Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.7. 2013 lengur til setunnar boðið. Oft fæða kýrnar í Kálfagerði einar og óstuddar en Hulda reynir að vera viðstödd, sé þess nokkur kostur, ef grípa þarf inn í. Þess þurfti í þetta skiptið og Hulda kom því fagnandi með burðarkeðjurnar. Smeygði þeim utan um fætur kálfsins og dró hann út, með dyggri aðstoð frá Ingólfi. Að sögn Huldu flýta keðjurnar fyrir burðinum og auka lík- urnar á því að kálfurinn skili sér heill á húfi í heiminn. Sat aðeins fastur, greyið Þessi glíma gekk eins og í sögu. „Hann sat aðeins fastur, greyið, en á heildina litið gekk burðurinn ljómandi vel fyrir sig. Móð- ur og kálfi heilsast vel,“ segir Hulda. Hún segir mikilvægt að meta rétt hve- nær gripið sé inn í kálfburð, það er hvenær kýrin sé tilbúin. Þá geta kálfar verið mis- munandi stórir við fæðingu. Þessi var í meðallagi. KÝRIN KATLA BAR Á DÖGUNUM KÁLFI Í TÚNINU Í KÁLFAGERÐI Í EYJAFIRÐI. BURÐURINN GEKK LJÓMANDI VEL FYRIR SIG ENDA FÉKK KATLA GÓÐA AÐSTOÐ FRÁ HULDU BÓNDA SIGURÐARDÓTT- UR OG INGÓLFI GUÐMUNDSSYNI LJÓSMYNDARA. Myndir: Ingólfur Guðmundsson ingog@mbl.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Katla tók jóðsótt Katla var að vonum þrekuð eftir þolraun- ina en náði fljótt vopnum sínum eftir að Hulda gaf henni volgt vatn að drekka. Brýnt er að vatnið sé volgt en ekki kalt, þannig vinnur líkaminn betur úr því. „Ætli hún hafi ekki drukkið eina fjörutíu lítra, blessunin,“ segir Hulda. Skál fyrir því! Þetta er þriðji kálfur hinnar fjögurra ára gömlu Kötlu og lofar hann, að sögn Huldu, ljómandi góðu. „Hann er bara þræl- sprækur.“ En hvað skyldi kálfurinn heita? „Ljósavíkur-Ingó í höfuðið á ljósmynd- aranum sem aðstoðaði mig svona dyggi- lega,“ upplýsir Hulda hlæjandi. „Hann er með hundarækt sem hann kallar Ljósavík.“ Hún þagnar stutta stund. Biður blaða- mann svo um greiða. „En heyrðu, ekki segja Ingó frá nafninu. Láttu hann bara lesa það í blaðinu!“ Skal gert. J æja, nú þarft þú að koma með mér heim að draga kálf,“ sagði Hulda Sig- urðardóttir, bóndi í Kálfagerði I í Eyjafirði, við vin sinn Ingólf Guð- mundsson úr Reykjavík. Þau voru stödd á miklu móti hundaræktenda á Mel- gerðismelum. Ingólfur hló bara góðlátlega, sannfærður um að Hulda væri að gera að gamni sínu. Það var orðið áliðið og hunda- ræktendur búnir að slá upp veislu. Ekki aldeilis. Huldu var fúlasta alvara, kýrin Katla var að því komin að gjósa, ef svo má að orði komast. Nú jæja, Ingólfur sá sæng sína uppreidda og brunaði af stað með Huldu heim í Kálfagerði – og greip auðvit- að myndavélina með. Hulda vissi að Katla var að falli komin en áleit að nóg væri að líta til með henni þegar komið væri heim frá Melgerðismelum. Þeg- ar dóttir hennar hringdi og tilkynnti að far- ið væri að sjást í klaufirnar á hinum ófædda kálfi var Huldu hins vegar ekki Þessi kálfur lét hafa fyrir sér á leiðinni í heiminn. Mikilvægt er að vita hvenær á að grípa inn í kálfburð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.