Morgunblaðið - 13.04.2013, Page 48

Morgunblaðið - 13.04.2013, Page 48
48 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 Það hefur alltaf lagst vel í mig að verða einu árinu eldri,“ sagðiJóhann Hlíðar Harðarson, fréttamaður á fréttastofu RÚV.Hann fagnar 50 ára afmæli í dag. En verður eitthvað gert til hátíðabrigða? „Já, það verður heilmikið í smáum stíl. Öll nærfjölskyldan kemur í árdegisverð (brunch). Svo ætlum við að hittast tólf góðir vinir og eiga saman eftirmiðdaginn og kvöldið,“ sagði Jóhann. Hann segir að fertugsafmælið sé sér mjög eftirminnilegt. „Það komu 120-140 manns. Þá var ég að vinna á Stöð 2 og allir vinnufélagarnir mættu. Þeir settu saman hljómsveit sem ætlaði að spila 2-3 lög. Hún spilaði samfleytt til klukkan fjögur um nóttina. Þetta var eitt af albestu böllum sem ég hef farið á, 100 manns á gólf- inu í þrjá tíma. Skemmtilegasta afmæli sem ég man eftir!“ En hefur Jóhann tileinkað sér einhverja lífsspeki á lífsleiðinni? „Hörður bróðir minn, sem er níu árum yngri en ég, á sér lífsspeki sem mér finnst til mikillar eftirbreytni. Hún er: Ekki tapa gleðinni. Ég vil tileinka mér þessa lífsspeki.“ Jóhann ber nafn fósturafa síns, séra Jóhanns Hlíðar, prests í Vest- mannaeyjum og Danmörku sem síðar bjó á Spáni. „Það er merkileg tilviljun að ég var 11 ár í Danmörku í námi og var skiptinemi á Spáni. Ég hef dvalið mjög oft í litlu þorpi suður af Madrid sem er þorpið mitt. Draumurinn er að verða gamall þar.“ gudni@mbl.is Jóhann Hlíðar Harðarson, 50 ára Afmælisbarn Jóhann Hlíðar Harðarson ásamt Brynju dóttur sinni. Myndin var tekin í þorpinu Calera y Chozas á Spáni. „Ekki tapa gleðinni“ Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Inga Dagmar Karlsdóttir verður hundrað ára 15. apríl næstkomandi. Í tilefni þess ætla af- komendur hennar að efna til kaffisamsætis í safnaðarheimili Háteigskirkju á morgun, 14. apríl, frá kl. 15 til 18. Gjafir afþakkaðar en gam- an væri að ættingjar og vinir Ingu Dagmarar gætu komið og glaðst með henni. Árnað heilla 100 ára Kópavogur Jónas Kolbeinn fæddist 9. maí kl. 8. Hann vó 3.560 g og var 51,5 cm langur. Foreldrar hans eru Amalía Sörensdóttir og Sigurður Bjarki Kol- beinsson. Nýr borgari Brúðhjón Heiðrún Eiríksdóttir og Árni Friðriksson voru gefin saman 21. júlí 2012 í Akureyrarkirkju, af sr. Sól- veigu Höllu Kristjánsdóttur. Brúðkaup Á rni fæddist í Vest- mannaeyjum 14. apríl 1943 en ólst upp á Þórs- höfn frá þriggja ára aldri og til 1952. Þá flutti fjölskyldan í Grundarfjörð þar sem faðir hans varð framkvæmda- stjóri hjá Sigurði Ágústssyni, útgerð- armanni og alþingismanni. Þar var Árni búsettur til 1986 er hann flutti í Garðabæinn þar sem hann hefur búið síðan. Árni var í Barnaskóla Þórshafnar og Barnaskóla Grundarfjarðar, stundaði nám við Héraðsskólann á Skógum í þrjá vetur og lauk þaðan landsprófi, stundaði nám við MR í einn vetur, en hætti þar námi og fór til Noregs þar sem hann stundaði nám við lýðháskóla í Lófóten í Norð- ur-Noregi, stundaði síðan nám við Íþróttakennaraskóla Íslands á Laug- arvatni og lauk þaðan íþróttakenn- araprófi 1962. „Ég fór í sveitina, að Sætúni á Langanesi, fjögurra ára, til Vigfúsar Árni Emilsson, fyrrv. útibússtjóri – 70 ára Frá Ítalíuferð Árni, ásamt eiginkonu sinni, Þórunni Björgu Sigurðardóttur tónlistarkennara, í Feneyjum árið 1991. Sjö sumur í sveit – og næstu sjö á síldveiðum Allt á kafi ́í síld Aflafleyið Grundfirðingur II drekkhlaðið þegar Árni Emilsson var háseti á því árið 1957.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.