Morgunblaðið - 03.09.2013, Page 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2013
Haustdagskrá
Bridsfélags Reykjavíkur
BR hefur sett saman dagskrá
fyrir haustið en keppnin hefst 17.
september nk. með þriggja kvölda
tvímenningi sem tengdur er Hótel
Hamri.
8. okróber hefst fjögurra kvölda
hraðsveitakeppni sem stendur út
október.
Nóvember hefst með þriggja
kvölda Butler-tvímenningi, nánar
tiltekið 5., 12., og 19. nóvember.
Enn er skipt um gír 26. nóv-
ember og spiluð þriggja kvölda
sveitakeppni með Monrad-fyrir-
komulagi.
Jólasveinatvímenningurinn verð-
ur 17. desember og jólamótið 30.
des.
Auk þessa verður spilaður eins
kvölds tvímenningur nokkra föstu-
daga í haust. Fyrir alla spilara
verður opið 11. október og 29. nóv-
ember og einungis fyrir konur 20.
sept, 1. október og 13. desember.
Þess má og geta að Reykjavík-
urmótið í tvímenningi verður spilað
27. og 28. september.
Félag eldri
borgara Reykjavík
Fimmtudaginn 29. ágúst var spil-
aður tvímenningur hjá Bridsdeild
Félags eldri borgara, Stangarhyl 4,
Reykjavík. Keppt var á 13 borðum.
Meðalskor var 312 stig Efstir í N/S:
Tómas Sigurjss. - Björn Svavarss. 372
Höskuldur Jónss. - Björn E. Péturss. 352
Jón Þ. Karlsson - Björgvin Kjartanss. 351
Örn Isebarn - Örn Ingólfsson 349
AV
Albert Þorsteinss. - Bragi Björnsson 375
Óli Gíslas. - Hrólfur Guðmundss. 353
Helgi Samúelss. - Sigurjón Helgason 336
Stefán Finnbogas. - Hólmfríður Árnad.
334
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Aldeilis er það með
ólíkindum hvílíkt bull
getur komið út úr
fólki sem telst jafnvel
til frammámanna í
þjóðfélaginu. Í Spegl-
inum, fréttaþætti
Ríkisútvarpsins,
þriðjudaginn 20.
ágúst sl., var rætt við
tvo menn sem voru á
öndverðum meiði
vegna flugvallarins í Vatnsmýri.
Annars vegar Örn Sigurðsson arki-
tekt, einn forsvarsmanna þeirra
sem vilja að flugvöllurinn víki, og
hins vegar Njál Trausta Friðberts-
son, flugumferðarstjóra á Ak-
ureyri, en hann hefur, ásamt fleir-
um, hrundið af stað
undirskriftasöfnun til stuðnings
áframhaldandi tilveru vallarins á
sínum stað.
Þegar talið barst að mikilvægi
flugvallarins vegna sjúkraflugs af
landsbyggðinni, lét Örn Sigurðsson
þau orð falla að það væri siðferði-
lega rangt gagnvart sjúklingum í
óstöðugu ástandi að senda þá í það
sem hann kallaði „vængjað flug“
heldur bæri að nota þyrlur til allra
slíkra flutninga. Við þessi orð setti
flugumferðarstjórann á Akureyri
hljóðan en síðan tilkynnti hann að
þarna væru á ferðinni nýjar upp-
lýsingar sem hann hefði ekki heyrt
af áður og vissi ekki hvaðan kæmu.
Ekki upplýsti þó Örn nánar um
þessa kenningu sem líklega hefur
komið fleirum á óvart en Njáli
Trausta sem þó er sæmilega kunn-
ugur þessum málum úr sínu starfi.
En ekki var allt búið. Talið barst
að slysatíðni í umferðinni og Örn
upplýsti að í Reykjavík hefðu á síð-
asta ári orðið 54 alvarleg slys og
tvö dauðaslys. Með því að þétta
byggðina í Vatnsmýrinni væri
hægt að minnka akstur í Reykjavík
um 40% og þar með fækka slysum
um 40%!
Ætlast Örn Sigurðsson virkilega
til að fólk taki þetta trúanlegt? Það
væri alla vega fróðlegt að sjá hvaða
reiknimeistarar hafa fundið það út
að með því að byggja íbúðir á flug-
vellinum í Vatnsmýri, muni umferð
í Reykjavík minnka um nær helm-
ing. Kannski eru það sömu aðilar
og fundu það út að siðferðilega sé
rangt að stunda
sjúkraflug með venju-
legum flugvélum.
Það er tæplega mál-
stað flugvallarand-
stæðinga til fram-
dráttar að halda fram
öðrum eins rakalaus-
um þvættingi og þarna
var fram borinn.
Reyndar ættum við,
sem viljum áfram hafa
flugvöllinn á sínum
stað, að gleðjast yfir
svona upphlaupum.
Svo kom það fram í frétt um undir-
skriftasöfnunina að þessi deila um
flugvöllinn er ekki bara baráttumál
okkar á landsbyggðinni. Af þeim
rúmlega 40 þúsund manns, sem
skrifað höfðu undir á fimmtudag í
síðustu viku, voru 53% af höf-
uðborgarsvæðinu og 47% af lands-
byggðinni. Sem betur fer virðist
líka búa í höfuðborginni fólk sem
ekki horfir á þetta mál gegnum
þröngt rör, heldur í víðara sam-
hengi. Það er ánægjulegt enda á
nokkuð stór hópur höfuðborgarbúa
hagsmuni sína undir því að þessi
mikilvæga samgönguæð verði
áfram þarna til staðar. Þetta er
nefnilega ekki bara hagsmunamál
okkar á landsbyggðinni.
Hugmyndir um að flytja flugvöll-
inn annað; upp á Hólmsheiði til
dæmis, hafa verið hraktar (fyrir nú
utan það að sennilega eru ekki
miklar líkur á því að ríkisstjórn
fari að ausa fé í slíkt í þessu ár-
ferði). Og hugmyndir manna um að
flytja innanlandsflugið suður á
Keflavíkurflugvöll eru álíka gáfu-
legar og þau dæmi sem arkitektinn
setti fram í Speglinum. Það er eðli-
leg krafa að unnt sé að fara flug-
leiðis til höfuðborgarinnar. Ef ein-
hverjir vilja frekar beina fólki
suður með sjó, þá væri kannski
eðlilegt framhald að Reykjanesbær
yrði gerður að höfuðborg Íslands.
Af rugli um flug-
völlinn í Vatnsmýri
Eftir Sigurgeir
Jónsson
Sigurgeir Jónsson
»Reyndar ættum við,
sem viljum áfram
hafa flugvöllinn á sínum
stað, að gleðjast yfir
svona upphlaupum.
Höfundur er fyrrverandi kennari og
núverandi skrifari.
PAPPÍR • POKAR • RÚLLUR
Sérprentanir í minni eða stærri upplögum!
PAPPÍR HF • Kaplahrauni 13 • 220 Hafnarfirði • Sími 565 2217 • pappir@pappir.is • www.pappir.is
Íslensk
framleiðsla
60 ára og eldri
Frábær félagsskapur, aðhald og stuðningur
Betri heilsa borgar sig!
Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is
Komdu og prófaðu!
”Það er svo gott að koma í Heilsuborg.
Hér er manni heilsað og það er vel tekið
á móti manni. Ég vissi ekki hverju ég ætti
von á og hvort ég ætti eitthvað erindi í
Heilsuborg en strax eftir fyrsta tímann var
ég ákveðin í að halda áfram.”
-Margrét Eiríksdóttir
Fjölbreytir leikfimistímar:
• Mán. og mið. kl. 11:00
• Mán. og mið. kl. 15:00
• Þri. og fim. kl. 10:00
Zumba Gold
• Fyrir þá sem hafa gaman af að dansa.
• Þri. og fim. kl. 11:00. Þjálfari: Eva.
Hefst 9. og 10. sept. (4 vikur)
Verð kr. 9.900,-
Skráning á mottaka@heilsuborg.is
eða í síma 560 1010
Þjálfarar:
Elfa og Sigurlín,
íþróttafræðingar
Til að varðveita
traust almennings þurfa
opinberar stofnanir að
sýna í vilja og verki að
staðið sé við gefin loforð
og að orð þeirra standi
þrátt fyrir andstreymi
líðandi stundar.
Þegar Úlfarsárdal-
urinn var skipulagður
og fyrstu lóðirnar seld-
ar var gert ráð fyrir að
minnsta kosti 20 þúsund íbúa hverfi.
Fjöldi fólks keypti lóðir dýru verði í
hverfinu á þessum forsendum. Á síð-
astliðnu kjörtímabili var ákveðið, í
samráði við íbúa, að draga úr stærð
byggðarinnar og var markið sett á 15
til 18 þúsund manna byggð. Þetta
samkomulag miðaðist við nægilega
marga íbúa til að hverfið gæti staðið
undir ákveðinni lágmarksþjónustu.
Íbúar virtust sáttir við þetta sam-
komulag og með því leit út fyrir að
Úlfarsárdalur yrði vel heppnað hverfi
og líklega vinsælt í framtíðinni.
Því miður stóð núverandi borg-
arstjórn ekki við gefin loforð og ofan-
greint samkomulag. Hún ákvað, upp
á sitt eindæmi og án samráðs við
íbúa, að endurskipuleggja Úlfars-
árdalinn. Þetta nýja
skipulag gerir einungis
ráð fyrir 3.000 manna
byggð og kemur í veg
fyrir að íbúar fái þá
grunnþjónustu sem
lagt var upp með þegar
núverandi íbúar fjár-
festu í lóðum í Úlfars-
árdal.
Það er mikilvægt
fyrir íbúa Reykjavíkur
að geta treyst orðum
borgarstjórnar. Þegar
borgarstjórn Reykja-
víkur gerir samkomulag við íbúa, þá
er þess krafist að hún sjái sóma sinn í
því að allt verði gert til að standa við
gefin loforð og gerða samninga.
Úlfarsárdalurinn
Eftir Sigurjón
Arnórsson
Sigurjón Arnórsson
» Þetta nýja skipulag
gerir einungis ráð
fyrir 3.000 manna byggð
og kemur í veg fyrir að
íbúar fái þá grunnþjón-
ustu sem lagt var upp
með …
Höfundur er alþjóðlegur viðskipta-
fræðingur og situr í stjórn Sjálfstæð-
isfélagsins í Skóga- og Seljahverfi.