Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Qupperneq 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.7. 2013 Þ að eru þrjú ár liðin frá því að ævintýrið byrjaði hjá okkur,“ sögðu félagarnir Alexander Harðarson og Hákon Atli Bjarkason yfir kolsvörtum kaffi- bolla í íþróttahúsi HK við Digranes í Kópa- vogi. Félagarnir eru leikmenn í eina hjólastóla- handboltaliði landsins og vöktu athygli fyrir vaska framgöngu í góðgerðarleik gegn úr- valsdeildarliði ÍR á dögunum. Sögulegur leikur Leikurinn er sögulegur í íslenskri íþrótta- sögu því þetta var í fyrsta sinn sem tvö fé- lagslið mættust í hjólastólahandbolta hér á landi. Flestir áhorfenda höfðu af skiljan- legum ástæðum aldrei séð hjólastólahand- bolta áður en leikurinn þótti engu að síður hin besta skemmtun og augljóst var að gleðin var við völd. Sú gleði beindist oft að bikarmeistaraliði ÍR en þeir höfðu aldrei spilað handbolta á hjólum fyrir leikinn og flugu oft á hausinn. Skemmst er frá því að segja að hjólastólalið HK „rúllaði“ yfir ÍR í orðsins fyllstu merk- ingu en leiknum lauk með sex marka sigri hjólastólaliðsins. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir allt okkar starf að spila svona alvöruleik og venjast því að spila fyrir framan áhorf- endur,“ segir Alexander. Þjálfarar rifu okkur upp Upphaflega var fámennur vinahópur sem lagði stund á hjólastólahandbolta hjá HK. „Við vorum kannski fjórir sem mættum á fyrstu æfingarnar og það taldist vera góð mæting þegar sex létu sjá sig. Það tók marga mánuði að byggja þetta upp en eftir að við fengum þjálfara fór boltinn að rúlla í orðsins fyllstu merkingu,“ sagði Alexander. Þjálfararnir, Darri McMahon og Magnús Magnússon, komu inn í starfið með mikinn metnað og lyftu því á næsta plan að hans mati. „Þeir geta verið mjög harðir á köflum en það er betra að hafa of mikinn metnað en engan,“ segir Alexander ákveðinn. Hákon byrjaði að æfa ásamt tveimur vin- um sínum eftir að þjálfararnir hófu störf. „Ég frétti af metnaðinum og fagmennskunni sem var í gangi og því ákvað ég að kýla á þetta ásamt tveimur vinum mínum. Við höf- um ekki séð eftir því. Þjálfararnir elska að spila hjólastólahandbolta og skella sér í stólana með okkur nánast á hverri einustu æfingu,“ bætir Hákon við. Skref í réttindabaráttu fatlaðra Stofnun hjólastólaliðs HK markaði mikilvæg tímamót í réttindabaráttu fatlaðra hér á landi. Áður fyrr störfuðu fatlaðir að mestu undir merkjum íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík en þetta var í fyrsta sinn sem fatlaðir iðkendur fengu sömu stöðu og aðrir iðkendur undir merkjum íslensks félagsliðs. Það var rótgróinn vinahópur sem átti hugmyndina að stofnun íslenskrar hjóla- stóladeildar en Trausti Jónsson, fyrrverandi formaður barna- og unglingaráðs HK, átti stóran þátt í því að stofnun liðsins varð að veruleika innan HK árið 2010. „Það er gríðarstórt skref að opna íþrótta- félögin fyrir öllum, líka þeim sem þurfa að notast við hjólastól dags daglega. Þetta er mikilvægur áfangi í samþættingu og valdefl- ingu sem lengi hefur verið unnið að í skól- um landsins og því sannarlega kominn tími á slíkt í íþróttahreyfingunni,“ segir Alex- ander sem var einn af stofnendum liðsins. Hann vill alls ekki stroka út starfsemi Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík heldur einfaldlega búa til fleiri kosti fyrir fatlaða einstaklinga sem hafa áhuga á að leggja stund á íþróttir. „Við viljum opna íþrótta- félögin fyrir fötluðum og jafnframt gefa þeim aukna valmöguleika í íþróttaiðkun sinni,“ segir Alexander Hákon tekur hins vegar ekki alveg í sama streng. Hann segir mjög jákvætt að fatlaðir og ófatlaðir fái tækifæri til að starfa hlið við hlið á jafningjagrundvelli en hann myndi engu að síður vilja samþætta starf handboltans við starfsemi körfuboltal- iðs Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík. „Mér finnst miklu praktískara að hafa handbolta- og körfuboltaliðið undir sama hatti því við gætum til dæmis notað sömu keppnisstólana, þ.e. ef þeir væru til á land- inu. Ég held að við myndum einnig fá meiri athygli innan Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík en í HK því það er auðveldara að vera stór fiskur í lítilli tjörn en öfugt,“ segir Hákon en tekur fram að hann sé ekki að gera lítið úr starfi HK á nokkurn hátt. Þrátt fyrir að félagarnir séu ekki sam- mála um þetta atriði eru þeir sammála um að næsta skref sé að stuðla að útbreiðslu íþróttarinnar hér á landi. Vantar samherja og mótherja „Það er hundfúlt að æfa svona mikið og hafa síðan engan annan til að spila við. Maður er samt vanur þessu og reynir að láta það ekki fara mikið í taugarnar á sér,“ segir Alexander. Þeir eru báðir sannfærðir um að á Íslandi megi enn finna marga bundna við hjólastól sem væri hægt að virkja til þátttöku í hjólastólaíþróttum. Vandinn liggur bara í því að ná til þeirra og opna augu fólks fyrir því að fatlaðir geti líka stundað hópíþróttir hér á landi. Í dag eru um 15 leikmenn sem stunda hjólastólahandbolta að staðaldri. Hópurinn er fjölbreyttur og kemur úr öllum áttum en það mæta samt ekki allir á hverja æfingu og því vantar enn fleiri samherja. Draumurinn hjá þeim félögum er að fá fleiri félög til að stofna sínar eigin hjóla- stóladeildir. „Það hefur tekið tíma að byggja liðið upp hjá okkur og því reikna ég með að það muni taka tíma hjá öðrum fé- lögum líka. Fyrsta markmiðið er bara að fá upp að minnsta kosti eitt annað lið, svo við getum haft allavega einn mótherja til að keppa reglulega við,“ segir Alexander. Sofnaði undir stýri Hákon hefur starfað á pítsustað í mörg ár. Hann á fjögur systkini og er fæddur og uppalinn í Þorlákshöfn. Hann bjó einnig í Grafarvogi og Danmörku á tímabili en hef- ur verið búsettur í Hafnarfirði síðustu ár. Hákon lenti í bílslysi árið 2009 og hefur verið bundinn við hjólastól allar götur síðan. Hann sofnaði undir stýri þegar hann var 17 ára gamall með þeim afleiðingum að bíllinn valt. „Þetta var um kvöldmatarleytið og ég hafði kíkt í bústaðinn hjá ömmu og afa. Ég var mjög þreyttur og ákvað að keyra bílinn út í kant og leggja mig í korter eins og auglýsingin frá Umferðarstofu mælti með. Þegar ég vaknaði aftur korteri seinna var ég greinilega enn hálfsofandi því ég gleymdi að spenna á mig beltið. Eftir á að hyggja hefði verið betra að standa upp, fá sér frískt loft og labba nokkra hringi í kringum bílinn áður en ég lagði aftur af stað.“ Stuttu síðar sofnaði Hákon undir stýri en hann skaust út úr bílnum og braut þrjá hryggjarliði auk þess sem mænan skadd- aðist. Hann er þó ekki alveg lamaður fyrir neðan mitti en skortir nægjanlega mikinn styrk til að geta gengið. Mænuskaði í móðurkviði Alexander er elstur þriggja bræðra og ólst upp í Grafarvogi. Hann býr nú með sam- býliskonu sinni í Grafarholti og starfar á frístundaheimili við Korpuskóla. Hann studdist við hækjur og staf fyrstu æviárin en færði sig alfarið yfir í hjólastól- inn við 12 ára aldur. „Ég nennti ekki lengur að vera svona hægfæra með hækjur. Ég var að detta inn í unglingsárin og fannst ömurlegt að kom- ast helmingi hægar en flestir aðrir í kring- um mig. Með hjólastólnum fékk ég aukið frelsi og hraða til að halda í við aðra,“ seg- ir Alexander en hann fæddist með klofinn hrygg. Það er fæðingargalli þar sem mæn- an þroskast ekki eðlilega. Á unglingsárunum minnkaði styrkurinn sem Alexander hafði áður í fótunum. Hann mun líklega aldrei ná aftur fyrri hæfni í fótunum en segir líf sitt þægilegra í hjóla- stólnum að mörgu leyti. „Ég er samt enn fjandi sterkur á fótunum og get tekið yfir 100 kg í fótapressu ef ég er með spelkur sem veita mér stuðning við ökkla og hné.“ Íþróttamenn af guðs náð Bæði Alexander og Hákon eru miklir keppnismenn og hafa stundað íþróttir frá blautu barnsbeini. Þeir lýsa sér báðir sem sönnum íþróttafríkum og viðurkenna að þeir séu oftast að horfa á íþróttir ef þeir eru ekki að stunda þær sjálfir. Alexander byrjaði að æfa sund þegar hann var fimm ára en hætti á unglings- árunum. Hann komst í unglingalandsliðið og keppti fyrir Íslands hönd á mótum erlendis. Hann lærði mikinn aga í sundinu en æfing- ar voru að jafnaði fimm daga vikunnar. Sundið hafði mikil áhrif á Alexander en þar sá hann fyrst kærustuna sína, Evu Þórdísi Ebenezersdóttur, sem var einnig á fullu í sundinu. Eftir að sundferlinum lauk lagði hann stund á kraftlyftingar af miklum móð og grípur enn reglulega í lóðin samhliða hand- knattleiksiðkuninni. Alexander telur kraft- „Hundfúlt að hafa engan mótherja“ HJÓLASTÓLALIÐ HK „RÚLLAÐI“ YFIR ÍSLANDSMEISTARA ÍR Í BÓKSTAFLEGRI MERKINGU Í HJÓLASTÓLAHANDBOLTA Á DÖGUNUM. ÞAÐ ER MIKILL METNAÐUR Í LIÐINU, LEITAÐ NÝRRA IÐKENDA OG SAFNAÐ FYRIR KAUP- UM Á KEPPNISSTÓLUM. VIÐ KÍKTUM Á ÆFINGU OG FENGUM AÐ KYNN- AST TVEIMUR LEIKMÖNNUM LIÐSINS NÁNAR. Jón Heiðar Gunnarsson jonheidar@mbl.is Hákon Atli Bjarkason og Alexander Harðarson eru baráttujaxlar innan sem utan vallar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.