Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Blaðsíða 34
Nördaskapurinn er orðinn ansi hár þegar maður er farin að spá í ljósa- perur en það er nú samt þannig að maður er að gera það. Hue- perurnar frá Philips eru stillanlegar með öllu og forritanlegar og hægt að stjórna þeim í appi. Lausn allra minna vandamála – eða þannig. Google veit nú þegar allt um mig og mér finnst það í góðu lagi. Með gleraugunum sínum, sem er þó bara prótótýpa og ekki tilbúin á almennan markað, nýta þeir þessar upplýsingar allar til að auð- velda mér lífið enn frekar ásamt því að þarna er alvöru handfrjáls myndavél og tenging við símann. Á hverju heimili í dag eru 3 til 4 fjarstýringar, allar þjóna þær mikilvægum tilgangi en þó getur verið erfitt fyrir suma heimilismeðlimi að læra á þær allar. Ein fjarstýring, Harmony fjarstýring, gerir allt og hægt er að forrita aðgerðir þannig að einn takki á henni leysir 4-5 að- gerðir af nokkrum fjarstýringum af hólmi. Go pro-vélarnar eru algjör snilld. Hægt er að festa þær á hjálm, stafi, skíði, bíla, hjól o.s.frv. Í svörtu útgáfunni er wifi, fjarstýring og hægt að fá sérstakt app fyrir snjallsíma til þess að vinna með efnið. Hitamælir sem talar við snjallsím- ann og spjaldtölvuna. Get skellt kjötinu í ofninn og óþarfi að beygja sig endalaust fyrir framan grillið eða að opna grillið og missa þannig hita heldur sér mað- ur stöðuna alla á símanum á meðan maður hrærir í bernaise. Heyrnartól eru ekki bara heyrnartól, það heyra menn sem prófa alvöru heyrnartól sem fylgja ekki með sím- anum þínum eða heita Bose. Senn- heiser eru kóngarnir, á ein gömul sem ég elska á við frumburðinn en það fer að líða að nýjum tólum. Úr, en ekki venjulegt tölvuúr. Pebble talar við snjallsímann þinn og sýn- ir skilaboð (sms, tölvupóst, dagatal, veðrið o.fl.) og símtöl, stýrir tón- listinni sem þú ert að hlusta á, virkar sem GPS-tæki þegar farið er út að hlaupa eða hjólað. Virkar sem fjarlægðarmælir í golfi og svo er hægt að forrita og fikta endalaust á móti tækinu. GUÐMUNDUR JÓHANNSSON VERKEFNASTJÓRI HJÁ SÍMANUM ER MEÐ PUTTANN Á PÚLSINUM ÞEG- AR KEMUR AÐ GRÆJUM. ÞANNIG HEFUR HANN ALLTAF VERIÐ. Á MILLI ÞESS AÐ FÍNKEMBA INT- ERNETIÐ Í GRÆJULEIT OG REKA FJARSKIPTAFYRIRTÆKI SINNIR HANN HEIMILI SÍNU AF MIKILLI NATNI. HANN ER Í KROSSFERÐ AÐ REYNA AÐ SJÁLFVIRKNIVÆÐA SEM MEST OG DRAUMURINN ER AÐ FLEST EF EKKI ÖLL RAFMAGNSTÆKI HEIMILISINS GETI TALAÐ SAMAN. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Plötuspilari Google Glass Talandi úr Go pro Hero 3 iGrill Sennheiser HD 650 Klæðanleg tækni (wearable comput- ing) eins og Google Glass og t.d. Fitbit Flex er næsta stóra stökkið í tækninni finnst mér. Fitbit flex er lítið armband sem flækist ekkert fyrir en gerir allt. Telur skref, vega- lengdir í hlaupum og á hjóli, mælir brennslu og fylgist með svefni. Endalaus tölfræði sem hægt er svo að vinna með í tölvu eða á snjallsíma eða spjaldtölvu til að setja og fylgjast með markmiðum og bera sig saman við vini. Fitbit Flex Það er eitthvað við analog sem ég er mjög hrifinn af, hef safnað vinylplötum úr safni ættingja og keypt nýpressað indípopp reglulega. Vantar bara spilarann, þangað til eru plöturnar bara skraut og áminning um ólokið verk. Philips Hue Mig langar í... Harmony Ultimate fjarstýring *Græjur og tækniÞrír bræður standa að hugbúnaðarfyrirtækinu Eldey sem hannar sölukerfi fyrir spjaldtölvur »36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.