Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Síða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Síða 24
Eggbústaður á toppnum E ftir tveggja ára vinnu og sex milljóna evra kostnað er nýi fjallaskálinn við Mont Blanc, Re- fuge du Gouter, tilbúinn. Skálinn er mikil bylting, ekki aðeins er hann glæsilegur heldur er hann nánast sjálfbær. Hann býr til sína eigin orku með sólar- og vindrafhlöðu og endur- nýtir vatnið svo fátt eitt sé nefnt. Gamli skálinn var úr sér genginn. Sá var byggður í kringum 1960 og var bæði óþægilegur og allt annað en góður fyrir umhverfið. Hreinlætisaðstaðan var vond, einangrunin virkaði illa og því var hitastigið inni í bústaðnum oft það sama og úti. Tvö útiklósett voru í þeim gamla þar sem þarfir fjallafólks slettust á klettavegginn. Þannig var það í 50 ár. Allt þetta er nú á bak og burt því gamli skálinn verður rifinn. Nýi skálinn er ekkert smáhýsi. Hann er á fjórum hæðum, 16 metra hár og smápartur rennur aðeins fram af klettabeltinu en þar er 1.500 metra fall niður. Gistiaðstaða er fyr- ir 120 fjallgöngumenn í senn. Bústaðurinn er egglaga, er allur úr tré en klæddur ryðfríu stáli og passar mjög vel inn í umhverfið. Svissneski arkitektinn Hervé Dessimoz var fimm ár að hanna skálann. Það átti að opna Refuge du Gouter í fyrra en það tókst ekki. Sólarrafhlaðan var eitthvað að stríða mönnum. Að smíða svona skála er ekkert grín. Smiðirnir voru sérvaldir því aðeins var hægt að smíða frá vori og fram á haust. Samt truflaði veðrið og vindur fór oft yfir 70 metra á sekúndu. Á hverju ári reyna 17 þúsund manns við toppinn á Mont Blanc og þeir geta nú hlaðið batteríin í fallegum fjallaskála með útsýni sem er upp á 10. Enda stendur hann nánast á toppnum – allavega í Evrópu.Sólarrafhlöðurnar hafa verið til vandræða. Skálinn er glæsilegur að innan. Byrjað var að vinna í skálanum 2010. Hann er nú tilbúinn til notkunar. Síðasta stoppið fyrir toppinn á Mont Blanc. AFP FJALLASKÁLINN VIÐ MONT BLANC FJALLASKÁLINN REFUGE DU GOUTER ER Á HÆSTA FJALLI EVRÓPU, MONT BLANC, Í 3.835 METRA HÆÐ. 120 RÚM ERU Í SKÁLANUM EN Í HONUM SAFNA MENN ORKU FYRIR SÍÐASTA SPÖLINN UPP Á TOPP. TVÖ ÁR TÓK AÐ SMÍÐA HANN OG VAR KOSTNAÐURINN SEX MILLJÓNIR EVRA. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is *Heimili og hönnunHöfðingsheimili í Flatey heimsótt þar sem tíminn stendur í stað og draugar koma aldrei við sögu »26 Teikningar af skálanum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.