Morgunblaðið - 03.09.2013, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2013
Aðalmeðferð í Al-Thani-málinu svo-
nefnda hefst 4. nóvember næstkom-
andi í Héraðsdómi Reykjavíkur og
stendur í tvær vikur. Um fimmtíu
vitni hafa verið boðuð til að mæta
fyrir dóm í málinu. Ákæra var gefin
út í málinu í febrúar 2012 og það
þingfest í mars sama ár. Málið
frestaðist hins vegar eftir að tveir
verjenda sögðu sig frá því.
Í Al-Thani-málinu eru ákærðir
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrver-
andi forstjóri Kaupþings banka,
Sigurður Einarsson, fyrrverandi
stjórnarformaður bankans, Magnús
Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri
Kaupþings banka í Lúxemborg, og
Ólafur Ólafsson, sem átti stóran
eignarhlut í bankanum. Allir eru
mennirnir ákærðir fyrir umboðss-
vik og markaðsmisnotkun eða hlut-
deild í umboðssvikum og markaðs-
misnotkun í tengslum við kaup á
5,01% hlutafjár í Kaupþingi fyrir
tæplega 26 milljarða króna, en þau
voru fjármögnuð með láni frá
Kaupþingi.
Fyrirtaka fór fram í gærmorgun
þar sem meðal annars var rætt um
hvort spyrja ætti sakborninga og
vitni upp úr frumtexta skjala, sem
eru á ensku, eða hvort styðjast ætti
við þýðingar á sömu skjölum. Lauk
umræðunni án niðurstöðu en dóm-
ari málsins benti mönnum meðal
annars á að þingmálið væri ís-
lenska. Verður ákvörðun tekin áður
en aðalmeðferðin hefst.
Tvær vikur
í aðalmeðferð
Morgunblaðið/Rósa Braga
Fyrir dómi Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar,
Hreiðar Már og Sigurður Einarsson þegar Al-Thani-málið var þingfest.
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Sérstök áætlun er í gildi á Landspítalanum þar
sem deildarlæknum á lyflækningadeild fækk-
aði gríðarlega um mánaðamótin.
„Ástandið á lyflækningasviði spítalans er
þannig að við í læknadeild höfum af því veru-
legar áhyggjur,“ sagði Magnús Karl Magnús-
son, forseti læknadeildar Háskóla Íslands. „Ég
hef rætt við prófessor í lyflækningum um þetta
og það er búið að setja upp áætlun til að lækna-
nemar fái þá lágmarkskennslu sem við ætl-
umst til í læknadeildinni. Það er samt alveg
ljóst að eins og staðan er í dag þá vantar fólk í
þetta starfsnám læknanemanna.“
Spurður hvort lágmarkskennsla myndi ekki
ala af sér lágmarksheilbrigðiskerfi sagði
Magnús Karl að klínísk kennsla við lækna-
deildina hefði alltaf verið mjög góð og það hefði
verið einn af hennar styrkleikum. „Við erum
hrædd um að hún verði ekki jafngóð og hún
hefur verið. Þetta er ástand sem getur ekki
gengið lengi og við biðlum til stjórnvalda að
þetta ástand á lyflækningasviði verði leyst,“
sagði Magnús Karl.
Stríðir gegn betri vitund nema
Fjóla Dögg Sigurðardóttir, formaður Félags
læknanema og læknanemi á fimmta ári við
læknadeild Háskóla Íslands, segir sérfræði-
lækna hafa sífellt minni tíma til að sinna
kennslu læknanema.
„Deildarlæknum fer sífellt fækkandi þann-
ig að vinnan sem þeir unnu áður lendir núna á
sérfræðilæknum, kandídötum eða nemum.
Það stríðir oft gegn okkar betri vitund að
taka að okkur að sinna störfum deildarlækna
og kandídata, en það er erfitt að horfa að-
gerðarlaus á deildarlækna og kandídata und-
ir ómannlegu álagi. Við erum þó þarna til
þess að læra, en ekki sinna þeim störfum sem
spítalanum tekst ekki að manna. Það er að
mínu mati langt síðan þetta hætti í rauninni
að ganga upp.“
Ólafur Baldursson, læknir og framkvæmda-
stjóri lækninga á Landspítalanum, segir að
áætlunin sem lyflækningadeild spítalans starf-
ar nú samkvæmt muni verða í gildi um nokk-
urra vikna skeið. Sjúklingar eigi ekki að finna
fyrir skertri þjónustu.
Alvarleg staða á Landspítalanum
Læknanemar ganga í verk kandídata og deildarlækna Klínísk þjálfun í lágmarki Hafa mjög
þungar áhyggjur „Ómannlegt álag“ á starfsfólk spítalans Dæmið löngu hætt að ganga upp
Landspítalinn Sérfræðingar hafa ekki tök á
að kenna læknanemum á Landspítalanum.
Morgunblaðið/Ómar
Viðskiptavinir Kjaran
eru lítil og stór
fyrirtæki, stofnanir og
prentsmiðjur sem eiga
það sameiginlegt að
gera kröfur um gæði
og góða þjónustu.
bizhub C35 er sannkallað fjölnotatæki
bizhub C35 er prentlausn sem hentar flestum fyritækjum.
Prentari, ljósritunarvél, faxtæki og skanni í einu nettu tæki sem
prentar 30 blaðsíður á mínútu, hvort sem er í svart-hvítu eða lit.
Kynntu þér rekstrarkostnaðinn því hann kemur á óvart. Þú þarft
ekki annað tæki en bizhub C35.
Verð: 379.900 kr.
Konica Minolta fjölnotatækin eru margverðlaunuð fyrir
hönnun, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika.
Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is
Starfsmenn hverfisstöðvar Reykja-
víkurborgar við Njarðargötu unnu
við það að fjarlægja umdeildar
merkingar á Hofsvallagötu í gær.
Bjarni Brynjólfsson, upplýsinga-
stjóri Reykjavíkurborgar, segir að
vinnan hafi verið á misskilningi
byggð. Mennirnir, sem séu erlend-
ir, hafi átt að halda áfram við að
þrífa gróður úr göturæsum og á
gangstéttum með háþrýstidælum
en þeir hafi misskilið fyrirmælin og
skellt sér í merkingarnar.
Í liðinni viku var fjölmennur
íbúafundur haldinn í Hagaskóla,
þar sem fundarefnið var hinar um-
deildu breytingar á Hofsvallagötu.
Töluverður hiti er í íbúum Vestur-
bæjar vegna málsins og tóku marg-
ir til máls.
Upplýsingastjórinn segir að ekki
standi til að breyta neinu á Hofs-
vallagötu nema í samráði við íbúa
og nefndin, sem skipuð hafi verið á
íbúafundinum, hafi málið til með-
ferðar. Morgunblaðið/Rósa Braga
Merking-
arnar fjar-
lægðar