Morgunblaðið - 13.04.2013, Side 36
36 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013
Jöfur atvinnuhúsnæði // Ármúla 7, 2. hæð // 108 Reykjavík // www.jofur.is
534 1020
Skrifstofuhúsnæði
Möguleiki á að leigja allt að 2.000 fm
Leigist í einu lagi eða hlutum
Uppl. um verð í síma: 534 1023 / 824 6703
Borgartún 27
TIL LEIGU
Ólafur Jóhannsson
Rekstrarfræðingur
Löggiltur leigumiðlari
Löggiltur fasteignasali
534 1023 / 824 6703
olafur@jofur.is
Glæsilegt skrifstofuhúsnæði sem skiptist í opin rými, lokaðar skrifstofur og fundarherbergi. Móttaka er á hæð.
Möguleiki á að fá afnot af móttöku í anddyri, matsal á efstu hæð og kennslurými.
Parket á gólfi, kerfisloft og lagnastokkar með veggjum. Loftræstikerfi er í húsinu. Bílastæðakjallari. Laust 1. júlí 2013.
Hvað veldur því að
tveir stjórnmálaflokkar
á Alþingi skirrast ekki
við að fótum troða lýð-
ræði og mannréttindi,
til að hindra að
stjórnar-
skrárfrumvarpið fengi
eðlilega og lýðræð-
islega meðferð? Fram-
sóknarflokkurinn geng-
ur ekki eins hart fram
og Sjálfstæðisflokk-
urinn. Þeir virðist treysta á að hinn
síðarnefndi taki slaginn og reyna að
halda árunni hreinni. Sitja hjá og
fægja geislabauginn. Enda virðist
Sjálfstæðisflokkurinn alveg einfær
um að sjá um óhæfuna; kannski
ennþá meira í húfi hjá þeim og þeirra
skjólstæðingum. Því ganga þeir
svona hart fram? Flokkar sem þó
kenna sig við lýðræði. Hvað veldur
því að þeir hunsa vilja þjóðfundar og
gera á allan hátt lítið úr starfi og
skoðunum þeirra sem þangað voru
kallaðir? Hvers vegna beitti Sjálf-
stæðisflokkurinn sér af öllu afli gegn
kosningum til stjórnlagaþings og
hvatti sitt fólk til að sitja heima, sem
því miður virðist hafa hlýtt kallinu og
nýtti ekki lýðræðislegan rétt sinn, og
hampaði síðan hlægilegum úrskurði
Hæstaréttar. Af sjálfu leiðir að þeir
voru alfarið á móti Stjórnlagaráði og
linntu ekki látum að gera lítið úr því
og starfi þess. Stjórnlagaráð hafði þó
í veganesti niðurstöður þjóðfundar og
var skylt að taka mið af þeim, auk
þess að hafa langa og ítarlega skýrslu
stjórnlaganefndar, sem líka tók mið
af niðurstöðum þjóðfundar, til hlið-
sjónar í störfum sínum. Þjóðinni var
opnuð leið til að fylgjast með störfum
Stjórnlagaráðs og leggja orð í belg –
leið sem margir nýttu sér. Flokkarnir
tveir höfðu að engu þjóðaratkvæða-
greiðsluna um frumvarp stjórnlag-
aráðs í október síðastliðnum og að
lokum bíta þeir höfuðið af skömminni
og hindruðu með öllum tiltækum ráð-
um framgang málsins á Alþingi. Hót-
uðu ofbeldi og þving-
unum og höfðu sitt
fram. Barst að vísu
óvænt liðsinni á loka-
sprettinum – en það er
önnur saga og sorgleg.
Hagsmunir í húfi
Við hvað eru þessir
flokkar hræddir? Svarið
blasir við og er einfalt.
Það eru miklir hags-
munir í húfi – hags-
munir sem vega þyngra
en lýðræði, mannrétt-
indi og vilji þjóðarinnar.
Hagsmunir þeirra sem „eiga landið
og miðin“ og eiga sér flestir skjól í
þessum tveimur flokkum. Hagsmunir
þeirra sem fengu óveiddan fiskinn í
sjónum á silfurfati, fengu bankana til
eignar og fengu að leggja samfélagið í
rúst. Engin valdastétt hefur látið for-
réttindi sín af höndum af fúsum og
frjálsum vilja, alltaf barist fyrir yf-
irráðum með oddi og egg. Það gerir
valdastéttin, sem á sér skjól og híbýli
í þessu tveimur flokkum, Sjálfstæðis-
og Framsóknarflokki, líka. Það sýna
verkin undanfarin ár.
Auðlindir þjóðarinnar
og arður af þeim
Stjórnarskrárfrumvarpið kveður á
um að allar auðlindir verði eign þjóð-
arinnar. Allir flokkar, Sjálfstæð-
isflokkur og Framsóknar meðtaldir,
eru samþykkir því. En hér liggur
fiskur undir steini. Höfum í huga að
sams konar ákvæði er að finna í 1. gr.
laga um stjórn fiskveiða; „Nytja-
stofnar á Íslandsmiðum eru sameign
íslensku þjóðarinnar“. (Sofnuðu lög-
fræðingar á verðinum? Þeir sem hafa
haft hæst um að „þjóðin“ sé ekki not-
hæft hugtak?) Þetta samþykktu
Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur
án þess að hiksta eða ropa. Hættan
sem þeir sjá og hræðast liggur ekki í
eignarhaldinu, heldur hinu að fullt
gjald eigi að koma fyrir afnot af auð-
lindunum. Um það snýst málið. Að
koma í veg fyrir að þjóðin njóti af-
raksturs af eigin eignum – að þeir
sem „eiga“ kvótann greiði þjóðinni
gjald fyrir afnot og misstu þar með
spón úr aski sínum – og það stóran.
Þessir „þeir“, valda- og eignastéttin á
Íslandi, eru „þeir“ sem Sjálfstæðis-
og Framsóknarflokkurinn eru til-
búnir að verja fram í rauðan dauðann.
Jafnvel þó það kosti að engu lýðræð-
ið, mannréttindi, vilja þjóðarinnar og
hagsmuni heildarinnar. Það er
fórnarkostnaður sem þessir flokkar
eru tilbúnir að greiða. „Þeir“ hljóta
því að vega þungt í flokkunum tveim-
ur – svo þungt að þeir treysta sér
ekki til að ganga gegn þeim. Kjósa
fremur að ganga gegn þjóðinni.
Jafnt vægi atkvæða ræður ein-
hverju um hræðslu Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokks við nýja stjórn-
arskrá, sérstaklega þess síðarnefnda,
sem munu við það missa nokkra
spóna – þingmenn – úr aski sínum, en
auðurinn, og valdið í krafti hans, ræð-
ur mestu. Og því miður virðist stór
hluti þjóðarinnar ætla að sætta sig við
þetta ástand. Bjartur í Sumarhúsum
átti um tvo kosti að velja. Að leggja fé
sitt inn í Firðinum eða Víkinni. Báðir
kostir voru vondir og mátti vart á
milli sjá. Svo vondir að Bjartur varð
aldrei sjálfstæður maður. Vill þjóðin
virkilega vera í sporum Bjarts um
aldur og ævi?
Hver á Ísland?
Tölum tæpitungulaust. Ef ný
stjórnarskrá verður ekki samþykkt á
næsta þingi verða auðlindirnar og
arðurinn af þeim áfram í eigu skjól-
stæðinga Sjálfstæðis- og Framsókn-
arflokks. Þjóðin verður því að velja
um hvort hún vill áfram versla í Vík-
inni eða Firðinum – eða krefjast
eigna sinna og arðs af þeim refja-
laust. Orrustan um Ísland er í al-
gleymingi og niðurstaðan „hver á Ís-
land?“ ræðst í næstu kosningum.
Við hvað eru þeir hræddir?
Eftir Þórhildur
Þorleifsdóttir » Vill þjóðin virkilega
vera í sporum Bjarts
um aldur og ævi?
Þórhildur Þorleifsdóttir
Höfundur skipar 1. sæti í Reykjavík-
suður f. Lýðræðisvaktina.
Morgunblaðið birti
grein eftir Bjarna Bene-
diktsson, formann Sjálf-
stæðisflokksins, 9. apríl
sl. undir yfirskriftinni
„Réttlætismál aldr-
aðra“. Þar er á jákvæð-
an hátt fjallað um ýmis
hagsmunamál eldri
borgara og væntanlegar
áherslur Sjálfstæð-
isflokksins í þeim mála-
flokki. Það er því ástæða til að ætla, að
flokkurinn styðji af alefli frumvarp til
laga, sem velferðarráðherra lagði
fram á síðustu dögum Alþingis um líf-
eyrisréttindi almannatrygginga og fé-
lagslegan stuðning, sem einkum snýst
um bættan hlut eldri borgara.
Í þessu frumvarpi er tekið á nánast
öllum þeim atriðum, sem formaðurinn
gerir að umræðuefni. Frumvarpið er
afrakstur vinnu starfshóps, sem vel-
ferðarráðherra, Guðbjartur Hann-
esson, skipaði í apríl árið 2011 og skil-
aði tillögum í lok síðasta árs. Í
frumvarpinu felast tillögur um ein-
hverjar mestu breytingar og end-
urbætur á almannatryggingakerfinu,
sem fram hafa komið. Þær fjalla eink-
um um lagfæringar og endurbætur á
kerfi ellilífeyris, en starfshópnum hef-
ur einnig verið fyrirlagt að endur-
skoða tilhögun örorkulífeyris.
Samkvæmt frumvarpinu er gert
ráð fyrir, að þrír bótaflokkar verði
sameinaðir í einn, þ.e. ellilífeyrir,
tekjutrygging og heimilisuppbót.
Þetta einfaldar kerfið og gerir það
gagnsærra. Þá verði á næstu árum
dregið úr skerðingum framfærslu-
uppbótar vegna tekna og þær með
öllu felldar niður á fjórum árum. Þar
með verður rutt úr vegi þeim skerð-
ingum á lífeyrisgreiðslum og öðrum
tekjum lífeyrisþega, sem mjög hafa
verið gagnrýndar á síðustu árum og
gengið undir nafninu „krónu fyrir
krónu skerðing“. Þessi breyting skipt-
ir ekki einvörðungu máli fyrir lífeyr-
isþega, heldur einnig þróun íslenskra
lífeyrissjóða, enda lítill tilgangur í ið-
gjaldagreiðslum í lífeyrissjóði, þegar
lífeyrisgreiðslur skerðast mikið eða til
fulls. Þá verða frí-
tekjumörk engin og
með því næst gríðarleg
einföldun frá núverandi
kerfi.
Frumvarpið krefst
umtalsverðra nýrra
fjárveitinga til al-
mannatrygginga, en
horfir til þess, að lífeyr-
issjóðir létti greiðslu-
byrði ríkissjóðs veru-
lega á næstu árum og
áratugum, enda ekki
vanþörf á þegar litið er
til mikillar fjölgunar í elstu aldurs-
hópum þjóðarinnar. Jafnframt er gert
ráð fyrir, að greiðslugeta ríkissjóðs
fari batnandi þegar hrunárin eru að
baki.
Fjölmargar aðrar mikilvægar og
jákvæðar breytingar felast í þessu
frumvarpi. Að vinnu starfshópsins
komu fulltrúar stjórnmálaflokkanna,
atvinnulífsins og hagsmunasamtaka
og náðist gott samkomulag um tillög-
urnar, sem eru grundvöllur frum-
varpsins.
Tvær bókanir komu fram við loka-
afgreiðslu. Samstaða og vilji til árang-
urs einkenndi vinnu þessa hóps, sem
einnig naut mikilvægrar aðstoðar
starfsmanna velferðarráðuneytis og
Tryggingastofnunar. Frumvarpið
hefur óverulega athygli vakið, enda
ríkti friður um frágang þess.
Þar eð frumvarpið svarar hug-
myndum og tillögum formanns Sjálf-
stæðisflokksins, og bætir um betur,
þá vænti ég þess fastlega, að flokkur
hans styðji framgang þess í upphafi
næsta þings. Jafnframt er það von
mín, að eldri borgarar og öryrkjar fái
bættar þær skerðingar, sem þeir hafa
mátt þola með öðrum, í hruni og
kreppu síðustu ára.
Hvatning til
formanns Sjálf-
stæðisflokksins
Eftir Árna
Gunnarsson
»… frumvarpið
svarar hugmyndum
og tillögum formanns
Sjálfstæðisflokksins,
og bætir um betur …
Árni Gunnarsson
Höfundur er formaður starfshóps um
endurskoðun almannatryggingalaga.
Vegna aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþingiskosning-
anna verður formi kosningagreina, breytt. Er þetta gert svo efnið
verði aðgengilegra fyrir lesendur og auka möguleika Morgunblaðsins
á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Greinar sem tengj-
ast kosningum mega vera allt að 3000 slög með bilum.
Alþingiskosningar
Nú er illa komið fyrir mínum gamla
flokki, Sjálfstæðisflokknum, sam-
kvæmt skoðanakönnunum. Sjálf-
stæðisflokkurinn er með skýra stefnu
til umbóta í mörgum málum en
vandamálið er að kjósendur treysta
ekki þeim málflutningi, sem von er
vegna þáttar flokksins í hruninu.
En það er von, ef Sjálfstæðisflokk-
urinn kemur með og staðfestir í aug-
lýsingum, eins og sjálfstæðismenn
hafa gert undanfarið, markvissa og
ákveðna stefnu til úrbóta í málefnum
eldri borgara og öryrkja. Því miður
hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki
sinnt þessum málaflokki í allri stjórn-
artíð Davíðs Oddssonar, svo ekki sé
meira sagt.
Ég er viss um að um það bil 100
þúsund kjörgengir eldri borgarar og
öryrkjar mundu fylkja sér að Sjálf-
stæðisflokknum ef hann legði fram
skýlausa stefnu sem felur í sér m.a.
eftirfarandi aðgerðir og breytingar:
Hækkun mánaðargjalda ellilífeyr-
is í 300 þúsund krónur sem er við-
miðunartala Hagstofunnar um hver
ellilífeyrir ætti að vera hefði
skerðingum ekki verið breytt.
Afnema tekjutengingu.
Afnema hámarkstekjur sem elli-
lífeyrisþegar mega vinna sér inn á
vinnumarkaðnum.
Sjálfstæðismaðurinn fyrrverandi,
séra Halldór Gunnarsson, ritar at-
hyglisverða grein í Morgunblaðið 6.
apríl þar sem hann útlistar stefnu
flokks síns, Flokks heimilanna, um
málefni eldri borgara og öryrkja.
Þætti mér miður að þurfa að
greiða þeim flokki atkvæði mitt til
þess að ná fram leiðréttingum í þess-
um málaflokki.
JÚLÍUS PETERSEN
GUÐJÓNSSON,
ellilífeyrisþegi.
Ákall til Sjálfstæðis-
flokksins
Frá Júlíusi Petersen Guðjónssyni
Bréf til blaðsins