Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 48
48 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 Það hefur alltaf lagst vel í mig að verða einu árinu eldri,“ sagðiJóhann Hlíðar Harðarson, fréttamaður á fréttastofu RÚV.Hann fagnar 50 ára afmæli í dag. En verður eitthvað gert til hátíðabrigða? „Já, það verður heilmikið í smáum stíl. Öll nærfjölskyldan kemur í árdegisverð (brunch). Svo ætlum við að hittast tólf góðir vinir og eiga saman eftirmiðdaginn og kvöldið,“ sagði Jóhann. Hann segir að fertugsafmælið sé sér mjög eftirminnilegt. „Það komu 120-140 manns. Þá var ég að vinna á Stöð 2 og allir vinnufélagarnir mættu. Þeir settu saman hljómsveit sem ætlaði að spila 2-3 lög. Hún spilaði samfleytt til klukkan fjögur um nóttina. Þetta var eitt af albestu böllum sem ég hef farið á, 100 manns á gólf- inu í þrjá tíma. Skemmtilegasta afmæli sem ég man eftir!“ En hefur Jóhann tileinkað sér einhverja lífsspeki á lífsleiðinni? „Hörður bróðir minn, sem er níu árum yngri en ég, á sér lífsspeki sem mér finnst til mikillar eftirbreytni. Hún er: Ekki tapa gleðinni. Ég vil tileinka mér þessa lífsspeki.“ Jóhann ber nafn fósturafa síns, séra Jóhanns Hlíðar, prests í Vest- mannaeyjum og Danmörku sem síðar bjó á Spáni. „Það er merkileg tilviljun að ég var 11 ár í Danmörku í námi og var skiptinemi á Spáni. Ég hef dvalið mjög oft í litlu þorpi suður af Madrid sem er þorpið mitt. Draumurinn er að verða gamall þar.“ gudni@mbl.is Jóhann Hlíðar Harðarson, 50 ára Afmælisbarn Jóhann Hlíðar Harðarson ásamt Brynju dóttur sinni. Myndin var tekin í þorpinu Calera y Chozas á Spáni. „Ekki tapa gleðinni“ Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Inga Dagmar Karlsdóttir verður hundrað ára 15. apríl næstkomandi. Í tilefni þess ætla af- komendur hennar að efna til kaffisamsætis í safnaðarheimili Háteigskirkju á morgun, 14. apríl, frá kl. 15 til 18. Gjafir afþakkaðar en gam- an væri að ættingjar og vinir Ingu Dagmarar gætu komið og glaðst með henni. Árnað heilla 100 ára Kópavogur Jónas Kolbeinn fæddist 9. maí kl. 8. Hann vó 3.560 g og var 51,5 cm langur. Foreldrar hans eru Amalía Sörensdóttir og Sigurður Bjarki Kol- beinsson. Nýr borgari Brúðhjón Heiðrún Eiríksdóttir og Árni Friðriksson voru gefin saman 21. júlí 2012 í Akureyrarkirkju, af sr. Sól- veigu Höllu Kristjánsdóttur. Brúðkaup Á rni fæddist í Vest- mannaeyjum 14. apríl 1943 en ólst upp á Þórs- höfn frá þriggja ára aldri og til 1952. Þá flutti fjölskyldan í Grundarfjörð þar sem faðir hans varð framkvæmda- stjóri hjá Sigurði Ágústssyni, útgerð- armanni og alþingismanni. Þar var Árni búsettur til 1986 er hann flutti í Garðabæinn þar sem hann hefur búið síðan. Árni var í Barnaskóla Þórshafnar og Barnaskóla Grundarfjarðar, stundaði nám við Héraðsskólann á Skógum í þrjá vetur og lauk þaðan landsprófi, stundaði nám við MR í einn vetur, en hætti þar námi og fór til Noregs þar sem hann stundaði nám við lýðháskóla í Lófóten í Norð- ur-Noregi, stundaði síðan nám við Íþróttakennaraskóla Íslands á Laug- arvatni og lauk þaðan íþróttakenn- araprófi 1962. „Ég fór í sveitina, að Sætúni á Langanesi, fjögurra ára, til Vigfúsar Árni Emilsson, fyrrv. útibússtjóri – 70 ára Frá Ítalíuferð Árni, ásamt eiginkonu sinni, Þórunni Björgu Sigurðardóttur tónlistarkennara, í Feneyjum árið 1991. Sjö sumur í sveit – og næstu sjö á síldveiðum Allt á kafi ́í síld Aflafleyið Grundfirðingur II drekkhlaðið þegar Árni Emilsson var háseti á því árið 1957.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.