Morgunblaðið - 03.09.2013, Side 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2013
www.VBL.is REYKJAVÍK
Krókháls 5F
110 Reykjavík
Sími: 414-0000
AKUREYRI
Baldursnes 2
603 Akureyri
Sími: 464-8600
LIPUR GRIPUR
TILBOÐ Á SAMSTÆÐUNNI
Avant 420 fjölnotavél ásamt
sláttuvél með safnkassa
TILBOÐSVERÐ á samstæðunni
Verð aðeins kr. 2.980.000 +vsk.
F L Í S A V E R Z L U N
Bæjarlind 4, 201 Kópavogur | S: 554 6800 - Fax: 554 6801 | Njarðarnesi 9, 603 Akureyri | S: 466 3600 - Fax 466 3601 | www.vidd.is
Veldu rétt
fyrir fjölskyldur á ýmsum sviðum,
allt frá leikskólum til eftirlauna.
Hann hvatti einnig til þess að gerð
yrði „önnur Marshall-áætlun“ þar
sem Þjóðverjar gætu endurgoldið
samstöðuna, sem þeim var sýnd eftir
seinni heimsstyrjöld.
Samkvæmt könnun sjónvarps-
stöðvarinnar ARD töldu 49% áhorf-
enda að Steinbrück hefði haft betur í
kappræðunum, en 44% að Merkel
hefði verið meira sannfærandi. Í
könnun sjónvarpsstöðvarinnar ZDF
sögðu 40% að Merkel hefði haft vinn-
inginn, en 33% að Steinbrück hefði
komið betur út. Þjóðverjar ganga að
kjörborðinu 22. september.
AFP
Tókust á Angela Merkel og Peer Steinbrück mættust í kappræðum á sunnu-
dag. Hálsfesti Merkel í þýsku fánalitunum vakti mest umtal á félagsvefjum.
Forskot Merkel
» Þjóðverjar ganga að kjör-
borðinu 22. september.
» Samkvæmt könnun frá
sunnudegi, hafa stjórnarflokk-
arnir kristilegir demókratar
39% fylgi og frjálsir demókrat-
ar 6%, en sósíaldemókratar
23% og græningjar 11%.
» Sósíaldemókratar vildu
helst mynda samsteypustjórn
með græningjum.
Forsætisráðherra Breta, David
Cameron, hefur verið undir nokkr-
um þrýstingi um að taka málið aftur
upp á vettvangi löggjafans en varn-
armálaráðherrann Philip Hammond
sagði þingmenn hafa tekið afgerandi
afstöðu og gagnrýndi Verkamanna-
flokkinn fyrir að ýta á aðra atkvæða-
greiðslu eftir að hafa fellt tillögu for-
sætisráðherrans í síðustu viku.
Talsmaður utanríkisráðuneytis
Ítalíu sagði í gær að ekkert væri til í
sögusögnum þess efnis að háttsettir
embættismenn ríkja sem hafa stutt
sýrlensku stjórnarandstöðuna hygð-
ust funda í Róm næstkomandi
sunnudag. „Það verður enginn fund-
ur Vina Sýrlands í Róm, hvorki á
sunnudag né nokkurn annan dag,“
sagði hann.
Þá sagði fyrrverandi leiðtogi Sov-
étríkjanna, Mikhail Gorbachev, að
Obama Bandaríkjaforseti hefði gert
rétt með því að leita samþykkis
þingsins fyrir hernaðaríhlutun. „Ef
hann er ekki nógu ákveðinn í að
skjóta og sprengja, þá er það góð
tegund óákveðni,“ sagði hann.
ræðustigi
AFP
Spænska lögreglan tilkynnti í gær
að hópur tíu bankaræningja hefði
verið handtekinn í Madríd. Banka-
ræningjarnir notuðu holræsi borg-
arinnar til að komast inn í banka-
útibú og flýja með ránsfeng sinn.
Í yfirlýsingu lögreglunnar sagði
að ræningjarnir tíu væru grunaðir
um að hafa rænt sjö banka í höf-
uðborg Spánar með valdi.
Fjórir félagar í ræningjagenginu
voru handteknir þegar þeir komu úr
holræsi upp á yfirborð jarðar með
þrjú skotvopn, kúbein og logsuðu-
tæki eftir að hafa framið rán, þar
sem þeir komust yfir rúmlega 60
þúsund evrur (tæplega tíu milljónir
króna), að sögn lögreglu.
Fram kom að fjórir meintir
bankaræningjar til viðbótar hefðu
verið hanteknir þar sem þeir biðu
eftir félögum sínum. Tveir meintir
vitorðsmenn til viðbótar voru hand-
teknir síðar.
Í fótspor föðurins
„Við rannsókn málsins komst lög-
reglan að því að leiðtogi gengisins
væri sonur þekkts bankaræningja,
sem notaði sömu aðferð til að ræna
banka,“ sagði í yfirlýsingunni.
Bankaránum hefur fjölgað á
Spáni eftir að kreppan skall á auk
þess sem hlutfall handtekinna
bankaræningja, sem voru að fremja
sitt fyrsta brot, hefur hækkað.
Hinn dæmigerði bankaræningi á
Spáni er innfæddur og eldri en 35
ára, að sögn Perez Abellans, pró-
fessors í afbrotafræði við Camillo
Jose Cela-háskóla í Madríd. Hann
segir þó að einnig hafi komið fram
ný bylgja afbrotamanna úr röðum
verkamanna, sem komu til Spánar
frá Austur-Evrópu og Suður-
Ameríku í verktakabólunni og
misstu vinnuna þegar hún sprakk
2008.
Holræsaræningjar handteknir