Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Page 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Page 45
undantekningartilvikum svo sem eins og þegar við- skiptasjónarmið og þá olía sérstaklega koma við sögu. Lengi vel reyndu menn að gera sér upp veru- legan þótta og hneykslan vegna Kína. Maó formaður bar jú ábyrgð á drápi 70 milljóna landa sinna og ófrelsi alls þorrans. Nú er hins vegar svo komið að Kína er svo þýðingarmikill þáttur alþjóðaviðskipta að raunverulegur derringur við þetta fjölmennasta ríki veraldar er horfinn. Leiðtogar ræða vissulega að eig- in sögn „mannréttindamál“ í viðræðum við for- ystumenn í Kína á öllum sínum tvíhliða fundum. En það er þó aðeins til málamynda. Á síðustu árum hafa prúðmannlegir sérfræðingar í protokolli fundið aðferð til að halda utan um mann- réttindaumræðuna. Hún takmarkar tímann sem val- inn er undir efnið, orðalag er samræmt og framsetn- ingin er sett í nákvæmt form, svo ekkert óvænt gerist. Kínverjar telja að þetta gamla vandræðamál, sem fylgdi iðulega stjórnmálalegum gestagangi, sé nú komið inn fyrir eðlilega ramma kurteislegrar um- gengni og líta svo á að þessi snyrtilegi leikþáttur sé aðallega settur upp í gustukaskyni við gestinn. Sá vestræni leiðtogi sem á í hlut hverju sinni fær að halda andlitinu á fréttamannafundum, þar sem fulltrúar „fjórða valdsins“ taka fullan þátt í leiknum. „Mannréttindaþáttur“ slíkra viðræðna er því orðinn hrein sýndarmennska með fullkomnu samkomulagi allra sem að þeim koma og hefur álíka þýðingu eins og hjal um menningu, vinsemd, veður og þakkarverða gestrisni, sem hvert um sig fá jafnlangan tíma og mannréttindaþátturinn. Gamli góði Gaddafí Seinustu árin fyrir fall Gaddafís í Líbíu höfðu vest- rænir leiðtogar tekið upp á því að viðra sig up við fantinn og var engu líkara en þeim þætti ákveðin upp- hefð í því að fá að koma við í tjaldbúðum hans, heilsa upp á úkraínsku varðkonur hans og fá mynd af sér með honum sjálfum. Gaddafí hafði þó sannarlega skaffað hryðjuverkamönnum fé og morðtól og staðið fyrir því að farþegaflugvél með fullfermi var sprengd í loft upp í háloftunum yfir Skotlandi. Virðulegar há- skólastofnanir sóttust eftir ættingjum einræðisherr- ans og útskrifuðu þá með láði og þökkuðu og þáðu margvíslega vinsemd í sinn garð í sömu andrá. En þessi óvenjulega gerð snobbs breytti ekki því, að ríki þessara sömu leiðtoga og menntastofnana töldu ekki eftir sér að aðstoða Bræðrafélag múslíma við að koma Gaddafí fyrir kattarnef, þegar eftir því var leit- að. En það skondna er að óvinsældir Gaddafís heima fyrir hrönnuðust einmitt upp þegar hann þorði ekki lengur að mylgra morðtólum til hryðjuverkasamtaka og virtist vera farinn að viðra sig um of upp við vest- ræna leiðtoga, sjálfa herbergisþjóna satans sjálfs. Bylting? Gagnbylting? Valdarán? Frelsun? Þegar Sissí, hershöfðingi í Kaíró, taldi nóg komið af Morsi forseta og fyrirgangi hans og lét sína menn færa hann úr forsetahöllinni, hófu yfirvöld í Wash- ington að velta fyrir sér hvort þau gætu áfram stutt egypska herinn um dollara sem svara til um 200 millj- arða íslenskra króna á ári. Þetta þótti alvöruspurning vestra, því í bandarískum reglum segir að ekki megi styrkja heri fjárhagslega ef þeir hafa gerst sekir um valdarán. (Svíar hafa þá ágætu reglu að ekki megi selja vopn til landa sem gætu hugsað sér að brúka þau.) Helsti handhafi lýðræðisstimplanna Bandarík- in, getur auðvitað ekki gerst sekur um slíkt. En þá er að vísu á það að líta að Bandaríkin töldu reglurnar ekki koma í veg fyrir slíkar greiðslur til Mubaraks fyrrverandi forseta þótt alræði hans yfir Egyptalandi hvíldi eingöngu á byssukjöftum í þrjá áratugi. Og þegar að herinn steypti svo Mubarak, því ekki fannst önnur aðferð til að setja hann á eftirlaun kom sú að- gerð ekki heldur í veg fyrir hinar ríflegu árlegu greiðslur. Og ekki heldur í tíð Morsis forseta. Því er auðvitað haldið til haga að Morsi sé fyrsti lýðræðilega kjörni forseti Egyptalands. Þótt ekki sé ástæða til að líkja Morsi við þann arma þræl Adolf Hitler, þá er því ekki að neita að sá fýr komst í kansl- arastól Þýskalands með einhvers konar lýðræðislegt umboð á bak við sig og fékk embættinu úthlutað með bréfi úr hendi lýðræðislega kjörins forseta landsins. Það dugar þó ekki til að kenna megi lýðræðinu um Hitler, hyski hans og hamfarir af þeirra völdum. En í þessu samhengi verður ekki komist hjá því að nefna, að sex mánuðum eftir að Morsi settist í sæti forseta í Kaíró, með sitt bréf upp á vasann, breytti hann stjórnarskránni, færði sjálfum sér aukið vald og gerði m.a. refsivert að efast um skoðanir og ákvarðanir for- setans. (Það myndi fljótt fyllast nýja fangelsið á Hólmsheiði ef slík regla gilti hér á landi). Þess vegna segja andstæðingar Morsis nú að herinn sé ekki að gera byltingu eða að fremja valdarán. Hann sé þvert á móti að bregðast við valdaránstilburðum Morsis sem hafi verið kominn langt út fyrir nokkurt lýðræð- islegt umboð. Herinn tekur undir þessar skýringar. Hann sé með réttu að færa lýðræðisbyltinguna aftur í sitt rétta far, þótt hægt sé að halda því fram að hún hafi verið færð aftur á byrjunarreit eftir að Morsi hafi farið svo illilega út af sporinu. Bandaríkjamönnum er þessi gagnbylting ekki eins leið og þeir láta. Bandaríkin eru líftrygging Ísraels og tilvera þess væri í uppnámi ef hennar nyti ekki við. Stefna Sadats forseta og Mubaraks eftirmanns hans auðveldaði Bandaríkjamönnum mjög varðstöðuna um Ísrael. Þessir menn sýndu báðir mikið hugrekki og staðfestu með stefnu sinni gagnvart Ísrael. Anwar Sadat galt m.a. fyrir hana með lífi sínu og á Mubarak sannaðist enn einu sinni að þakklætiskúrfan, sem valdamenn í Washington miða við, er ein sú brattasta sem þekkist. Morgunblaðið/Golli Hestastóð á leið yfir Grímsá í Borgarfirði 7.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.