Morgunblaðið - 03.09.2013, Síða 16
Um árabil var verslun Rangláts
starfrækt á Tálknafirði. Þar voru
m.a. seldar bækur og minjagripir,
en versluninni var lokað um síð-
ustu áramót. Inga Jóhannesdóttir,
fyrrverandi eigandi Rangláts, segir
það ekki hafa verið auðvelda
ákvörðun, en rekstrarumhverfið
hafi ekki boðið upp á annað. Nafn
verslunarinnar vekur athygli, en
aðspurð segir Inga hana ekki
tengjast ranglátum viðskipta-
háttum, heldur sé það úr Sauð-
lauksdal. „Þar voru bændur látnir
byggja varnargarð til að verja
kartöfluræktun prestsins. Þeim
þótti það óréttlátt og kölluðu
vegginn því Ranglát.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson
Frá Tálknafirði Verslun Rangláts er ekki starfrækt þar lengur.
Ranglátur var ekki ranglátur
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Þær eru fimm, bornar og barn-
fæddar á Tálknafirði og vilja
hvergi annars staðar vera. Þegar
eina gistiheimili bæjarins var lokað
fyrir sjö árum þótti systrunum
ófært að í bænum væri enga gist-
ingu að fá fyrir ferðafólk og brugðu
því á það ráð að opna gistiheimili
sem hlaut nafnið Bjarmaland, eftir
húsinu sem það er í.
„Þetta hefur gengið ljómandi
vel og aðsóknin er alltaf að aukast,“
segir Kristín, eða Stína, ein systr-
anna fimm. Hinar heita Særún, Sæ-
dís, Freyja og Margrét Magn-
úsdætur. „Líklega væri enn meira
að gera hjá okkur ef við hefðum
verið duglegri að markaðssetja
okkur, en flestir okkar við-
skiptavinir koma til okkar vegna
þess að þeir hafa heyrt góðar sögur
frá öðrum. Ætli það sé ekki besta
auglýsingin þegar allt kemur til
alls.“
Húsið Bjarmaland var byggt
sem tvíbýlishús árið 1958 og gegndi
síðan hlutverki verbúðar um skeið.
Þegar systurnar festu kaup á hús-
inu árið 2006 var það í töluverðri
niðurníðslu og þær þurftu heldur
betur að taka til hendinni við að
breyta veðurbarinni verbúð í glæst
gistihús. „En við opnuðum á fyr-
irhuguðum tíma sem var 06.06.06,
sem var fimmtugsafmælisdagur
Bubba Morthens. Við áttuðum okk-
ur reyndar ekki á því fyrr en
seinna.“
Bjarmaland er opið allan árs-
ins hring og þar eru 11 herbergi
með 21 rúmi. Íslendingar eru í
meirihluta gesta þegar á árs-
grundvelli, en á sumrin eru þar
fyrst og fremst útlendingar og þá
aðallega frá Þýskalandi og Frakk-
landi.
Öflugar athafnakonur
Þetta er ekki eina fyrirtækið
sem systurnar starfrækja og óhætt
er að fullyrða að þar séu miklar at-
hafna konur á ferð. Allar eru þær
meira eða minna í ýmiss konar
rekstri, til dæmis eiga tvær þeirra
hlut í fiskvinnslu á staðnum og hluti
systranna er í fiskeldi með föður
Samkomulagið hef-
ur alltaf verið gott
Fimm systur
reka gistiheimili
og fleiri fyrirtæki
Ljósmynd/Bjarmaland
Bjarmaland Áður verbúð en nú er þar gistiheimili í eigu samhentra systra.
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Tálknafjörður er kannski ekki fyrsti
staðurinn sem kemur upp í huga
fólks þegar snyrtivöruframleiðsla er
til umræðu. Engu að síður eru þar
framleiddar lífrænt vottaðar snyrti-
vörur, heilsudrykkir og smyrsl úr
villtum vestfirskum jurtum og fram-
leiðslan er seld bæði hér á landi og
erlendis. Fyrirtækið heitir Villimey,
framleiðslan er kennd við galdra og
konan á bak við þetta allt saman
blandar smyrsl og bruggar seyði
byggð á aldagömlum hefðum og nýj-
ustu rannsóknum.
„Jurtirnar sem við notum eru
fjölmargar og allar hafa þær sína
verkun. Þær eru handtíndar á
12.000 hektara lífrænt vottuðu land-
svæði hér í Tálknafirði og Arn-
arfirði, á þeim tíma þegar virkni
þeirra er sem mest,“ segir Aðal-
björg Þorsteinsdóttir, stofnandi og
eigandi Villimeyjar.
Smyrslin eru lífræn og án allra
aukaefna, en framleiðsla Villimeyjar
er með lífræna vottun. Til þess að
standast þau skilyrði sem henni eru
sett þarf t.d. að hvíla landsvæðið
reglulega. Þá er rekjanleiki ein for-
senda vottunarinnar.“
Ætlaði ekki út í framleiðslu
„Ég hef alltaf haft áhuga á
virkni jurta,“ segir Aðalbjörg spurð
um upphafið. „Ég hafði leitað lengi
að einhverju sem ynni gegn vöðva-
Morgunblaðið/Kristinn
Grasakona Aðalbjörg segist alltaf
hafa haft áhuga á virkni jurta, rétt
eins og forfeður hennar og -mæður.
Göldróttu smyrslin
frá Tálknafirði
Lífrænt Jurtirnar sem notaðar eru við framleiðsluna eru handtíndar á líf-
rænt vottuðum svæðum Villimeyjar við Tálknafjörð og Arnarfjörð.
Villimey byggir á fornum fræðum og nýjustu þekkingu
Stóra-Laugardalskirkja er bær og kirkjustaður við norðanverðan Tálknafjörð.
Kirkjan er af sumum talin meðal fegurstu kirkna hér á landi, en hún er bjálka-
kirkja, tilsniðin í Noregi og var vígð árið 1907.
Ýmsir fagrir gripir prýða kirkjuna. Sagt er að predikunarstóllinn hafi áður
staðið í dómkirkjunni í Óðinsvéum og orgelið er frá 1920. Þá hefur altaris-
taflan vakið athygli margra, en hún er eftirlíking af síðustu kvöldmáltíðinni
eftir Leonardo da Vinci. Einar Benediktsson, skáld og athafnamaður, eignaðist
kirkjuna á sínum tíma, en mun aldrei hafa greitt fyrir. annalilja@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Eitt sinn í eigu skálds Stóra-Laugardalskirkja í Tálknafirði.
Kirkjan sem Einar Ben átti
VESTURLANDDAGAHRINGFERÐ
TÁLKNAFJÖRÐUR
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2013