Morgunblaðið - 03.09.2013, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir
Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
F
I0
4
3
2
5
9
568 8000 | borgarleikhus.is
Fjölsk
yldan
Stórá
si 11
4 sýn
ingar
að eig
in val
i
Áskri
ftar-
kortið
okkar
Stjórn Minjasafnsins á Hnjóti í Örlygshöfn leitar nú
allra leiða til að fjármagna kaup á brjóstmynd af
Gísla á Uppsölum eftir myndlistarkonuna Ríkeyju
Ingimundardóttur en hún er nú til sýnis á Patreks-
firði. „Bankinn hérna á svæðinu er ekki tilbúinn að
lána safninu þær 400 þúsund krónur sem þarf til að
kaupa brjóstmyndina og þess vegna þurfum við að
leita annarra leiða til að fjármagna kaupin,“ segir
Magnús Ólafur Hansson, formaður stjórnar minja-
safnsins á Hnjóti.
Magnús telur að brjóstmyndin eigi heima á safninu
þar sem finna má ýmsa muni úr fórum Gísla. „Safnið
á innanhússmuni úr búi Gísla og einnig hattinn hans
fræga. Við vonum því að það takist að safna fyrir
brjóstmyndinni fyrir minjasafnið.“
Gísli Oktavíus Gíslason eða Gísli á Uppsölum í Sel-
árdal við Arnarfjörð fæddist 29. október árið 1907 og
lést á sjúkrahúsinu á Patreksfirði á gamlársdag árið
1986. Þjóðin kynntist honum m.a. 1981 í Stiklum Óm-
ars Ragnarssonar. vilhjalmur@mbl.is
Safnið vill Gísla heim
Safn Brjóstmynd af Gísla, sem minjasafnið á Hnjóti í
Örlygshöfn vill eignast, kostar 400 þúsund krónur.
Fá ekki lán til að kaupa
brjóstmynd af Gísla á Uppsölum
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Laun á almennum vinnumarkaði
hafa hækkað mun meira síðan í árs-
byrjun 2009 en hjá opinberum
starfsmönnum. Launavísitala fyrr-
nefnda hópsins hækkaði þannig um
29% frá fyrsta ársfjórðungi 2009
fram til sama ársfjórðungs í ár en
um 18% hjá opinbera geiranum.
Þetta kemur fram í nýjum tölum
Hagstofu Íslands yfir þróun vísitölu
launa hjá helstu launþegahópum.
Séu opinberir starfsmenn flokkað-
ir eftir því hvort þeir eru ríkis-
starfsmenn eða starfsmenn sveitar-
félaga kemur í ljós að vísitala launa
hjá ríkisstarfsmönnum hækkaði um
19% á sama tímabili en 17% hjá
starfsmönnum sveitarfélaga.
Byrjaði að síga fram úr
Gögn Hagstofunnar ná aftur til
fyrsta ársfjórðungs 2005. Hvað
snertir samanburð á þróun launa á
almennum vinnumarkaði og hjá
starfsmönnum hjá hinu opinbera
segir Hannes að horfa beri til þess að
til lengri tíma jafnist sveiflur í launa-
breytingum hjá báðum hópum.
Spurður hvort þróun launa á al-
mennum markaði frá 2009 flokkist
undir launaskrið segir Hannes G.
Sigurðsson, aðstoðarframkvæmda-
stjóri og forstöðumaður hagdeildar
hjá Samtökum atvinnulífsins, að það
hafi verið allmikið launaskrið alla
öldina, ef undan sé skilið árið 2009.
Hækkanirnar of miklar
„Það hafa verið alltof miklar
launahækkanir hér á landi. Þær hafa
skilað okkur meiri verðbólgu, hærri
vöxtum og lægra gengi en ella þegar
til lengri tíma er litið,“ segir Hannes
og bendir á að mæld launaþróun sé
að jafnaði 2-3% á tímabilinu umfram
almennar lágmarkshækkanir launa
á tímabilinu. Hvað snertir saman-
burð á þróun launa á almennum
vinnumarkaði og hjá hinu opinbera
segir Hannes að horfa beri til þess að
til lengri tíma jafnist sveiflur í launa-
breytingum hjá báðum hópum.
Spurður hvort hann telji að full-
trúar launþega hjá hinu opinbera
muni vísa til þess að þeir hafi dregist
aftur úr svarar Hannes því til að
menn finni sér iðulega heppileg
tímabil til samanburðar þegar þeir
setjist niður við kröfugerð. Almennt
hafi laun hækkað of hratt og mikið.
Höggið varð meira við hrunið
Elín Björg Jónsdóttir, formaður
BSRB, segir launaskrið á almenna
vinnumarkaðnum hafa verið umtals-
vert meira en hjá hinu opinbera.
„Það varð meira launaskrið á al-
menna markaðnum en hjá hinu opin-
bera frá og með árinu 2005 en dýfan
hjá almenna markaðnum varð einnig
stærri við efnahagshrunið. Sveifl-
urnar eru miklu minni hjá opinbera
geiranum. Það er ljóst að í komandi
kjarasamningum verður þetta eitt af
því sem er lagt til grundvallar við
kröfugerð. Þetta er ein af þeim mæli-
stikum sem aðildarfélög BSRB
munu leggja fram við sína kröfu-
gerð, það er að sýna fram á þá kaup-
máttarrýrnun sem hefur orðið hjá
opinberum starfsmönnum.“
Launin hækkuðu mismikið
Vísitala launa á almennum vinnumarkaði hefur hækkað um 29% frá árinu 2009
18% hækkun hjá hinu opinbera BSRB segir opinbera geirann hafa setið eftir
Fjölgun á vinnumarkaði
» Samkvæmt vef Hagstof-
unnar var vinnuaflið áætlað
160.700 manns í janúar 2005.
» Til samanburðar töldust
177.300 manns til vinnuaflsins
á Íslandi í janúar á þessu ári.
» Mannfjöldi á Íslandi 1. jan-
úar 2005 var 293.577 manns
en 321.857 manns 1. jan. sl.
Hannes G.
Sigurðsson
Elín Björg
Jónsdóttir
Gísli Víkingsson, hvalasérfræð-
ingur hjá Hafrannsóknastofnun,
segir að hnúfubakurinn í kringum
Ísland sé kominn í sögulega stærð.
„Á tímabili var stofninn mjög veik-
ur og fá dýr eftir í honum. Hann
hefur hins vegar tekið vel við sér
og telur hátt í 14 þúsund dýr í
dag,“ segir Gísli aðspurður um þá
ákvörðun bandarísku rannsókn-
arstofnunarinnar National Oceanic
and Atmospheric Administration,
NOAA, að taka til endurskoðunar
veru hnúfubaks á lista yfir dýr í út-
rýmingarhættu.
Sagt var frá því í frétt AVC-
fréttastofunnar að samtök sjó-
manna á Havaíeyjum hefðu óskað
eftir því að hnúfubakur yrði tekinn
af listanum en ekki kemur fram
hvort það sé gert í þeim tilgangi að
hefja veiðar á hvalnum. Talið er að
stofninn telji hátt í 21 þúsund dýr á
Kyrrahafssvæðinu í kringum Havaí
og alls um 60 þúsund á heimsvísu.
Veiðar eru pólitísk ákvörðun
Vangaveltur um það hvort veiðar
verði leyfðar á hvalnum segir Gísli
vera pólitískar. Gunnar Bergmann
Jónsson, framkvæmdastjóri
hrefnuveiðimanna, segir það hafa
komið til tals að leggja til að veiðar
verði hafnar á hnúfubak. „Engar
formlegar tillögur hafa borist en
við munum skoða það betur í vet-
ur,“ segir Gunnar.
Endanleg ákvörðun NOAA gæti
haft þýðingu í því máli.
vilhjalmur@mbl.is
Morgunblaðið/Kristján
Hvalur Stofn hnúfubaks hefur
stækkað mikið frá 1950.
Söguleg
stofn-
stærð
Vilja hnúfubak
af útrýmingarlista
Vestmannaeyjar þekkja flestir fyrir öflugan sjávarútveg, Tyrkjaránið, eld-
gosið 1973, frækna fótboltamenn og vitaskuld þjóðhátíð. Fleira má þó
finna í Eyjum og úteyjabúskapur hefur ávallt verið stundaður þar og er fé
þá flutt í t.d. Elliðaey og Álsey. Hér má sjá íslensku sauðkindina standa
keika innan um veiðarfæri í slippnum í Vestmannaeyjum, en vart hefur
hún fundið mikið til að bíta á þessum slóðum.
Landbúnaður og sjávarútvegur í Vestmannaeyjum
Morgunblaðið/Eggert
Íslensk sauðkind við veiðarfærin