Morgunblaðið - 13.04.2013, Page 53

Morgunblaðið - 13.04.2013, Page 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 Allar kórsætaraðir fyrir aft-an og ofan hljómsveit-arpall Eldborgar voruskipaðar áheyrendum á rauðu sinfóníutónleikum s.l. fimmtudags; örugg vísbending um fullsetinn sal. Með fullri virðingu fyrir einleikara kvöldsins, er stóð undir flenniaðsókninni og vel það, má samt ímynda sér að verkavalið hafi haft mest að segja að þessu sinni. Einkum Vorblótið, er að lík- indum nýtur einhverra mestu vin- sælda allra módernískra hljómsveit- arverka 20. aldar í dag, jafnt hér sem annars staðar. Ekki sízt hjá þeim hlustendum yngri aldurshópa er annars hænast mest að poppi og rokki, jafnvel þótt þeir virtust fljótt á litið færri en við mátti búast. Svip- að má segja um hlutfallslega minna þekktan öndvegiskonsert Bartóks. Loks má ætla að Íslands- frumflutningur 2. Sinfóníu hins eist- neska Arvos Pärt frá 1966 hafi ginnt einhverja sem sækjast eftir „nýrri“ lifandi hlustreynslu, þrátt fyrir nærri hálfrar aldar bið á okkar fjörum. Þríþætt verkið var fyrst á dagskrá og aðeins tæpar 12 mín. á lengd, en náði samt að tjalda mörg- um helztu framúrstefnueinkennum tilurðartímans, er sumum þykir nú- orðið frekar falla undir hljóðlist en tónlist. Í sprækum flutningi SÍ bar það engu að síður af sér furðumik- inn þokka, þrátt fyrir kraumandi skordýrakraðak I. þáttar og krass- andi samstíga hljómklasa II. ásamt ágengu slagverki. Feikinógan, skyldi maður halda, til að móta framhaldsferil á svip- uðum nótum. En ekki fyrir Pärt! Hann kaus síðan að taka sér langt hlé frá tónsmíðum unz hann sneri aftur undir tónölum formerkjum naumhyggju; m.a. innblásinn af samhryngum (ísórytmískum) Ars Nova mótettum síðmiðalda. Vísinn að þeirri viðhorfsbreytingu mátti kenna á stuttri Tsjækovskíj- tilvitnun III. þáttar, þar sem róm- antískt lagferli hljómaði sem óvænt heiðskír unaður úr þrúgandi lofti. Þveröfugt við boðskapinn úr loka- þætti 2. Strengjakvartetts Schön- bergs, Entrückung (1908), um fram- tíðarmúsíkina: „Ich fühle Luft von anderem Planeten“ – og þar með þróunarlega blindgötu tólftóna- stefnunnar er síðar varð lýðum ljós. 2. Fiðlukonsert Bélu Bartók (1938) var hér fluttur í þriðja skipti eftir 1978 og 1992. Þótt ég hefði við- miðun frá hvorugu þeirra, er óhætt að fullyrða að moldavíski einleik- arinn hafi slegið rækilega í gegn með gríðarfjölbreyttri túlkun, allt frá gneistandi aflraunum í skelli- bjöllulegan álfkonusöng, og með- leikur SÍ hélzt allur í fullkomlega samstilltu samræmi. Hvílíkt meistaraverk! Í þjóðlaga- skotinni framsækni Bartóks urðu jafnvel svæsnustu ómstríður fal- legar, og auðvelt var að taka undir með reynsluhokinni tónlistarkonu meðal hlustenda um að hér færi skáldskapur sem nyti sín fyrst til fulls á okkar dögum með aukinni leikfærni. Patricia Kopatchinskaja fór etnískt innlifuðum höndum um kveðskapinn og lék að lokum bráð- skondið aukalag eftir György Kur- tág með leiftrandi tilþrifum sem vöktu jafnt aðdáun sem kátínu. Tímamótaverk Ígors Stravins- kíjs, „Le Sacre du Printemps“, fagnar nú 100 ára frumflutnings- afmæli. Það var síðast flutt héðra í nóvember 2007 undir stjórn Ru- mons Gamba að mér viðstöddum. Hvað sem líður nýkviknuðum „prímítívisma“ samningstímans og þjóðlagalánum höfundar úr tónarfi Austur-Evrópuþjóða (sbr. bók Rich- ards Taruskin), liggur samt næst við að líkja steinaldarorgíu Stra- vinskíjs við frumleikasprengju Eroicu Beethovens (1803), enda hef- ur fítonskraftur mannfórnarball- ettsins haldizt ófölskvaður allt til okkar daga. Þó ekki treysti ég mér til að gera upp á milli flutninga þá og nú eftir nærri sex ár, þá hljómaði margt glæsilegt í meðförum Volkovs og SÍ. Alltjent var ekki skafið af hraða- kröfum ef marka má 36 mín. flutn- ingstíma – hjá áætluðum 43 í tónleikaskrá. Innlifun „Patricia Kopatchinskaja fór etnískt innlifuðum höndum um kveðskapinn og lék að lokum bráðskondið aukalag eftir György Kurtág með leiftrandi tilþrifum sem vöktu jafnt aðdáun sem kátínu.“ Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikarbbbbm Pärt: Sinfónía nr. 2 (ísl. frumfl.). Bartók: Fiðlukonsert nr. 2. Stravinskíj: Vorblót. Patricia Kopatchinskaja fiðla; Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Stjórnandi: Ilan Vol- kov. Fimmtudaginn 11. apríl kl. 19:30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Dauðadans til árs og friðar Hljómsveitirnar Monotown, Staf- rænn Hákon, Boogie Trouble, Loji og Tonik koma fram á tón- listarhátíðinni Reykjavík Music Mess sem fer fram á Volta og Kex Hostel, 24. til 26. maí. Bæt- ast þær við hóp þeirra sem áður hafa verið kynntar til leiks, m.a. Sykur, PVT, DZ Deathrays og Bloodgroup. 15 hljómsveitir koma fram á þeim þremur kvöldum sem hátíðin stendur yfir. 15 sveitir á Music Mess Stafrænn Hákon/ Ólafur Josephsson Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Mary Poppins (Stóra sviðið) Lau 13/4 kl. 19:00 aukas Fös 10/5 kl. 19:00 Mið 5/6 kl. 19:00 aukas Sun 14/4 kl. 19:00 11.k Lau 11/5 kl. 19:00 Fim 6/6 kl. 19:00 Fös 19/4 kl. 19:00 aukas Sun 12/5 kl. 13:00 Fös 7/6 kl. 19:00 Lau 20/4 kl. 19:00 aukas Mið 15/5 kl. 19:00 aukas Lau 8/6 kl. 19:00 Sun 21/4 kl. 19:00 12.k Fim 16/5 kl. 19:00 Sun 9/6 kl. 13:00 Mið 24/4 kl. 19:00 Fös 17/5 kl. 19:00 Fös 6/9 kl. 19:00 ný sýn. Fös 26/4 kl. 19:00 aukas Lau 18/5 kl. 19:00 Lau 7/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 27/4 kl. 19:00 Mán 20/5 kl. 13:00 aukas Sun 8/9 kl. 15:00 ný sýn. Sun 28/4 kl. 13:00 Fim 23/5 kl. 19:00 Fim 12/9 kl. 19:00 ný sýn. Þri 30/4 kl. 19:00 aukas Lau 25/5 kl. 19:00 aukas Fös 13/9 kl. 19:00 ný sýn. Fim 2/5 kl. 19:00 aukas Sun 26/5 kl. 13:00 Lau 14/9 kl. 19:00 ný sýn. Fös 3/5 kl. 19:00 Mið 29/5 kl. 19:00 aukas Sun 15/9 kl. 15:00 ný sýn. Lau 4/5 kl. 19:00 Fim 30/5 kl. 19:00 aukas Fim 19/9 kl. 19:00 ný sýn. Sun 5/5 kl. 13:00 Fös 31/5 kl. 19:00 Fös 20/9 kl. 19:00 ný sýn. Mið 8/5 kl. 19:00 aukas Lau 1/6 kl. 13:00 Lau 21/9 kl. 19:00 ný sýn. Fim 9/5 kl. 14:00 Sun 2/6 kl. 13:00 aukas Einn vinsælasti söngleikur heims, nú loks á Íslandi. Allt að seljast upp! Gullregn (Stóra sviðið) Mið 12/6 kl. 20:00 Fös 14/6 kl. 20:00 Fim 13/6 kl. 20:00 Lau 15/6 kl. 20:00 lokas Frumraun Ragnars Bragasonar í leikhúsi. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar. Mýs og menn (Stóra sviðið) Fös 24/5 kl. 20:00 aukas Lau 1/6 kl. 20:00 aukas Sun 9/6 kl. 20:00 lokas Sun 26/5 kl. 20:00 aukas Sun 2/6 kl. 20:00 aukas Meistaraverkið eftir John Steinbeck. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar. Ormstunga (Nýja sviðið) Lau 13/4 kl. 20:00 Sun 14/4 kl. 20:00 lokas Íslendingasagan sem er ekki eins leiðinleg og þú heldur. Aðeins þessar sýningar. Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Mið 24/4 kl. 20:00 19.k Þri 30/4 kl. 20:00 Sun 5/5 kl. 20:00 Fim 25/4 kl. 20:00 20.k Fös 3/5 kl. 20:00 Lau 27/4 kl. 20:00 Lau 4/5 kl. 20:00 Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Snýr aftur í takmarkaðan tíma. Núna! (Litla sviðið) Þri 16/4 kl. 20:00 2.k Þri 23/4 kl. 20:00 4.k Mið 17/4 kl. 20:00 3.k Sun 28/4 kl. 20:00 5.k Þrjú ný íslensk verk eftir ung og öflug leikskáld í einni sýningu Tengdó (Litla sviðið) Fim 18/4 kl. 20:00 aukas Fös 3/5 kl. 20:00 24.k Lau 18/5 kl. 20:00 Fös 19/4 kl. 20:00 aukas Lau 4/5 kl. 20:00 25.k Fim 23/5 kl. 20:00 Lau 20/4 kl. 20:00 20.k Sun 5/5 kl. 20:00 Lau 25/5 kl. 20:00 Sun 21/4 kl. 20:00 21.k Fim 9/5 kl. 20:00 aukas Sun 26/5 kl. 20:00 Mið 24/4 kl. 20:00 22.k Fös 10/5 kl. 20:00 Fös 31/5 kl. 20:00 Fim 25/4 kl. 20:00 aukas Lau 11/5 kl. 20:00 Lau 1/6 kl. 20:00 Lau 27/4 kl. 20:00 23.k Fim 16/5 kl. 20:00 Sun 2/6 kl. 20:00 lokas Fim 2/5 kl. 20:00 aukas. Fös 17/5 kl. 20:00 Grímusýning síðasta leikárs snýr aftur! Íslenski Dansflokkurinn: Walking Mad (Stóra sviðið) Fim 18/4 kl. 20:00 2.k Sun 5/5 kl. 20:00 5.k Mán 20/5 kl. 20:00 Fim 25/4 kl. 20:00 3.k Fim 9/5 kl. 20:00 Þri 28/5 kl. 20:00 Sun 28/4 kl. 20:00 4.k Sun 12/5 kl. 20:00 Tvö verk á einu kvöldi: Walking Mad og Ótta - húmor, galsi og geðveiki Tengdó –HHHHH – JVJ. DV Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is Englar alheimsins (Stóra sviðið) Fim 18/4 kl. 19:30 Fors. Fös 3/5 kl. 19:30 4.sýn Lau 25/5 kl. 19:30 12.sýn Fös 19/4 kl. 19:30 Fors. Lau 4/5 kl. 19:30 5.sýn Fim 30/5 kl. 19:30 13.sýn Lau 20/4 kl. 19:30 Frums. Mið 8/5 kl. 19:30 6.sýn Fös 31/5 kl. 19:30 Mið 24/4 kl. 19:30 Aukas. Fös 10/5 kl. 19:30 7.sýn Lau 1/6 kl. 19:30 Fös 26/4 kl. 19:30 2.sýn Fim 16/5 kl. 19:30 8.sýn Fös 7/6 kl. 19:30 Lau 27/4 kl. 19:30 3.sýn Fös 17/5 kl. 19:30 9.sýn Lau 8/6 kl. 19:30 Sun 28/4 kl. 19:30 Aukas. Fim 23/5 kl. 19:30 10.sýn Fös 14/6 kl. 19:30 Fim 2/5 kl. 19:30 Aukas. Fös 24/5 kl. 19:30 11.sýn Ein vinsælasta íslenska skáldsaga síðari ára í nýrri leikgerð Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 14/4 kl. 13:00 Sun 21/4 kl. 13:00 Sun 5/5 kl. 14:00 Sun 14/4 kl. 16:00 Sun 28/4 kl. 13:00 Eitt ástsælasta barnaleikrit á Íslandi Kvennafræðarinn (Kassinn) Mið 17/4 kl. 19:30 Fors. Mið 24/4 kl. 19:30 4.sýn Lau 4/5 kl. 19:30 8.sýn Fim 18/4 kl. 19:30 Frums. Fös 26/4 kl. 19:30 5.sýn Fös 10/5 kl. 19:30 9.sýn Fös 19/4 kl. 19:30 2.sýn Lau 27/4 kl. 19:30 6.sýn Lau 20/4 kl. 19:30 3.sýn Fös 3/5 kl. 19:30 7.sýn Hver er ekki upptekin af kvenlíkamanum? Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið ) Sun 14/4 kl. 19:30 Síð.s. Ný aukasýning 14.apríl! Fyrirheitna landið (Stóra sviðið) Lau 13/4 kl. 19:30 Lokas. Hilmir Snær sýnir stjörnuleik í heillandi mannlýsingu Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 13/4 kl. 13:30 Lau 20/4 kl. 15:00 Sun 28/4 kl. 13:30 Lau 13/4 kl. 15:00 Lau 27/4 kl. 13:30 Sun 28/4 kl. 15:00 Lau 20/4 kl. 13:30 Lau 27/4 kl. 15:00 Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka Karma fyrir fugla (Kassinn) Lau 8/6 kl. 19:30 aukas. Sun 9/6 kl. 19:30 aukas. Síðasta sýning 7.apríl Uppistand - Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 14/4 kl. 20:00 Fös 19/4 kl. 20:00 Síðasta sýn. Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Gilitrutt (Brúðuloftið) Lau 13/4 kl. 13:30 Frums. Lau 20/4 kl. 13:30 Lau 27/4 kl. 13:30 Lau 13/4 kl. 17:00 Lau 20/4 kl. 15:30 Lau 27/4 kl. 15:30 Skemmtileg brúðusýning fyrir börn 11.05.13 - Laugardagur 20:00 UPPSELT 12.05.13 - Sunnudagur 20:00 UPPSELT 17.05.13 - Föstudagur 20:00 NÝ SÝNING 24.05.13 - Föstudagur 20:00 UPPSELT 25.05.13 - Laugardagur 20:00 UPPSELT 31.05.13 - Föstudagur 20:00 NÝ SÝNING 01.06.13 - Laugardagur 20:00 NÝ SÝNING 12.04.13 Föstudagur 20:00 UPPSELT 13.04.13 Laugardagur 21:30 UPPSELT 20.04.13 Laugardagur 20:00 UPPSELT 03.05.13 Föstudagur 20:00 UPPSELT 04.05.13 Laugardagur 21:30 UPPSELT 08.05.13 Miðvikudagur 20:00 UPPSELT 10.05.13 Föstudagur 20:00 UPPSELT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.