Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Blaðsíða 9
Þorgils Helgason er einn þriggja nýrra leigutaka Haukadalsár. Hann veiddi
þessa 85 cm hrygnu í hinum kunna veiðistað Blóta í liðinni viku.
Æ
tli flestir veiðimenn hafi ekki smá til-
finningu fyrir því ef hlutir eru við það
að fara að gerast. Ég var nokkurn veg-
inn öruggur um að einn tæki núna áður
en vaktin kláraðist,“ sagði Helgi Þorgils Friðjónsson
myndlistarmaður, og veiðimaður, þar sem hann hamp-
aði fallegum nýgengnum smálaxi við veiðistaðinn
Berghyl í Haukadalsá í Dölum í vikunni. Við höfðum
gengið milli fjölbreytilegra veiðistaðanna og veitt sam-
an í þessari stuttu en margbreytilegu á; hún er veidd
með fimm stöngum, en er svo haganlega samanrekin
að gengið er á fjögur svæðanna frá veiðihúsinu. Bíll er
venjulega bara notaður til að komast á neðsta svæðið,
við ósinn. Laxveiðin hefur farið vel af stað í Hauka-
dalsá, eða Hauku, en hún er nú í höndum nýrra leigu-
taka, Kenneth Deurloo, Sigþórs Ólafssonar og Þorgils
Helgasonar. Sá síðastnefndi er sonur Helga og alinn
upp við veiðar í heimaá þeirra á Fellsströnd, hinni
fögru Flekkudalsá.
Við Helgi byrjuðum vaktina á þessum stað, Berghyl,
og hann hafði gefið allnokkra laxa dagana á undan.
„Þetta er gullið!“ sagði þýskur veiðimaður sem var þar
á undan okkur. Hann hafði dregið tvo úr hylnum. Lax-
ar brugðust við flugum okkar Helga án þess að taka,
þá lagði hann til að við hvíldum hylinn og kæmum aft-
ur. Sem var greinilega skynsamleg tillaga.
„Hann var búinn að fara í skottið á lítilli Silver
Wilkinson-flugu hjá mér og ég sá að hann fór bak við
stein í hylnum. Í seinna skiptið leiddi ég fluguna –
svarthvíta Frances sem Helgi kallar „Prestinn“ –
nokkrum sinnum fyrir framan steininn og hann tók,“
sagði hann að viðureigninni lokinni.
Helgi þekkir laxveiðiárnar í Dölum vel; hann segir
laxinn fyrir norðan vera feitari en „meira eins og spjót
í laginu hjá okkur.
Mér finnst þetta ákaflega falleg á,“ sagði hann síðan
um Haukuna. „Mér finnst eins og það sé nánast hægt
að veiða lax á hverjum fermetra í henni.“
„Hér er veiðistaður við veiðistað, þetta er ákaflega blæbrigðaríkt umhverfi,“ sagði Helgi Þorgils Friðjónsson þegar hann hafði landað þessum 58 cm laxi við Berghyl í Haukadalsá.
Morgunblaðið/Einar Falur
Spjótlaga Dalalaxinn
„ÉG VAR NOKKURN VEGINN ÖRUGGUR UM AÐ EINN TÆKI,“ SAGÐI HELGI ÞORGILS FRIÐ-
JÓNSSON EFTIR AÐ NÝGENGINN LAX HAFÐI TEKIÐ FLUGU HANS Í HAUKADALSÁ.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
7.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9
Veitt með ...