Morgunblaðið - 13.04.2013, Qupperneq 37
UMRÆÐAN 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013
Verslunareigendur!
Ítalskir pappírspokar
í úrvali
Eingöngu sala
til fyrirtækja
Opið 08.00 - 16.00
www.flora.is | info@flora.is | Réttarhálsi 2 | 110 Rvk | Sími: 535 8500
Sæll Haraldur L.
Haraldsson.
Þú skrifar grein
sem birtist í Morg-
unblaðinu 9. apríl sl.
og vitnar þar í grein
sem ég skrifaði og
birtist í Morg-
unblaðinu 27. mars sl.
(að vísu segir þú að
Ingvi Jónasson hafi
skrifað greinina, en þú
hefur leiðrétt það við okkur Ingva).
Grein mín var, eins og þú þekkir,
innlegg í grein þína sem birtist í
Fréttablaðinu 16. mars sl.
Til að byrja með vil ég biðja þig
afsökunar á því að hafa rangtúlkað
grein þína frá 16. mars sl. á þá lund
að þú teljir sveitarfélög sem voru
aðilar að Eignarhaldsfélaginu Fast-
eign hf. (EFF) hafa verið áhættu-
samari þegar kom að fjárfestingum.
Eins og þú segir réttilega í grein
þinni var um að ræða mína túlkun á
innihaldi greinar þinnar en ekki þín
orð þar að lútandi. Þessi misskiln-
ingur er tilkominn vegna þess að í
greininni nefnir þú EFF og að því
er ég taldi auknar skuldir sveitarfé-
laga sem einhvers konar afleiðingu
af EFF. Það voru mín mistök. Þú
segir að ekki skuli afvegaleiða um-
ræðuna, það var ekki minn ásetn-
ingur enda vil ég að vel sé farið
með opinbert fé, hvort sem það er í
ríkissjóði eða lífeyrissjóðunum.
Eins og við vitum er það því miður
ekki raunin.
Þú segir skrif mín villandi. Þótt
kannski einkennilegt megi virðast,
þá er ég sammála þér að þau geta
verið villandi fyrir lesanda sem hef-
ur ekki allar upplýsingar og for-
sendur fyrir framan sig. Eins og
allar eða flestar greinar þar sem
tölfræði kemur við sögu getur les-
andinn fengið allt aðra sýn á veru-
leikann en hann er í raun við lestur
þeirra. Það vantar oft svo marga
þætti (breytur) inn til að lesandinn
sé með fullnægjandi upplýsingar.
Tilgangur greinar minnar var m.a.
að sýna fram á að súlurit (tölfræði)
má rangtúlka og það var það sem
ég óttaðist að lesendur gerðu eftir
að hafa lesið grein þína frá 16.
mars sl. þar sem þú birtir súlurit.
Þess vegna taldi ég bæði rétt og
nauðsynlegt að koma með aðra sýn
á hlutina. Ég taldi að það gæti af-
vegaleitt lesendur að binda saman
skuldir sveitarfélaga og EFF eins
og ég mistúlkaði grein þína. Mis-
munandi aðstæður eru hjá sveit-
arfélögum, hvort sem þau voru eða
eru innan EFF eða ekki. Við sjáum
t.d. hversu mjög skuldir hafa aukist
sem hlutfall af tekjum hjá Reykja-
víkurborg milli 2002 og 2011. Hvers
vegna er það?
Til að skoða hvort
hlutfall milli skulda og
tekna eða breyting þar
á eigi sér eðlilegar
ástæður innan mis-
munandi sveitarfélaga
eða ekki þarf að
hyggja að mörgu. Sem
dæmi má nefna fólks-
fjölgun, fólksfækkun,
atvinnuleysi innan
sveitarfélags, tekjur,
hvort forsendur hafi
breyst (eftir efnahags-
hrunið 2008) sem enginn hafi séð
fyrir eins og Hæstiréttur nefnir í
dómi nr. 542/2010 og margt fleira
EFF stóð fyrir framkvæmdum
fyrir á þriðja tug milljarða króna.
Þar sem verð var fest áður en
framkvæmdir hófust var einungis
einn möguleiki í stöðunni og það
var að standast áætlanir, sem félag-
ið og gerði. Þetta var meðal annars
tilgangur fyrir stofnun félagsins, að
koma í veg fyrir að áætlanir stæð-
ust ekki eins og svo oft vill verða
þegar um opinberar framkvæmdir
er að ræða. Þess vegna má halda
því fram að ef sveitarfélög hefðu
ekki verið aðilar að EFF væru
skuldir þeirra hærri. Þetta hefðir
þú mátt nefna, að skoða mætti svip-
aða aðferðafræði þegar kemur að
byggingu nýs spítala.
Það sem ég var meðal annars að
benda á, og þú virðist einnig benda
á í grein þinni, er að varast ber töl-
fræðina ef segja á allan sannleik-
ann. Sem dæmi um tölfræði er
hægt að sýna súlurit sem sýnir
hagvöxt annars vegar í Rússlandi
1937 og hins vegar í Bandaríkj-
unum og Evrópu (fyrir utan Rúss-
land) á sama tíma. Hagvöxtur í
Rússlandi var töluvert meiri,
kreppan sem ríkti í Evrópu og
Bandaríkjunum náði ekki til Rúss-
lands. Þýðir það að kerfið í Rúss-
landi hafi verið betra? Einhverjir
snillingar héldu því fram og halda
því jafnvel enn fram að svo sé og
nota m.a. tölfræðina til þess. Oft er
betra að nota heilbrigða skynsemi
en tölfræði eins og þetta dæmi sýn-
ir.
Einnig er gaman að rifja upp
söguna af manninum sem var með
annan fótinn í núll gráðu heitu
vatni og hinn í áttatíu gráðu heitu
vatni. Samkvæmt tölfræðinni leið
honum bara nokkuð vel, meðalhit-
inn á fótum hans var um fjörutíu
gráður.
Allan sannleikann
eða tölfræði
Eftir Berg
Hauksson
Bergur Hauksson
» Oft er betra að nota
heilbrigða skynsemi
en tölfræði eins og þetta
dæmi sýnir.
Höfundur er fv. framkv.stj. EFF.
Framsóknarflokk-
urinn vill að stökk-
breytt verðtryggð
húsnæðislán verði
leiðrétt. Líkast til
eiga þeir framsókn-
armenn við að lánin
verði lækkuð, sýnist
mér. Þetta hefur
slegið í gegn. Margir
sem skulda verð-
tryggð lán ætla að
láta þetta loforð ráða atkvæði
sínu. Ég ætti líklega að vera
Framsóknarflokknum þakklátur;
ég tók nokkuð hátt verðtryggt
húsnæðislán árið 2003. Í krónum
talið er lánið hærra en þegar ég
tók það þrátt fyrir afborganir í 10
ár. En ég verð samt að vera van-
þakklátur og afþakka gott boð
Framsóknarflokksins. Ég hef get-
að staðið undir greiðslubyrðinni
fram að þessu. Þar að auki þarf
maður að vera ansi grænn, finnst
mér, til að vilja ekki
skilja að greiðslu-
byrðin hefur haldist
nokkuð svipuð, sem
hlutfall af tekjum, og
hún var í upphafi.
Svo er það rétt-
lætið. Það er ekki
sanngjarnt að fella
niður lán til mín.
Ríkið á að aðstoða þá
sem á þurfa að halda.
Þar á meðal ungt fólk
sem reisti sér hurð-
arás um öxl með lán-
tökum rétt áður en kreppan skall
á. Það er í meira lagi tilvilj-
anakennd fjárhagsaðstoð sem
felst í því að fólk sé styrkt án til-
lits til efna og ástæðna bara fyrir
það eitt að hafa tekið verðtryggt
lán. Var eitthvað í kaffinu sem
hún Jónína Ben. bar fyrir fram-
sóknarmenn þegar þeir tóku sig
til og lofuðu þessu?
Mér finnst brýnt að aðstoða þá
sem eru að eignast húsnæði og
vinna að því hörðum höndum. Og
er ekki best að nota skattkerfið
til þess? Er réttlátt að allt sem
eftir stendur sé hirt í tekjuskatt
sem hefði getað verið nýtt í
greiðslu afborgana? Væri ekki
einmitt sanngjarnara að lofa ungu
fólki að nýta afrakstur náms og
erfiðis til að borga niður skuld-
irnar? Framsóknarmenn og annað
vel meinandi fólk þarf að skoða
málið aftur. Almenn lækkun verð-
tryggðra lána gengur bara alls
ekki. Við leysum ekki greiðslu-
vanda húseigenda á herðum líf-
eyrisþega sem eiga peningana
sem notaðir voru til að lána þeim.
– Það væri ekki siðferðilega verj-
andi.
Framsóknarflokkurinn og
lækkun verðtryggðra lána
Eftir Einar S.
Hálfdánarson » Var eitthvað í kaffinu
sem Jónína Ben. bar
fyrir framsóknarmenn?
Einar S. Hálfdánarson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður og
löggiltur endurskoðandi.