Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Qupperneq 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.7. 2013 Græjur og tækni háhraða LPDDR3. Netkortið er líka nýtt, 802.11ac, sem styður líka 802.11a/b/g/n og hraðamunurinn er greinilegur, mun fljótari að tengj- ast og skilar gögnum líka hraðar. Nýjar gerðir af MacBook Air 11" og 13" voru kynntar hér á landi í vikunni og að vonum mikill áhugi fyrir þeim. Mér skilst að mest eft- irspurn sé eftir 13" útgáfunni, hugsanlega vegna þess að rafhlöðuend- ing á henni er heldur meiri, enda rafhlaðan stærri. Samkvæmt upplýs- ingum frá framleiðanda, sem fjölmargir hafa staðfest, er raf- hlöðuendingin á 13" vélinni tólf tímar (!), en níu tímar á 11", sem er talsverð aukning frá síðustu útgáfu hennar – úr fimm tímum í níu. Hugsanlega finnst fólki líka 11" útgáfan of lítil sem kemur mér á óvart. Lykillinn að góðri fartölvu felst nefnilega í orðhlut- anum „far“ og þá á ég við að fyrst og fremst skiptir máli hversu meðfærileg vélin er, létt og lipur. Þegar við bætist hin ótrúlega rafhlöðuending er ekki annað hægt að segja en að 11" MacBook Air er fullkomin fartölva. Þegar allir eru að fá sér spjaldtölvur kemur kannski á óvart að fyr- irtæki séu enn að setja á markað nýjar gerðir af fartölvum, nema þeg- ar þær eru eins vel heppnaðar og ný MacBook Air frá Apple. MacBook Air var af mörgum ekki talin alvöru fartölva á sínum tíma, sumir höfðu orð á því að pláss í henni væri ekki nógu mikið og hún ekki nógu öflug til að hægt væri að nota hana í alvöru vinnu. Öll sú gagnrýni, sem átti reyndar ekki rétt á sér, hefur hljóðnað eftir því sem vélin hefur orðið öflugri, enda má segja að hægt sé að gera á henni nánast allt það sem menn gera á fartölvum yf- irleitt, en tölvuþarfir manna hafa breyst og tölvunotkun eftir því sem líf okkar hefur færst á vefinn. Fljótt á litið er ný gerð 11" MacBook Air, 6.1, ná- kvæmlega eins og eldri gerðir, en kramið er mikið til nýtt, 1,3 GHz tveggja kjarna Intel Core i5 með allt að 2,6 GHz Turbo Boost, en hægt að fá 1,7 GHz Intel i7 með 3,3 GHz Turbo ef vill. Innra minni í henni er 4 GB en líka hægt að fá uppfærslu í 8 GB. Minnið er FULLKOMIN FARTÖLVA MACBOOK AIR SETTI NÝ VIÐMIÐ Í HÖNNUN OG NOTAGILDI Á SÍNUM TÍMA – ÖRÞUNN ÖFLUG FARTÖLVA MEÐ GRÍÐARLEGA RAFHLÖÐUENDINGU. NÝJAR GERÐIR, 11" OG 13", GANGA ENN LENGRA Í ÞÁ ÁTT. Græja vikunnar * Skjárinn er ekki Retina engóður samt, 11,6" LED-baklýstur háglansbreiðtjaldsskjár, upplausnin 1.366 x 768 dílar, 135 dílar á tommu (á 13" vélinni er ppi 128). Skjástýringin er Intel HD 5000. * Í vélinni er 128 GB flash„harður diskur“, PCIe SSD-diskur, og að sögn Apple-bænda er gerð- in sem notuð er í nýju Air- tölvulínunni hraðvirkari en fyrri SSD-diskar. Ekki tókst mér að sannreyna það, en það er óneit- anlega lykill að vélum sem þessari hvað hún er fljót að hrökkva í gang þegar maður opnar hana og þá skiptir SSD-hraðinn miklu. ÁRNI MATTHÍASSON * Hönnun á MacBook Air ersígild og ekki ástæða til að breyta bara til að breyta. Á vinstri hlið- inni á 6.1-gerðinni eru tveir hljóð- nemar, en allt annað er eins, jafn- stór (30 x 19,2 sm) og jafnþung og 3.1-, 4.1- og 5.1-gerðirnar (40 g þyngri reyndar en 3.1). Hún er líka jafnnæfurþunn, frá 3 mm í 17 mm þar sem hún er þykkust. tölvur sem í framtíðinni mun leysa af hólmi eldri gerðir hefð- bundinna handtölva sem nýttar eru til pantana og skráninga í dag. Tengja saman gömul kerfi og ný Nýja lausnin byggist á því að tengja viðeigandi kerfi fyr- irtækja og einstaklinga við spjaldtölvur og snjallsíma í gegnum svokallað gagnaský. Spjaldtölvurnar og snjallsímarnir hafa svo samskipti við gagnaský- ið, sækja þær breytingar sem verða í kerfum fyrirtækja og senda til baka í rauntíma í gegnum sama gagnaský og þær pantanir sem gerðar eru í Þ að var í raun og veru algjört slys hvernig þetta gerðist hjá okkur. Einn af okkar eldri kúnnum spurði hvort við gæt- um hannað sölukerfi fyrir spjaldtölvur. Við tókum því vel og út frá okkar vinnu bjuggum við til Eldey mobile,“ segir Jón Helgason, framkvæmda- stjóri Eldeyjar hugbúnaðaðar ehf. en fyrirtækið er fjöl- skyldufyrirtæki rekið af þrem- ur bræðurm og föður þeirra, stofnað árið 2011. Davíð og Karl Helgasynir eru í forritun, þróun og tæknilegri hlið fyr- irtækisins, Jón Helgason er framkvæmdastjóri og sinnir markaðsmálum og faðir þeirra Helgi Guðmundsson sér um fjármálin. „Við erum búnir að vera í þessum bransa í mörg ár. Pabbi er búinn að vera í þessu í tugi ára og við bræðurnir fylgdum honum svo út í þetta. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig jólaboðin eru hjá okk- ur,“ segir Jón kíminn. „Við höfum aldrei stimplað okkur út. Við erum alltaf í vinnunni og það þýðir ekkert að stinga af. Það er mikill neisti í okkur og það er mjög gaman fyrir okkur að geta unnið við það sem við höfum brennandi áhuga á,“ segir Jón. Fyrirtækið hefur undanfarin tvö ár unnið að gerð hugbún- aðar sem keyrir á flestum gerðum spjaldtölva og snjall- síma. Um er að ræða pantana- og skráningarkerfi fyrir spjald- snjalltækinu hverju sinni. „Fyr- irtæki og einstaklingar geta sent alls kyns gögn í gagnaskýið og skipulagt þau eins og þau vilja. Við höfum bæði verið að tengja þetta við eldgömul upplýs- ingakerfi fyrirtækja sem byggj- ast á úreltri tækni ásamt því að tengja þetta við fyrirtæki sem byggjast á nýjustu tækni. Þetta er búið að umbylta starfseminni hjá mörgum fyrirtækjum og auðveldar t.d. sölumönnum að fylgjast með öllu því sem skiptir þá máli í þeirra starfi. Við erum búnir að setja þetta upp bæði hjá mjög stórum fyrirtækjum og litlum fyrirtækjum. Við erum alls fimm í fyrirtækinu og ég myndi segja að við séum búnir að skapa okkur ágætis orðspor,“ segir Jón. Aðgengi helsti kosturinn Í dag er lausnin (hugbúnaðurinn frá Eldey) nær eingöngu bundin við pantanakerfi fyrirtækja en tækifæri eru til hönnunar á sér- lausnum og samkeyrslu í raun- tíma úr öðrum kerfum. Í boði verður að samstarfsaðilar Eldey hugbúnaðar geti búið til sínar eigin lausnir inn í kerfið og þjónustað sína viðskiptavini í gegnum Eldey þróunargátt. Nú þegar eru nokkur fyrirtæki að nota Eldey mobile í beta próf- unum og hefur lausnin vakið mikla ánægju meðal notenda. Að sögn Jóns er aðgengileiki helsti kostur kerfisins þ.e. að geta verið með aðgengi að öllum nauðsynlegum rauntímaupplýs- ingum, hvar sem er og hvenær sem er. Lögð er áhersla á að kerfið sé létt í keyrslu og að gagnasamskipti á milli skýs og snjalltækis sé í algjöru lágmarki og einungis nýjar upplýsingar/ breytingar keyrðar inn hverju sinni. Eldey mobile getur svo unnið algjörlega án nettengingar en engin tenging við gagnaskýið er ekki vandamál. Pantanir vist- ast nefnilega í snjalltækið og keyrast í gegnum gagnaskýið um leið og nettenging kemst á. Fyrirtæki hætt að r eka tölvukerfi Jón segir fyrirtæki í auknum mæli notast við spjaldtölvur og því hafi þeim þótt liggja beinast við að þróa sölukerfi fyrir slík tæki fremur en borðtölvur eða fartölvur. „Áður fyrr voru fyr- irtækin ekkert að spá í spjald- tölvur og menn litu á þetta sem eitthvert tæki fyrir heimilin. Fyrir tveimur og hálfu ári byrj- uðu fyrirtæki svo að spá í spjaldtölvur. Þá vorum við beðn- ir um að skoða þetta. Það sem er að gerast núna er að spjald- tölvur seljast í meira mæli en fartölvur. Menn voru farnir að átta sig á því að það er mjög dýrt að reka tölvukerfi. Fyrir- tækin eru smám saman að hætta að reka tölvukerfi. Fram- tíðin er klárlega í spjaldtölvum þar sem fólk er farið að vera með þjónustu sína á netinu,“ segir Jón. Hönnuðu einfaldari lausn Morgunblaðið/Rósa Braga ELDEY HUGBÚNAÐUR EHF. HEFUR HANNAÐ PANTANA- OG SKRÁNINGARKERFI FYRIR SPJALDTÖLVUR SEM Í FRAMTÍÐINNI MUN LEYSA AF HÓLMI ELDRI GERÐIR HEFÐBUNDINNA HANDTÖLVA. SPJALDTÖLVUR SELJAST Í MEIRA MÆLI EN FARTÖLVUR OG BRÆÐRUNUM SEM STANDA AÐ ELDEY ÞÓTTI AUG- LJÓST AÐ MIÐA SÍNA HUGBÚNAÐARFRAMLEIÐSLU VIÐ SPJALDTÖLVUR. Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Davíð Helga- son, Jón Helgason og Karl Helgason í blíðviðri fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækisins. TENGJA SPJALDTÖLVUR OG SNJALLSÍMA Í GEGNUM GAGNASKÝ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.