Morgunblaðið - 03.09.2013, Page 7

Morgunblaðið - 03.09.2013, Page 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2013 Fjölþjóðlega leitar- og björgunar- æfingin SAREX Greenland Sea 2013 hófst í gær en æfingin fer fram dagana 2.-6. september, norðaustarlega á Grænlandshafi, milli Daneborg og Meistaravíkur. Rúmlega 100 fulltrúar Íslands taka með einum eða öðrum hætti þátt í æfingunni, þátttakendur koma frá Landhelgisgæslunni, Slysavarnafélaginu Landsbjörg, almannavarnadeild Ríkislög- reglustjóra, Slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins, lögreglu, Umhverf- isstofnun og Landspítalanum. Einnig hafa innanríkisráðuneytið og utanríkisráðuneytið komið að skipulagsferlinu. Tekinn verður upp þráðurinn þar sem frá var horfið í æfingunni SAREX Greenland Sea 2012 og unnið áfram eftir almannavarna- áætlun svæðisins að leit og björg- un, aðstoð og rýmingu skemmti- ferðaskips. Auk þess verða þjálfuð viðbrögð við mengunarslysi. Þau ríki norðurheimskautsráðsins sem senda búnað og björgunareiningar á svæðið eru auk Íslands: Græn- land, Færeyjar, Danmörk, Kan- ada, Noregur og Bandaríkin Áföll á afskekktum svæðum Æfingin er haldin á grunni sam- komulags norðurskautsríkjanna um öryggi á norðurslóðum en til- gangur hennar er að þjálfa leitar- og björgunaraðila þjóðanna átta sem liggja að norðurheimskautinu í að bregðast við áföllum sem verða á afskekktum svæðum norð- urheimskautsins. Í þessu tilfelli viðbrögð þegar skemmtiferðaskip lendir í áföllum við hina afskekktu austurströnd Grænlands, fjarri öllum björgunareiningum. Fram kemur á heimasíðu Land- helgisgæslunnar að stofnunin tek- ur þátt í æfingunni með ýmsum hætti. Skemmtiferðaskip hættir að senda frá sér staðsetningar innan leitar- og björgunarsvæðis Íslands og hefur björgunarmiðstöðin í Nuuk samband við stjórnstöð Landhelgisgæslu Íslands og óskar eftir aðstoð. Varðskipið Týr er á svæðinu og fer það samstundis til leitar, einn- ig mun flugvélin TF-SIF taka þátt í leitinni. Björgunaraðilar frá þjóðum norðurheimskautsráðsins senda búnað og björgunareiningar á svæðið og er Keflavíkurflug- völlur afar mikilvægur m.a. fyrir móttöku slasaðra, samhæfingu og aðstöðu fyrir erlendar flugvélar, áhafnir og fleiri aðila. Starfsfólk Landhelgisgæslunnar og ISAVIA við Keflavíkurflugvöll mun næstu daga sinna ýmsum störfum sem tengjast þessum málaflokki. Morgunblaðið/Árni Sæberg TF-SIF Flugvél Landhelgisgæsl- unnar tekur þátt í æfingunni. Mikil björgunaræf- ing á Grænlandshafi  Yfir 100 fulltrúar Íslands taka þátt Síldveiðar ganga vel að sögn Ró- berts Axels Axelssonar, skipstjóra á Ingunni AK 150, en hún er við veiðar austan við land í grennd við Vopna- fjarðargrunn. „Síldin er bæði stór og falleg en nokkuð dreifð hérna á svæðinu. Ég geri ráð fyrir því að koma í land með vinnsluhæfan skammt á næstu dögum,“ segir Ró- bert. Allnokkur skip eru á makrílveið- um enn og segir Róbert makrílinn yfirleitt hafa verið fínan á vertíðinni. „Við erum á eftir síldinni núna og búnir með makrílinn, en í síðasta túr sóttum við mjög fínan makríl. Hann var, eins og við mátti búast, nokkuð erfiður í upphafi og smár en óx á tímabilinu og styrktist.“ Versta veðrið að ganga yfir Veðrið hefur ekki leikið við lands- menn að undanförnu og töluverð bræla er á miðunum allt í kringum landið. Róbert segist þó búast við að veðrið lægi upp úr hádegi í dag og haldist þokkalegt fram eftir degi. Brælan stöðvar því ekki stærri skip flotans. „Hérna eru fjögur skip við veiðar og þrjú eitthvað fyrir sunnan okk- ur,“ segir Róbert en að sögn Land- helgisgæslunnar eru þó töluvert færri skip við veiðar en yfirleitt er á þessum árstíma. „Við vorum með um 200 skip á skrá hjá okkur í dag og rúmlega 290 í gær, sem er töluvert minna en gengur og gerist,“ sagði Ásgrímur Ásgrímsson hjá stjórnstöð Land- helgisgæslunnar í samtali við Morgunblaðið í gær. „Aðstæður eru ekki ákjósanlegar fyrir smærri báta og skip en þau eru mjög stórt hlut- fall flotans og því sjáum við þessa miklu fækkun núna meðan versta veðrið er að ganga yfir landið og miðin.“ Samkvæmt upplýsingum frá Veð- urstofu Íslands gekk versta veðrið yfir í nótt. Hugsanlega verður lægð- ardrag á Grænlandssundi í dag en veðrið ætti að vera orðið töluvert betra víðast hvar í kvöld. Miðin Veðrið stöðvar ekki stærstu skip flotans í að sækja síld og makríl. Síldin er stór og falleg  Færri skip á mið- unum í brælunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.