Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Page 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Page 49
7.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 lyftingarnar hjálpa sér mikið í handbolt- anum enda þarf sterka handleggi til að ýta sér áfram en hann vakti mikla athygli áhorfenda í leiknum fyrir gríðarlegan skot- kraft. Alexander hafði enga reynslu af hóp- íþróttum áður en hann hóf handboltaiðkun og segir allt öðruvísi að þurfa að treysta á fjölda fólks en ekki eingöngu sjálfan sig. Æfing fjórum mánuðum eftir slys Hákon hafði hins vegar mikla reynslu úr heimi hópíþrótta þar sem hann æfði bæði fótbolta og handbolta áður en hann lenti í bílslysinu. Hann lét slysið ekki á sig fá og hélt ótrauður sínu striki í íþróttaiðkun. Hann mætti á sína fyrstu borðtennisæfingu fjórum mánuðum eftir að slysið átti sér stað. Í dag er hann margfaldur meistari í borðtennis og hann stofnaði einnig eina hjólastólakörfuboltalið landsins. Helstu kost- ir hans inni á vellinum eru gríðarlegur hraði og snerpa. Í dag leggur hann stund á handbolta tvisvar í viku, körfubolta tvisvar í viku og borðtennisæfingar þrisvar í viku. Þeir segja báðir að góð skipulagning sé lykilatriði til að komast í gegnum allar þessar æfingar og bæta við að líf án íþróttaiðkunar sé óhugsandi. Fótbolti í „buffalo“-skóm Lið HK er eina hjólastólahandboltalið lands- ins og því má segja að þetta sé einnig landslið Íslands í greininni. Liðið hefur nú þegar fengið nokkur boð um að spila fyrir Íslands hönd á erlendri grundu. Nú stendur til boða að spila á alþjóðlegu móti í Svíþjóð í sumar og á heimsmeistaramóti í Brasilíu í september. Skortur á keppnisstólum hefur hins vegar komið í veg fyrir að liðið sé gjaldgengt á alþjóðlegum markaði. „Ég hef trú á því að við getum gert eitthvað af viti úti og við erum með mannskap til að ná saman í virkilega gott byrjunarlið. Við get- um hins vegar ekki keppt við erlend lið á jafningjagrundvelli fyrr en við eignumst keppnisstóla fyrir alla í liðinu,“ segir Há- kon. Hjólastólarnir skipta gríðarlega miklu máli að mati Hákons og hann segir mjög mikilvægt að velja sér góðan stól og taka sér tíma til að venjast honum ef maður ætl- ar að ná árangri í íþróttinni. „Að spila hjólastólahandbolta á lélegum hjólastól er dálítið eins og að spila fótbolta í „buffalo“- skóm,“ segir Hákon og glottir við tönn. Há- kon á eina keppnisstól landsins en nýr stóll kostar á bilinu 600.000-900.000 krónur. Hann fær nýjan keppnisstól sendan til landsins seinna í sumar og ætlar að selja gamla stólinn sinn innanlands. Ökklameiðsli skapa vandræði Það er ekki mikið um alvarleg meiðsli í hjólastólahandbolta en þó kemur það fyrir að leikmenn slasi sig við æfingar og keppni. Það er eitthvað um höfuðmeiðsli í íþróttinni þar sem leikmenn eiga það til að detta úr stólunum og reka höf- uðið í gólfið þegar harka færist í leikinn. Algengustu meiðslin verða hins vegar við árekstur tveggja stóla en þá geta fæt- ur og hendur klemmst á milli. Alvörukeppnisstólar eru einmitt með varn- argrindur til að koma í veg fyrir slík meiðsli á fótum. „Í hita leiksins hættir maður hins vegar að spá í það og lætur sig bara vaða í alla árekstra þrátt fyrir að vera ekki með varnargrind,“ segir Alexander sem kippir sér oftast ekki upp við smávægileg meiðsli. Hann sneri sig hins vegar illa á ökkla á dögunum og gat ekki tekið þátt í æfingaleik af þeim sökum. „Flestum sem þekkja ekki til íþróttarinnar finnst furðulegt til þess að hugsa að ökklameiðsli geti komið í veg fyrir þátttöku í hjólastólahandbolta en svona er nú bara staðan á meðan við eigum ekki alvörukeppnisstóla því þá eru fæturnir lítið varðir fyrir árekstrum.“ Vilja miðla upplýsingum Alexander og Hákon eru báðir stórhuga og sjá báðir fyrir sér mögulegan starfsframa í þjálfun í framtíðinni. Þeim finnst gaman að hjálpa fólki og telja reynslu sína geta hjálp- að öðrum í sömu stöðu. „Það eru fáir á Ís- landi í sömu stöðu og við og þess vegna ættum við að hafa eitthvað að miðla til næstu kynslóða.“ Í allra nánustu framtíð ætla þeir að halda áfram að hafa gaman af lífinu og hamast í íþróttum eins lengi og skrokkurinn leyfir. Hákon rennir hýru auga til Svíþjóðar þar sem hjólastólamenningin er mun öflugri en hér heima. Þarna eru öflugar deildir í handbolta, hokkíi og körfubolta fyrir fólk í hjólastólum og allt aðgengi að íþróttum am- un auðveldara en hér heima. „Öll aðstaða er frábær þarna úti. Körfuboltaliðið á til dæm- is tuttugu aukakeppnisstóla á lager til að lána byrjendum sem vilja fá að prófa. Því miður eru Íslendingar aftarlega á merinni hvað þetta varðar,“ segir Hákon. Hann tel- ur fámennið hér heima hafa mikið að segja en árlega fjölgar einstaklingum með mænu- skaða hérlendis um fimm að meðaltali sam- anborið við yfir 100 einstaklinga í Svíþjóð. Hann sér hins vegar ekki fram á að flytja til útlanda á þessu ári. „Ég þyrfti að skipu- leggja mig mjög vel og vera búinn að finna vinnu og íbúð þarna úti áður en ég færi af stað í svoleiðis ævintýri.“ Vantar öflugan bakhjarl Alexander og Hákon biðla til íslenskra fyr- irtækja og stofnana að leggja sér lið svo þeir geti fest kaup á keppnisstólum fyrir liðið og í framhaldinu keppt fyrir Íslands hönd á alþjóðavettvangi. Þeir auglýsa eftir stórum bakhjarli sem getur hjálpað liðinu yfir þennan mikilvæga hjalla. „Það var lítið mál að fá nokkur fyrirtæki til að styrkja liðið þegar okkur vantaði keppnisbúninga en stólarnir eru hins vegar töluvert dýrari og því eru styrktaraðilarnir ekkert að berjast um okkur um þessar mundir,“ segir Alex- ander um leið og hann blótar verðlagningu á vörum sem skilgreindar eru sem hjálp- artæki. Íþrótt fyrir alla Helsti styrkleiki hjólastólahandbolta að mati Hákons og Alexanders er sú staðreynd að nánast allir geta stundað íþróttina. Það er ekki búið að setja upp mjög strangt reglu- verk varðandi þátttakendur og því hentar íþróttin í raun fyrir hvern sem er, bæði fatlaða og ófatlaða, stelpur og stráka. Í dag eru tveir leikmenn í liði HK sem notast ekki við hjólastól í sínu daglega lífi og liðið er einnig kynjablandað því Arna Sigríður Albertsdóttir er fulltrúi kvennþjóð- arinnar í íþróttinni. Hákon og Alexander skora á alla að prófa að mæta á æfingu. Þeir mæla samt með því að hringja á undan sér ef fólk á ekki hjólastól svo hægt sé að útvega stól fyrir æfinguna. Morgunblaðið/Ómar * „Að spila hjóla-stólahandboltaá lélegum hjólastól er dálítið eins og að spila fótbolta í „buff- alo“-skóm,“ Óskar eftir landssöfnun í sjónvarpinu „Okkur óraði ekki fyrir að fá tækifæri til að spila við ríkjandi bikarmeistara í hand- bolta fyrir nokkrum mánuðum, hvað þá að vinna þá,“ sagði Frið- rik Þór Ólason, leik- maður hjólastólaliðs HK og einn af stofn- endum þess. Hann auglýsir eftir 9 milljónum króna til að hægt sé að kaupa 12 keppnishjólastóla fyrir liðið. Hann er bjartsýnn á að hægt sé að safna slíku fé með samstilltu átaki frá fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum í landinu. Hann lætur sig dreyma um lands- söfnun í sjónvarpinu. Framtakssamar vinkonur Vinkonurnar Matthildur Lilja Jóns- dóttir, Kolfinna Ríkharðsdóttir og Brynhildur Hrafnkelsdóttir voru á vappi um svæðið með stóran bleikan sparigrís við hönd og tóku á móti frjálsum fjárframlögum frá áhorf- endum á leiknum. Þær voru mjög ánægðar með við- tökurnar og söfnuðu tæplega hundrað þúsund krónum. Þær gáfu allan pen- inginn til styrktar hjólastólaliðinu en það fjármagn rennur beint til hjóla- stólakaupa enda mikil þörf fyrir þá. Kolfinna, Matthildur og Brynhildur Friðrik Þór Ólason

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.