Morgunblaðið - 07.05.2013, Side 12

Morgunblaðið - 07.05.2013, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2013 Þór Vigfússon, fyrr- verandi skólameist- ari, andaðist sunnu- daginn 5. maí sl., 77 ára að aldri. Þór var fæddur á Þórshamri í Sandvíkurhreppi, 2. apríl 1936. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1955 og hélt síðan til Berlínar og lauk hagfræðinámi árið 1961. Við heim- komu vann Þór sem skrifstofustjóri hjá Sameiningar- flokki alþýðu – Sósíalistaflokknum og sem starfsmaður verslunar- sendinefndar Þýska alþýðulýðveld- isins. Hann hóf kennslu við Hér- aðsskólann á Laugarvatni 1963 og kenndi við Menntaskólann að Laugarvatni 1964-70, við Mennta- skólann við Tjörnina, síðar Sund, 1970-83 og var konrektor skólans 1975-78. Hann var skólameistari Fjöl- brautaskóla Suður- lands á Selfossi 1983- 1994 og kennari til ársins 1998. Hann lauk sveinsprófi í húsasmíði frá skól- anum árið 1989. Þór átti sæti í miðstjórn Alþýðubandalagsins 1970-80, sat á Alþingi sem varaþingmaður 1974, var borgar- fulltrúi í Reykjavík 1978-80 og formaður umferðar- nefndar. Hann lauk prófi í svæð- isleiðsögn frá Farskóla Suðurlands 1993 og átti þátt í stofnun Draugasetursins á Stokkseyri. Þór var aðalhöfundur Árbókar Ferða- félags Íslands, Í Árnesþingi vest- anverðu 2003. Þór lætur eftir sig eiginkonu, Auði Hildi Hákonar- dóttur, tvö börn og tvö stjúpbörn. Þór Vigfússon Kristján Bersi Ólafsson, fv. skólameistari Flens- borgarskólans í Hafnar- firði, lést sunnudaginn 5. maí sl., 75 ára að aldri. Kristján Bersi fæddist í Reykjavík 2. janúar 1938, sonur Ólafs Þ. Kristjánssonar, kennara og skólastjóra, og Ragn- hildar G. Gísladóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1957, fil. kand.- prófi frá Stokkhólmshá- skóla 1962 og prófi í upp- eldis- og kennslufræðum í Háskóla Íslands 1971. Kristján Bersi var blaðamaður á Tímanum 1962-1964, blaðamaður og ritstjóri á Alþýðublaðinu 1965-1970, kennari við Flensborgarskólann 1970-1972, skólastjóri Flensborgarskólans 1972-1975 og skólameistari sama skóla frá 1975 til 1999, er hann lét af störfum. Kristján Bersi var formaður Blaðamannafélags Ís- lands 1967-1968, sat í stjórn Félags há- skólamenntaðra kennara og síðar í stjórn Hins íslenska kennarafélags um skeið og var formað- ur Félags áfanga- skóla í nokkur ár. Þá var hann varafor- maður Bandalags kennarafélaga 1983- 1987. Kristján Bersi rit- aði sögu Flensborg- arskólans í 100 ár, sem kom út á bók árið 1982. Hann skrifaði fjölda rit- gerða og greina í blöð og tímarit og eftir hann liggja einnig margar þýð- ingar. Hagyrðingur var hann góður. Eftirlifandi eiginkona Kristjáns Bersa er Sigríður Bjarnadóttir og eignuðust þau fjögur börn; Freydísi, Ólaf Þ., Jóhönnu (d. 1973) og Bjarna Kristófer. Barnabörnin eru fimm. Andlát Kristján Bersi Ólafsson Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Í frétt Morgunblaðsins í gær kom fram að um 700 reiðhjólum væri stol- ið á ári á höfuðborgarsvæðinu. Reið- hjól hafa hækkað mjög í verði frá árinu 2008 og geta góð reiðhjól kost- að vel yfir 100.000 krónur. Það getur því verið tilfinnanlegt tjón að lenda í þjófnaði. Hérlendis er almennt séð ekki boðið upp á sérstaka tryggingu fyrir reiðhjól heldur eru þau tryggð sem hluti af innbúi. Þarf að vera viðurkenndur lás María Guðmundsdóttir, forstöðu- maður einstaklingsráðgjafar hjá Sjóvá, segir að hérlendis séu reiðhjól almennt tryggð sem hluti af fjöl- skyldu- og innbústryggingum. Sem dæmi um bætur sem fáist fyrir stolið reiðhjól nefnir María að í Fjölskyldu- vernd 1 og 2 hjá Sjóvá séu hámarks- bætur 113.000 krónur að frátalinni eigináhættu upp á 29.000 krónur. Í Fjölskylduvernd 3 séu hámarksbæt- ur 400.000 krónur að frátalinni eig- ináhættu upp á 16.000 krónur, og miðast upphæðirnar við daginn í dag. Helsta skilyrði þess að fá þjófnað á reiðhjóli bættan er að reiðhjólið þarf að hafa verið læst með reiðhjólalás þegar því var stolið. Erlendis, eins og til dæmis í Danmörku, er algengt að tryggingafélög geri kröfur um að lás- ar séu af ákveðinni gerð sem hefur þá verið samþykkt af tryggingafélag- inu. María segir að ekki séu gerðar sér- stakar kröfur um að hjólalásinn sé af ákveðinni gerð, líkt og tíðkist erlend- is. María segir það helgast meðal annars af því að reiðhjólamenning hérlendis sé skemmra á veg komin en til dæmis í Danmörku. Hún tekur fram í þessu samhengi að til þess að fá tjónið bætt verði lásinn samt sem áður að vera viðurkenndur sem reið- hjólalás. Hafsteinn Ægir Geirsson, sölu- maður hjá Erninum, segir að hér- lendis fáist svonefndir tryggingalás- ar sem séu þá gerðir eftir kröfum erlendra tryggingafélaga. Slíkir lás- ar eru þá oft merktir ákveðinni upp- hæð allt frá 1.000 og upp í 7.000 Bandaríkjadali. Ódýrari gormalásar með númeralás séu samt langvinsæl- astir í sölu hérlendis. Hafsteinn bæt- ir við að þó að læst sé með dýrari lás sé samt sem áður hægt að klippa þá í sundur með réttum tækjum. Það sé þó heldur erfiðara með dýrari lásun- um. Hjólið verður að vera læst til að fá tjónið bætt Morgunblaðið/Kristinn Reiðhjól Það þarf að huga að því hvernig öryggi reiðhjólanna er háttað.  Ekki gerð krafa um svokallaða „tryggingalása“ Icelandair flutti 148 þúsund far- þega í millilandaflugi í apríl. Er það 9% fleiri farþegar en í apríl í fyrra. Í tilkynningu frá Icelandair Group segir að framboðsaukning á milli ára hafi numið 20% en sæta- nýtingin í apríl var 76% sam- anborið við 81% í fyrra. Hlutfalls- lega aukið framboð á lengri leiðum félagsins, mælt í sætiskílómetrum, hefur þau áhrif að sætisnýting- arhlutfall lækkar að því er kemur fram í tilkynningu. Farþegar í innanlandsflugi og Grænlandsflugi voru 25 þúsund í apríl og fækkar um 5% á milli ára. Framboð félagsins á sætum á áð- urnefndum leiðum hefur dregist saman um 10% samanborið við apr- íl í fyrra. Sætanýtingin var 69% og jókst um 3% á milli ára. Þá fækkaði seldum svonefndum blokktímum í leiguflug um 7% á milli ára en fraktflutningar hins- vegar jukust um 5% frá fyrra ári. Þegar kemur að seldum gistinótt- um á hótelum Icelandair Group þá fjölgaði þeim um 16% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Herberg- isnýting var 70% samanborið við 67% í fyrra. Morgunblaðið/Ernir Icelandair Sætaframboð eykst. Fluttu 9% fleiri milli landa en í fyrra Hæstiréttur hefur staðfest úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur um framsal á pólskum karlmanni til heimalandsins. Héraðsdómur hafði áður staðfest ákvörðun inn- anríkisráðherra um framsalið. Dómsmálayfirvöld í Póllandi óskuðu eftir því að maðurinn yrði framseldur til landsins, annars vegar til fullnustu fangelsisrefs- ingar samkvæmt dómi þarlends dómstóls frá því í júlí 2011 og hins vegar vegna gruns um refsi- verða háttsemi sem maðurinn var ákærður fyrir. Innanríkis- ráðherra ákvað 20. desember í fyrra að framselja manninn til Póllands. Héraðsdómur staðfesti ákvörð- unina í lok apríl. Maðurinn var annars vegar sakfelldur í júlí 2006 fyrir þátt- töku í stórfelldri líkamsárás, sem átti sér stað í nóvember 2000, þar sem skotvopn voru notuð og tveir menn skotnir, með þeim afleið- ingum að annar þeirra lést en hinn hlaut lífshættulega áverka. Hins vegar var hann sakfelldur í janúar 2010 fyrir þátttöku í skipulögðum brotasamtökum og viðskiptum með a.m.k. 4 kg af amfetamíni á árinu 2000. Þá hefur hann verið ákærður fyrir þátttöku í skipulögðum brotasamtökum, þátttöku í skot- bardaga, líkamsárásir, tilraun til ráns og ærumeiðingar í garð fangavarða. Framsal til Póllands staðfest í Hæstarétti Hæstiréttur Íslands. Tilboðsvörur á frábæru verði 70%afsláttur allt að af völdum vörum og sýningareintökum Borðstofustólar frá 7.900 kr Heilsukoddar 2.900 kr Borðstofuborð frá 40.000 Höfðagaflar frá 5.000 Sjónvarpsskápar frá 25.000 Rúm 153cm frá 157.000 Speglar frá 5.000 Fjarstýringavasar frá 2.500 Hægindastólar frá 99.000 Tungusófar frá 75.400 Hornsófar frá 139.900 Sófasett frá 99.900 AquaClean áklæði kynningarafslátturAquaClean áklæði er sérstaklegaauðvelt að hreinsa aðeins með vatni! H Ú S G Ö G N Hornsófar - Tungusófar - Sófasett Sófasett - Hornsófar - Tungusófar Tungusófar - Sófasett - Hornsófar Tungusófar - Sófasett - Hornsófar Verslun okkar er opin: Virka daga kl.9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað Patti verslun I Dugguvogi 2 I Sími: 557 9510 I vefsíða www.patti.is Nýtt Torino Mósel Milano Basel Paris

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.