Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Qupperneq 20
*Heilsa og hreyfingHjólreiðar eru bæði samgöngumáti og keppnisíþrótt en flókinn útbúnaður er óþarfi »22
E
ftirvæntingin er oft mikil þegar lagt er af stað í útilegu með fullan bíl af sólstólum,
borðum, tjaldi og mat. Þegar á áfangastað er komið og tjaldið komið upp er tilvalið
að hreyfa sig. Sígildir leikir eins og fótbolti, ein króna, feluleikur, brennó og eltinga-
leikur ganga vel á flestum tjaldstæðum þar sem oftast er hægt að finna grasbala.
Kubbur er skemmtilegur möguleiki og hentar vel fyrir alla aldurshópa en hann gengur út á
að fella kubba andstæðingsins. Auðvelt er að ferðast með spilið þar sem það tekur ekki mikið
pláss í bílnum. Annað sem sniðugt er að hafa með eru flugdrekar, svifdiskar, badmin-
tonspaðar og svo að sjálfsögðu er fótbolti með í för.
Ekki vanmeta upphitun
Fótbolti er alltaf vinsæll í útilegum en getur verið varasamur fyrir óvana því auðvelt er að
snúa á sér ökkla, rífa á sér kálfvöðva eða slíta hásin. Einnig geta óvanir fengið beinhimnu-
bólgu, harðsperrur eða tognun. Edda Blöndal, sjúkarþjálfari, mælir með 7-8 mínútna upp-
hitun. „Það er kannski leiðinlegt, en það má ekki vanmeta það að hita upp. Það þarf að gera
vöðvana tilbúna. Það getur kannski ekki komið í veg fyrir slys, en minnkar líkur á þeim,“
segir hún og bendir á að teygjur að lokinni hreyfingu ásamt slökun í heitum potti geti hjálp-
að að koma í veg fyrir harðsperrur.
Valhoppa í kringum tjaldið
Sumir kjósa einnig að skokka í útilegunni og ber þá helst að huga að skóbúnaði. „Ekki
skokka á fáránlegum skóm, sérstaklega ekki á malbiki, velja þá frekar grasið,“ segir Edda.
Upphitunaræfingar fyrir leiki sem krefjast mikilla hreyfinga geta verið ýmiss konar. Edda
bendir á að hopp á staðnum, jafnfætis eða sundur saman, sé góð upphitun. „Svo má gera
upphitunina aðeins skemmtilegri og valhoppa tíu hringi í kringum tjaldið,“ segir Edda. Aðal-
atriðið er að hita aðeins kroppinn en fyrir fólk sem á erfitt með hopp er gott að fara í
„plankann“ og spretta þannig á staðnum, labba á höndum og fótum eða gera nokkrar maga-
æfingar og standa upp inn á milli. Í upphitun er mikilvægt að sprengja sig ekki, en Edda
segir að fólk eigi að geta haldið uppi samræðum meðan á upphitun stendur. „Það er kannski
erfitt að fá fólk til að hemja sig, en um að gera að vera skynsamur,“ segir Edda.
Hægt er að hita upp rólega með því að stíga á
pumpu og fylla sólstólana af lofti í leiðinni.
Morgunblaðið/Jóra
Mikilvægt er að teygja vel og hita upp áður
en farið er í hlaup og fótbolta.
Morgunblaðið/RAX
Oft má finna leikvelli og grasbletti þar sem er
hægt að spila fótbolta og fara í leiki.
Ljósmynd/Gísli Sigurðsson
Sumir kjósa frekar að slaka á í útilegustólum
og njóta kyrrðarinnar í sveitinni.
Morgunblaðið/Kristinn
Gamlir og góðir útileikir eins og ein króna og
hollinn skollinn eru frábærir á tjaldstæðum.
Morgunblaðið/Ásdís
Kubbur er skemmtilegt spil sem tekur ekki
mikið pláss í skottinu og allir geta verið með.
Morgunblaðið/Ásdís
Fótbolti er alltaf vinsæll og geta allir verið með, en gott er að huga að upphitun, sérstaklega fyrir fólk sem er óvant mikilli hreyfingu.
Morgunblaðið/RAX
STAÐIÐ UPP ÚR SÓLSTÓLNUM
Tjaldstæðaleikir
og hreyfing
LANDSMENN FLYKKJAST NÚ Í STRÍÐUM STRAUMUM Í ÚTILEGUR
ENDA HÁSUMAR. SUMIR KJÓSA AÐ SITJA RÓLEGIR Í ÚTILEGUSTÓL
MEÐ EINN KALDAN Á KANTINUM, EN AÐRIR VILJA HREYFA SIG.
GAMAN ER FYRIR FULLORÐNA FÓLKIÐ AÐ TAKA ÞÁTT Í LEIKJUM
BARNANNA, EN ÞÓ BER AÐ FARA VARLEGA.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is