Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Page 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Page 38
Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Fatastíllinn minn er breytilegur frá degi til dags. Ég fíla mig yfirleitt best í fötum sem eru klassísk en finnst gaman að bæta einhverju áberandi og sérstöku við eins og skemmtilegum fylgihlutum. Hver eru bestu fatakaupin þín? Það eru þrír hlutir sem mér dettur í hug þegar ég hugsa um bestu kaupin: Svartur biker-leðurjakki sem ég keypti í H&M fyrr í mánuðinum, hálsmen úr Swatch sem var keypt fyrir hundrað árum og passar við allt og að lokum pallíettubuxurnar mínar sem voru keyptar í Pull and Bear í Dubai. En þau verstu? Ætli það séu ekki Buffalo-skórnir sem ég fékk lánaða hjá stóru systur minni. Kannski ekki hægt að kalla það verstu fatakaupin mín þar sem hún átti þá. Ég keypti mér reyndar hræðilega ljóta neonappelsínugula skó í GS-skóm á sínum tíma, voða ánægð með þá á þeim tíma, ekki eins í dag. Hverju er mest af í fataskápnum? Ætli það sé ekki mest af samfest- ingum, maxi-kjólum og stuttbuxum í skápnum hjá mér í Dubai enda hlýtt þar allt árið. En heima á Íslandi eru hlýrri föt eins og second hand pelsar, jakkar og peysur. Hvar kaupirðu helst föt? H&M, Zöru, Topshop, Pull And Bear og COS. Svo finnst mér æðislegt að komast á skemmtilega markaði bæði með second hand fötum og fylgi- hlutum á mismunandi stöðum í heiminum. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Ég á mér engan uppáhaldsfatahönnuð en ég er mjög hrifin af töskunum frá Alexander Wang og Marc Jacobs. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Kate Bosworth og Olivia Palermo eru í uppá- haldi. Olivia er með fágaðan klassískan stíl og notar áberandi fylgihluti. Kate er hins vegar djarfari og meira töff í klæðaburði og óhrædd við að skera sig úr. Hvað er mikilvægt að eiga í fataskápnum fyrir gott sum- arveður? Þar sem það er sumar allt árið hjá mér þá gæti ég ekki verið án gallastuttbuxna, samfestinga, þægilegra sandala og flottra sólgleraugna til skiptanna. Töff sólgleraugu eru aðalmálið. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum? Að ganga í fötum eftir vexti og veðri. Merkjavara og verðmiðinn er ekki aðalmálið. Hvert er þitt eftirlætis tískutímabil og hvers vegna? Ég get eiginlega ekki gert upp á milli þar sem öll tímabilin hafa sinn sjarma, reyndar mismikinn. Er samt voða hrifin af fallegum kjólum, pallíettum og perlum. Matthildur er hrifin af hönnuðinum Marc Ja- cobs og einnig Alex- ander Wang. Matthildur segist ekki geta verið án flottra sólgleraugna. HEIMSBORGARI MEÐ STÖÐUGA ÚTÞRÁ Samfestingar, sandalar og sólgleraugu MATTHILDUR WENDEL ER MIKILL HEIMSBORGARI EN HÚN BÝR Í DUBAI Í SÁDI-ARABÍU OG STARFAR ÞAR SEM FLUG- FREYJA HJÁ FLUGFÉLAGINU EMIRATES. ÞAR HEFUR HÚN HAFT AÐSETUR SÍÐUSTU ÞRJÚ ÁR, KYNNST FÓLKI FRÁ ÓLÍK- UM MENNINGARHEIMUM OG FERÐAST UM ALLAN HEIM. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Tískuskvísurnar Olivia Palermo og Kate Bosworth eru í uppáhaldi hjá Matthildi enda mjög smart týpur. Matthildur Wendel nýtur þeirra forréttinda að geta ferðast um allan heiminn en hún er flugfreyja hjá arabíska flugfélaginu Emirates í Dubai. AFP *Föt og fylgihlutir Tískan fer í hringi og í sumar er í fínu lagi að draga fram „sixties“-flíkurnar »40

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.