Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Blaðsíða 9
Þorgils Helgason er einn þriggja nýrra leigutaka Haukadalsár. Hann veiddi þessa 85 cm hrygnu í hinum kunna veiðistað Blóta í liðinni viku. Æ tli flestir veiðimenn hafi ekki smá til- finningu fyrir því ef hlutir eru við það að fara að gerast. Ég var nokkurn veg- inn öruggur um að einn tæki núna áður en vaktin kláraðist,“ sagði Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður, og veiðimaður, þar sem hann hamp- aði fallegum nýgengnum smálaxi við veiðistaðinn Berghyl í Haukadalsá í Dölum í vikunni. Við höfðum gengið milli fjölbreytilegra veiðistaðanna og veitt sam- an í þessari stuttu en margbreytilegu á; hún er veidd með fimm stöngum, en er svo haganlega samanrekin að gengið er á fjögur svæðanna frá veiðihúsinu. Bíll er venjulega bara notaður til að komast á neðsta svæðið, við ósinn. Laxveiðin hefur farið vel af stað í Hauka- dalsá, eða Hauku, en hún er nú í höndum nýrra leigu- taka, Kenneth Deurloo, Sigþórs Ólafssonar og Þorgils Helgasonar. Sá síðastnefndi er sonur Helga og alinn upp við veiðar í heimaá þeirra á Fellsströnd, hinni fögru Flekkudalsá. Við Helgi byrjuðum vaktina á þessum stað, Berghyl, og hann hafði gefið allnokkra laxa dagana á undan. „Þetta er gullið!“ sagði þýskur veiðimaður sem var þar á undan okkur. Hann hafði dregið tvo úr hylnum. Lax- ar brugðust við flugum okkar Helga án þess að taka, þá lagði hann til að við hvíldum hylinn og kæmum aft- ur. Sem var greinilega skynsamleg tillaga. „Hann var búinn að fara í skottið á lítilli Silver Wilkinson-flugu hjá mér og ég sá að hann fór bak við stein í hylnum. Í seinna skiptið leiddi ég fluguna – svarthvíta Frances sem Helgi kallar „Prestinn“ – nokkrum sinnum fyrir framan steininn og hann tók,“ sagði hann að viðureigninni lokinni. Helgi þekkir laxveiðiárnar í Dölum vel; hann segir laxinn fyrir norðan vera feitari en „meira eins og spjót í laginu hjá okkur. Mér finnst þetta ákaflega falleg á,“ sagði hann síðan um Haukuna. „Mér finnst eins og það sé nánast hægt að veiða lax á hverjum fermetra í henni.“ „Hér er veiðistaður við veiðistað, þetta er ákaflega blæbrigðaríkt umhverfi,“ sagði Helgi Þorgils Friðjónsson þegar hann hafði landað þessum 58 cm laxi við Berghyl í Haukadalsá. Morgunblaðið/Einar Falur Spjótlaga Dalalaxinn „ÉG VAR NOKKURN VEGINN ÖRUGGUR UM AÐ EINN TÆKI,“ SAGÐI HELGI ÞORGILS FRIÐ- JÓNSSON EFTIR AÐ NÝGENGINN LAX HAFÐI TEKIÐ FLUGU HANS Í HAUKADALSÁ. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is 7.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Veitt með ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.