Morgunblaðið - 13.04.2013, Page 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013
✝ Hreinn HeiðarJóhannsson frá
Valbjarnarvöllum
fæddist í Forna-
hvammi í Norður-
árdal 4. júní 1933.
Hann lést á Brák-
arhlíð, hjúkrunar-
og dvalarheimili í
Borgarnesi, 3. apríl
2013.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Jóhann Jónsson, f. 29. janúar
1887, d. 26. ágúst 1965, og Stef-
anía Katrín Sigurjónsdóttir, f.
15. maí 1896, d. 30. apríl 1965.
Systkini Heiðars: Sesselja Sig-
ríður, f. 27. júlí 1929, d. 8. janúar
2012, og Sigurjón Gunnar, f. 6.
ágúst 1937.
Heiðar kvæntist 19. sept-
ember 1959 Guðbjörgu Fann-
eyju Hannesdóttur, f. 10. janúar
1941. Foreldrar hennar voru
Hannes Þjóðbjörnsson, f. 20. jan-
úar 1905, d. 2. október 1984, og
Rannveig Jóhannesdóttir, f. 30.
maí 1910, d. 30. janúar 2007.
Systkini Fanneyjar eru: Sig-
urjón, Þjóðbjörn, Guðríður og
Guðbjartur.
Börn Heiðars og Fanneyjar
eru: 1) Hannes, f. 1. febrúar
1960, maki Guðmunda Guðfinna
Jónsdóttir. Börn þeirra eru: a)
sínum og Ingu Guðmundsdóttur
konu hans. Þeir bjuggu saman á
Valbjarnarvöllum með sínum
fjölskyldum til ársins 1978.
Hann fór á sjó og vann í fiski í
Vestmannaeyjum í tvö ár, keyrði
leigubíl hjá Steindóri, starfaði
síðan lengi sem bílstjóri hjá Bif-
reiðastöð KBB þar til hún var
lögð niður. Þá keyrði hann hjá
Samskipum þar til hann lét af
störfum vegna aldurs. Meðan
Heiðari entist heilsa keyrði hann
stundum rútu hjá Sæmundi Sig-
mundssyni. Um tíma keyrði
hann mjólkurbíl og kynntist
hann þá Fanneyju þar sem hún
vann á Bifröst. Heiðar og Fann-
ey hófu sinn búskap á Valbjarn-
arvöllum haustið 1959. Bjuggu í
Reykjavík árin 1961-1963 og
fóru þá aftur að Valbjarn-
arvöllum þar sem þau voru til
ársins 1978 er þau byggðu sér
hús í Borgarnesi, þar sem Fann-
ey býr í dag. Þau byggðu sér
sumarbústað á Valbjarn-
arvöllum og stóð til að eyða þar
góðum tíma saman. Þau voru
meðlimir í Húsbílafélagi og ferð-
uðust mikið um Ísland og fóru
einnig til Færeyja. Heiðar brast
heilsa árið 2009 og hefur síðan
dvalið á Brákarhlíð í Borg-
arnesi. Hugðarefni Heiðars voru
fjölskyldan, bílar, hestar og
ferðalög.
Útför Heiðars fer fram í dag,
13. apríl 2013, í Borgarneskirkju
kl. 14.
Jón Heiðar, maki
Sólveig María. Börn
þeirra eru Steindór
Sólon og Ísold
Svava. b) Adolf,
unnusta hans er
Birna. Dætur
þeirra eru Agla Dís
og Birta Mjöll. c)
Helga Björg. d) Jó-
hann Hlíðar. 2) Jón,
f. 11. nóvember
1961, maki Sædís
Björk Þórðardóttir. Synir þeirra
eru: a) Ólafur Þór. b) Atli Snær,
lést 1998. c) Snæþór Bjarki. 3)
Guðrún, f. 18. júní 1968, maki
Hafþór Helgi Einarsson. Dætur
þeirra eru: a) Arndís Ýr, unnusti
Flosi. b) Júlía Rós, unnusti Berg-
þór. 4) Stefán, f. 24. júlí 1970,
maki Soffía Jóhannsdóttir
Hauth. Börn þeirra eru: a) Garð-
ar Þór. b. Elvar Örn. c) Alex-
andra Jóhanna. 5) Rannveig, f. 3.
janúar 1979, maki Sveinn Ingi
Hjálmarsson. Börn þeirra eru: a)
Hjálmar Már. b) Stefanía Katrín.
Skólaganga Heiðars var
fremur stutt en hann sótti skóla
á Dalsmynni í Norðurárdal og á
Brennistöðum í Borgarhreppi. Á
lífsleið sinni vann Heiðar ýmis
störf. Auk þess sinnti hann bú-
störfum með foreldrum sínum
og síðar með Sigurjóni bróður
Elsku pabbi, nú hefur þú
kvatt þennan heim eftir þriggja
og hálfs árs veikindi sem eru
búin að vera erfiður tími. En
margar góðar minningar á ég
um þig pabbi minn. Þær voru nú
ekki fáar ferðirnar sem ég fór
með þér í stóra bílnum og
mjólkurbílnum, alltaf fannst mér
jafngaman að fara með og
hjálpa þér, ég sótti í það í öllum
mínum fríum í skólanum og á
sumrin.
Svo var það hestamennskan,
ég byrjaði nú mjög ung að fara
með þér á hestbak og fannst það
mjög gaman. Ég var alltaf á
honum Brúnka þínum, þú
teymdir undir mér fyrst um
sinn. Eitt sinn varst þú að koma
heim úr Grímsstaðarétt á hon-
um Jarpi þínum, þá beið ég þín
uppi á Valbjarnarvöllum við
hliðið til að fá að fara á hestbak
með þér. Ég gleymi því ekki
þegar þú tókst mig og settir mig
fyrir framan þig á þeim jarpa,
það var gaman. Ég var 12 ára
gömul þegar ég fékk svo loksins
að fara með þér ríðandi í Gríms-
staðarétt en þá varð ekki aftur
snúið, ég fór með þér og þínum
fylgdarmönnum á hverju ári eft-
ir það og það var alltaf jafn-
gaman.
Elsku pabbi, nú ertu kominn
á betri stað og með hestinum
okkar, honum Feng. Guð geymi
þig. Þín dóttir,
Rannveig.
Elsku pabbi. Nú er komið að
kveðjustund. Þú varst alltaf
glaður, kátur og stríðinn og allt-
af brosandi eða hlæjandi. Þú
vildir allt fyrir alla gera. Ef ein-
hver hringdi og vantaði aðstoð
varst þú strax tilbúinn að hjálpa.
Ég fór með þér nokkrar ferðir á
flutningabílnum til Reykjavíkur
og fékk að hjálpa þér að lesta
bílinn. Ég man að ég var alltaf
voða stolt að eiga pabba sem
gæti keyrt svona stóra bíla,
vagnarnir voru svo langir og
veðrið stoppaði þig aldrei. Kon-
urnar í eldhúsinu á Landflutn-
ingum tóku alltaf jafn vel á móti
þér og þú stríddir þeim. Þú
varst góður bílstjóri enda mun-
um við ekki eftir því að þú hafir
nokkurn tíman lent í óhappi á
þessum ferðum þínum. Þú
hringdir stundum og vildir bjóða
stelpunum okkar með þér heim í
Borgarnes.
Alltaf hafðir þú gaman af
hestum og eru nokkrar ferðirn-
ar sem við höfum farið með þér
á hestbak, eins og í Grímsstaða-
rétt og upp á múla. Mikið varst
þú kátur þegar þú komst Haf-
þóri á bak í árlegan páskareið-
túr og hlóst mikið að honum.
Þér þótti ekki leiðinlegt að
hafa pela með, einn eða fleiri, og
láta óspart ganga á milli. Þú
varst alltaf að minnast á söguna
þegar ég, þú og mamma fórum í
Akraborgina og mér fannst voða
gaman fyrstu mínútuna, þangað
til ég varð sjóveik. Þú sagðir
alltaf að Akraborgin hefði ennþá
verði bundin við bryggju þegar
ég var orðin sjóveik, og hlóst
mikið að mér.
Þú varst með alla veiðistaði,
nöfn og sögur af vötnunum á
hreinu og sitja þau föst í minn-
ingunni. Þá var einn af bestu
veiðitúrum þínum þegar þú og
Hafþór fóruð upp á múla og
löbbuðuð á milli allra vatnana og
lítið gekk. Komuð þið þreyttir
að Gufuárvatni og lögðust í
brekkuna beint á koníakspela
sem einhver hafði týnt og þá
glottir þú og þreytan hvarf um
leið.
Þið mamma byggðuð ykkur
lítinn fallegan bústað, það var
sorglegt að þið gátuð ekki notið
þess að vera mikið í honum. Bú-
staðurinn var á þínum æskuslóð-
um, Valbjarnarvöllum, sem voru
þér mjög kærir, tíminn ykkar
þar saman var alltof stuttur.
En nú ert þú búinn að fá
hvíldina og við munum hugsa
vel um mömmu og halda minn-
ingunni um þig á lofti.
Við viljum fyrir hönd fjöl-
skyldunnar færa frábæru starfs-
fólki Brákarhlíðar kærar þakkir
fyrir góða og hlýja umönnun.
Saknaðarkveðjur,
Guðrún og Hafþór.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku pabbi og tengdapabbi,
við þökkum fyrir samfylgdina og
biðjum
Guð að blessa minningu þína.
Jón og Sædís.
Til afa.
Nú sefur þú í kyrrð og værð
og hjá englunum þú nú ert.
Umönnun og hlýju þú færð
og veit ég að ánægður þú sért.
Ég kvaddi þig í hinsta sinn
Ég kveð þig nú í hinsta sinn.
Blessun drottins munt þú fá
og fá að standa honum nær.
Annan stað þú ferð nú á
sem ávallt verður þér kær.
Ég kvaddi þig í hinsta sinn.
Ég kveð þig nú í hinsta sinn.
Við munum hitta þig á ný
áður en langt um líður.
Sú stund verður ánægjuleg og hlý
og eftir henni sérhvert okkar bíður.
Við kveðjum þig í hinsta sinn
Við kvöddum þig í hinsta sinn.
Elsku afi, takk fyrir allt.
Óli Þór og Snæþór Bjarki
Jónssynir.
Elsku Heiðar afi, þá ertu far-
inn frá okkur og fær maður lítið
um það að segja. En þakklátur
er ég fyrir þann tíma sem ég
fékk með þér þótt ég hafi ekki
haft rænu á því að segja þér það
þegar þú varst með mér.
Oft minnist ég þeirra stunda
sem ég var með þér á mínum
yngri árum, þegar þú tókst mig
með þér að gefa hestunum og
moka út frá þeim. Þegar ég fór
með þér í vinnuna, sem var allra
mesta hamingjan að fá að sitja í
öllum stóru bílunum sem afi
keyrði og man ég eftir nokkrum
ferðunum eins og þær hefðu
gerst í gær. Alltaf var gaman og
gott að koma í heimsókn til ykk-
ar ömmu. Alltaf fékk ég eitthvað
gott og óhollt og leyfðist manni
margt sem ekki mátti annars
staðar sem ég hafði mjög gaman
af. Svo eftir að ég komst til vits
og ára og fékk bílpróf sjálfur
lenti ég í ófá skiptin í því að
keyra þig og það þótti mér nú
ekki leiðinlegt. Einnig fór ég að
venja komur mínar til ykkar
ömmu til að nota bílskúrinn hjá
ykkur fyrir ýmislegt bílavesen
og alltaf fylgdist þú spenntur
með og varst alltaf tilbúinn að
aðstoða mig. Þegar ég réð mig
svo fyrst til sjós hafðir þú mik-
inn áhuga á þeirri iðju og komst
á mínum fyrstu dögum sem vél-
stjóri að skoða allt vélarrúmið
hjá mér og skipið allt og fannst
þér þetta vera alltof mikill mun-
aður sem við höfðum miðað við
það sem þú hafðir upplifað.
Er ég gerði þig að langafa
var gaman að sjá hvað þú varst
áhugasamur um þessi nýju lang-
afabörn þín og allt fram á þinn
síðasta dag voru þau þér mjög
ofarlega í huga og það gladdi
mig mjög. Ég vildi óska þess að
þú hefðir fengið að kynnast
þeim betur.
Aðdáunarvert hefur verið að
sjá hvað hún amma mín hefur
staðið þétt að baki þér og hvað
hún hefur staðið sig vel und-
anfarið og veit ég að þú munt
styðja hana núna og vera hjá
henni hvar sem þú ert. Hafðu
það gott afi minn, þinn nafni
Jón Heiðar.
Margar hlýjar minningar
koma upp í hugann þegar ég
hugsa til þín. Allar dýrmætu
hestaferðirnar sem ég fór með
þér þegar ég var yngri, þeim
mun ég ekki gleyma. Dagsferð-
irnar voru skemmtilegastar og
líka gaman að sjá hvað þér þótti
vænt um hestana þína. Það var
alltaf svo gott að koma við hjá
ykkur ömmu, bæði þegar leið
mín lá eitthvað lengra út á land
eða bara þegar við fjölskyldan
komum í heimsókn. Sumarið
2004 var dýrmætt, þegar ég bjó
hjá ykkur ömmu. Það var alltaf
svo notalegt að vera hjá ykkur
og þér þótti ekki leiðinlegt að
dekra við okkur barnabörnin.
Þú áttir það til að vera líka dá-
lítið stríðinn, ég mun ekki
gleyma stríðnissvipnum þínum.
Þær lifa sterkt í minningunni
ferðirnar sem ég fór með þér
milli Reykjavíkur og Borgarness
á vörubílnum þegar þú varst að
vinna, betri ferðamáta var ekki
hægt að fá.
Baráttan þín er búin að vera
erfið síðastliðið ár og þú barðist
hetjulega. Mér þykir vænt um
þig, elsku afi, og það er sárt að
kveðja en nú veit ég að þú ert á
góðum stað og líður vel.
Þitt barnabarn,
Arndís Ýr.
Elsku afi minn. Nú hefur þú
kvatt þennan heim en minning
þín lifir. Þú varst alltaf svo góð-
ur við alla og vildir engum illt.
Man alltaf eftir því þegar ég var
lítil hvað þér fannst gaman að
gefa manni súkkulaðirúsínur í
laumi, foreldrunum ekki til jafn-
mikillar gleði. Einnig fannst þér
ekkert skemmtilegra en að
reyna að fá mig á hestbak, það
gekk þó ekki nógu vel en stoltið
leyndi sér ekki þegar tókst að
smella einni mynd af mér á
baki. Já maður á æðislegar
minningar um þig og minning
þín mun alltaf lifa í hjarta mínu
elsku afi.
Takk fyrir allt, þín
Júlía Rós.
Heiðar Jóhannsson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
✝
Ástkær eiginmaður minn, sonur, bróðir og
mágur,
JÓHANN VÍKINGSSON,
lést á bráðadeild Landspítalans mánudaginn
8. apríl.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 19. apríl kl. 15.00.
Guðný K. Óladóttir,
Sigurborg Skúladóttir,
Guðrún Lovísa Víkingsdóttir, Viðar Vésteinsson,
Skúli Víkingsson, Ingibjörg Kaldal,
Halldór Víkingsson,
Ingvar Víkingsson.
✝
Okkar ástkæra
RUT SIGURÐARDÓTTIR,
síðast til heimilis í Brákarhlíð,
hjúkrunar- og dvalarheimili,
Borgarnesi,
andaðist mánudaginn 18. mars.
Jarðarförin hefur farið fram.
Starfsfólki heimilisins eru færðar hjartans þakkir fyrir hlýju þeirra
og umhyggju.
Þeir sem vilja minnast hennar láti Brákarhlíð njóta þess.
Fyrir hönd ástvina,
Stefán Gautur Daníelsson.
✝
Okkar hjartkæra
SIGRÍÐUR ÓSK GEIRSDÓTTIR,
Hátúni 12,
Reykjavík,
andaðist á Landspítala við Hringbraut
miðvikudaginn 10. apríl.
Útförin verður auglýst síðar.
Signý Þ. Óskarsdóttir,
Þorkell G. Geirsson,
Egill Þorkelsson,
Agnes Þorkelsdóttir,
Jón Eiríksson.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓRUNN MARGRÉT
GUÐMUNDSDÓTTIR,
Víðigrund 8,
Sauðárkróki,
lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks
miðvikudaginn 10. apríl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Svanhildur Sigfúsdóttir, Haukur Sigfússon,
Steindór Sigfússon, Jóhanna Óskarsdóttir,
Guðmunda Sigfúsdóttir, Halldór Ólafsson,
Sindri Sigfússon, Erna Reynisdóttir,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ARNE GUÐBJÖRN ELLINGSEN
MAGNÚSSON,
Skaftahlíð 20,
Reykjavík,
varð bráðkvaddur laugardaginn 30. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Ættingjarnir vilja koma sérstaklega miklu þakklæti til starfsfólks
Heyrnleysingjafélagsins fyrir alla hjálpina, alúðina og vinskapinn
á umliðnum árum, ómetanleg hjálp.
Fyrir hönd aðstandenda,
Magnús Gunnar og Guðrún Ágústa.
✝
Okkar ástkæra
JÓNA KRISTÍN HALLGRÍMSDÓTTIR,
Hamri,
lést mánudaginn 8. apríl.
Útför hennar fer fram frá Þjóðkirkjunni í
Hafnarfirði miðvikudaginn 17. apríl kl. 15.00.
Hafsteina Helga Magliolo, William Brady,
Ingibjörg S. Jónsdóttir, Sigurbjörn Helgason,
Jón Helgi Jónsson, Drífa Heiðarsdóttir,
Helgi E. Jónsson, Sigrún Agnarsdóttir
og fjölskyldur.