Morgunblaðið - 03.09.2013, Page 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2013
STUTTAR FRÉTTIR
● Radisson Blu 1919 hótel var valið
fremsta hótel landsins á verðlaunahátíð
World Travel Awards í Evrópu um
helgina. 101 hótel var valið fremsta lúx-
ushótel landsins og Hilton Reykjavík
Nordica hótel valið fremsta viðskipta-
hótelið. Þá fékk Bláa lónið verðlaun
sem besti ferðamannastaðurinn og
Reykjavík residence hótel fyrir besta
íbúðahótelið. Grettisborg Apartments
fékk verðlaun fyrir bestu leiguíbúðirnar.
Hátíðin fór fram í Antalya í Tyrklandi
á laugardaginn, en meðal annars var
Lufthansa valið flugfélag ársins í Evr-
ópu og Zürich flugvöllur var valinn flug-
völlur ársins. Nánar á mbl.is
Radisson Blu 1919 valið
fremsta hótel landsins
● Viðskipti með hlutabréf í Kauphöll-
inni í júní námu 18.818 milljónum eða
896 milljónum á dag. Það er 77%
hækkun á milli ára, samanborið við 456
milljóna króna veltu á dag í júní 2012,
samkvæmt því sem fram kemur í yfirliti
NASDAQ OMX í gær. Það er 348%
hækkun á milli ára, samanborið við 200
milljóna króna veltu á dag í ágúst 2012,
og 70% hækkun frá fyrri mánuði, en
viðskipti með hlutabréf í júlímánuði
námu 527 milljónum á dag.
Mest voru viðskipti með hlutabréf
Icelandair Group, 5.936 milljónir, Vá-
tryggingafélags Íslands, 3.568 milljónir
og Marel, 2.456 milljónir.
Viðskipti fyrir 18,8 ma
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála
hefur staðfest sátt sem Samkeppn-
iseftirlitið gerði við Skipti hinn 26.
mars síðastliðinn.
Í fréttatilkynningu frá Samkeppn-
iseftirlitinu um staðfestingu áfrýjun-
arnefndar samkeppnismála segir
m.a. orðrétt: „Samkeppniseftirlitið
og Skipti gerðu í mars 2013 sátt um
lok þeirra mála sem eftirlitið hafði þá
til rannsóknar. Sáttin var tekin upp í
ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr.
6/2013 frá 26. mars 2013 og er for-
sendum hennar þar lýst.
Með sáttinni voru gerðar um-
fangsmiklar breytingar á skipulagi
Skiptasamstæðunnar og þar með á
íslenska fjarskiptamarkaðnum í því
skyni að efla samkeppni. Með henni
er tryggt að keppinautar Símans
sitji við sama borð og Síminn sjálfur
varðandi aðgang að grunnfjarskipta-
kerfum Skipta. Er gengið lengra í
slíkum aðskilnaði fyrrverandi einok-
unarfyrirtækis í fjarskiptum en tíðk-
ast í nágrannalöndum.“
300 milljónir í stjórnvaldssekt
Í tilkynningunni er jafnframt rifj-
að upp að Skipti féllust með sáttinni
einnig á að greiða 300 milljónir kr. í
stjórnvaldssekt.
„Nova, sem var aðili að tveimur
málum sem lokið var með sáttinni
kærði hana til áfrýjunarnefndar
samkeppnismála og krafðist þess að
lagt yrði fyrir Samkeppniseftirlitið
að ljúka málsmeðferð í þeim málum
er Nova var aðili að eða, til vara, að
sáttin yrði felld úr gildi. Taldi Nova
m.a. að Samkeppniseftirlitinu hefði
verið óheimilt að ljúka málinu með
sátt án samþykkis félagsins.“
Með úrskurði sínum sem birtur
var fyrir helgi hafnaði áfrýjunar-
nefnd samkeppnismála þessum kröf-
um Nova og stendur því sáttin
óhögguð.
Sátt SKE við
Skipti staðfest
Breytingar til að efla samkeppni
Morgunblaðið/Eggert
Lokið Nefndin hafnaði kröfum
Nova og sáttin stendur því óhögguð.
Hörður Ægisson
Þorsteinn Ásgrímsson
Samtímis kaupum Landsbankans á
verktakafyrirtækinu Ístaki var geng-
ið frá samningum við erlend trygg-
ingafélög um verktryggingar erlend-
is. Í kjölfar gjaldþrots móðurfélags
Ístaks eru slíkir samningar félaginu
nauðsynlegir þar sem um 70% af
heildarveltu þess eru vegna verkefna
í Noregi og Grænlandi.
Kolbeinn Kolbeinsson, fram-
kvæmdastjóri Ístaks, sagði í samtali
við mbl.is í gær að samið hefði verið
um tryggingar á núverandi verkefn-
um Ístaks, en sömuleiðis munu samn-
ingarnir gera fyrirtækinu kleift að
taka að sér frekari verkefni erlendis í
framtíðinni. Hann er bjartsýnn á að
það muni reynast Landsbankanum
vel að finna kaupendur að fyrirtæk-
inu, en vilji stjórnenda Ístaks standi
til þess að það verði áfram í íslenskri
eigu eða hafi góða tengingu við Ís-
land.
Í fréttatilkynningu sem Lands-
bankinn sendi frá sér í fyrradag
vegna kaupanna, en bankinn er helsti
lánveitandi Ístaks, er haft eftir Stein-
þóri Pálssyni, bankastjóra, að Lands-
bankinn hafi þurft „að bregðast hratt
við í viðkvæmri stöðu“. Landsbank-
inn mun bjóða fyrirtækið til sölu fjár-
festum með nauðsynlega þekkingu og
fjárfestingagetu eins fljótt og auðið
er. Samkeppniseftirlitinu hefur jafn-
framt verið gerð grein fyrir kaupun-
um.
SKE ekki gert athugasemdir
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Samkeppniseftirlitins, segir í samtali
við Morgunblaðið að eftirlitið hafi
ekki gert athugasemdir við að þessi
samruni komi til framkvæmda. „Við
eigum hins vegar eftir að fjalla nánar
um hann í kjölfar þess að samruna-
tilkynning berst frá Landsbankan-
um. Við þá skoðun kemur til athug-
unar hvort setja þurfi samrunanum
skilyrði.“
Páll bendir á að Samkeppniseftir-
litið hafi í sambærilegum málum frá
falli fjármálakerfisins í árslok 2008
sett viðskiptabönkunum skilyrði sem
lúta að því að hraða úrlausnarferlinu
og tryggja að viðkomandi fyrirtæki
séu sjálfstæð og virkir keppinautar á
markaði á meðan þau eru í eigu fjár-
málastofnana.
E. Pihl & Søn, danskt móðurfélag
Ístaks, óskaði í síðustu viku eftir
gjaldþrotaskiptum. Erlendir verk-
kaupendur gera almennt kröfur um
tryggingar frá tryggingafélögum
með starfsemi í viðkomandi landi og
því hafa íslensk tryggingafélög ekki
getað uppfyllt þær kröfur.
Stór alþjóðleg tryggingafélög
Sökum fjármagnshafta á Íslandi
hafa tryggingafélög erlendis verið
treg til að veita íslenskum verktökum
tryggingar. Að sögn Kolbeins getur
sú staðreynd skapað vandamál ef
eitthvað kemur upp og trygginga-
félögin endað með krónur sem ekki
væri hægt að skipta í aðra gjaldmiðla.
Því hafi Ístak á sínum tíma farið í
samstarf við Pihl.
Ístak var í raun undirverktaki Pihl,
en með gjaldþrotinu stöðvuðust allar
greiðslur til Ístaks vegna erlendu
verkefnanna. Kolbeinn segir að í kjöl-
farið hafi stjórnendur Ístaks sett sig í
samband við nokkur erlend trygg-
ingafélög um að koma beint að trygg-
ingum í stað þess að fara í gegnum
móðurfélagið. Með kaupum Lands-
bankans á Ístaki hafi tekist að semja
meðal annars við Euler Hermes og
Atradius – stór alþjóðleg trygginga-
félög – en Euler Hermes er dóttur-
félag Allianz. „Aðilar að samningnum
sem er gerður við þrotabúið eru líka
erlendir endurtryggjendur. Þeir yf-
irfæra tryggingar á okkur og taka
samstarf um framtíðartryggingar,“
segir Kolbeinn.
Með samkomulaginu mun Ístak
áfram geta sótt sér frekari verkefni
erlendis. „Við ætlum okkur,“ útskýrir
Kolbeinn, „meðan ástandið hérna
heima er eins og það er, að halda
áfram að starfa að hluta í Noregi.“
Erlendur rekstur tryggður
Með kaupum Landsbankans á Ístaki tókst um leið að semja við alþjóðleg félög
um verktryggingar erlendis Opnar á áframhaldandi verkefni Ístaks erlendis
Eignarhald Stjórnendur Ístaks vilja að fyrirtækið verði áfram í íslenskri eigu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Páll Gunnar
Pálsson
Kolbeinn
Kolbeinsson
!"# $% " &'( )* '$*
++,-./
+0.-12
++3-2/
4+-45+
+,-.,1
+0-++.
+40-30
+-452+
+0+-5,
+20-+/
++,-,.
+0.-,
++3-,
4+-4.3
+,-/24
+0-+.,
+40-/1
+-450.
+0+-.3
+20-.+
455-1,,4
+45-42
+0/-32
++1-43
4+-342
+,-0+
+0-444
+4,-+
+-4+4+
+04-+/
+2,-52
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Starfsemi Ístaks hefur tekið algjörum stakkaskiptum á síðustu árum.
Fyrir hrun bankakerfisins haustið 2008 nam velta fyrirtækisins vegna er-
lendar verkefna að jafnaði aðeins um 10-15% af heildarveltunni.
„Þetta hefur hins vegar alveg snúist við,“ sagði Kolbeinn Kolbeinsson,
framkvæmdastjóri Ístaks, í samtali við Morgunblaðið í janúar á þessu ári.
Fyrirtækið er nú með um 200 manns í vinnu í Noregi, nánast alfarið Ís-
lendinga, en hátt í 70% af heildarveltu fyrirtækisins á þessu ári eru
vegna verkefna í Noregi.
„Á meðan það eru ekki nein verkefni til staðar á Íslandi er ljóst að við
þurfum að einblína meira á markaðinn í Noregi,“ sagði Kolbeinn. Umsvif
Ístaks í Noregi – og einnig í auknum mæli á Grænlandi – hafa því veitt
vissan stöðugleika í rekstri fyrirtækisins á umliðnum árum. Árleg velta
félagsins hefur verið um 20 milljarðar á ári og starfsmenn eru ríflega
600.
Um 70% veltunnar í Noregi
STARFSEMI ÍSTAKS TEKIÐ STAKKASKIPTUM FRÁ BANKAHRUNI