Morgunblaðið - 07.05.2013, Qupperneq 22
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Það er mjög merkilegt aðhægt hafi verið að aldurs-greina svona gamlan at-burð þetta nákvæmlega
og hefur ekki áður verið gert á
þennan hátt hér á landi,“ segir
Ólafur Eggertsson, jarðfræðingur
hjá Skógrækt ríkisins. Hann vitnar
þar til niðurstaðna geislakolsmæl-
inga á árhringjum sneiða úr forn-
skóginum í Drumbabót í Fljótshlíð.
Þær sýna að skógurinn hafi
eyðst veturinn 822-23 og þar sé því
komin tímasetning á síðasta ham-
faragosi í Kötlu sem fór í vestur og
yfir Markarfljótsaura. Ólafur segir
að um sé að ræða nákvæmustu ald-
ursgreiningu með geislakolsaðferð
á einstökum atburði sem orðið hef-
ur á Íslandi. Í Drumbabót er að
finna einna best varðveittu
fornskóga landsins.
Árið 2004 voru gerðar aldurs-
greiningar á forntrjánum með
geislakolsgreiningu og niðurstöður
þeirra sýndu að skóginum var
grandað fyrir um 1.200 árum síðan
eða á árabilinu 755-830 e.Kr.
Nú í vetur voru gerðar mjög
nákvæmar geislakolsmælingar
(C-14) á einu fornbirkinu frá
Drumbabót og voru allir árhring-
irnir mældir í því sýni. Mæling-
arnar fóru fram við ETH Háskól-
ann í Zürich, einn virtasta há-
skólann í Evrópu. Niðurstöður
þeirra greininga sýndu að árhring-
urinn næst berki í fornbirkinu
myndaðist sumarið 822 e.Kr.
Breytingar á geislakoli
í andrúmsloftinu
Þessi nákvæma aldursgreining
byggir á því að árin 774 og 775
e.Kr. urðu mjög miklar breytingar
á geislakoli í andrúmslofti og er
þessi atburður „skráður“ í ár-
hringjum forntrjánna í Drumbabót.
Hlaupið sem grandaði skóginum á
Markarfljótsaurum átti sér því stað
veturinn 822-23 e.Kr., mjög líklega
vegna eldgoss í Kötlu, skrifar Ólaf-
ur á heimasíðu Skógræktarinnar.
Aðspurður segir Ólafur ekki
vitað hvers vegna breyting hafi
orðið á geislakoli í andrúmslofti um
774, en líklega tengist atburðurinn
hamförum í himingeimnum. Um
framhaldið segir hann að til séu
nokkur öskulög frá Kötlu frá
svipuðum tíma og vilji sé til að
finna í öskulögum það Kötlugos
sem olli síðasta hamfarahlaupinu í
vesturátt. Þetta gos hefur orðið um
hálfri öld fyrir landnám norrænna
manna og eðlilega eru engar sagnir
til um það.
Ólafur segir að rannsóknir sem
Skógurinn í Drumbabót
eyddist veturinn 822-23
Fornskógurinn í Fljótshlíð
Fyrir hlaup
Jökulhlaup
úr austri
Eftir hlaup
Í dag
Teikning: Ólafur Eggertsson
þessar séu mjög kostnaðarsamar
og tæpast viðráðanlegar fyrir Skóg-
ræktina. Svisslendingarnir hafi hins
vegar verið mjög áhugasamir um
verkefnið og staðið straum af
kostnaði. Þeir hafa birt veggspjald
með helstu niðurstöðum
rannsóknarinnar.
Ljósmynd/Hrafn Óskarsson
Svæðið sem kallað er Drumbabót
einkennist af miklum fjölda trjá-
drumba sem standa 20-60 senti-
metra upp úr sandi. Rannsóknir
hafa sýnt að hér er um birki að
ræða. Mælingar á árhringjabreidd
trjánna sýndu einnig að trén dráp-
ust samtímis, vegna þess að ár-
hringurinn næst berki myndaðist
sama árið í öllum trjánum.
Hlaupið sem grandaði fornskóg-
inum í Drumbabót var það síðasta
margra forsögulegra hlaupa sem
flætt hafa um Markarfljótsaura og
Landeyjar á nútíma (síðustu
10.000 árin). Greiningar Ólafs og
fleiri vísindamanna á setsýnum
benda til þess að hlaupið hafi
tengst gosi í Kötlu. Hinar for-
sögulegu skógarleifar í Drumbabót
gefa vísbendingar um hvernig
skógar voru til staðar hérlendis á
láglendi fyrir landnám.
Rannsókn á þvermáli og ár-
hringjum trjáleifa í Drumbabót
sýnir að þegar hlaupset lagðist yf-
ir svæðið var veðurfar svipað og
var á 4. áratug 20. aldar og trén
sambærileg við stærstu tré í
Bæjarstaðaskógi.
Nýverið voru sett upp skilti við
sex ferðamannastaði í Rangárþingi
eystra og er Drumbabót þar á
meðal.
Mikill fjöldi trjádrumba
VEÐURFAR SVIPAÐ OG Á FJÓRÐA ÁRATUG 20. ALDAR
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Glæsileg sýn-ing á bílumog tækjum
var haldin um
helgina undir yfir-
skriftinni Allt á
hjólum. Fjölmenni sótti sýn-
inguna enda landsmenn
áhugasamir um bíla og raunar
ýmis önnur farartæki á hjól-
um.
Hér á landi er bíllinn, sér í
lagi einkabíllinn, af ýmsum
ástæðum og að mestu leyti
tekinn við sem þarfasti þjónn-
inn og fæstir geta hugsað sér
án hans að vera. Veðurfarið
veldur því að flestir kjósa
þennan ferðamáta lungann úr
árinu og ýmsir þurfa vegna
fjölskyldustærðar, búsetu eða
af öðrum ástæðum að treysta á
tiltölulega stóra og öfluga bíla.
En hvernig viðhorfi ætli
þessi þarfi þjónn mæti hér á
landi um þessar mundir? Fá
mátti nokkra mynd af því í við-
tali við Özur Lárusson, fram-
kvæmdastjóra Bílgreina-
sambandsins, í viðskiptablaði
Morgunblaðsins á dögunum.
Þar kemur fram að um fjórar
krónur af hverjum tíu af verði
venjulegs fólksbíls fari beint
til ríkisins í formi virðis-
aukaskatts og vörugjalds og að
af verði hvers bensínlítra taki
ríkið til sín tæpan helming.
Skattar og gjöld
ríkisins af bílum
og bensíni eru því
verulega íþyngj-
andi fyrir almenn-
ing og draga ekki
aðeins úr möguleikum hans til
að endurnýja bílana og nýta þá
sem skyldi, heldur verða þessi
miklu útgjöld vegna bílsins
líka til þess að minnka lífsgæði
fólks á öðrum sviðum.
Bílar eru sá ferðamáti sem
almenningur hefur valið sér
umfram flesta aðra og fyrir
því eru skiljanlegar ástæður,
einkum hér á landi. Fram hjá
þessari staðreynd verður ekki
litið og þess vegna er eitt af
því sem þarf að lagfæra í
skattheimtu hér á landi að
færa niður skatta og gjöld á
bíla og tengdar vörur.
Þó að sumir tali niður bíla
og bílaeign þá verður ekki
framhjá því litið hvaða ferða-
máta flestir hafa valið og það
val verður að sjálfsögðu að
virða. Hlutverk ríkisins eða
annarra opinberra aðila er
ekki að ákveða hvernig fólk
ferðast. Miklu nær væri að hið
opinbera auðveldaði fólki að
velja það sem það vill. Þess
vegna ætti ekki að leggja lúx-
us- eða ofurskatta á bíla og
eldsneyti frekar en á aðrar
nauðsynjavörur.
Skattar á bíla og
eldsneyti þurfa að
vera hóflegir }
Þarfur þjónn
Það gleymiststundum að
Svíþjóð varð
skuldbundin til að
taka upp evru þeg-
ar landið gekk í
Evrópusambandið.
Önnur ríki, eins og
Danmörk og Bretland, fengu á
hinn bóginn undanþágu frá
þeirri kvöð.
Svíar, sem samþykktu aðild-
ina að ESB í þjóðaratkvæði,
þótt fylgið væri naumar
skammtað en búist hafði verið
við, höfðu áður lofað að sér-
staklega yrði greitt atkvæði
um evruna, þótt landið hefði
skuldbundið sig til að taka
myntina upp. Það var útskýrt
þannig að þá væri verið að
ákvarða tímasetningu upptök-
unnar, en ekki sjálfa grund-
vallarspurninguna. Hún væri
þegar afgreidd.
Sænska elítan var þess
raunar fullviss að þetta væri
klókindaleg aðferðafræði, því
sjálf sá hún evruna sem að-
alsmerki ESB-aðildar og fáir
yrðu til að hafna henni eftir að
landinu hefði verið komið inn í
sambandið. En þjóðarat-
kvæðagreiðslan um evruna fór
öðruvísi en leiðtogar and-
stæðra fylkinga í sænskum
stjórnmálum, kratar og íhalds-
menn, höfðu veðj-
að á. Báðar þessar
fylkingar, ásamt
„þekktum góð-
kunningjum,“ sam-
tökum atvinnulífs
og verkalýðshreyf-
ingar, fræða-
samfélagi og nær öllum fjöl-
miðlum studdu evruaðild.
Minnti það helst á hópinn í
kringum alla Icesave-samn-
ingana á Íslandi.
Tíminn fyrir kosninguna var
sérvalinn af sérfræðingum og
var miðað við að stuðningur
við evru hefði um langa hríð
verið allstöðugur í kringum
60% í birtum sem óbirtum
könnunum. En þessi samans-
úrraði og ósökkvanlegi sigur-
pakki dugði ekki til og aðild-
artillagan var felld af
meirihluta sænsku þjóðar-
innar. Þótt sænska ESB-elítan
hafi lítið af afhroðinu lært og
bíði enn færis með hugðarefni
sitt, er ekki líklegt að hún
leggi til atlögu í bráð.
Nú sýna sænskar kannanir
nefnilega að einungis 9% Svía
vilja taka upp evru og er sá
stuðningur jafnvel minni en
fylgi einsmálsflokksins Ís-
lenska, Samfylkingarinnar, er
orðið eftir hennar síðasta af-
hroð.
Formaður Samfylk-
ingarinnar reið ekki
feitum hesti frá
árásum sínum á
þjóðarmyntina}
Svíar sveia evrunni
Í
vikunni sem leið gerðist sá hörmulegi
atburður í Bangladess að verk-
smiðjubyggingin Rana Plaza, í út-
hverfi höfuðborgarinnar Dhaka,
hrundi til grunna með þeim afleið-
ingum að minnst 600 manns týndu lífi og
margra er enn saknað. Í nóvemberlok á síð-
asta ári kom upp eldur í svipuðu húsnæði í
sömu borg. Í það skipti fórust 110 manns.
Hinir látnu áttu það sameiginlegt að hafa unn-
ið við saumastörf í þágu erlendra stórfyrir-
tækja sem leita í ódýrt vinnuafl til að lág-
marka kostnaðinn við framleiðsluna. Frá
ísköldu viðskiptalegu sjónarmiði má skilja að-
ferðafræðina – lágmörkun kostnaðar, há-
mörkun afkasta, allt fyrir góðan rekstrar-
reikning. En þegar mannlegi þátturinn er
tekinn með í reikninginn má spyrja sig hve-
nær nóg sé komið. Alkunna er að vinnuaðstaðan í sam-
bærilegum saumafabrikkum er langt í frá boðleg auk
þess sem kjörin eru smánarleg; þegar ekkert annað er í
boði er engu að síður hægt að láta örvæntingarfullt fólk
sætta sig við ótrúlegustu hluti. Jafnvel viðvarandi lífs-
háska. Lægri kostnaður tryggir jú lægra söluverð.
Fyrir um ári átti undirritaður viðtal við Elínrós Lín-
dal, en fatamerki hennar, ELLA, starfar undir for-
merkjum „slow fashion“-stefnunnar svokölluðu. Þar var
stefnunni lýst sem svo: „Þá er átt við að hvergi er gefinn
afsláttur af gæðum í framleiðsluferlinu, birgjar eru
vandlega valdir með tilliti til vinnuaðstöðu starfsfólks og
lagt er upp með að búa til gæðavöru sem end-
ist og gleður eigandann um langa hríð.“ Þetta
er virðingarverð afstaða að taka í rekstri
fataframleiðslu, og við bætist að þegar um
gæðafatnað er að ræða þá fylgir flíkin eigand-
anum og gleður hann um langt árabil. Hvers
vegna skyldu flíkur ekki duga lengur en sem
nemur einni árstíð?
Sá sem þetta ritar hefur keypt sitthvað
fatakyns um dagana og veit sem er að það er
margfalt skemmtilegra að fjárfesta í vand-
aðri flík, eða skóm, og sjá hlutinn endast og
endast og verða flottari eftir því sem árin líða.
Hversu galið er að fólk kaupi, noti og fleygi
að því loknu? Einnota tíska er ömurlegt fyrir-
bæri og færi vel á því að fataframleiðendur
tækju sér fyrri tíma háttu til fyrirmyndar,
þegar hlutir voru gerðir til að endast. Þegar
upp er staðið er það margfalt gæfulegra fyrirkomulag,
fyrir framleiðendur sem selja vöru með margfalt meiri
framlegð, fyrir neytendur sem eiga fallegri og vandaðri
flíkur og ekki síst vinnuaflið sem býr til fötin, sem von-
andi þarf þá ekki að leggja líf og limi undir til að búa til
tískufatnað á lágmarksverði.
Því jafnvel þótt þú teljir þig gera kjarakaup er ekki
víst að allir hlutaðeigendur séu svo heppnir; má minnast
hinna fleygu orða „There is no such thing as a free
lunch“ í því sambandi. Sé díllinn of góður til að geta stað-
ist er það líkast til einmitt málið. Ef þú borgar ekki gerir
einhver annar það. jonagnar@mbl.is
Jón Agnar
Ólason
Pistill
Ódýr tíska kostar líka
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon