Morgunblaðið - 07.05.2013, Síða 10

Morgunblaðið - 07.05.2013, Síða 10
„Ég var alltaf í fótbolta á yngri árum og hélt mér síðan svolítið í formi með hlaupum í seinni tíð. Það var síðan eiginlega ekki fyrr en í lok árs 2009 þegar seinni strákurinn minn fædd- ist að ég fór að fá grillu fyrir því að hlaupa Laugaveginn og þá fór ég að hlaupa svona mikið,“ segir Örvar Steingrímsson ofurhlaupari. Fram að þessum tíma hafði Örvar mest- megnis verið í bumbubolta en fór þó eitt hálfmaraþon árið 2008. „Hlaupið átti fyrst að vera svo hentugt og átti að taka stuttan tíma frá fjölskyld- unni. Það fór síðan fljótlega að vinda upp á sig. Þegar maður fer að lengja hlaupatúrana þá er maður oft rúma tvo tíma að. Sérstaklega um helgar þegar maður tekur löngu hlaupin. En auðvitað er þetta gott sport að því leytinu að ég fer bara inn og út um dyrnar eins og hentar heimilislíf- inu best.“ Aðspurður hvort hann hafi ekki orðið var við öfund meðal hlaupafólks vegna skjóts og góðs ár- angurs hans í íþróttinni segir hann að því sé einmitt öfugt farið. „Manni finnst það vera menningin hérna heima, það er svo mikill vinskapur í kringum þetta.“ Hljóp yfir sig í Boston Örvar hleypur að meðaltali um 50- 70 kílómetra á viku og en þegar álagið er mest hleypur hann rúm- lega 100 kílómetra á einni viku. Þeg- ar hann er spurður hvort hann fái aldrei nóg af hlaupum segir hann að það hafi gerst í Boston-maraþoninu fyrir ári. „Það var svo heitt og þetta var svo erfitt og tók það mikið frá manni að ég gaf aðeins eftir þegar því hlaupi var lokið.“ Örvar hljóp Laugaveginn fyrst árið 2010 og svo aftur 2011. Í seinna hlaupi sínu varð hann í öðru sæti og var fyrstur af Ís- lendingunum og kláraði á 5:02. „Ég ætla að fara aftur Laugaveginn núna í ár. Ég veit samt ekki hvort ég get bætt tímann minn þó að það sé auð- vitað stefnan.“ 1.500 kílómetra á skópari Í tilefni af 40 ára afmæli Eflu, verkfræðistofunnar sem Örvar vinn- ur hjá, voru teknar myndir af starfs- fólkinu með leikmuni tengda áhuga- málinu. „Ef maður ætlar að hlaupa mikið þá þarf maður að eiga nóg af skóm. Þessir skór sem ég er með á myndinni eru heilir í sjálfu sér en eru allt skór sem eru búnir á kíló- metrum. Maður getur í mesta lagi hlaupið um 1.500 kílómetra á einu skópari. Maður finnur það alveg ótrúlega fljótt þegar skór eru búnir. Þá allt í einu fær maður smá verk í hné sem hverfur um leið og maður fer í nýtt par. Sérstaklega þegar maður er að hlaupa allt að 100 kíló- metrum yfir vikuna þá skiptir máli að vera í heilum skóm.“ Átti að vera hentugt með fjölskyldulífinu Örvar Steingrímsson byrjaði að hlaupa að einhverju ráði árið 2009 til að halda sér í formi. Á örskömmum tíma varð Örvar einn af fremstu hlaupurum landsins og var meðal annars fyrsti Íslendingurinn í Laugavegshlaupinu árið 2011. 10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2013 sér markmið að vinna keppnina Hjólað í vinnuna í ár hlær hann og segir það alls ekki vera markmiðið. „Við teljum að þegar 80% starfsmanna taki þátt í átakinu sé það sigur út af fyrir sig. Það spinn- ast líka alltaf miklar umræður í kringum þetta á kaffistofunni. Til hvers við erum að þessu og af hverju við ættum að hjóla frekar en að keyra. Þessi umræða er svo góð, að fólk hugsi þetta aðeins. Það fara líka svo margir að hjóla reglulega eða taka strætó í vinnuna í kringum svona hjólaátak. Þegar maður er Hjólar 4.000 km á ári í vinnuna Það var svo sem engin breyting á daglegum venjum hjá Óla Þór Hilmarssyni þeg- ar hann tók fyrst þátt í átakinu Hjólað í vinnuna fyrir 10 árum síðan en hann hef- ur hjólað í vinnuna síðastliðin 15 ár. Hann tekur engu að síður þátt og segir sigurinn ekki fólginn í hjóluðum kílómetrum sem hann og samstarfsmenn leggja að baki heldur þann að margir starfsmenn Matís taka virkan þátt. Morgunblaðið/Kristinn Hvatning Óli Þór Hilmarsson segir það lykilatriði hjá fyrirtækjum sem vilja hvetja til þess að starfsmenn hjóli til vinnu að góð aðstaða sér fyrir hendi. hjólafólkið. Að það sé hægt að kom- ast í sturtu og geyma hjólið á góð- um stað.“ Óli Þór segir að lífsstíll- inn hafi smitandi áhrif á aðra fjölskyldumeðlimi sem ýmist hjóla eða ganga mikið með honum. „Það er reyndar partur af því að búa í miðbænum að maður er oft fljótari að fara gangandi eða hjólandi en á bíl.“ Sigurinn fólginn í fjölda þátttakenda Þegar Óli Þór er spurður hvort starfsfólkið hjá Matís hafi ekki sett Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Ég hef tekið þátt í þessufrá upphafi og mitt fyrir-tæki, Matís, og það eruyfirleitt um 80% starfs- manna fyrirtækisins sem taka þátt,“ segir Óli Þór Hilmarsson stoltur af hjólaglöðu samstarfsfólki sínu sem vílar ekki fyrir sér að hjóla, sumir hverjir bæjarfélaga og úthverfa á milli upp í Grafarholt. „Fyrirtækið hefur svo oft verið í út- jaðri bæjarins, áður í Keldnaholti og nú uppi í Grafarholti og það er eins og fólki finnist þá meira varið í þetta þegar vegalengdin er örlítið lengri en gerist og gengur og það er í raun svolítið merkilegt. Við vorum um tíma niðri á Skúlagötu, alveg í miðbænum og þá var einna minnsta þátttakan þegar við vorum þar,“ segir Óli Þór. Hann vill líka meina að önnur ástæða góðrar þátt- töku starfsmanna Matís sé sú að þar vinni margt ungt fólk sem sjái hvatningu í langri vegalengd. Menn fá greitt fyrir að hjóla Óli býr í miðbænum og hjólar því tæpa 12 kílómetra hvora leið. „Ég hjóla allt árið og hef gert það undanfarin 15 ár. Átakið sjálft er í raun engin breyting fyrir mig og það er líka stór hópur meðal starfs- mannanna sem hjólar reglulega. Við erum líka með svokallaðan sam- göngusamning í fyrirtækinu og menn fá í rauninni greitt fyrir að hjóla. Það er líka eitt lykilatriði hjá fyrirtækjum sem vilja hvetja til þessa að hafa góða aðstöðu fyrir Enn á ný fer verkefnið Hjólað í vinn- una af stað. Keppnin byrjar á morgun og stendur til 28. maí. Allir geta tekið þátt í Hjólað í vinnuna svo framarlega sem þeir nýta eigin orku til að koma sér til og frá vinnu þ.e. hjóla, skokka, ganga, nota línuskauta o.s.frv. Þeir sem nýta almenningssamgöngur geta einnig tekið þátt en þá er skráð sú vegalengd sem gengin eða hjóluð er til og frá stoppistöð. Eftirfarandi regla er sett til að koma til móts við einstaklinga sem búa í öðru sveitarfélagi en þeir starfa og hafa ekki aðgang að almennings- samgöngum. Þeir geta notast við einkabíl hluta af leiðinni en þá þurfa þeir að ganga minnst 1,5 km eða hjóla minnst 3 km hvora leið og upp- fylla þannig ráðleggingar landlækn- iss um daglega hreyfingu. Skráið ykkur á hjoladivinnuna.is. Vefsíðan www.hjoladivinnuna.is Morgunblaðið/hag Jákvætt Það hefur jákvæð áhrif á heilsuna og umhverfið að ferðast á hjólinu. Nýttu eigin orku og hjólaðu Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.