Morgunblaðið - 07.05.2013, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2013
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Spot er haldin árlega og helguð nor-
rænni tónlist annarri fremur, eink-
um danskri. Danska rokksambandið,
ROSA, sér um skipulag hátíðarinnar
og býður upp á það nýjasta og fersk-
asta í poppi, rokki og öllu þar á milli
og hlaupa þeir listamenn sem troða
upp á hátíðinni á hundruðum. Nýtt
og ferskt á kannski ekki við í öllum
tilfellum, sumar hljómsveitanna
orðnar þekktar í Danmörku og víð-
ar, aðrar lítt þekktar og ala með sér
drauma um frægð og frama. Og
hvernig skyldi svo danska tónlist-
arsenan vera í dag? Alveg spriklandi
hress og fjölbreytnin mikil, ef marka
má þær hljómsveitir sem blaðamað-
ur sá á sviði þá tvo daga sem hann
sótti hátíðina, 3. og 4. maí sl., og af
samtölum við tónlistarmenn og
blaðamenn á staðnum.
Markmið Spot er að verða ein öfl-
ugasta tónlistarhátíð Norðurlanda
hvað varðar kynningu á tónlist frá
þeim löndum. Hvort hún hefur náð
því markmiði er annarra en blaða-
manns að dæma um en miðað við
tónlistarframboðið er það ekki ólík-
legt. By:Larm í Noregi er þó líklega
drottning slíkra hátíða eins og stað-
an er í dag og Spot er ekki orðin
jafnþekkt norrænum hátíðum á borð
við hana og Hróarskelduhátíðina,
þótt hana sæki hátt í 4.000 manns.
Hátíðin fór fram í miðbæ Árósa og
tónleikastaðirnir spölkorn hver frá
öðrum þannig að auðvelt var að fara
á milli. Það er lykilatriði á hátíð sem
þessari því dagskráin er þétt, hverjir
tónleikar aðeins um hálftími að
lengd og maður þarf að vera snögg-
ur ef maður vill ná þeim næstu ef
þeir eru í annarri byggingu. Borgin
er falleg, þægilega lítil og iðandi af
lífi. Þá er hátíðin haldin í sumar-
byrjun og líkur á góðu veðri því
býsna góðar. Á Spot eru engin risa-
nöfn í bransanum að troða upp held-
ur hljómsveitir og tónlistarmenn
sem maður kannast í flestum til-
fellum ekkert við (í það minnsta sá
sem hér skrifar) og það býður upp á
skemmtilegt lotterí. Eða eins og tón-
listarblaðamaður Daily Telegraph,
Neil McCormick, tísti að loknum
morgunverði á laugardegi: „Annar
spennandi dagur með hljómsveitum
sem ég hef aldrei heyrt minnst á sem
heita nöfnum sem ég get ekki borið
fram.“ En hið góða er að ef tónleik-
arnir ná ekki áhuga manns fer mað-
ur bara á aðra.
Það reyndist blaðamanni snúið að
sníða sér dagskrá úr þeim hafsjó
tónleika sem voru í boði. Dagskrá
var sniðin með því að nota ágætt
„app“ hátíðarinnar en þegar á hólm-
inn var komið tók hún að riðlast, eins
og við var að búast. Sumir tónleikar
héldu manni föngnum til enda og
þegar á næsta stað var komið var
þeim tónleikum um það bil að ljúka.
Og allar virkuðu sveitirnar áhuga-
verðar þegar rennt var yfir lýsingar
á þeim í tímariti Spot. Blaðamanni
tókst að sjá tuttugu hljómsveitir á
tveimur kvöldum, flestar danskar,
og þótti bara nokkuð gott í ljósi þess
að hann var að sækja hátíðina í
fyrsta sinn.
Föstudagur
Föstudagskvöldið hófst með tón-
leikum Falluluh hinnar dönsku sem
leikur tilraunkennt popp. Blaðamað-
ur rétt náði í endann á þeim tón-
leikum og var Fallulah þá í bana-
stuði, lífleg á sviði, með sterka rödd
og spilamennskan þétt. Næst var
haldið á tónleika hljómsveitarinnar
Noah sem lék væmið popp með nef-
mæltum söngvara. Noah ku vera
vinsæl í Danmörku en náði engan
veginn að heilla blaðamann sem fór
út eftir eitt og hálft lag og hélt á tón-
leika Bloodgroup sem lék í litlum og
hráum sal, Atlas, og stóð sig vel þótt
hljóðið hefði mátt vera betra.
Drungaleg tónlistin af nýjustu plötu
sveitarinnar, Tracing Echoes, virtist
leggjast vel í viðstadda og Blood-
group var í góðu formi. Í næsta sal,
Vauxhall, tók hljómsveitin Dad
Rocks! við en stofnandi hennar og
forsprakki er hinn íslenski Snævar
Njáll Albertsson. Dad Rocks! leikur
þjóðlagaskotið popp, gróft skilgreint
(minnir á Benna Hemm Hemm) og
voru liðsmenn margir á sviði, nóg af
blásurum og allir í góðum fíling, sér-
staklega Snævar sem náði vel til
áheyrenda og sló á létta strengi.
Næsti viðkomustaður var tón-
leikasalur Scandinavian Congress
Center og tróð þar upp Lulu Rouge,
dönsk döbb-elektrósveit sem tveir
menn um fertugt skipa, þeir T.O.M.
og Buda. Ef líkja ætti tónlistinni við
eitthvað sem Íslendingar þekkja
væri það helst GusGus. Gestasöngv-
arar lögðu Lulu Rouge lið, hver öðr-
um betri, sem og hljómsveit og voru
tónleikarnir mikil upplifun, skreyttir
með dulúðugri tölvugrafík sem varp-
að var á tjald. Frábærir tónleikar og
bassinn svo magnaður að maður
fann fyrir honum í hverju líkams-
hári. Í sama húsi tók svo við hin
danska MÖ sem mun vera vinsæl í
heimalandinu og hefur m.a. verið
hampað í Pitchfork og The Guardi-
an. Sálar-elektró-indí-popp með
meiru þar á ferð, fagmannlega spilað
og sungið en einhvern veginn vant-
aði eitthvað í tónlistina til að lyfta
henni yfir hið kunnuglega, gera hana
að einhverju leyti sérstaka.
Annað var upp á teningnum hjá
næstu hljómsveit, When Saints Go
Machine, einni þeirra sem búnar eru
að meika það og var m.a. fyrst á Or-
ange-svið Hróarskelduhátíðarinnar
fyrir þremur árum og hefur leikið á
Sónar á Spáni og The Great Escape í
Bretlandi. When Saints … er ein
vinsælasta hljómsveit Danmerkur
nú um stundir og það sást greinilega
á viðtökum tónleikagesta sem kunnu
hvert lag og tóku vel undir. Hljóm-
sveitin lék rafskotið popp, kraftmik-
ið og taktfast, og sérstakur víbrandi
söngstíll söngvarans gerir mikið fyr-
ir tónlistina. Einn af hápunktum há-
tíðarinnar, þ.e. af þeim tónleikum
sem blaðamaður sótti. Föstudags-
kvöldinu lauk svo með rokkstelp-
unum grjóthörðu í Nelson Can, tríói
sem leikur hrátt og einfalt rokk.
Trommur, bassi og söngur. Gríð-
arlega svalar stelpur frá Jótlandi.
Laugardagur
Tónleikarúntur laugardagsins
hófst með látum í anddyri tónlistar-
húss Árósa, dönsku svartmálms-
sveitinni By the Patient. Kapparnir
voru sumarlegir á sviðinu, flestir í
stuttbuxum og hlýrabolum, enda
heitt í veðri. Dómsdagur virtist hafa
runnið upp og voru ófáir gestirnir
sem flúðu af hólmi, hlustirnar réðu
hreinlega ekki við hamaganginn.
Málmhausarnir léku hins vegar við
hvurn sinn fingur. Í einum af mörg-
um sölum hússins hófust skömmu
síðar tónleikar Deans Thompsons,
rappara af væmna skólanum. Eftir
eitt lag tilkynnti Thompson að næsta
lag væri tileinkað kærustunni sem
væri í salnum og fór að rappa syk-
ursætar ástarjátningar með tilheyr-
andi látbragði. Var þá blaðamanni
nóg boðið og haldið var í einn af
stærri sölum hússins, Rytmiske sal,
á tónleika Ásgeirs Trausta og félaga
sem voru vel sóttir og þá sérstaklega
af ungum konum. Ásgeir var einn af
fáum Íslendingum sem léku á hátíð-
inni og rann blaðamanni blóðið til
skyldunnar að fara að sjá hann. Ekki
var drengurinn líflegur á sviði, leit
varla upp af hljómborðinu og ávarp-
aði ekki gesti fyrr en eftir þrjú lög
(ef rétt er munað) og ávarpið var
stutt: Takk og halló. Ásgeir söng
mörg laganna af Dýrð í dauðaþögn á
ensku og það stakk nokkuð í eyru Ís-
lendingsins sem kunni vel orta, ís-
lenska lagatextana. Ágætistónleikar,
engu að síður.
Hin hugljúfa og raddfagra Penny
Police, réttu nafni Maria Fjeldsted,
var næst á dagskrá og flutti popp
með þjóðlagakeim. Breska tímaritið
Mojo hampaði henni mjög í fyrra
þegar hún lék utan dagskrár á Spot
og er það vel skiljanlegt því tónlist
Penny Police er hrífandi. Í öllu meiri
rokkgír var hin danska The Floor is
Made of Lava, ein af mörgum hljóm-
sveitum hátíðarinnar sem heita
furðulegum nöfnum. Ófrumlegt rokk
hjá þeim hraunmönnum sem tókst
þó að fá gestina til að vagga sér. We
Were Born Canaries flutti svo
draumkennt og dansvænt popp með
raf-kryddi og söngkona hljómsveit-
arinnar, Stine Grøn, raddfögur sem
kanarífugl. Á tímabili fannst blaða-
manni sem andi Portishead svifi yfir
vötnum.
Rapphundar og dómsdagur
Aðalfjör kvöldsins var hins vegar
á tónleikum rapparans Orgi-E og fé-
laga. Rappið var kraftmikið og klúrt,
flæðið gott og lifandi trommuleikur
gerði mikið fyrir lögin sem og áhrif
úr ýmsum áttum, m.a. Balkanskaga.
„Hold kæft, hvor var det sj
Danskt tónlistarlíf er í blóma ef
marka má Spot-tónlistarhátíðina sem
fram fór um helgina í Árósum
Hverafold 1-3 | Grettisgötu 3 | Smáralind | Langholtsvegi 113 |
Turninn Höfðatorgi | 511 1710 | svanhvit@svanhvit.is | svanhvit.is
ÞAÐ KOSTAR LÍKA AÐ ÞVO SJÁLFUR!
LÁTTU OKKUR SJÁ UM ÞÍNAR SKYRTUR.
Efnalaug - Þvottahús
350 KR. SKYRTAN
hreinsuð og pressuð
-ef komið er með fleiri en 3 í einu
Fullt verð 580 kr. stk.
NÚ Á FIMM STÖÐUM
Hverafold 1-3, 112 Reykjavík
Grettisgötu 3, 101 Reykjavík
Smáralind, 201 Kópavogur
Langholtsvegi 113
Turninn Höfðatorgi