Morgunblaðið - 07.05.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2013
MIKIÐ ÚRVAL
af garni, blöðum, prjónum,
tölum, og öðrum prjónavörum
Þönglabakka 4, sími: 571-2288, www.gauja.is
Nýjar
sendingar
frá Lang-
yarns og
Filcolana
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Norskir vísindamenn segja að sjór-
inn á norðurhjara súrni nú hratt
vegna losunar koldíoxíðs og áhrifin
gætu orðið mikil á viðkvæmt lífríki
svæðisins. Fram kemur í frétt AFP
að heimshöfin hafi súrnað um 30%
frá því að iðnbyltingin hófst í lok 18.
aldar, súrnunin sé meiri en verið hafi
í 55 milljón ár.
Þessar upplýsingar komu fram á
alþjóðafundi vísindamanna í Noregi.
Súrnunin getur ógnað ýmiss konar
lífi, þ. á m. kóröllum og ýmsum skel-
dýrum. Sumar tegundir gætu dáið
út, sumir stofnar nytjafiska gætu
orðið fyrir skakkaföllum en aðrir
dafnað. Ferðaþjónusta og lífsskil-
yrði inúíta á norðurhjara yrðu fyrir
áhrifum en tekið er fram að geysileg
óvissa ríki um það hverjar afleið-
ingar súrnunar geti orðið.
Íshafið er viðkvæmara en flest
önnur hafsvæði vegna þess að kald-
ur sjór tekur við meira koldíoxíði en
hlýr sjór. Einnig rennur mikið af
ferskvatni úr ám og bráðnandi ís í
sjóinn á norðurhjara en ferskvatn
dregur minna úr sýrustigslækkandi
áhrifum koldíoxíðs en salt vatn.
Richard Bellerby, norskur aðalhöf-
undur skýrslunnar um súrnunina,
segir að þótt hætt yrði núna að losa
koldíoxíð í andrúmsloftið myndi það
taka heimshöfin tugþúsundir ára að
ná aftur sama sýrustigi og þau voru
með fyrir iðnbyltinguna. Hafís þek-
ur nú mun minna af yfirborði sjávar
við norðurskautið en fyrir fáeinum
áratugum. „Hafísinn hefur verið lok
á heimskautssvæðinu og minnkandi
ís gerir hraðari upptöku CO2 mögu-
lega,“ segir Bellerby.
Sólbað Hafísinn hefur bráðnað
hratt á norðurhjara.
Sjórinn á norðurhjara
sagður súrna hratt
pH-stig lækkað um 0,02 á áratug við Ísland frá 1970
Súrnun við Ísland
» Sýrustig er mælt með pH-
kvarða, því lægra sem stigið er
þeim mun meiri er súrnunin.
Hún er mest á grunnsævi,
minni á miklu dýpi.
» Vísindamennirnir segja að
sýrustigið við Ísland og á Bar-
entshafi hafi að jafnaði lækkað
um 0,02 stig á áratug frá því
seint á sjöunda áratugnum.
Lögreglumenn í Dhaka í Bangladess notuðu kylfur,
táragas, hvellsprengjur og gúmmíkúlur gegn íslam-
istum úr samtökunum Hefazat-e Islam á sunnudag og
aðfaranótt mánudags en hinir síðarnefndu kröfðust
þess að sett yrðu hert lög gegn guðlasti og aðskilnaður
kynjanna yrði aukinn. Tugþúsundir manna tóku þátt í
aðgerðum íslamistanna og allt að 36 manns munu hafa
látið lífið. Kveikt var í verslunum og bílum. Svæði um-
hverfis stærstu mosku borgarinnar varð orrustuvöllur
þegar lögreglan brást við grjótkasti íslamistanna.
AFP
Mannskæðar óeirðir í Dhaka
Íslamistar í Bangladess heimta harðlínustefnu í trúmálum
Giulio Andreotti, fyrrverandi for-
sætisráðherra Ítalíu, er látinn í
Róm, 94 ára að aldri. Andreotti var
sjö sinnum forsætisráðherra á ár-
unum 1972-1992 en stjórnarskipti
voru þá afar tíð á Ítalíu. Hann var
um árabil leiðtogi Kristilegra
demókrata en flokkurinn hrundi
vegna spillingarmála.
Andreotti var kjörinn á þing árið
1945 og sat á þingi í rúm sextíu ár.
Hann þótti vera einstaklega fær í
að rata um myrkviði ítalskra stjórn-
mála en einnig
hefur honum
verið þakkað fyr-
ir þátt sinn í að
endurreisa efna-
hag landsins eft-
ir seinni heims-
styrjöld.
Andreotti var
sakaður um
tengsl við mafíuna en var sýknaður
af þeim ákærum 2003 og sat aldrei
inni. kjon@mbl.is
ÍTALÍA
Andreotti látinn í Rómaborg
Giulio Andreotti