Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Side 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.7. 2013 Menning Þ essi sýning er nátt- úrugripasafn en líka ákveðið safn myndlist- armiðla. Ég er með silkiþrykk, vídeó, sam- klipp, tréliti, olíu, skúlptúra … Hugmyndin velur miðilinn og for- vitnin í mér gerir það að verkum að ég læri sífellt meira. Það er svo gaman að mæta hinu óvænta og þrýsta sífellt á mörkin,“ segir Sara Riel myndlistarkona. Hún opnaði á föstudagskvöldið viðamikla og fjöl- breytilega sýningu í sal eitt Lista- safns Íslands, og nefnir sýninguna Memento mori – Náttúrugripasafn. Sara lýkur upp frumspekilegum heimi slíks safns á sýningunni og veltir fyrir sér hvaða tökum lista- maður geti tekið það. Undanfarin ár hefur hún kannað erlend nátt- úrugripasöfn og velt þessum heimi fyrir sér, jafnframt því að leita að íslenska náttúrugripasafninu. Við sköpun síns eigin persónulega og heillandi safns hefur Sara haft flokkunarkerfi og fjölbreytileika hefðbundinna náttúrugripasafna að leiðarljósi. Kafaði í brunninn „Þetta þema kom til mín fyrir um þremur árum þegar ég var að leita að víðtæku efni að vinna með,“ segir Sara þar sem við göngum um salinn milli verka sem sýna allra- handa dýr, vírusa, fræ og plöntur. Hún segist hafa gert sér grein fyr- ir því að náttúran, hér sem annars staðar, væri það sem stæði sér næst og þar væri lykilinn að finna. „Mig langaði ekki að skapa eitt- hvert „wunderkammer“ og ekki til að rýna sérstaklega í íslenska nátt- úru, heldur vinna með persónu- legan brunn sem ég gæti kafað of- an í,“ segir hún. „Ég starfa líka sem leiðsögumaður og er oft spurð að því hvar íslenska náttúrugripa- safnið sé að finna, en það er ekki aðengilegt, það er allt í geymslu. Eitt viðfangsefni mitt var því að rannsaka hvað varð um safnið eftir að það var tekið niður úr húsnæð- inu við Hlemm. Það tók mig tíma að ná þeim tengslum að geta skoð- að gripina, sem eru nú allir varð- veittir í Náttúrustofnun. Safnið hefur velkst um í kerfinu.“ Undirbúningur Söru að sköpun hennar eigin safns var margbreyti- legur og fór hún meðal annars í ferð milli evrópskra stórborga, ásamt Davíð Erni Halldórssyni, vini sínum og kollega í myndlist- inni, að skoða gamalgróin nátt- úrufræðisöfn. „Ég vildi sjá hvernig fílingurinn væri í þeim og hvernig þau sýndu gripina. Það hafði verið að angra mig hér heima hvernig náttúrugripir hafa verið settir fram, því það snýst allt um upplýs- ingar en ekki hið sjónræna. En svo kom í ljós að það er meira og minna einhver viktoríanskur blær í þessum söfnum, fyrir utan kannski í London þar sem reynt hefur ver- ið að nútímavæða hluta safnsins – og það verður að viðurkennast að gamli hlutinn var meira sjarm- erandi. Framsetningin lyktar öll af ákveðnum gæðum. Veiðisafnið í París er mitt uppá- hald, en þar eru búin til listaverk úr uppstoppuðum dýrum án þess að missa vissan elegans.“ Og hún fór enn dýpra, niður í flokkunarkerfi náttúrunnar. „Það eru dýraríkið, plönturíkið, sveppa- ríkið, einfrumungar og fjölfrum- ungar. Svo greinir nátt- úrufræðinga á en ég tek steinaríkið inn sem lifandi afl því þannig lít ég á steinana. Ég týndi steini í þrjá mánuði en svo kom hann til baka að útidyrunum mín- ar í Berlín. Það var stresssteinn- inn minn sem ég hafði hlaðið orku og haft í svitabaði.“ Hún hlær. Allt má endurvinna Sara var komin með nátt- úrugripasafnið sem grunn og útfærslurnar spruttu út frá flokkunum. „En svo snýst þetta um að búa til mynd- list og nýja vinkla. Ég er ekki í samkeppni við hefðbundin söfn á neinn hátt en það má end- urvinna allt, enda merkir orðið vísindi science á latínu: að brjóta niður. Það má endalaust brjóta niður og endurhanna út frá hinu sjónræna.“ Sara Riel hefur á undanförnum árum getið sér orð fyrir málaðar innsetn- ingar í sýningar- sölum og söfnum víða um lönd. Þá þekkja margir vegglistaverk hennar, sem meðal annars má sjá víða í Reykjavík, en hún er virkur félagi í alþjóðlega götu- listahópn- um Big Gee- zers. En þó Sara hafi getið sér orð fyrir götulist, eða graf- fití, þá er hún jafnframt menntaður myndlistarmaður frá Listaháskóla Íslands og Listaháskóla Berlínarborgar. Hún er virk í báðum þessum heimum og segir að vinnan við náttúrugripasafnið á síðustu árum hafi til að mynda skilað sér í stórum veggverkum. Og vandvirkn- isleg teikning á sýningunni, þar sem fanir fjöður eru myndaðar úr hömum íslenskra fugla í Nátt- úrustofnun, mun verða stækkuð í annarri útfærslu á vegg húss á Asparfelli í sumar. Ekki lunda og hrút Yfirtitill sýningarinnar er Me- mento mori, sem er áminning til manna á latínu að þeir séu dauðlegir og eigi að njóta til- verunnar meðan tími er til. „Þessi titill kom seint á vinnu- ferli sýningarinnar,“ segir Sara. „Hann er afleiðing vinnunnar. Horfum til dæmis á þessi tvö verk,“ segir hún og gengur að fal- lega bæsuðum römmum þar sem fimmtíu hlöðnum haglaskotum hef- ur verið raðað í annan, með nöfn trjáplöntu undir hverju skoti, og í hinu hafa fallegir litskrúðugir hringir verið málaðir og límdir saman. „Þetta er mynd af mörgum þekktustu og mannskæðustu vírus- um sem þekkjast,“ segir hún og bendir á það síðarnefnda. „Þetta eru meðal annars eyðniveiran og lifrarbólga-c. Þetta eru einfrum- ungar sem ég set fram með mikl- um smáatriðum, í hreinni fegurð. Dýptin, sem ég vildi ná fram, kem- ur með samklippivinnunni. Ég valdi að vinna verk sem þessi ekki í tölvu heldur í höndunum, það er allt önnur og tilfinningaríkari nálg- un. Verkið með skotunum vann ég hins vegar með manninum mínum, sem er skógfræðingur, og í því eru fræ fimmtíu trjátegunda. Við erum bæði komin með skotvopna og veiðileyfi og höfum verið að hlaða skotin – hér er listin orðin vísindi. Er þetta góð leið til að græða upp landið? Að skjóta fræjunum í það?“ Forvitnin hefur rekið Söru áfram við vinnu verkanna og hún segir fólk forvitið um náttúruheim- inn. Hún vill ekki sjá séríslenskt náttúrugripasafn, sem snýst bara um „lunda og hrút en ekki um tígrisdýr“. Á ljósmyndum má sjá hvernig dýr eru geymd í Náttúrugripasafni Íslands í dag, í pokum. „Svona er þessi sýning, safn í safni í safni,“ segir Sara. Hluti verksins Fjöður sem Sara gerði fyrr á þessu ári. Lætur hún hami íslenskra fugla mynda fanir fjaðrarinnar. NÁTTÚRUGRIPASAFN SÖRU RIEL OPNAÐ Í LISTASAFNI ÍSLANDS Safn Söru í safni „ÞAÐ ER SVO GAMAN AÐ MÆTA HINU ÓVÆNTA OG ÞRÝSTA SÍFELLT Á MÖRKIN,“ SEGIR SARA RIEL. HÚN SÝNIR NÚ Í LISTASAFNI ÍSLANDS AFAR PERSÓNULEGA ÚTGÁFU MYNDLISTARMANNSINS AF NÁTTÚRUGRIPASAFNI. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Geymt en ekki gleymt – Kanína,“ frá 2013. „Svona eru dýrin geymd.“ Eitt steinaverka Söru á sýningunni, „Eðalsteinn/gimsteinn“ – 2013. „Svo snýst þetta um að búa til myndlist og nýja vinkla,“ segir Sara Riel um sýninguna. Ljósmynd/Lilja Birgisdóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.