Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Síða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.7. 2013
C
helsea er stofnað
1905 en samt mætti
eiginlega segja að
saga félagsins væri
aðeins tíu ára. Þá
gekk ungur rússi, Roman
Abramovich, inn á Stamford
Bridge með fulla vasa af pen-
ingum, keypti félagið og breytti
þannig fótboltaumhverfinu. Nú
eru fjölmörg lið í eigu forríkra
auðmanna sem vita ekkert hvað
þeir eiga að gera við peningana,
en Abramovich var fyrstur.
Chelsea fór allt í einu að berj-
ast um alla titla sem í boði
voru. Hann opnaði veskið, fór að
dæla peningum í félagið og mun-
aði ekki um það. Listann af
leikmönnum sem hann hefur
keypt til Chelsea má sjá hér til
hliðar.
Flestir héldu að Abramovich
myndi ekki nenna að eiga fót-
boltafélag í meira en fimm ár en
hann hefur troðið upp í þær efa-
semdaraddir. Í dag er hann gall-
harður stuðningsmaður og skort-
ir ekki seðla. Chelsea er ekki
lengur bara leikfang í hans aug-
um heldur vill hann félaginu vel.
Þessi áratugur hefur ekki bara
verið dans á rósum fyrir
Abramovich. Níu stjórar hafa
komið og farið og milljónir
punda farið í vaskinn með slæm-
um leikmannakaupum. En gleðin
hefur líka verið við völd. Ellefu
titlar eru komnir í hús – meðal
annars meistaradeildarbikarinn,
fjórir FA-bikarar, þrír deild-
artitlar, tveir deildarbikarar og
Evrópudeildin vannst í vor.
Chelsea er ekki lengur félag
sem spilar skemmtilegan fótbolta
með Gullit, Di Matteo og Eið
Smára. Þess þó heldur eru þeir
peningamaskína þar sem krafan
er þrjú stig og bikarar.
Margir af efnilegustu leik-
mönnum heims eru á launaskrá
Chelsea og munu brátt fara að
láta til sín taka. Ferskleikinn er
fyrir hendi og það er á hreinu
að ekki hefur bara verið hugsað
til einnar nætur. Leikmenn eins
og Ryan Bertrand, Josh McEac-
hran og Nathaniel Chalobah
lofa góðu. Þá eiga þeir alla
efnilegustu Belgana, Hazard,
Kevin De Bruyne, Thibaut Co-
urtois og Romelu Lukaku, Juan
Mata er ekki gamall og svona
mætti lengi telja. Framtíðin er
því björt í Róma(n)veldi og
hver veit nema annar áratugur
undir stjórn Rússans hafi hafist
í byrjun júlí.
AFP
Áratugur með Abramovich
TÍU ÁR ERU SÍÐAN RÚSSNESKUR AUÐJÖFUR, ROMAN ABRAMOVICH, FÓR AÐ LEIKA SÉR MEÐ CHELSEA. HANN VAR
FYRSTI PENINGAGOSINN TIL AÐ HENDA PENINGUM Í FÓTBOLTAFÉLAG – BARA SVONA AF ÞVÍ AÐ HANN GAT ÞAÐ.
Roman hafði lengi langað að lyfta þessum
bikar. Meistaradeildarbikarnum. Það tókst
19. maí 2012 eftir sigur á FC Bayern.
Ólafur Ragnar og Dorrit voru gestir
Abramovich í leik gegn Leicester.
AFP
„Í byrjun sagði fólk að hann myndi stoppa stutt. En eldmóður
hans í dag er eins og þegar ég hitti hann fyrst. Félagið er í góð-
um höndum.“ Petr Cech, markvörður Chelsea
Boltinn
BENEDIKT BÓAS
benedikt@mbl.is
Bestu kaup Chelsea:
Jose Mourinho
Didier Drogba
Claude Makelele
Ashley Cole
Juan Mata
Verstu kaup Chelsea:
Juan Sebastian Veron
Andriy Shevchenko
Shaun Wright-Phillips
Adrian Mutu
Andres Villas-Boas
BESTU OG VERSTU
Abramovich á kastala, The Chateau de la Croe, sem
var byggður 1867 og er á frönsku rivíerunni milli
Nice og Cannes. Hann borgaði 61 milljón dollara
fyrir herlegheitin.
Abramovich á einkaströnd á St. Barths í Karab-
íska hafinu og hélt þar fimm milljón dollara ára-
mótapartí árið 2009 þar sem Prince tróð upp.
Abramovich á risahöll úti í sveit á Englandi. Þar
eru pólóvöllur, útisundlaug, tennisvöllur, gókart-
braut, skotæfingavöllur, riffilsvæði og laxveiðiá.
Hann er einnig að breyta húsi í Chelsea-hverfinu í
London, sem verður eitt dýrasta hús sem til er. Í
Aspen á hann kofa þegar hann fer á skíði sem hann
borgaði 35 milljónir dollara fyrir. Hann á einkakaf-
bát og þrjár snekkjur, Predator, Pelorus og stærstu
snekkju heims, Eclipse. Þegar Abramovich flýgur á
milli notar hann sína eigin Boeing 767. Sagan segir
að hann ætli að fá sér nýju Airbus-þotuna, hún er á
tveimur hæðum. Fyrir utan allt þetta eru auðvitað
bílarnir: Sérsmíðaður Porsche Carrera GT, Bugatti
Veryron, Maserati MC12 Corsa, Ferrari 360 og
sprengjuheldar Maybach 62-limósínur svo fáeinir séu
nefndir. Þetta er bara það helsta. Hann safnar líka
málverkum og keypti sér nýlistaverk á 86,3 milljónir
dollara sem er dýrasta listaverk í þeim flokki selt á
uppboði. Abramovich er með lífverði með sér allan
sólarhringinn, hann er tvífráskilinn og var að auki að
kaupa sér hús í Sankti Pétursborg sem hann borgaði
400 milljónir dollara fyrir. Breytti því svo í safn og
opnaði almenningi. Fótboltinn er bara auka.
LEIKTÆKIN HANS ROMANS
ROMAN ABRAMOVICH Á GLÆSIHÚS ÚT UM ALLAN HEIM,
MÁLVERKASAFN OG BOEING 767-EINKAÞOTU, SVO EITTHVAÐ SÉ NEFNT.
Roman Abramovich lifir hátt
Roman Abramovich efnaðist á olíu- og málmvinnslu.
AFP