Morgunblaðið - 07.05.2013, Síða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2013
Sumar í lofti Í gær var hlýtt í veðri og borgarbúar létu það ekki fram hjá sér fara og viðruðu sig og fóru í göngutúra. Þessar stúlkur í Vesturbænum voru heldur betur kátar með hjólin sín.
Golli
Í kjölfar kosning-
anna 2009 braust út
umræða um hvort ekki
væri hægt að koma á
neyðarstjórn. Ef kjós-
endur hefðu á þeim
tíma átt þess kost að
kjósa yfir sig neyð-
arstjórn, mannaða fag-
mönnum í stað gömlu
flokkanna, þá er líklegt
að sá valkostur hefði
hlotið verulegt fylgi,
enda var ákallið þá um
endurnýjun og breytingar svipað og
nú.
Fráfarandi ríkistjórn gerði til-
raun til þess að endurnýja stjórn-
arskrána í heild sinni á síðasta kjör-
tímabili eins og frægt er orðið. Í ljós
kom að Alþingi réð ekki við verk-
efnið og gerir það að öllum líkindum
ekkert frekar á því næsta. Umbætur
á stjórnarskránni eru góðra gjalda
verðar, en ef ná á fram umbótum á
stjórnkerfinu þarf e.t.v. að byrja á
því að breyta því hvernig fólk er val-
ið til að stjórna landinu. Kosning-
arnar 2013 sýna að það kosn-
ingakerfi sem við búum við er úrelt
og óskilvirkt, enda einkennast kosn-
ingarnar nú af glundroða með 11 til
14 framboð í hverju kjördæmi, með
þeim afleiðingum að kjósandinn er
ráðvilltur og fyrirsjáanlegt að
ógrynni atkvæða fellur dautt og
ómerkt.
Eitt stærsta vandamálið við nú-
verandi flokkakerfi er að kjósandinn
veit í raun ekkert hvað hann er að
kjósa yfir sig, hann kýs einhvern
flokk og vonast síðan til að sá flokk-
ur komist að og þar með eitthvað af
þeim málefnum sem hann stendur
fyrir. Í ofanálag lýsa forystumenn
flokkanna því iðulega yfir að þeir
gangi óbundnir til kosninga og hafa
þannig frjálsar hendur til þess að
gera nokkurn veginn það sem þeim
sýnist að kosningum loknum í nafni
málamiðlana við samstarfsflokkana.
Eftir kosningar eru línurnar síðan
lagðar fyrir þjóðina næstu 4 árin í
stjórnarmyndunarviðræðum sem
eru háðar undir verulegri tíma-
pressu og þar reynt að
berja saman stefnu, oft
úr ósamstæðum mark-
miðum. Niðurstaða
kosninganna er þannig
óskrifað blað og ljóst
að kjósandinn ræður
litlu sem engu um út-
komuna. Þessu þarf að
breyta.
Reglulega heyrist í
umræðunni að breyta
þurfi fyrirkomulagi
kosninga og taka upp
persónukjör. En hvað
svo? Hér vantar til-
finnanlega eitthvert
nýtt kerfi sem gerir persónukjör
eitthvað annað og meira en val á
óbreyttum þingmönnum. Ef ráða á
bót á núverandi kosningakerfi þá
þarf kjósandinn að vita fyrirfram
hvað hann er að kjósa yfir sig, öfugt
við það sem hann gerir í dag.
Nýtt kosningakerfi
Ef pólitíkin á að endurheimta
traust almennings að nýju þá gerir
hún það helst með því að gefa kjós-
andanum kost á að hafa bein áhrif á
endanlega útkomu kosninga. En
hvernig ? Jú, einfaldlega með því að
láta kjósandann velja á milli fyr-
irfram ákveðinna ríkisstjórna A og
B, sem hver hefur fyrirfram mótaða
stefnu. Myndun þessara tveggja rík-
isstjórna gæti hafist með persónu-
kjöri í forkosningum þar sem kosið
yrði um þrjú valdamestu embættin
innan hverrar ríkisstjórnar, þ.e. for-
sætisráðherra, fjármálaráðherra og
utanríkisráðherra. Niðurstaðan úr
forkosningunum yrði sem sagt rík-
isstjórn A samsett af þeim per-
sónum sem hlutu flest atkvæði í stól
forsætis-, fjármála- og utanrík-
isráðherra og B þeim persónum sem
hlutu næstflest atkvæði. Þessir þrír
ráðherrar innan hverrar rík-
isstjórnar A og B fá síðan 3 mánuði
til þess að velja sér meðstjórnendur
og mynda tvær ríkistjórnir sem
yrðu boðnar fram, hvor með fyr-
irfram mótaða sjálfstæða stefnu.
Hin hefðbundna kosningabarátta
tekur síðan við í aðra 3 mánuði, þar
sem meðlimir ríkisstjórna A og B
kynna stefnumál sín samhliða hefð-
bundnu framboði stjórnmálaflokka
til Alþingis. Með þessu nýja kerfi
myndi kjósandinn m.ö.o. kjósa yfir
sig ríkisstjórn A eða B samhliða
kosningu stjórnmálaflokka sam-
kvæmt núverandi kerfi og þar með
menn inn á þing. Slíkt kosningakerfi
setur fókusinn a.m.k. að hálfu leyti á
menn og málefni í stað flokka, nokk-
uð sem er í mikilli eftirspurn hjá
kjósendum og nokkuð sem stjórn-
málamenn hljóta að bregðast við í
heilbrigðu samfélagi. Einnig mætti
hefja upp virðingu Alþingis og ná
meira valdajafnvægi á milli fram-
kvæmda- og löggjafarvalds með því
að skilja meðlimi ríkisstjórnarinnar
frá Alþingi, þannig að meðlimir
hennar sitja ekki lengur á þingi
heldur þurfa þeir að biðla til Alþing-
is um setningu nýrra laga í stað þess
að valta yfir það. Jafnframt væri
hægt að fækka þingmönnum um 30-
40%, eða a.m.k. um jafn marga þing-
menn og sitja í ríkisstjórn, enda er
verkefni stjórnarmeðlima að stjórna
landinu.
Í stað núverandi kosningakerfis
þar sem kjósendur kjósa yfir sig
marga flokka, sem hafa oftar en
ekki illa samræmanlegar stefnur,
sbr. síðasta kjörtímabil, þá velja
kjósendur í hinu nýja kosningakerfi,
í fyrsta lagi ráðherra í valdamestu
embætti ríkisstjórnarinnar og í öðru
lagi kjósa þeir yfir sig ríkisstjórn
með fyrirfram ákveðna og heilstæða
stefnu. Kjósandinn veit þannig ná-
kvæmlega að hverju hann gengur og
út frá hverju hann á að dæma verk
viðkomandi ríkisstjórnar að kjör-
tímabili loknu. Gegnsæi hins nýja
kosningakerfis mun ekki einungis
hjálpa til við að byggja upp traust á
stjórnvöldum að nýju, heldur hefur
það yfirburði á mælikvarða lýðræð-
is.
Eftir Guðlaug Ö.
Þorsteinsson » Gegnsæi hins nýja
kosningakerfis gæti
einnig hjálpað til við að
byggja upp traust á
stjórnvöldum að nýju.
Guðlaugur Ö.
Þorsteinsson
Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Nýtt kosningakerfi –
Nýtt lýðræði
Dagur B. Eggerts-
son fór líklega nálægt
því að slá Íslandsmet í
því að svíkja sam-
komulag á fimmtudag-
inn því þá náði formað-
ur borgarráðs ekki
einu sinni að standa við
samkomulag í hálfan
dag. Og það fyndna,
eða sorglega eftir því
hvernig maður lítur á
málin, er að sam-
komulagið varðaði málsmeðferð
borgarfulltrúa á skýrslu sem kom út
þann sama dag sem fjallaði einmitt
um bætt vinnubrögð í stjórnsýslu
borgarinnar.
Málavextir eru þeir að borgar-
fulltrúar fengu í borgarráði á
fimmtudaginn afhenta téða skýrslu
sem fjallaði um stjórnkerfi og
stjórnsýslu Reykjavíkurborgar.
Nefndin sem stóð að skýrslunni
kynnti niðurstöður sínar seinna um
daginn en þar sem borgarfulltrúar
höfðu ekki haft kost á að lesa þessa
240 blaðsíðna skýrslu, sammæltust
þeir allir um að tjá sig ekki um hana
að svo stöddu. Fyrst þyrfti, jú, að
lesa skýrsluna yfir og fjalla nánar
um hana með bæði úttektarnefnd-
inni og svo í borgarstjórn. Allir í
borgarráði voru sammála um að
forðast bæri stríðsfyrirsagnir eða
áherslu á eitt mál umfram annað.
Það væri lykilatriði til að koma
breytingum og umbótum í jákvæðan
og uppbyggilegan farveg, svipað og
nefndin lagði til í skýrslunni.
Degi B. Eggertssyni tókst ekki
betur en svo að standa við gert sam-
komulag að strax morguninn eftir
birtist viðtal við hann um málið á
forsíðu Fréttablaðsins. Umfjöllunin
þar var í æsifréttastíl um afmarkað
mál sem meirihlutinn taldi henta
sér. Samkomulagið sem allir stóðu
að, um að gefa sér tíma í að lesa
skýrsluna og fjalla faglega um hana,
varði því aðeins í nokkrar klukku-
stundir hjá meirihlutanum.
Í skýrslu nefndarinnar eru yfir
hundrað ábendingar um umbætur í
stjórnsýslu borgarinnar. Meðal ann-
ars segir að á skorti „að borgarráð
fylgi með skipulegum hætti eftir
málum sem vísað hefur verið til fag-
ráða, annarra nefnda,
verkefnisbundinna
stýrihópa eða starfs-
manna“. Þar segir
einnig að „lítið virðist
fara fyrir umræðum
um eiginlega stefnu-
mótun í borgarstjórn“
og „þyrfti að tryggja
meiri og beinni aðkomu
allra kjörinna fulltrúa
að stefnumótum í mik-
ilvægum málaflokk-
um“. Að auki kemur
fram að „mörg þeirra
mála sem eru til umræðu í borg-
arstjórn einkennast af pólitískum
átökum og ágreiningi um einstök
mál og mun minna virðist lagt upp
úr því að verja tíma í að ræða um
mál sem samstaða hefur náðst um á
undirbúningsstigi“.
Ekki skal lagt mat á það hér hvort
það hefði hjálpað Degi B. að lesa
fyrst skýrsluna áður en hann tjáði
sig um hana. Hugsanlega hefði lest-
ur hennar beint honum á þá braut að
bætt vinnubrögð fælust meðal ann-
ars í því að virða gerð samkomulög.
Viðtalið við Dag staðfesti hins vegar
klárlega að meirihlutanum í Reykja-
vík er ekki alvara þegar ræður eru
haldnar um nýja eða breytta stjórn-
arhætti í Reykjavíkurborg.
Við fyrsta mögulega tækifæri til
umbóta eru samkomulög brotin og
átakamál valið sem aðalatriði því það
hentaði formanni borgarráðs í póli-
tískum tilgangi. Besti flokkurinn og
Samfylkingin keyra þannig áfram í
gamalli pólitík með hefðbundnum og
þrautleiðinlegum pólitískum út-
spilum. Hjá Besta flokknum og
Samfylkingunni er nefnilega ekkert
nýtt eða ferskt. Ekkert samráð um
breytingar, lítið sem ekkert sam-
starf við minnihluta og ábendingar
um umbætur virtar að vettugi fyrir
ímyndaðan skammtímaávinning.
Eftir Þorbjörgu
Helgu Vigfúsdóttur
»Ekki skal lagt mat á
það hér hvort það
hefði hjálpað Degi B. að
lesa fyrst skýrsluna áð-
ur en hann tjáði sig um
hana.
Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi.
Hraðamet í svikum?