Morgunblaðið - 03.09.2013, Page 19

Morgunblaðið - 03.09.2013, Page 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2013 Frá fyrsta ársfjórðungi 2005 til fyrsta ársfjórðungs 2013 hafa regluleg laun á íslenskum vinnu- markaði hækkað um 74,6%, þar af 76,8% á almennum vinnumarkaði, 69,4% hjá ríkisstarfsmönnum og 68,3% hjá starfsmönnum sveitarfé- laga. Þetta kom fram í gær í frétt á heimasíðu Hagstofu Íslands. Fram kemur í frétt Hagstofunn- ar að verulega dró úr launahækk- unum á vinnumarkaði eftir árið 2007 en það ár var árshækkun launa 11%. Árshækkun launa var minnst árið 2010 þegar laun hækk- uðu að meðaltali um 3,5% á milli fyrsta ársfjórðungs 2009 og 2010. Árið 2011 jukust launahækkanir aftur og á fyrsta ársfjórðungi 2012 mældist ársbreyting 10,8%. Lægstu taxtar upp um 106,3% Í frétt Hagstofunnar kemur jafnframt fram að launaþróun á tímabilinu hafi verið misjöfn eftir launþegahópum sem megi að hluta til skýra með kjarasamningum. Til að mynda hafi starfsmenn sveitar- félaga hækkað um 12,7%, starfs- menn ríkis um 10,3% og starfs- menn á almennum vinnumarkaði um 4,1% á fyrsta ársfjórðungi 2009. Hækkun launa starfsmanna sveitarfélaga megi að hluta rekja til nokkurra ákvæða úr kjara- samningum grunnskólakennara sem hafi komið til framkvæmda á árinu 2008 og á fyrsta ársfjórðungi 2009. Hjá flestum starfsmönnum sveitarfélaga og ríkis hafi einnig verið ákvæði í kjarasamningum um krónutöluhækkun á launatöflum á árinu 2008 og gæti áhrifa þeirra einnig í árshækkun árið 2009. Á sama tímabili hafi engir stórir hópar á almennum vinnumarkaði fengið samningsbundnar hækkanir en hækkunum sem kveðið var á um í mars 2009 hafi verið frestað þangað til seinna á árinu. Fram kemur í fréttinni að kjara- samningar undanfarin ár hafi kveðið á um meiri almennar hækk- anir á lægstu launatöxtum. Lægstu launataxtar, samkvæmt kjarasamningum Samtaka atvinnu- lífsins og aðildarsamtaka Alþýðu- sambands Íslands, hafi hækkað um 106,3% frá fyrsta ársfjórðungi 2005 til fyrsta ársfjórðungs 2013. agnes@mbl.is Laun hafa hækkað um 74,6%  Hækkun undanfarin 8 ár mest á almennum vinnumarkaði, eða 76,8% og minnst hjá starfsmönnum sveitarfélaga, eða sem nemur 68,3 af hundraði Launavísitala Þróun launavísitölu síðustu ár Heimild: Hagstofa Íslands % 14 12 10 8 6 4 2 0 Alm. vinnumarkaður Ríkisstarfsmenn Starfsm. sveitafélaga Allir 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Indra Nooyi, forstjóri PepsiCo og ein valdamesta kona heims mun heimsækja Ísland á næstunni, en hún ætlar að koma á 100 ára afmæl- isráðstefnu Ölgerðarinnar sem hald- in verður 1. nóvember. Samkvæmt heimildum mbl.is var koma hennar nýlega staðfest, en Nooyi hefur sjö sinnum á síðustu átta árum verið meðal tíu valdamestu kvenna heims að mati tímaritsins Forbes. Aðeins Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, státar af viðlíka árangri síð- ustu ár. Nánar á mbl.is Forstjóri Pepsi kemur hingað Valdamikil Indra Nooyi, forstjóri Pepsi er valdamikil kona. Forsvarsmenn Vodafone greindu frá því í gær að viðræður um sölu á 45% eignarhlut fyrirtækisins í banda- ríska fjarskiptafyrirtækinu Verizon Wireless til Verizon Communica- tions væru vel á veg komnar. Frétta- vefur Breska ríkisútvarpsins, BBC, greindi frá þessu í gærmorgun. Í frétt BBC kemur fram að verð- miðinn sem Vodafone hafi sett á þennan 45% eignarhlut sinn hljóði upp á 130 milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur tæplega 15.600 millj- örðum íslenskra króna. Vodafone greindi frá því í liðinni viku að við- ræður um sölu á hlutnum stæðu yfir og búist væri við niðurstöðu fljót- lega. Hlutabréf Vodafone ruku upp um 5% í kjölfar fréttanna í gær. Samkvæmt því sem viðskipta- fréttastjóri BBC, Robert Peston, sagði í samtali við BBC í gær er eng- in von til þess að nokkur hluti þess- arar risasölu verði að skatttekjum fyrir breska ríkissjóðinn. Ástæður þess væru þær að sá hluti í banda- ríska fyrirtækinu, sem um ræddi að Vodafone myndi selja heyrði undir móðurfélag sem hefði höfuðstöðvar sínar í Hollandi. AFP Risasala Verði af sölu Vodafone á 45% hlut í Verizon Wireless til Verizon Communications er um stærstu sölu að ræða í sögu Vodafone frá upphafi. Risasala Vodafone sögð vel á veg komin F ÍT O N / S ÍA Fífa salernispappírinn er einstaklega mjúkur þriggja laga pappír, náttúrulega hvíttur, án klórbleikiefna og viðbættra ilmefna. Þú færð Fífa í næstu verslun. WWW.PAPCO.IS FIÐURMJÚK FÍFA Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Borðplötur í öllum stærðum og gerðum • Swanstone • Avonite • Harðplast • Límtré Smíðað eftir máli og þínum óskum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.