Morgunblaðið - 07.05.2013, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.05.2013, Qupperneq 24
24 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2013 KORTIÐ GILDIRTIL 31. maí 2013 – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR MOGGAKLÚBBURINN FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1100 Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. Verkið ÓTTA eftir Ásgeir Helga Magnússon, Hjördísi Lilju Örnólfsdóttur og Unni Elísabetu Gunnarsdóttur er einnig hluti af kvöldinu en verkið er kraftmikið og hrífandi. www.id.is MOGGAKLÚBBURINN TILBOÐ Á SÝNINGAR ÍSLENSKA DANSFLOKKSINS ÁWALKINGMAD EFTIR JOHAN INGER Í BORGARLEIKHÚSINU Gildir á sýningar út maí gegn framvísun Moggaklúbbs- kortsins í miðasölu Borgarleikhússins. Miðasala í síma 568 8000 fyrir áskrifendur. OOOO OOOO Almennt verð: 3.900 kr. Moggaklúbbsverð: 2.500 kr. „...eitt af þessum verkum sem færa áhorfandann fram á sætis- brúnina í hlátri og gráti og skilur hugann eftir á fleygiferð.“ VIÐSKIPTABLAÐIÐ „Falleg og skemmtileg sýning.“ FRÉTTABLAÐIÐ Við verðum öll að vera álitin jöfn gagnvart lögunum; „réttlæti“ verð- ur að vera við lýði, fyrst „jafnrétti“ fyrirfinnst hvergi. Fólk var þó „jafnt“ við fæðingu, allt jafn illa statt, annað mál með erfðirnar og uppeldið – sem hvarvetna virðist hafa misfarist meira eða minna, miðað við „aldamótakynslóðina“ (1900) sem blessunarlega blés þó afkvæmunum sínum bjartsýnis- anda í brjóst, þrátt fyrir allt harð- ræðið. Unga fólkið í dag viðhefur ekki sömu kurteisissiðina og manni voru kenndir í æsku af afkomendum téðrar kynslóðar, enda allt orðið gjörbreytt. Eiginlega ber okkur gamlingj- unum að vorkenna krakkagreyj- unum nútildags – þroskastandi allt- of snemma, með yfirgengilegt óhóf upplýsinga tiltækt á alnetinu – þar sem allskyns óeðli veður uppi. „Dauðasyndirnar sjö“, segja sumir. „Öfund“ er ein þeirra, man ég rétt og „rógburður“ ætti vita- skuld einnig að vera á þeim lista – en fyrirbærin bæði knýja suma vesalinga til að ausa úr skálum reiði sinnar á blogginu og víðar. „Ekki klúka yfir lyklaborði þínu eða snjallsíma og pikka inn allt sem kemur upp í hugann þá og þá stundina“, kvað spakvitur maður eitt sinn í leigubílnum. „Hyggilegra er að handskrifa fyrst það sem þér dettur í hug – og sofa svo á því, svona einn eða tvo sólarhringa, jafnvel lengur – og hika svo ekki við að strika yfir allt sem gæti sært einhvern að óþörfu. Gaman líka að sjá hvað setningar geta breyst mikið, ef skipt er um orð, eða þeim skotið inn til áherslu- breytingar eða skýringar.“ Tölvan – og þá ekki hvað síst hið hrikalega öfluga tölvukerfi Morg- unblaðsins – er til að hreinrita, eða í rauninni „að setja“ það sem á að vera búið að prófarkalesa áður. Eigum við ekki öll að vera ábyrg fyrir því sem við sendum inn á al- netið? Og eiga ekki að gilda um það sömu reglur og ríkja varðandi prentaða fjölmiðla? PÁLL PÁLMAR DANÍELSSON, leigubílstjóri. Réttlæti verður ævinlega að ríkja Frá Páli Pálmari Daníelssyni Nú liggur fyrir að 51% þeirra sem kusu til Alþings hefur verð- launað þá tvo flokka sem hvað mest þvæld- ust fyrir lýðræð- isumbótum á nýliðnu þingi í kjölfar hruns- ins. Þessir sömu flokk- ar voru trúir sínum í hagsmunagæslunni og stóðu leynt og ljóst gegn nýjum auðlinda- ákvæðum í stjórnarskrárdrögum. Á móti var stjórnarflokkunum refsað harðlega fyrir að hafa ekki haft ráðrúm til að fara út í öll horn til að þrífa upp ósómann. Þetta var harðari refsing en þeir áttu skilið því margt var mjög vel gert við erfiðar aðstæður. Þanþol kjósenda sem vildu nýja von var hins vegar á þrotum. Við þessi umskipti hræðist ég mest að sá árangur og sú viðhorfs- breyting sem hefur orðið í umhverf- ismálum verði að engu höfð, nú verði gengið til verka líkt og fyrir hrun og að hernaður gegn landinu nái nýjum hæðum. Stóriðjublindan er ekki læknuð. Þegar haft er í huga að kosning- arnar snérust mikið um skuldavanda og afkomu heimila er sárt til þess að hugsa að því fólki sem hefur staðið í eldlínunni fyrir Hagsmunasamtök heimilana og stofnaði sérstakan flokk til að koma þeim málum til betri vegar hafi ekki tekist að koma fulltrúum á þing. Útfærslur þeirra í þessum málaflokki og stefnuskrá að öðru leyti var vandlega unnið. Ég átta mig hins vegar ekki alveg á því hvað vakti fyrir öðrum nýjum fram- boðum sem komu í kjöl- farið með svipaðar áherslur. Hvað um það, víða er gott fólk og at- kvæði greidd þeim sem ekki náðu þingsætum eru ekki dauð. Þetta voru skoðanir 21.522 kjósenda. Fólkið sem meinti eitthvað með þessu brölti, bæði kjós- endur og frambjóð- endur, er ekki dautt heldur og mun vænt- anlega berjast áfram. Samt von Það vill nú svo skemmtilega til að gott fólk er að finna í öllum flokkum og í röðum kjósenda. Í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum er meira að segja til fólk sem aðhyllist nátt- úruvernd og skynsamlega nýtingu auðlinda með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Þá liggur fyrir, sam- kvæmt nýlegum könnunum, að mik- ill meirihluti þjóðarinnar er mótfall- inn frekari uppbyggingu stóriðju. Hættan liggur hins vegar í því að einstök byggðarlög sjái sér hag í slíkum framkvæmdum og að at- kvæðaveiðar hefjist. Ef þessir flokk- ar voga sér að standa fyrir fram- kæmdum sem hafa í för með sér stórfelld óafturkræf náttúruspjöll verður allt brjálað. Ég tel að slík áform verði með einhverjum hætti brotin á bak aftur. Skilningur á verð- mætum náttúrunnar er orðinn slík- ur. Vonbrigði Eftir Snorra Sigurjónsson Snorri Sigurjónsson » Stóriðjublindan er ekki læknuð. Höfundur er lögreglufulltrúi. Tíðar lokanir á Fjarðarheiði sem hafa hvað eftir annað komist í fréttirnar vekja spurningar um hvort heppilegra sé fyrir þingmenn Norðausturkjör- dæmis að leggja meiri áherslu á und- irbúningsrannsóknir á jarðgangagerð milli Egilsstaða og Seyð- isfjarðar en að halda uppi tilefn- islausum árásum á samgöngumál Húnvetninga og Skagfirðinga með þingsályktunartillögunni um að leiða alla umferðina á hring- veginum fram hjá Blönduósi og Varmahlíð. Með ferjunni hafa fiskflutningarnir frá Seyðisfirði til nágrannalandanna aukist svo mikið að vegurinn á Fjarðarheiði þolir ekki þungaflutningana sem eru alltof miklir. Á heiðinni upp- fyllir vegurinn sem er í 640 m hæð ekki hertar öryggiskröfur. Fyrir Seyðfirðinga sem fá vinnu í álveri Alcoa er mikið öruggara að flytja lögheimili sitt til Reyð- arfjarðar vegna fárviðris á Fjarð- arheiði og Fagradal. Vitað er að sú fjárfesting sem lögð verður í göng hér eystra og víðar skilar sér mikið betur til þjóðarbúsins. Annars heldur dæmið áfram og stoppar hvergi ef oddvitar fortíð- arinnar vilja frekar setja traust sitt á samfelldan snjómokstur sem hleypir kostnaðinum upp. Of lengi hafa þingmenn Norðaust- urkjördæmis gert allt til að af- skræma allar staðreyndir um slæmt ástand í sam- göngumálum Seyð- firðinga undir því yfirskini að núver- andi vegur á Fjarð- arheiði lokist aðeins í 2 klukkutíma á ári. Fyrir kjördæma- breytinguna sem engu skilaði reyndu fyrrverandi þing- menn Norðurlands eystra og vestra allt til að afskræma allar staðreyndir um slæmt ástand í sam- göngumálum Austurlands þegar afgerandi meirihluti á Alþingi samþykkti tillögu Arnbjargar Sveindóttur í febrúar 1999 um að næstu jarðgöng yrðu milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðs- fjarðar. Í tíð ríkisstjórnar Jó- hönnu Sigurðardóttur þáverandi forsætisráðherra hefðu fyrrver- andi þingmenn Norðaust- urkjördæmis átt að svara því hvort skárri kosturinn hefði ver- ið að flýta undirbúningsrann- sóknum á jarðgangagerð inn í Mjóafjörð, undir Fjarðarheiði, Gagnheiði eða sjá Seyðfirðinga missa ferjuna um ókomin ár. Til þess mátti Kristján Lárus þá- verandi samgönguráðherra ekki hugsa. Sjálfur taldi ráðherrann heppilegra að frelsa Seyðfirð- inga úr vítahring náttúruaflanna með veggöngum undir Fjarð- arheiði. Enn situr viðkomu- staður Norrænu fastur í þessum vítahring á meðan Steingrímur J berst fyrir því að vegtollur á hvert ökutæki fjármagni svika- myllu Vaðlaheiðarganga án sýni- legs árangurs. Tilgangurinn með því er að afskrifa brýnustu sam- göngurnar á Vestfjörðum, Mið- Austurlandi og í Suðurkjördæmi án þess að ráðherrann úr Þist- ilfirði þurfi að taka ábyrgð á mistökum sínum. Með hnútu- köstum og útúrsnúningi svara þingmenn fyrrverandi stjórn- arflokka alltaf þegar þeir eru spurðir að því hvers vegna Seyð- firðingar voru sviptir allri lög- gæslu af minnsta tilefni. Brott- hvarf löggæslunnar frá viðkomustað Norrænu sem starfandi lögreglumenn á Egils- stöðum gátu ákveðið þegar þeim hentaði að Seyðfirðingum for- spurðum er til háborinnar skammar. Með því að reka hornin í samgöngumál Seyðisfjarðar verður enn auðveldara fyrir drukkna ökumenn að fara eft- irlitslaust út í umferðina án þess að þeir þurfi að taka út refsingu sína. Brottflutning löggæslunnar upp í Egilsstaði hefði vel mátt stöðva ef fyrrverandi bæj- arstjórnir Seyðisfjarðar og allir þingmenn Norðausturkjördæmis hefðu strax risið upp og sett hnefann í borðið með þeim skila- boðum: hingað og ekki lengra. Ekki vantaði skeytingarleysið þegar þessir sömu landsbyggð- arþingmenn voru spurðir að því hvort sýslumannsembætti Norð- ur-Múlasýslu væri á villigötum og hefði talið ódýrara að þegja yfir þessu svikabrigsli gagnvart Seyðfirðingum sem hafa verið einangraðir vikum saman og geta ekki af þessum sökum treyst á innanlandsflugið. Ríkisstjórn Jó- hönnu Sigurðardóttur fyrrver- andi forsætisráðherra sem á mörgum spurningum ósvarað við- urkenndi í viðtölum að brýnt væri að ráðast í jarðgöng á Vest- fjörðum og Mið-Austurlandi áður en tími Vaðlaheiðarganga kæmi. Verra er að fráfarandi ríkisstjórn skyldi berjast gegn tillögu Arn- bjargar Sveinsdóttur til að votta Seyðfirðingum sína dýpstu fyr- irlitningu eftir að Alþingi sam- þykkti fyrirhuguð Norðfjarð- argöng 2009. Setjum göng til Seyðisfjarðar strax inn á teikni- borðið. Frelsum Seyðfirðinga úr vítahring náttúruaflanna. Sam- göngumál Seyðisfjarðar eiga að hafa forgang á undan Vaðlaheið- argöngum. Seyðfirðingar einangraðir Eftir Guðmund Karl Jónsson » Vitað er að sú fjár- festing sem lögð verður í göng hér eystra og víðar skilar sér mikið betur til þjóðarbúsins. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.