Morgunblaðið - 13.04.2013, Side 31
31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013
Sólskinsbros í norðangarra Þótt fremur kalt hafi verið í veðri síðustu daga á höfuðborgarsvæðinu hefur verið heiðskírt og bjart og glatt yfir mannlífinu í miðborg Reykjavíkur.
Ómar
Orkuveitan var
byggð upp fyrir fé
íbúa í Reykjavík og
nágrenni og hefur raf-
magnsöflun í þágu al-
mennings hingað til
verið óumdeilt grund-
vallaratriði í rekstri
fyrirtækisins.
Meirihluti stjórnar
Orkuveitunnar hefur
nú falið forstjóra að
ganga til samninga við meðeig-
endur OR í Hrafnabjargavirkjun
hf. með það að markmiði að þeir
eignist 60% hlut OR í félaginu.
Hrafnabjargavirkjun er verkefni
á byrjunarstigi, möguleiki á vatns-
aflsvirkjun í Skjálfandafljóti, sem
OR hefur haft til skoðunar vegna
orkuöflunar til framtíðar í þágu al-
mennings. Umræddur virkj-
anakostur er í svonefndum bið-
flokki rammaáætlunar.
Hér skal engin afstaða
tekin til þess hvort
þessi kostur sé hag-
kvæmur eða viðunandi
út frá umhverfissjón-
armiðum enda á eftir
að rannsaka hann og
meta til hlítar.
En við slíkar að-
stæður er óráðlegt að
meirihluti stjórnar
Orkuveitunnar gefi frá
sér möguleika á þátt-
töku í slíku verkefni
og fækki þar með orkuöfl-
unarkostum fyrirtækisins til fram-
tíðar á sama tíma og mikil óvissa
ríkir um hvernig það mun full-
nægja raforkuþörf fyrir almennan
markað eftir árið 2016.
Samspil jarðgufu- og
vatnsaflsvirkjana ákjósanlegt
Um helmingur af aflþörf OR fyr-
ir almennan markað kemur nú frá
Landsvirkjun, samkvæmt sér-
stökum samningum, hinn þýðing-
armesti er svokallaður tólf ára
samningur, sem rennur út í árslok
2016. Verði sá samningur endurnýj-
aður má búast við verulegri verð-
hækkun á raforkunni samkvæmt
yfirlýstri stefnu Landsvirkjunar.
Við slíkar aðstæður er nauðsyn-
legt að Orkuveitan leiti nýrra leiða
til orkuöflunar í því skyni að
tryggja almenningi á starfsvæði
sínu hagstætt orkuverð til fram-
tíðar. Í slíkri vinnu kemur sterk-
lega til álita að Orkuveitan auki
orkuvinnslu sína og dragi úr raf-
magnskaupum frá Landsvirkjun.
Orkuveitan byggir eigin raf-
magnsvinnslu nánast alfarið á jarð-
gufuvirkjunum. Nýting jarðgufu er
hins vegar ekki áhættulaus eins og
skýrt hefur komið í ljós að und-
anförnu. Margvísleg rök hníga að
því að vatnsaflsvirkjanir eða safn
jarðgufuvirkjana og vatnsaflsvirkj-
ana sé mun heppilegri kostur til að
þjóna almennum markaði en jarð-
gufuvirkjanir einar og sér. Komist
menn að þeirri niðurstöðu að OR
þurfi að auka orkuvinnslu sína eftir
2016, hlýtur að koma til álita, ekki
síst út frá áhættusjónarmiðum, að
slíkt verði gert með vatnsafli til að
tryggja sveigjanleika í vinnslu.
Raforka í þágu almennings
Ljóst er að vinna þarf ötullega
að því á næstunni að skilgreina til-
tæka kosti og taka ákvörðun með
það að leiðarljósi að tryggja al-
menningi raforku á hagstæðu verði.
Takist það ekki, skapast hætta á að
Orkuveitan þurfi að sæta afarkost-
um í raforkukaupum, sem gæti haft
í för með sér verulega hækkun á
raforkuverði til almennings.
Í skýrslu forstjóra Orkuveit-
unnar um málið kemur skýrt fram
að hún þurfi að auka orkuvinnslu
sína og/eða halda áfram að kaupa
raforku af þriðja aðila til að full-
nægja umræddri þörf. Sérstaka at-
hygli vekur að í skýrslunni er einn-
ig nefndur sá kostur að Orkuveitan
dragi sig í hlé af almenna mark-
aðnum, a.m.k. sem nemur orku-
kaupum af Landsvirkjun og láti
öðrum þessa þjónustu eftir. Sú
spurning vaknar því óhjákvæmilega
hvort meirihluti Samfylkingar og
Besta flokksins sé að stíga fyrsta
skrefið í þessa átt með því að
fækka orkuöflunarkostum Reykvík-
inga.
Eftir Kjartan
Magnússon » Sú spurning vaknar
hvort Samfylkingin
og Besti flokkurinn vilji
að Orkuveitan dragi sig
í hlé af raforkumarkaði
fyrir almenning og láti
hann öðrum eftir.
Kjartan Magnússon
Höfundur er borgarfulltrúi.
Vilja Samfylkingin og Besti flokkurinn
að OR hætti rafmagnssölu til almennings?
Jóhanna Sigurðar-
dóttir, forsætisráð-
herra Íslands, verður í
opinberri heimsókn til
Kína í boði Li Ke-
qiang, forsætisráð-
herra Kína, dagana
13.-18. apríl og á þar
viðræður við nýja kín-
verska valdhafa um
framtíðarþróun tví-
hliða samskipta
ríkjanna. Þessi heim-
sókn er mikilvægur viðburður varð-
andi samskipti ríkjanna og undir-
strikar þá staðreynd að samskipti
Íslands og Kína hafa þróast sem á
hraðbraut. Undirritun kínversk-
íslensks fríverslunarsamnings og
annarra samstarfssamninga, sem
hafa mikilvægt gildi um hagnýtt
samstarf og þróun samstarfsverk-
efna, fer fram í viðurvist leiðtoga
ríkjanna meðan á heimsókninni
stendur.
Með sameiginlegu átaki beggja
ríkja hafa samskipti
Kína og Íslands tekið
miklum framförum á
síðustu árum. Jákvæð-
ur árangur hefur náðst
á ýmsum sviðum, svo
sem auknu gagnkvæmu
trausti á stjórn-
málasviði, viðskiptum
og menningar-
samskiptum. Frá árinu
2006 hefur Kína verið
mikilvægasta við-
skiptaríki Íslands í
Asíu. Síðustu þrjú ár hefur árleg
aukning tvíhliða viðskipta numið
meira en 20% að meðaltali. Þvert á
almennan samdrátt í alþjóða-
viðskiptum jukust viðskipti Kína og
Íslands á síðasta ári um 21,1%. Það
er einlæg trú okkar að með gild-
istöku fríverslunarsamningsins
muni verða gríðarleg framþróun á
verslun milli landanna tveggja.
Neytendur beggja ríkja muni eiga
aðgang að ódýrum hágæðavarningi
frá hvoru landi um sig og viðskipta-
lífið mun hagnast á fríversl-
unarviðskiptum. Sagan mun sanna
að samningurinn er rétt ákvörðun af
beggja ríkja hálfu. Jafnframt mun
það hafa jákvæð áhrif að þetta er
fyrsti fríverslunarsamningur milli
Kína og Evrópuríkis.
Landfræðilega eru Kína og Ísland
langt fjarri hvort öðru og mismun-
andi að landstærð, hagstærð, fólks-
fjölda, félagslegri uppbyggingu,
sögu og menningu. Hvers vegna
skyldi þessi reginmunur ekki hafa
hindrað öra þróun tvíhliða tengsla
og náinnar samvinnu? Ég held að
það megi fyrst og fremst skýra með
vináttu þjóðanna. Slík vinátta þjóða
leggur grundvöllinn að heilbrigðu
samstarfi ríkja. Kínverska og ís-
lenska þjóðin hafa gagnkvæman
skilning hvor á annarri og jákvæð
viðhorf hvor til annarrar sem er af-
bragðs grundvöllur tvíhliða sam-
skipta. Í öðru lagi má rekja það til
jákvæðrar stefnu beggja ríkja. Kína
og Ísland hafa borið gagnkvæma
virðingu hvort fyrir öðru, starfað á
jafnréttisgrundvelli og af einlægri
vináttu með gagnkvæman ávinning í
huga og þannig tryggt heilbrigða og
stöðuga þróun tvíhliða samskipta. Í
þriðja lagi má nefna að enginn
ágreiningur er milli ríkjanna um
helstu grundvallarmálefni. Með vin-
áttu þjóðanna og jákvæðri stefnu
beggja ríkja hefur mátt fyrirbyggja
hugsanlegar hindranir í sam-
skiptum. Þannig getum við þróað
samskiptin fram á veg, hraðar og án
tafa. Loks má nefna sameiginlegar
óskir. Vinsamleg samskipti Kína og
Íslands þjóna ekki aðeins þróun
beggja ríkja og helstu hagsmunum
þjóðanna heldur eru þau einnig tím-
anna tákn.
Fólk getur haft ólíkar skoðanir á
mikilvægi og gildi samskipta Kína
og Íslands. Í mínum augum eru þau
helst að þau gagnast báðum þjóðum
og heimshlutum. Þau eru jafnframt
staðfesting þess að þrátt fyrir mis-
munandi stærð, þjóðareinkenni og
þjóðfélagsaðstæður geta ríki átt náið
og gott samstarf með gagnkvæmum
ávinningi og þróun svo lengi sem
þau virða hvort annað, koma fram á
jafnréttisgrundvelli og vinna í vin-
áttu. Samskipti Kína og Íslands eru
góð fyrirmynd. Hvers vegna skyld-
um við því ekki efla og styrkja tví-
hliða samskipti okkar?
Við vonum af einlægni að sérlega
vel takist til með heimsókn Jóhönnu
Sigurðardóttur forsætisráðherra til
Kína og að sífellt nánara samstarf
Kína og Íslands verði báðum þjóðum
til gagns.
Eftir Ma Jisheng » Vinsamleg samskipti
Kína og Íslands
þjóna ekki aðeins þróun
beggja ríkja og helstu
hagsmunum þjóðanna
heldur eru þau einnig
tímanna tákn.
Jisheng Ma
Höfundur er sendiherra Kína á
Íslandi.
Vinátta Kína og Íslands er í þágu beggja þjóða