Morgunblaðið - 03.09.2013, Side 1

Morgunblaðið - 03.09.2013, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 3. S E P T E M B E R 2 0 1 3  204. tölublað  101. árgangur  VETRARBÚÐIR Á SPÁNI FYRIR VEL ÞROSKAÐ FÓLK HRAÐHLEÐSLA FJÖLGI RAFBÍLUM GÖLDRÓTTU SMYRSLIN FRÁ VILLIMEY BÍLABLAÐ TÁLKNAFJÖRÐUR 16ÖÐRUVÍSI FERÐIR 10 ÁRA STOFNAÐ 1913 Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Sumar Sláttur í Hvítárholti.  „Á þeim svæðum þar sem var bæði kal og þurrkar hafa bændur ekki náð miklum heyfeng og reikna með að þurfa að fækka skepnum eitthvað til að mæta því,“ segir Guðfinna Harpa Árnadóttir, ráðu- nautur hjá Ráðgjafarmiðstöð land- búnaðarins á Egilsstöðum. Það viðraði vel til heyskapar á Austur- landi í sumar en kal í vor og þurrk- ar höfðu áhrif á uppskerumagnið, sem þykir ekki með því mesta. Guð- finna vonar að gjafatíminn verði ekki langur í vetur svo heybirgð- irnar dugi. Heyfengur á landinu þykir í með- allagi eftir sumarið en víða bíða bændur eftir þurrki til að ljúka seinni slætti. Þá er korn mjög seint á ferðinni. »4 Vona að heyfengur dugi veturinn Á þriðja hundrað ferðir » Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands voru farnar 264 sjúkraflugsferðir 2012 sem þær greiddu fyrir. » 119 voru bráðatilvik. Baldur Arnarson Þórunn Kristjánsdóttir „Ég held að Reykjavíkurborg hljóti að horfa til þessara undirskrifta,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra, aðspurður hvort hann telji að borgin eigi að endurmeta afstöðuna til flugvallar- málsins í ljósi þess að 64.000 manns vilja flugvöll áfram í Vatnsmýri. „Ég held að borgin hljóti líka að horfa til þess að ríkisvaldið vill að flugvöllurinn verði þarna áfram og til þess að megnið af landinu sem flugvöllurinn er á er í eigu ríkisins. Það væri því mjög óráðlegt fyrir borgina að ætla að þvinga flugvöllinn í burtu án samráðs við önnur stjórn- völd og íbúa landsins.“ Þá bendir Sigmundur Davíð á að í stjórnarsáttmálanum standi að flug- völlur skuli vera í nálægð við stjórn- sýslu og þjónustu í miðborginni. Stefán Þórarinsson, læknir og framkvæmdastjóri lækninga á Heil- brigðisstofnun Austurlands, segir að öryggi sjúklinga verði stefnt í mikla hættu ef sjúkraflug þurfi að fara í gegnum Keflavíkurflugvöll í stað Reykjavíkurflugvallar. Borgin endurmeti stöðuna  Forsætisráðherra telur borgina verða að horfa til undirskrifta í flugvallarmálinu  Óráðlegt sé að þvinga flugvöll í burtu án samráðs  Ríkið eigi land í Vatnsmýri MTæplega helmingur »6 Ljósmynd/Margrét Gísladóttir Í Visby Gunnar Bragi ásamt öðrum ráðherrum NB8-ríkjanna. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis- ráðherra ræddi stöðuna í Sýrlandi ásamt sjö öðrum utanríkisráðherr- um Norðurlanda og Eystrasaltsríkj- anna á fundi í Svíþjóð í gær. Sagði Gunnar Bragi að Sýrlands- málið yrði aftur á dagskrá í dag og þá gæti dregið til tíðinda í málinu. Gunnar Bragi segir ríkisstjórnina ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort hún styðji hugsanlegar hernaðar- aðgerðir gegn Sýrlandsstjórn. „Ef það reynist rétt að sýrlensk stjórnvöld standi að baki efna- vopnaárásinni ber að sjálfsögðu að fordæma það. Við viljum að málið fari í gegnum öryggisráðið og viljum bíða eftir að það komi niðurstöður úr rannsókninni hjá sérfræðingum Sameinuðu þjóðanna,“ sagði hann. Tveir ráðherrar í Svíþjóð Utanríkisráðherrar svonefndra NB8-ríkja funda nú í bænum Visby á Gotlandi og lýkur fundinum í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra heldur til Stokk- hólms í dag en þar mun hann taka þátt í vinnukvöldverði ásamt leiðtog- um Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands á morgun. Mun Bar- ack Obama Bandaríkjaforseti að auki sitja fundinn, en Fredrik Rein- feldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, býður til fundarins í tilefni af heim- sókn forsetans til Svíþjóðar. Hver leiðtogi flytur erindi og mun Sigmundur Davíð m.a. fjalla um samstarf á norðurslóðum. Er gert ráð fyrir umræðum um hvert erindi. Búist er við umræðum um Sýrland í ljósi atburða síðustu vikna. »20-21 Ráðherrar ræddu stöðuna í Sýrlandi  Gunnar Bragi fundaði með sjö utanríkisráðherrum í bænum Visby í Svíþjóð Þessir kátu menntskælingar voru í essinu sínu þegar þeir biðu eftir strætisvagni í skýli við Menntaskólann í Reykjavík í gær, enda er full ástæða til að gleðjast nú þegar spennandi skóla- ár er nýhafið. Í skólanum eru nú skráðir 898 nemendur í 37 bekkjardeildum. Ganga glöð og bjartsýn til móts við námið Morgunblaðið/Ómar Menntaþyrst ungmenni hefja nýtt skólaár með bros á vör  Tveir fyrr- verandi lands- liðsmenn í skíðaíþróttum stefna að því að bjóða upp á þyrluskíða- ferðir frá Siglufirði. Á fundi með bæj- arráði Fjallabyggðar óskuðu þeir eftir samningi um afnotarétt á jörð- um og landsvæði í eigu sveitar- félagsins 1. mars til 20. júní ár hvert. Á Tröllaskaga starfar fyrirtækið Bergmenn sem hefur gert samn- inga um einkaleyfi á tilteknum fjöllum. »13 Fleiri hafa hug á þyrluskíðaferðum  Bæjarráð Norðurþings samþykkti ný- verið að fara í viðræður við fé- lagið Sjóböð ehf. um að útvega lóð undir fyrirhug- aðan rekstur sjó- baðsstaðar á Höfðanum, en verkefnið hefur verið í þróun í nokkur ár. Stærð baðsvæðis er áætluð nærri 1.000 fermetrar en stærð húsnæðis um 500 fermetrar. Félagið hefur einnig áform um að byggja 70 til 100 herbergja heilsu- hótel í tengslum við sjóböðin. »6 Sjóböð og heilsu- hótel á Húsavík Frá Húsavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.