Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 É g hef verið að leika mér að því að undanförnu að líkja Darkthrone, hinni ógurlegu norsku þunga-, öfga- og svartþungarokkssveit við The Fall, hina óútreiknanlegu síðpönkssveit hins sérlundaða snillings Mark E. Smith. Ekki bara vegna langlífisins og virkninnar heldur fyrst og fremst vegna þess að aðdáendur vita aldrei hverju þeir geta átt von á – nema alveg ábyggilega hinu óvænta. „Always different – always the same,“ sagði John Peel heitinn um sína elskuðu Fall og hinu sama má snúa upp á Darkthrone. Og þó að þar fari ekki um kolbrjálað ólíkindatól eins og í til- felli The Fall er hún skipuð tveimur sterkum en um leið gjörólíkum persónuleikum, þeim Noct- urno Culto og Fenriz, sem eru nokkurs konar yin og yang sveitarinnar. Trymbillinn Fenriz er grallarinn og um leið „sálin“; hann er talsmað- urinn en um leið vegur tónlistarlegt framlag hans þungt, þyngra en margur heldur (og hef- ur það aukist ef eitthvað er hin síðustu ár). Culto er hins vegar kletturinn þögli, gítarleik- arinn og söngvarinn og hinn óskoraði leiðtogi framan af (eins og segir, meira jafnræði er nú). Framlag þeirra beggja myndar svo þessa ein- stöku áru sem leikur um sveitina, þetta er í raun réttu Lennon/McCartney-ískt samstarf. Hugdirfska Hljómsveitin var stofnuð í smábænum Kol- botn (viðeigandi nafn!) og fyrsta hljóðversp- latan var dauðarokksplata, hljómurinn þar alls ólíkur þeim sem sveitin átti eftir að verða þekkt fyrir. Platan, Soulside Journey (1991) er hins vegar skotheld sem slík og það er spennandi að hugsa til þess hvernig Darkthrone hefði getað þróast sem dauðarokkssveit. Á næstu plötu, A Blaze in the Northern Sky (1992), varð algjör kúvending. Tónlistin hrá, hörð og andstyggileg og margir – ekki síst útgáfa sveitarinnar – urðu fyrir áfalli. En Culto og Fenriz sýndu þarna mikla dirfsku og platan er réttilega talin tíma- mótaverk. Heill undirgeiri í öfgarokki var að spretta upp um þessar mundir og þessi plata gerði mikið í því að fóstra hann. Næstu plötur, Under A Funeral Moon, Transilvanian Hunger og Panzerfaust eru allar sem ein – hver á sinn hátt – stórkostlegar. Hin miskunnarlausa Transilvanian Hunger er oft nefnd sem meist- araverkið og Panzerfaust er … tja … „geðveik- isleg“, býr yfir furðulegum vinklum og fyrsta merki þess, eða í raun annað merki þess, að Niður til heljar … hér um bil Ljósmynd/Ashley Maile Musteri Guðdómlegt greni Fenriz og Nocturno Culto í norsku plötubúðinni og öfgarokksmusterinu Neseblod Records í Ósló. Darkthrone-liðar höfðu engan áhuga á að vera í sérmerktum kassa. Darkthrone leiddist síðan út í meira rokk, næstu plötur (Ravishing Grim- ness, Plaguewielder t.d.) eru eintóna og mini- malískar og minna dálítið á Godflesh hvað áherslur varðar. Leikur með klisjur Enn ein u-beygjan kom svo með The Cult Is Alive (2006) þar sem „crust“-pönk-áhrif (Disch- arge o.fl.) og gamalt for-svartþungarokk (Ve- nom, Celtic Frost) kraumaði undir. Og heil- mikið af húmor líka. Síðustu plötur hafa verið í þessum gír en nýja platan ber þó með sér enn eina sveigjuna. Þessi leikur með þungarokksklisjur hefur aldrei verið jafn áberandi og á nýju plötunni, The Underground Resistance. Segja mætti að platan sé ein löng, á tímum gallsúr þunga- rokkshylling, þar sem þeir félagar henda alls konar stefnum og straumum í hrærivélina. Þetta er þungarokk sem fjallar um þungarokk. Víkingarokk, hetjurokk, þrass, Iron Maiden, Manowar jafnvel, allt er þetta á flækingi þarna en undir Darkthrone-hattinum góða. Margir rýnar hafa hampað plötunni sem „sönnu“ þungarokki en það er næstum eins og sumir skynji ekki húmorinn sem leiðir þetta allt sam- an áfram. „Leave No Cross Unturned“ er t.a.m. þrettán mínútur, býr yfir sígildum þrass- gangi og yfir ýlfrar Fenriz eins og litli bróðir King Diamond. Þetta er sprenghlægilegt – og um leið snilldarlegt – og um leið vel rokkandi. Enginn hefði komist upp með svona nokkuð nema þeir bræður. Ég bíð því spenntur eftir næstu plötu, er orðinn háður því að láta koma mér í opna skjöldu með rútínubundnum hætti svo ég styðjist við lýsingu Johns Peel framar í textanum. » Framlag þeirra beggjamyndar svo þessa einstöku áru sem leikur um sveitina, þetta er í raun réttu Lennon/ McCartney-ískt samstarf.  Norska öfgarokkssveitin Darkthrone gefur út sína fimmtándu breiðskífu, The Underground Resistance  Mikil „költsveit“ sem á sér harðsnúinn hóp aðdáenda um allan heim TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Fuglar – listin að vera fleygur nefnist sýning sem opnuð verður í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í dag kl. 14. Á sýningunni eru fuglar í öllum mögulegum birtingarmyndum, en leitað var til tæplega fjörutíu listamanna og eigenda verka sem tengjast fuglum um þátttöku í sýningunni. Meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni eru Aðalheiður Ey- steinsdóttir, Benedikt Gröndal, Birgir Andr- ésson, Bragi Ásgeirsson, Brynhildur Þor- geirsdóttir, Finnbogi Pétursson, Frosti Friðriksson, Guðmundur frá Miðdal, Guð- mundur Páll Ólafsson, Helgi Þorgils Frið- jónsson, Helgi Þórsson, Hulda Hákon, Ilmur Stefánsdóttir, Jón Óskar, Kristín Þóra Guð- bjartsdóttir, Páll Steingrímsson, Sara Riel, Signý Kolbeinsdóttir, Steingrímur Eyfjörð, Svava Björnsdóttir, Tumi Magnússon, Vera Sölvadóttir, Þórarinn Eldjárn og Þórdís Alda Sigurðardóttir. Sýningarstjóri er Þórunn El- ísabet Sveinsdóttir. „Á sýningunni verður sérstaklega hugað að börnum og þar verða settir fram munir tengdir fuglum svo sem vængir, lappir o.þ.h. sem upplifa má með snertingu. Boðið verður upp á leiðsögn um sýninguna og smiðju í gerð fuglahúsa fyrir börn og fjölskyldur þeirra á Barnamenningarhátíð í Reykjavík sunnudag- inn 28. apríl. Á sýningartímabilinu verða auk þess ýmsir viðburðir sem tengjast efninu. Má þar nefna leiðsagnir og kvikmyndasýningar,“ segir m.a. í tilkynningu. Sýningin stendur til 21. júní og er opin alla virka daga kl. 10-17 en kl. 13-16 um helgar. Aðgangur er ókeypis. Ólíkar birtingarmyndir fugla Morgunblaðið/Ómar Fuglar Þuríður Helga Jónasdóttir og Þórunn Elísabet Sveinsdóttir sýningarstjóri hengja upp málverkið Alþjóðlegir fuglar eftir Helga Þórsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.