og hagvöxt. Þær væntingar hafa að einhverju leyti brugðist.“ Spurður hvernig útlitið sé fyrir þetta ár segir Ari að búast megi við því að ástandið verði ósköp svipað. „Það er ekkert í spilunum sem breyt- ir neinu. Markaðurinn er virkur að einhverju leyti en fyrir stóra hópa er hann ekki virkur. Unga fólkið er ekki að kaupa og einhverjir eru með fryst- ingar lána vegna skuldavanda. Stóra málið er að fjármögnunin er svo erf- ið. Það geta ekki allir ráðist í fast- eignakaup,“ segir Ari sem telur að nú séu góð kauptækifæri, enda sé verð á fasteignum í lágmarki. Misjöfn þróun eftir svæðum Viðar Böðvarsson, varafor- maður Félags fasteignasala, segir þróun fasteignaverðs síðustu miss- erin fara eftir staðsetningu. „Það er erfitt að ræða um þróun fasteignaverðs. Það hefur hækkað verulega á mjög afmörkuðu svæði og í afmarkaðri stærð íbúða. Litlar íbúð- ir í póstnúmerunum 101 og 107 í Reykjavík hafa hækkað talsvert um- fram vísitölu á þessum tíma, á sama tíma og ákveðnar eignir úti á landi hafa lækkað talsvert miðað við vísi- töluna, myndi ég halda. Eignir í sumum úthverfum Reykjavíkur hafa verið á minni hreyfingu en eignir miðsvæðis í borginni. Það er í takt við það sem ég bjóst við,“ segir Viðar sem vísar til kosn- inganna þegar hann er spurður um horf- ur í ár. „Við erum á umbrotatímum. Fer það ekki svolítið eftir því hvað gerist í lok mánaðarins?“ Raunverð fasteigna er svipað og árið 2010 Vísitala markaðsverðs íbúðarhúsnæðis frá 2000 Hfb.svæði – fjölbýli Hfb.svæði – einbýli Utan hfb.svæðis – alls Landið allt Vísitala neysluverðs 450 400 350 300 250 200 150 100 2004 ‘05 ‘06 ‘07 ‘08 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 2013 131,6 135,1 136,1 137,4 230,1 403,3 278,1 256,2 248,3 212,6 296,6 282,3 255 251,4 220 244,4 363,4 216,3 215,9 204,5 Heimild: Hagstofa Íslands „Þetta kemur ekki á óvart. Rök- in fyrir 110%-leiðinni voru þau að gripið væri til hennar í efna- hagslægð. Lánin voru stillt af í 110% af höfuðstól vegna þess að yfirleitt tekst að örva hag- vöxtinn fyrstu árin eftir kreppu. Fasteignaverðið hækkar þá meira en lánin og þannig má endurreisa eigið fé lántakenda í húsnæði,“ segir Gylfi Arn- björnsson, forseti ASÍ, spurður út í þessar tölur. „Við erum ekki búin að ná tökum á kreppunni. Viðsnúning- urinn hefur gengið hægar en vænst var og fjárfestingar hafa ekki náð að lyfta hagvexti. Sá hagvöxtur sem hefur verið er að mestu leyti skuldsett- ur, með því að úttekt sparnað- ar er notuð til að auka neyslu.“ Vinnur gegn 110%-leiðinni AFSTAÐA ASÍ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.