Morgunblaðið - 13.04.2013, Page 41

Morgunblaðið - 13.04.2013, Page 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 ✝ Stefanía BjörgÁstvaldsdóttir fæddist á Sauð- árkróki 11. sept- ember 1926. Hún andaðist á Dval- arheimili aldraðra, Sauðárkróki, 3. apríl síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru Ástvaldur Einarsson, f. 7.8. 1889, d. 23.8. 1955, og Sigurbjörg Pálsdóttir, f. 12.5. 1894, d. 24.8. 1949. Systur Stef- aníu eru Ingibjörg Kristín, f. 18.9. 1916, d. 14.2. 1933. Álf- heiður, f. 30.5. 1918, d. 14.10. 2009, og Pála Sigurrós, f. 27.9. 1921, d. 1.7. 2005. Stefanía giftist í desember 1945 Geiraldi Gíslasyni, f. 7.12. 1910, d. 29.6. 1977. Sonur þeirra er Gylfi B. Geiraldsson, f. 5.6. 1946, maki hans er Jóhanna Evertsdóttir, f. 31.1. 1946. Dætur þeirra eru: 1. Sig- rún Björg, f. 26.10. 1967, maki Jón E. Jónsson, f. 2.6. 1965. Börn: Sæ- mundur, f. 16.1. 1991, Sandra, f. 27.1. 1994, Hanna Rún, f. 24.2. 2000, og Jón Gylfi, f. 24.2. 2000. 2. Stefanía Huld, f. 30.6. 1973, maki Óskar Þ. Sveinsson, f. 3.5. 1974. Börn: Telma Lind, f. 17.9. 2000, og Hekla Ósk, f. 21.11. 2007. 3. Gerður Alda, f. 27.8. 1978, maki Kristinn V. Traustason, f. 2.3. 1976, barn, Rebekka Ásta, f. 14.2. 2004. Stefanía Björg verður jarð- sungin frá Sauðárkrókskirkju í dag, 13. apríl 2013, og hefst at- höfnin kl. 11. Hún amma Lilla er dáin. Þó svo að ég hafi náð að kveðja þig nokkrum sinnum en þú alltaf náð að hressa þig við er þetta alltaf pínu erfitt. Þegar ég flutti til Kan- ada kom ég við hjá þér og kvaddi þig með innilegu faðmlagi og þótti mér vænt um það. Það eru marg- ar minningar sem þjóta um hug- ann núna. Þegar ég var lítil var alltaf gott að fara til ömmu Lillu, bæði áttir þú heima við hliðina á skólanum, sem var auðvitað mjög hentugt fyrir mig, og alltaf var til nóg í gogginn hjá þér, lummur og alls konar gúmmilaði. Mér er minnisstætt eitt atvik. Ég og Auð- ur vinkona komum mjög oft við hjá þér í smásnæðing, í þetta skiptið varstu að útbúa kjötbollur. Amma Lilla hélt nú það að við ættum að slafra niður nokkrum kjötbollum, ég borðaði mínar með bestu lyst en henni Auði vinkonu fannst þetta ekki jafngott og mér. Þegar þú sást ekki til stakk hún þeim alltaf í vasann á úlpunni sinni og þú varst svo ánægð með hvað henni fannst bollurnar þínar góðar. Í hvert skipti sem bollurn- ar hurfu af diskinum í vasann hjá henni settir þú alltaf meira á disk- inn. Að lokum þorði hún að segja: Ég er orðin södd, takk fyrir mig. Úff hvað hún var ánægð þegar við loksins fórum heim og hún gat tæmt kjötbollurnar úr vasanum! Elsku amma mín, mér finnst leiðinlegt að geta ekki verið með þér í dag, ég kveð þig á minn hátt, kveiki á kerti og set fallegt lag á fóninn. Þín Gerður Elsku Lilla amma, við munum sakna þess að hitta þig ekki þegar við komum á Krókinn næst. Það var alltaf svo gott að koma og hitta þig, alltaf var til nammi í skápnum sem við fengum hjá þér. Takk fyrir alla ullarsokkana, púð- ana og máluðu diskana. Takk fyr- ir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þínar Telma Lind, Hekla Ósk og Rebekka Ásta. Hún var mjög góð langamma. Ég fór oft í heimsókn til hennar með mömmu og hún var alltaf jafnglöð að sjá okkur og gaf okkur oftast eitthvert gotterí. Hún gaf mér marga hluti sem hún málaði á. Það hefði verið gaman ef hún hefði getað komið í ferminguna mína á næsta ári. Hvíldu í friði elsku amma. Hanna Rún. Elsku amma, Lilla amma, er fallin frá, það verður skrýtið að koma á Krókinn og hitta þig ekk- ert meira. Ég er svo ánægð að við skyldum koma norður um páskana og náði ég að hitta þig áð- ur en þú fórst í þitt ferðalag. Það eru nú nokkrar ferðirnar sem ég hef komið norður síðan ég flutti suður og þú varst svo lasin að við héldum að við hittum þig ekkert aftur en alltaf hresstist þú og ég hitti þig í næstu ferð. Þannig hélt ég að þetta yrði núna líka þegar ég keyrði suður á mánudeginum annan í páskum. Mér er minnis- stæðust ferðin norður sem var í byrjun desember og þá sátum við systurnar hjá þér lengi á laugar- deginum og við ræddum um heima og geima og svo hentir þú okkur út eins og vanalega: „Jæja, er þá ekki bara best að þið farið núna“ eins og þú sagðir alltaf og þá vissum við að þú vildir fá frið til að hvílast. Þegar ég kom á sunnudeginum til þín og ætlaði að sitja hjá þér í smástund áður en ég færi suður var ég nú hissa, þá varst þú komin á fætur og stóðst fyrir framan spegilinn og varst að punta þig og ætlaðir nú aldeilis ekki að kveðja þennan heim strax. Þú hafði gam- an af handavinnu, prjónaðir ull- arsokka og saumaðir púða, þeir slógu nú aldeilis í gegn púðarnir sem stelpurnar fengu í jólagjöf í ár með hunda- og kisumyndunum á. Einnig málaðir þú mikið á postulín og eru þeir ófáir diskarn- ir og bakkarnir sem þú gafst mér í hverri ferð sem ég kom til þín. Minningarnar eru margar þegar maður sest niður og rifjar upp ár- in sem við áttum saman, en með þessum orðum kveð ég þig, elsku amma, og vona að þið afi getið tekið upp þráðinn á ný á nýjum stað þar sem þér á eftir að líða miklu miklu betur. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Þín Stefanía. Hún var alltaf kölluð Lilla af ættingjum og vinum, en hét fullu nafni Stefanía Björg. Nú þegar hún kveður þetta líf, langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Lilla var móðursystir mín, yngst fjögurra systra og hún var alltaf samofin lífi mínu. Við bjuggum öll saman, mamma mín og pabbi, afi og amma og systurnar þrjár (sú fjórða lést á unga aldri) þar sem nú er Freyjugata 11 á Sauðár- króki. Þegar ég kom í heiminn var Lilla aðeins þrettán ára og á þeim árum fæddust börnin heima. Amma mín sagði mér strax og ég hafði vit á, hvað Lilla hefði ver- ið dugleg og mjög fullorðinsleg við að hjálpa til með barnið. Hún þvoði og straujaði öll barnaföt og allt annað sem til þurfti. Þannig var hún alla starfsævi sína, harð- dugleg og myndarleg til allra verka. Í minningu minni sem barn finnst mér ég hafa litið á hana sem ævintýrapersónu, af því að hún var ung, falleg, kát og uppátækja- söm. Á unglingsárum mínum hafði ég mikla ánægju af að heimsækja hana og kynntist henni betur. Þá var hún gift kona með einn lítinn dreng. Það var alltaf tekið vel á móti mér. Við settumst og spjölluðum um alla heima og geima og oftast var gítarinn tek- inn fram, og við sungum saman nýjustu dans- og dægurlögin. Lilla var mjög rómantísk, afar ljóðelsk og hafði gaman af því að grúska í ættfræði. Hún var mikil hannyrðakona og prýddi heimili sitt og mitt síðar á ævinni með verkum sínum, sem voru aðallega útsaumur. Þar sást hvað hún var listræn og hafði fagran litasmekk. Þótt ég og fjölskylda mín flytt- um frá Króknum var alltaf mjög gott og sterkt samband á milli okkar og heimsóknir tíðar. Elsku Lilla mín, ég veit að síð- ustu áratugir hafa verið þér erf- iðir vegna veikinda þinna, samt gátum við oft átt margar ánægju- stundir. Við fjölskyldan kveðjum þig með söknuði og geymum í huga okkar allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Blessuð sé minning þín. Ásta Hálfdánardóttir og fjölskylda. Södd lífdaga kvaddi Stefanía Ástvaldsdóttir. Stuttu fyrir and- látið þakkaði hún okkur, sem hjá henni voru, velgjörðir allar sér til handa. Hún hlakkaði til endur- funda við ástvinina sem farnir voru. Við Stefanía vorum frænkur og okkur var vel til vina. Mamma mín og Stefanía voru systradætur – mjög kært hafði verið með mæðrum þeirra, bæði í gleði og sorg, og svo einnig frænkunum, dætrum þeirra, sem oft minntust þessara góðu æskudaga eins og á einu heimili væri. Stefanía var móður minni af- skaplega góð þegar hún þurfti á að halda og við lát hennar urðu heimsóknir mínar til Stefaníu reglulegri og styttra á milli okkar funda. Stefanía hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og sagði þær umbúðalaust. Hún var ekki allra eins og sagt er en vinföst. Hún dvaldi oft við minn- ingar liðinna tíma og við nutum þess að ræða þær. Frænka mín var þrifin og vinnusöm – hún var mikil hannyrðakona en gigtin sem hún þjáðist af í áratugi – reyndar frá barnæsku – skerti afkastagetu hennar og lífsgæði mikið. Hún var þakklát ástvinum sínum sem sinntu henni vel. Ég þakka fyrir stundirnar okk- ar og á sannarlega eftir að sakna. Aðstandendum sendi ég samúð- arkveðjur. Stefanía er kært kvödd. Blessuð sé minning henn- ar. Kristín. Stefanía Björg Ástvaldsdóttir Elsku Steini, hvað mig tekur þetta sárt. Þú hefðir átta að eiga mörg, mörg ár með henni Beötu þinni. Í síðasta bollukaffinu hjá Andrési og Jensínu, tengdafor- eldrum Beötu, rétti ég að henni smáglaðning og fékk stórt og inni- legt faðmlag með orðunum „Þú ert alltaf svo góð.“ Þarna er Beötu rétt lýst; hún sá alltaf það góða í öllum og var alltaf jákvæð. Börn hændust mjög að henni og ekki að ástæðulausu því hún var þannig Beata Rybak Andrésson ✝ Beata RybakAndrésson fæddist í Tomas- zow Lubelski í Pól- landi 31. maí 1974. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 20. mars 2013. Jarðarför Beötu fór fram í Landa- kotskirkju 5. apríl 2013. manneskja, hlý og ein- læg. Fyrir nokkrum árum hjálpaði hún mér í nokkra daga. Þá áttum við mörg og skemmtileg samtöl saman. Ég skynjaði hve vænt henni þótti um Ísland og hún gat ekki beðið eftir að veiðitíminn byrjaði. Hún var náttúrubarn í eðli sínu. Beata var vel menntuð sem efnafræðingur og hún tók íslensk- una strax föstum tökum og talaði fallegt mál. Sem skrifstofumaður á geðdeild LSH var hún vel liðin og var kölluð duglega konan. Nú eiga Steini, Sissó bróðir hennar og fjölskyldan öll um sárt að binda. Ég bið Guð að gefa ykkur kraft og styrk í framtíðinni. Innilegustu samúðarkveðjur frá fjölskyldu minni til ykkar allra. Margrét. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is útfararstjóri útfararþjónusta Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson Frímann Andrésson útfararþjónusta Jón Bjarnason útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir uðmundur Baldvinsson útfararþjónusta G Þorsteinn Elíasson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST ✝ Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ástkæru móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐBJARGAR LILJU GUÐMUNDSDÓTTUR, Dúddýjar, Kleppsvegi 2, Reykjavík, sem andaðist fimmtudaginn 14. mars. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans í Fossvogi, deildar 2 B og starfsfólks hjúkrunarheimilisins Markar við Suðurlandsbraut, fyrir einstaka hjúkrun, alúð og umhyggju. Bragi Guðmundur Kristjánsson, Erna Eiríksdóttir, María Anna Kristjánsdóttir, Jesús S.H. Potenciano, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS ÓLAFSSONAR, Fagurgerði 5, Selfossi. Ólöf E. Árnadóttir, Steingerður Jónsdóttir, Örlygur Karlsson, Ólafur Jónsson, Skafti Jónsson, Bente Nielsen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eigin- konu minnar, móður minnar, tengdamóður og ömmu, ERNU STEFANÍU GISSURARDÓTTUR húsfreyju, Skólagerði 58, Kópavogi. Matthías Guðmundsson, Birna Matthíasdóttir, Jorge H. Fernandez Toledano, Erna Caridad Fernandez Birnudóttir, Birta Clara Fernandez Birnudóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulega KARLS VALDIMARSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæslu- deildar Landspítalans í Fossvogi fyrir kærleiksríkt viðmót og umönnun. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigurður Vigfússon. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSLAUGAR JÓNSDÓTTUR forvarðar, Austurbrún 2. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sóltúns. Sigurjón Þ. Ásgeirsson, Hlynur V. Ásgeirsson, Patricia Bono, Þórunn H. Óskarsdóttir, Sigurður A. Jónsson, Hrafnkell S. Óskarsson, Arndís B. Huldudóttir, Margrét L. Óskarsdóttir, Rúnar Salvarsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRNI VILHJÁLMUR JÓNSSON frá Mjóafirði, Fífuhvammi 17, Kópavogi, lést á Landspítala í Fossvogi mánudaginn 8. apríl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 15. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Jenný G. Godby, Jim Dale Godby, Jón Steinar Árnason, Gunnhildur Olga Jónsdóttir, Halla María Árnadóttir, Tryggvi L. Skjaldarson, barnabörn, langafa- og langalangafabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.