Morgunblaðið - 03.09.2013, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2013
Ársalir ehf fasteignamiðlun
533 4200 og 892 0667
arsalir@arsalir.is
Engjateigi 5, 105 Rvk
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
ÁRSALIR
FASTEIGNAMIÐLUN
533 4200
FASTEIGNASALA
FYRIRTÆKJASALA - LEIGUMIÐLUN
Áratuga örugg og traust þjónusta
í fasteignaviðskiptum
Sveitarstjórnarmál
eru ekkert grín, þau
eru grafalvarlegt mál.
Síðan ríkisvaldið færði
æ fleiri verkefni til
sveitarfélaganna
snerta ákvarðanir þess
meira eða minna hvern
einstakling.
Kosning skemmti-
kraftaframboðsins í
Reykjavík fyrir þrem-
ur árum fór ekki fram hjá neinum.
Þau hækkuðu húsaleigu hjá ör-
yrkjum og alla þjónustu um 30%.
Jafnframt var þjónustan skert veru-
lega, sjaldnar tekið sorp og gatna-
hirðing ýmist í lágmarki eða engin.
Öðru hvoru eru uppátæki borg-
arinnar svo furðuleg að ekki er
möguleiki að skilja markmiðin nema
fyrir þá sem vita allt um hags-
munagæslu og vinapólitík. Fyrir
tæpum tveimur árum var t.d. allt í
einu búið að gera á Hverfisgötunni
upp að Snorrabraut hjólabrautir. Þó
að borgin segi í kynningarefni um
aðalskipulag 2010-2030 að þeir byggi
á samráðsferli kannaðist enginn við
það. Hjólreiðafólk benti á slysahætt-
una þar sem brautin endaði snögg-
lega við Snorrabraut en borgin sagð-
ist hafa einmitt gert þetta fyrir þau.
Þessi framkvæmd, sem við greið-
um auðvitað, var síðar gerð að engu
og okkur sagt að kostnaður við að
fjarlægja merkingar hefði aðeins
verið rúmar tvær milljónir – trúi því
hver sem vill. Aldrei gefið upp hvað
framkvæmdin kostnaði enda borg-
um við þegjandi og hljóðalaust.
Nú er það Hofsvallagatan, þ.e.a.s.
hluti hennar. Allt í einu
á þetta að vera flagg-
gata! Búið er að setja
upp flögg, blómaker og
fuglahús – í hvaða
veruleika býr þetta
fólk? Hvar er íbúa-
lýðræðið sem skemmti-
lega fólkið gumaði svo
mikið af? Enginn
spurður – bara borga.
Á Sólvallagötu frá
Hofsvallagötu að
Bræðraborgarstíg hef-
ur aldrei verið sópað né
hreinsaðar gangstéttarennur sunn-
an megin þessi þrjú stjórnarár
meirihluta Besta flokksins. Ég hef
hringt ótal sinnum og ekkert svar
berst við fyrirspurnum í tölvupósti.
Árangurinn er sýnilegur hverjum
sem vill sjá vanrækslu og subbu-
skap. Rennurnar eru fullar af gróðri
og nokkur tré hafa tekið sér bólfestu
og eitt er orðið nokkuð stæðilegt.
Ég sá í sjónvarpinu viðtal við
borgarstarfsmann sem sagði að
teikningar af flagggötunni hefðu
verið þrjú ár á teikniborðinu, sama
tíma og ég hef árangurslaust reynt
að fá sveitarfélagið til að standa við
lágmarkshreinsun götunnar. Hann
sagði líka sigri hrósandi að íbúi á
svæðinu hefði komið með uppá-
stunguna um flögg, blóm og fugla-
búr. Af hverju var hlustað á þann
íbúa en ekki mig þegar ég bið um
lögbundna þjónustu? Síðast í júlí
þegar ég hringdi var mér sagt að
hætta þessu, engir peningar væru til
í þessar götur. Svo eru til milljónir
til þess að ausa í bút af Hofsvalla-
götu og þar unnin næturvinna.
Allir hagsmunaaðilar; íbúar jafnt
sem sérfræðingar um umferð og
hjólreiðafólk, hafa lýst sig andsnúna
þessum framkvæmdum. Hvar er
heildarsýn skipulagsins? Þessar
kostnaðarsömu framkvæmdir, þar
sem hjólandi umferð er gefið svig-
rúm, leysa ekki vanda hjólreiðafólks.
Örlitlir bútar hér og þar beint út í
hraða umferð skapa enn meiri slysa-
hættu.
Er mögulegt að þessi skipulags-
vinna, sem við borgum hvort sem
okkur líkar betur eða verr, sé ein-
ungis unnin af borgarfulltrúum en
ekki skipulagsfræðingum?
Þær miklu hækkanir sem borg-
arstjórnin lagði á í upphafi ferils síns
eru afar íþyngjandi fyrir láglauna-
fólk. Þeir sem vilja ekki sjá það
hljóta að vera með svo mikla rörsjón
á samfélagið að stappar nærri
blindu. Þess vegna er holur hljómur
í fréttum um að borgarstjórinn sé út
og suður í útlöndum að ræða um
mannréttindi þegar stjórn hans
veldur svo miklum álögum að hópur
manna á í erfiðleikum með mat og
lyf en hvort tveggja hefur hækkað
mikið. Hvað um mannréttindi þeirra
til að lifa mannsæmandi lífi?
Hækkun borgarinnar á allri þjón-
ustu skilar sér auðvitað í skertri
neyslu alls almennings.
Það er sláandi að borgin neiti eðli-
legri gatnahreinsun og 50 m frá sé
götubútur dubbaður upp eins og
hani á hól.
Borgin má ekki komast upp með
hroka og eftirgjöf á þrifum. Það er
líka dýrt spaug ef vanhugsaðar
framkvæmdir ýta undir slys. Það er
grátt gaman að hækka gjöld á þeim
sem ekki geta varið sig; öryrkjum
vegna sjúkdóma og öldruðum vegna
elli. Þessir hópar hafa enga mögu-
leika á að auka tekjur sínar á vinnu-
markaði. Allar álögur skila verri
heilsu þar sem streita er mikill sjúk-
dómavaldur.
Það vantar menntaða, víðsýna ein-
staklinga sem hugsa hærra en að
tryggja stöðu sína. Skipulag og sam-
félagsmál skulu unnin í samráði við
íbúa.
Dýrt spaug – grátt gaman
Eftir Ernu
Arngrímsdóttur » Borgin má ekki kom-
ast upp með hroka
og eftirgjöf á þrifum.
Erna Arngrímsdóttir
Höfundur er sagnfræðingur.
Ísland virðist fast í
óleysandi kviksyndi
fjármálakreppu.
Engin leið er sjáan-
leg til að leysa gjald-
eyrisvandann án hafta.
Er þetta ekki allt til-
komið án þess að al-
menningur í landinu
hafi komið okkur í
þessa stöðu? Er þetta
þá ekki tilkomið án
þess að þjóðin sem slík beri ábyrgð
á því hvernig komið er?
Er þetta ekki tilkomið vegna þess
að íslensk fjármálafyrirtæki fóru
hamförum í útlöndum og sviku fé út
úr almenningi og lánastofnunum
auk þess að skuldsetja sig glóru-
laust og lána án trygginga til gang-
stera? Er það ekki orsökin fyrir því
að þjóðin býr við gjaldeyrishöft og
mun að óbreyttu gera það í mörg ár
ennþá? Jafnvel alla þessa öld?
Er ekki í raun og veru ólíft efna-
hagslega í landinu vegna þessa
ástands? Er hér einhver framtíð
fyrir ungt fólk? Allt vegna umsvifa
örfárra íslenskra fjármálafyr-
irtækja?
Vandi okkar er sagður þríþættur.
Í fyrsta lagi eru hér svokallaðar
kvikar krónueignir. Þær sam-
anstanda af íslenskum rík-
isskuldabréfum, skuldabréfum á
Íbúðalánasjóð auk hreinna inni-
stæðna. Alls er þetta talið vera um
400 milljarðar. Búast má við að
þetta fé vilji endilega yfirgefa Ís-
land og erfitt sé að stöðva það nema
með beinum gjaldeyrishöftum.
Í öðru lagi eru hér íslenskir að-
ilar, útrásarvíkingar sem aðrir og
einnig lífeyrissjóðirnir sem vilja
komast burt með eigur sínar. Þetta
er talið geta numið á bilinu 600-
3.000 milljarða króna að mati AGS.
Hugsanlega má tefja för þessa fjár
með einhverjum ráðum.
Í þriðja lagi eru kröfuhafar föllnu
bankana. AGS áætlar þetta vera
700-850 milljarða króna. Í mörgum
tilvikum eru þetta kröfur sem þeg-
ar hafa verið bættar af trygginga-
félögum en síðan verið seldar á
hrakvirði.
Nú á að innheimta þær með
hörku af Íslandsbanka og Arion
banka, sem helsti fjármálasnillingur
þjóðarinnar, Steingrímur J. Sigfús-
son, er sagður búinn að gefa er-
lendu kröfuhöfunum.
Gamli Landsbankinn segist eiga
400 milljarða hjá nýja Landsbank-
anum sem getur ekki borgað fyrr
en eftir 12 ár í það minnsta. Báðir
eru því tæknilega gjaldþrota. Á
sama tíma vill annar fara að byggja
stórhýsi fyrir rafkrónur til að
bjarga byggingariðnaðnum segir
hann. Auk þess sem hann gefur
starfsmönnum hlutabréf í sjálfum
sér fyrir milljarða í nafni þjóð-
arinnar. En henni er sagt að hún
eigi bankann þó að hún fái ekki
neitt.
Landsframleiðsla Íslands hef ég
heyrt að sé á góðum
degi hugsanlega 1.700
milljarðar. Það sést því
fljótt að þessi gjaldeyr-
isvandi er eitthvað sem
við ráðum alls ekki við
á þessari öld.
Ef við eigum að
borga þetta þá er það
einfalt: Ísland er gjald-
þrota.
Hvað má þá til varn-
ar verða vorum sóma?
Má ekki spyrja við
þessar aðstæður hverjir það voru
sem komu okkur í þetta ástand?
Voru það ekki Kaupþing banki,
Landsbanki Íslands og Glitnir
banki, auk smærri aðila?
Þessum bönkum stjórnuðu menn
sem kallaðir hafa verið einu nafni
banksterar. Menn sem gáfu sig út
fyrir að vera alþjóðlegir fjár-
málasnillingar en voru fremur
reynslulausir krakkakjánar í banka-
fræðum. Þeir eru flestir löngu búnir
að yfirgefa skipið eins og rotturnar
eru sagðar gera þegar skipið er
feigt. Nær engir þeirra hafa svarað
til saka. Enda skiptir það ef til vill
litlu máli héðan af. Vandinn þjóð-
arinnar er óbreyttur hvað sem um
þá verður.
Það voru hinsvegar fyrirtækin
sem þeir stjórnuðu sem eru ábyrg
gagnvart þjóðinni. Má þá ekki
spyrja hvort íslenska þjóðin eigi
ekki skaðabótarétt á hendur þess-
um þrotabúum?
Getum við ekki sett lög um að
þau séu skaðabótaskyld sem nemur
þeirri upphæð sem gerir þjóðina
skaðlausa? Ákveðum að þetta séu
forgangskröfur í búin sem falla þá
óskipt til ríkisins í stað þess að fara
úr landi.
Stundum er sagt að lögmenn geti
fært rök fyrir öllu. Má ekki láta á
það reyna núna hvort þetta eigi við
rök að styðjast?
Alþingi setur okkur lögin og
stjórnar flestum okkar málum. Býð-
ur ekki þjóðarsómi núna að allir
þingmenn standi saman og leysi
þessi mál?
Getum við áfram setið ráðalaus í
vandræðum okkar? Verið þjóð í
hafti eins og áður var? Er ekki um
framtíð unga fólksins okkar að
tefla? Er ekki til lítils að kosta
menntun þess til munns og handa
ef aðeins verður atvinnu að fá í út-
löndum? Mun þeim þá ekki fjölga
hér innanlands sem vilja segja Ís-
land til sveitar í Brussel? Nóg var
nú samt.
Hvað er til ráða?
Hvað er til ráða?
Eftir Halldór
Jónsson
Halldór Jónsson
»Er hér einhver fram-
tíð fyrir ungt fólk?
Allt vegna umsvifa ör-
fárra íslenskra fjár-
málafyrirtækja?
Höfundur er bloggari
www.halldorjonsson.blog.is
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar
greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að
nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í
samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið
birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni for-
síðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn
"Senda inn grein" er valinn.