Morgunblaðið - 13.04.2013, Síða 34

Morgunblaðið - 13.04.2013, Síða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 Lengi hefur verið fjallað um þörf á gerð lands- skipulags fyrir Ísland. Var gerð tilraun um að koma þessu inn í skipulagslögin 2010 en útvatnaðist í það sem kallað er lands- skipulagsstefna. Með þessu glataðist tilgangur landsskipulags þ.e. að skapa landsyfirlit og búa til yfirlit um framtíð- arþróun landsins. Um- hverfisráðherra lagði fram frumvarp um landsskipulagsstefnu á Alþingi í vor, en það komst ekki til umræðu. Yfirgnæfandi vald umhverfisráðherra Skipulagsmál á Íslandi falla undir umhverfisráðherra, og í skipulags- lögum segir: „leggur (ráðherrann) fram á Alþingi tillögu til þingsálykt- unar um landsskipulagsstefnu til tólf ára“. Þar með er vald umhverf- isráðherrans um mótun framtíðar Íslands orðið yfirgæfandi. Við þetta bættist svo í reglugerðinni 2011, geysiafdrifarík málsgrein sem seg- ir: „(Umhverfiráðherra) setur fram hverjar áherslur landsskipulags- stefnu skuli vera.“ Í bók undirritaðs og Birgis Jóns- sonar Ísland hið nýja er fjallað um landsskipulag er bent á mikilvægi þess að landsskipulaginu sé stjórn- að af forsætisráherra en í stýrihópi séu líka fulltrúar stjórnarandstöðu. Með því að umhverfisráðherrann var gerður stjórnandi mótunar framtíðarstefnu fyrir Ísland, urðu verndunaráherslur í landsskipulags- vinnunni ríkjandi, sbr. stefnumót- unarbréf ráðherrans til Skipulags- stofnunar: „Mikilvægar forsendur í því sambandi eru aukin áhersla á náttúruvernd, þar sem m.a. er tekið mið af útbreiðslu tegunda og vist- gerða, vistfræðilegu ástandi þeirra og verndargildi, náttúruvernd- aráætlun, væntanlegri stefnu um útivist og ferðamennsku.“ Sem sagt: Áherslan skal vera á hinar ýmsu bremsur á framtak, líkt og verið hefur í starfi ráðherrans að rammaáætlun, nema að nú skal landsskipulagsstefnunni beitt á ennþá markvissari hátt til að úti- loka möguleika fyrir framtíðinni. Gerð landsskipulagsstefnu Umhverfisráðherra fól Skipulags- stofnun að gera fyrstu lands- skipulagsstefnuna með verndunar- áherslur sínar að leiðarljósi. Fékk stofnunin til þess aðeins eitt ár. Auglýsti Skipulagsstofnun Tillögu um landsskipulagsstefnu 2013- 2024 sl. haust. Athugasemdir komu frá 66 að- ilum, margar mjög alvarlegar. Stofnunin skilaði umsögnum sínum um athugasemdirnar í desember. Mörgu er þar ónákvæmlega eða ekki svarað. Á grundvelli þessara gagna lét umhverfisráðherra búa til þingsályktunartillögu um lands- skipulagsstefnu sem lögð var fram á þinginu stuttu fyrir þinglok. Dæmi um athugasemdir: „Suður- orka hefur almennt áhyggjur af áhrifum landsskipulagsstefnu. Suð- urorka hefur efasemdir um að Skipulagsstofnun sé rétti aðilinn til að fara með skipulagsvald miðhá- lendisins“. Vegagerðin bendir m.a. á alvarleika eftirfarandi ákvæðis: „Grannsvæði Vatnajökulsþjóðgarðs og Þjórsárvera njóti a.m.k. hverf- isverndar.“. Um þetta ákvæði segir Vegagerðin: „Orðalag þess er afar opið og matskennt og skapar óvissu um stöðu svæða sem eru í nágrenni friðlýstra svæða.“ Fólk áttar sig ekki á hversu stór- pólitískar ákvarðanir þær eru sem umhverfisráðherra hefur ætlað sér að koma fram með landsskipulags- stefnunni. Um þetta sagði Eiríkur Bjarnason verkfræðingur, á ráð- stefnu um landsskipulagsstefnu sl. haust: „… (hún) er stórpólitískt plagg og til þess greinilega ætlað m.a. að hindra gerð virkjana, há- spennulína og vega á hálendinu. Verndinni er ætlað að verða svo mikil að vandséð er hvernig nýta á landið og auðlindir þess…“. Landsskipulagsstefnu þarf að móta í sátt Mikilvægasta atriðið í gerð lands- skipulagsstefnu er að hún sé unnin í sátt. Í þessu felst að lands- skipulagsstefnu beri að setja fram sýn sem ekki er aðeins mótuð af þeim sem eru við stjórnvölinn hverju sinni. Ég undirritaður setti fyrstur manna fram hugmyndir um lands- skipulag fyrir um 38 árum og hef unnið að þeim alla tíð síðan. Ég tel að nálgunin við viðfangsefnið í fyr- irliggjandi tillögu um lands- skipulagsstefnu sé í mörgum grund- vallaratriðum óheppileg eða röng. Einn af göllunum við núverandi tillögu um landsskipulagsstefnu er að hún er í þremur hlutum: 1) miðhálendi, 2) búsetumynstur í dreifbýli og 3) haf- og strandsvæði, allt aðeins með sýn til 12 ára, og margt er unnið í smáum mæli- kvarða sem tilheyrir svæðis- eða að- alskipulagsvettvangi. Með þessu tapast grundvallartilgangurinn með gerð landsskipulags; að móta skematíska heildarsýn til langs tíma. Mat á áhrifum hnattrænnar hlýnunar Í landsskipulagsstefnunni vantar að gera grein fyrir hve miklu hnatt- ræn hlýnun mun breyta um for- sendur byggðar á Íslandi. Dæmi: Ýmis láglendissvæði munu verða í hættu vegna hækkunar sjávar. Þá munu bæði gróður- og snjólínurnar færast ofar. Gróður mun því aukast á hálendi. Með þessu breytast hin „ósnortnu“ víðerni; þau verða grænni og líkari svæðum á láglendi. Hugmyndir um verndun á hálendi þurfa að taka mið af þessu. Með hnattrænni hlýnun munu snjóalög einnig minnka, sem þýðir að vetrarumferð á hálendisvegum verður auðveldari. Því er undarlegt að landsskipulagsstefnan leggi til að gerð vega á miðhálendinu skuli ein- göngu miðast við þarfir sum- arumferðar. Landsskipulagsstefnan nýja þýðir mikla þróunarfjötra Eftir Trausta Valsson Trausti Valsson » Þörf er á gerð lands- skipulags fyrir Ís- land. Tilraun til að koma þessu í skipulagslög út- vatnaðist í það sem kall- að er landsskipulags- stefna. Höfundur er prófessor í skipulags- fræði við HÍ. Yfirlitskort um verndun á miðhálendinu Friðlýst svæði og þjóðgarðar Svæði á náttúru- verndaráætlun Svæði á náttúru- minjaskrá Náttúruverndar- svæði samkvæmt svæðisskipulagi Almenn verndarsvæði samkvæmt svæðisskipulagi Myndin sýnir samsöfnun hina ýmsu tegunda verndunar á miðhálendinu, og eru ekki mörg svæði utan þeirra. Við bætast síðan „ósnortin víðerni“ sem ná til um helmings landsins og „verndunarheildir“ landsskipulagsstefnunnar, sem ná til alls miðhálend- isins, fyrir utan tvö mjó mannvirkjabelti. Yfirlit um svæði skilgreind hafa verið sem „ósnortin víðerni“ á Íslandi Myndin sýnir svæði sem skilgreind hafa verið sem „ósnortin víðerni“ á Íslandi. Hér eru nær allar framkvæmdir, vegalögn osfrv. útilokaðar. Jarðvarmavirkjun Vatnsaflsvirkjun Ósnortin víðerni skv. UST 2009 Hvalá Þeistareykir - Vestursvæði Þeistareykir Krafla II, 1. áfangi Krafla II, 2. áfangi Krafla I - stækkun Bjarnarflag Blönduveita Hágönguvirkjun, 2. áfangi Hágönguvirkjun, 1. áfangi Gráuhnúkar Hvammsvirkjun Skrokkölduvirkjun Holtavirkjun Urriðafossvirkjun Eldvörp (Svartsengi) Hverahlið Meitillinn Stóra-Sandvík Reykjanes Sandfell Sveifluháls Þorsteinn Pálsson, jámaður Evrópusam- bandsins, skrifar reglulega pistla um mikilvægi þess að Ís- lendingar afsali sér sjálfstæði sínu en njóti þess í stað for- sjár embættismanna Evrópusambandsins. Hugtakið „samstarf við aðrar þjóðir“, gjarnan skilgreindar „vinaþjóðir“ eru svo umbúðirnar utan um títt- nefndan „pakka“ sem þorsteinar þessa lands eru hálfnaðir með að kíkja í eftir fjögurra ára áhorf. Sjálfstæðismenn sem telja að nafn flokksins eigi að hafa einhverja merkingu eru svo í huga Þorsteins „einangrunarsinnar“. Í nýlegum pistli sem ber titilinn „hug- myndafræði á haus“ kemst Þor- steinn að þeirri niðurstöðu að inni- hald pakkans sé „andstaða við óreiðu“ þeirra ríkja sem „spilað hafa rassinn úr buxunum“. Hugtök á haus Íslendingar hafa löngum verið þátttakendur í alþjóðlegu „sam- starfi“ á sviði alþjóðlegrar lög- gæslu, NATO, Schengen-landa- mæraeftirlits, alþjóðaglæpadómstóls að ógleymd- um selskap Norðurlandaráðs á hverju ári. Með því að skilgreina andstæðinga sína sem „einangr- unarsinna“ er Þorsteinn að gera því skóna að þeir sem eru honum ósammála vilji loka landinu. Þessi tugga telur Þorsteinn að verði trú- verðug ef hún verði nógu oft tugg- in. Fullveldisafsal á hinsvegar ekk- ert sammerkt með samstarfi. „Vinaþjóðir“ Þegar hugtakinu „vinaþjóðir“ er flaggað fylgir ekki með, hverra vin- ir þær þjóðir eru, frekar en hvað felist í frasanum um „samevr- ópskar hugsjónir“. Í Icesave- málinu kom í öllu falli vel í ljós hverra vinir Norðurlöndin og ESB voru og gilti þá einu þó að „vina- þjóðirnar“ Bretland og Holland héldu uppi löglausum kröfum á hendur Íslandi sem að auki hefðu sett þjóðina í gjald- þrot hefðu jámenn fengið að ráða. Þor- steinn er uppveðraður yfir heimsókn Carls Bildt hingað til lands og telur að koma hans sé „tilefni til að skoða ýmsar hliðar Evrópu- sambandsumræð- unnar“. Þorsteinn virðist telja að upp- hefðin komi að utan og telur óþarft að minnast á hlut stórmennisins Carls Bildt í að kúga Íslendinga til und- irgefni gagnvart Bretum og Hol- lendingum. Carl Bildt fór fyrir hópi norrænna vinaþjóða Breta og Hollendinga í ræðu og riti með því að skilyrða lán frá AGS við að Ís- lendingar undirgengjust löglausar kröfur sinna vinaþjóða. Á sama tíma sagði Uffe Elleman-Jensen að veruleikaskynið virtist hafa yf- irgefið Íslendinga og tók undir með varaformanni VG um að for- seti þjóðarinnar væri fífl. „Þetta segi ég, sem hef lengi verið Ís- landsvinur. Ímyndið ykkur þá hvernig aðrir upplifa þessar að- stæður.“ Það er sjálfsagt að eiga í sam- starfi við vini sína og gaman þegar erlend fyrirmenni klæðast íslensk- um lopapeysum en Icesave-málið sýnir að enginn lítur jafn vel eftir hagsmunum íslensku þjóðarinnar og hún sjálf. Þess vegna er það eitt að vilja alþjóðlegt samstarf og allt annað að styðja fullveld- isframsal. Vinaþjóðir? Eftir Arnar Sigurðsson Arnar Sigurðsson » Það er sjálfsagt að eiga í samstarfi við vini sína og gaman þeg- ar erlend fyrirmenni klæðast íslenskum lopa- peysum en Icesave- málið sýnir að enginn lítur jafn vel eftir hags- munum íslensku þjóð- arinnar og hún sjálf. Höfundur starfar á fjármálamarkaði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.