Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Page 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Page 27
Á sgarður var byggður árið 1907 af hjón- unum Guðmundi Bergsteinssyni kaupmanni og útgerðarmanni og konu hans Jónínu Eyjólfsdóttur. Þar ólu þau upp barnahóp, fjóra syni og fjórar dætur. Dóttursonur þeirra hjóna er tónskáldið Atli Heimir Sveinsson, en hann er nú einn af fimm eigendum hússins. Flatey hefur mikið breyst frá því í byrjun síðustu aldar, en þá bjuggu á eyjunni og eyjunum í kring um tvö hundruð manns. „Það var hér blómlegt menningarlíf og hér var myndarbú á meðan að útgerðin gekk,“ segir Atli Heimir, sem hefur dvalið í Ásgarði frá barns- aldri. Hann segist ekkert hafa þurft að stunda sveita- störf. „Þetta var bara lúxuslíf hjá okkur krökkunum, úti að leika allan daginn í náttúrunni,“ segir hann, en nú fer hann gjarnan í Flatey til að skrifa tón- list. Amma hans og afi undu hag sínum vel í húsinu framan af öldinni, en Jónína lifði til 103 ára aldurs og vandi komur sínar í húsið löngu eftir að hún flutti til Reykjavíkur. „Þau kvörtuðu aldrei, það var ekki til siðs. Þetta var höfðingsheimili,“ segir Atli Heimir um þau hjón. Ásgarður hefur lítið breyst í gegnum tíðina þó að afkomendur hafi þurft að dytta að húsinu. Atli Heimir segir að þar hafi aldrei verið draugagangur. „Það hafa aldrei verið draugar hér í Flatey, jafnvel segir sagan af einni konu sem fylgdi draugur. Hann hvarf þegar hún flutti í Flatey,“ seg- ir Atli Heimir og hlær. Stofan í Ásgarði hefur lítið breyst í hundrað ár. Borðstofan í Ásgarði er notaleg og gamlar bækur á hillum. Margir hafa snætt við eld- húsborðið í gegnum tíðina. ÞAR SEM TÍMINN STENDUR Í STAÐ „Höfðingsheimili“ Í FLATEY IÐAR ALLT AF MANNLÍFI Á SUMRIN OG BÖRNIN BUSLA Í SJÓNUM. FUGLA- SÖNGUR FYLLIR LOFTIÐ Á ÞESSARI KYRRLÁTU EYJU ÞAR SEM HÆGT ER AÐ FÁ HVÍLD FRÁ AMSTRI BORGARINNAR. EITT STÆRSTA HÚSIÐ Í FLATEY Á BREIÐAFIRÐI HEITIR ÁSGARÐUR OG HEFUR STAÐIÐ ÞAR Í YFIR HUNDRAÐ ÁR. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Á eldhúshillu standa gamlir munir sem eitt sinn höfðu notagildi. 7.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 | SUMARÚTSALA | SUMA RÚTSALA REYKJAVÍK | AKUREYRI | R EYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | R EYKJAVÍK | AKU BORÐSTOFUSTÓLAR | BORÐSTOFUBORÐ | SÓFABORÐ | LAMPAR | PÚÐAR | GLERVARA OG FALLEG SMÁVARA G D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i O P I Ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 o g l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0 – fyrir lifandi heimili –

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.