Morgunblaðið - 03.09.2013, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2013
✝ Ingólfur Arn-arson Bene-
diktsson fæddist á
Reyðarfirði 6. jan-
úar 1932. Hann lést
á heimili sínu 26.
ágúst 2013.
Hann var sonur
hjónanna Benedikts
Einarssonar, f. 31.
maí 1894, d. 16. jan.
1972, og Bjargar
Bjarnadóttur, f. 21.
júlí 1892, d. 10. mars 1985. Systk-
ini Ingólfs: Unnur, f. 1927, d.
2010, og Sverrir, f. 1929.
Ingólfur kvæntist 6. jan. 1955
Ólöfu Guðbjörgu Pálsdóttur frá
Reyðarfirði, f. 13. des. 1936. For-
eldrar hennar voru Páll Steinn
Einarsson, f. 30. jan. 1905, d. 13.
jan. 1973, og Anna
Kristrún Bjarna-
dóttir, f. 27. ágúst
1913, d. 10. mars
1947. Synir þeirra
eru: 1) Viðar Júlí, f.
12. maí 1957. Maki
hans er Anna Sig-
ríður Karlsdóttir.
Synir Viðars eru:
Birkir Fjalar, f. 18.
feb. 1978, og Andri
Freyr, f. 21. maí
1980. 2) Páll Heimir, f. 6. júní
1960. 3) Ingi Jóhann, f. 17. nóv.
1968. Börn Inga Jóhanns eru:
Kristófer Leó, f. 20. apríl 1999,
og Birgitta Íren, f. 10 feb. 2003.
Útför Ingólfs fer fram frá
Reyðarfjarðarkirkju í dag, 3.
september 2013, kl. 11.
Þrátt fyrir að afi Ingólfur hafi
verið kominn til ára sinna voru
það hræðilegar fréttir að heyra af
fráfalli hans. Þessi maður sem er
búinn að fylgja mér í 33 ár, ég hélt
að hann væri eilífur, svona er mað-
ur vitlaus. Á hverjum degi til 15
ára aldurs hékk maður hjá ömmu
og afa sem bjuggu nánast í næsta
húsi og svo eftir að maður flutti í
bæinn var maður duglegur að
hringja því varla var hægt að tala
við skemmtilegri mann en afa Ing-
ólf.
Afi var mikill húmoristi, hann
bölvaði eins og andskotinn en var
samt blíðari en allt sem blítt er.
Fátt var skemmtilegra en að
heyra afa segja mér frá því hvern-
ig amma væri gjörsamlega að
ganga af honum dauðum, drepa
hann úr leiðindum eins og hann
sagði mér oft en auðvitað vissi ég
að amma var aldrei lengra frá
honum en svona tvo metra og
heyrði allt saman, enda elskaði
hann hana af öllu hjarta. Ég veit
ekki hvernig ég á að koma orðum
að því hversu mikið ég elska afa og
hversu magnaður hann var en ég
er að rembast við það.
Þegar ég hugsa um afa minn
koma bara góðar og skemmtilegar
minningar upp í kollinn á mér. Afi
þreyttist ekki á því að segja mér
frá hernáminu enda var einstak-
lega gaman að hlusta. Afi rak aldr-
ei öðruvísi við en að segja: noh, eitt
núll. Alltaf fannst mér það jafn
ógeðslega fyndið! Sem barn hitti
maður afa varla nema hann kafaði
djúpt ofan í vasana og rétti manni
það klink sem hann fann og sagði:
taktu þetta andskotans rusl áður
en ég hendi þessu helvíti á haug-
ana! Ekki leiðinlegt. Það var út af
svona hlutum sem mann langaði
alltaf til að vera afi, maður hékk
tímunum saman heima hjá ömmu
og afa hvort, sem þau voru heima
eða ekki, að máta föt af kallinum.
Stáltáarskórnir voru í miklu uppá-
haldi, bláa vinnuúlpan einnig og
gráa húfan með derinu sem hægt
var að skella skjólinu á yfir eyrun
en hana fékk ég oft lánaða sem
barn. Mig langaði að vera hann.
Það var gaman að sitja við sama
borð og afi og borða kex og sjá
hvernig hann pikkaði upp allar
mylsnur með fingrunum og tróð
upp í sig, þetta apaði maður upp.
Aldrei skammaði hann mig eða
bróður minn þrátt fyrir að við
hefðum verið algjörir vitleysingar,
heldur gekk hann fram og til baka
um gólfin með hendur fyrir aftan
bak og blótaði. Maður apaði þetta
upp eftir honum og gerir enn. Í
seinni tíð fékk afi Alzheimer, en
eins og hann er þá sagði hann oft:
ég er guðs lifandi feginn að ég
skuli vera farinn að gleyma þessu
helvítis rugli! Fyrir ekki löngu sá
ég afa leggja á borð, hann setti tvo
hnífa við hvern disk í staðinn fyrir
hníf og gaffal, amma benti honum
á þetta og þá sagði hann: heldurðu
að ég lesi hugsanir, hvernig í and-
skotanum á ég að vita hvað fólk
vill? Svona var afi.
Svakalega sakna ég hans og
mun gera, ég veit að flestir alvöru
Reyðfirðingar munu gera það líka
því hann var afi okkar flestra!
Andri Freyr Viðarsson.
Mig setti hljóðan þegar Ólöf
hringdi í mig og sagði mér að Ing-
ólfur æskuvinur minn hefði dáið
fyrr um daginn. Nokkrum dögum
áður hafði ég heimsótt þau hjónin.
Eins og alltaf þegar við hittumst
var sannkallaður vinafundur.
Á sunnudaginn næsta fórum
við inn að Laugafelli í Fljótsdals-
heiði og áttum þar góðan dag sam-
an. Þetta var síðasta samveru-
stund okkar vinanna, en
minnisstæð eins og flestar aðrar,
sem við áttum, og heiðríkja yfir
henni eins og ævilangri vináttu
okkar. Ekki man ég lengra aftur
en við værum vinir. Við vorum
saman í barna- og unglingaskóla
og í rauninni öllu, sem við gerðum
meðan við áttum báðir heima á
Reyðarfirði. Ég hefi oft hugsað
um það á seinni árum, hvernig það
var með þessa skólagöngu. Það
átti að berja inn í hausinn á okkur
alls konar fræði, sem við sáum
ekki að kæmu okkur að neinu
gagni og slógum slöku við við nám
í þeim. Við vorum þess vegna
reknir oftar úr skóla en önnur
börn, aldrei annar, alltaf báðir. En
endirinn varð nú sá að okkur
vegnaði ekki verr í lífinu en þeim,
sem aldrei voru reknir. Það er
nokkuð stór skammtur af lífs-
reynslu að missa konuna sína og
besta vininn með nokkurra daga
millibili, og nú velti ég því fyrir
mér hver verður næstur. Hvernig
sem þetta fer nú allt saman, þá
verð ég forsjóninni ávallt þakklát-
ur fyrir fyrir vináttu okkar Inga.
Í honum átti ég besta vininn.
Tryggð hans og væntumþykja
brást aldrei og seint mun það
gleymast að síðast þegar ég heim-
sótti þau hjónin tók hann utan um
mig og sagði: Komdu sæll elsku
vinurinn minn. Frá Ingólfi fór ég
alltaf betri maður og mikið hafði
ég gaman af sögunum hans, þótt
ég vissi að þær væru oftast
skreyttar með saklausum ýkjum
og oft var hlegið mikið, einkanlega
ef þeim fylgdi:
Þetta er alveg dagsatt drengur
minn. Það var háttur okkar þegar
ég kom í heimsókn að fara í bíltúr
um þorpið og skoða breytingarnar
frá því að við vorum þar ungling-
ar. En þrátt fyrir að flest, sem fyr-
ir augu bar, væri stærra og betra
en áður voru minningarnar frá
gömlu dögunum oftast umræðu-
efnið, enda áttum við góða daga
þar og ólumst ekki upp fyrir fram-
an tölvuskjá með sýndarveruleika,
heldur þann veruleika, sem fólk á
Reyðarfirði bjó við í þá daga. Ef til
vill er það veganestið, sem hefur
reynst okkur best. Ég kveð Ingólf
vin minn með söknuði og þakklæti
og óska honum velfarnaðar í landi
friðarins og fegurðarinnar.
Jón Frímannsson.
Klökkum huga kveðjum við
hjónin kæran vin sem við áttum
svo langa og gleðiríka samleið
með á árum áður. Fjarri huga var
kveðjustundin þegar við heimsótt-
um hann í sumar, þar sem hann
virtist hinn hressasti. Ingólfur
Benediktsson á einstaklega góða
ævigöngu á Reyðarfirði, ekki sízt
á hinu félagslega sviði þar sem
hann var gleðigjafi í fleiri ár. Hann
var vaskur maður til allra verka,
verklaginn og verkatrúr. Hann
var reglumaður í hvívetna, orð-
heppinn svo af bar, skjótur til
svars, gat tekið hressilega til orða
en allir fundu að bak við orðin sló
hlýtt hjarta og þess vegna var
Ingólfur mjög vinsæll hvar á vett-
vangi sem var. Það var tónlistin
sem tók hug hans ungan fanginn
og fylgdi honum alla tíð.
Þar áttu Reyðfirðingar hauk í
horni, alltaf var hann reiðubúinn
til vænna verka. Hann lék fyrir
dansi í fjölmörg ár, afar tónvís og
átti þennan tæra tón, hvort sem
var við píanó sem var hans aðal-
hljóðfæri eða á harmonikku og
hljómsveitin feikivinsæl sem þeir
Marinó voru burðarásar í, alltaf
með það sem fólk vildi helzt heyra.
Það var indælt að dansa við dill-
andi tóna þeirra í Félagslundi sem
var þá vinsælasti dansstaður
Austurlands. Ingólfur var einn
stofnenda leikfélagsins heima og
vann því félagi mjög vel, byrjaði
raunar að leika í Deleríum búbón-
is og stóð sig heldur betur vel þar,
í bæði leik og söng. Þó að Ingólfur
færi aftur á leiksvið þá var meg-
inhlutverk hans við píanóið m.a. í
Allra meina bót, Grátsöngvaran-
um og Járnhausnum, frammi-
staða hans þar rómuð. Og þá var
hann ómissandi á þorrablótum
okkar Reyðfirðinga í áraraðir. Þar
lék hann af leikni við hvern söng-
braginn á fætur öðrum, fljótur að
tileinka sér öll lög og hafði þetta
góða lag á því að tryggja að saman
færu tónar og texti. Það var alveg
einstakt að vinna með honum og
þar til viðbótar fór hann vítt um
Austurland á vegum allaballa með
okkur Þóri frænda mínum við
ljómandi móttökur fólks. Hann
samdi einnig hin ágætustu lög
sem gjarna mættu heyrast.
Meðal þeirra starfa sem Ingólf-
ur fékkst við var húsvarðarstaða
við félagsheimilið okkar á miklum
annatíma þess og þar var Hönnu
ljúft að vinna með honum og konu
hans á samkomum, betri og
skemmtilegri vinnufélaga var ekki
unnt að hugsa sér, síðast í sumar
rifjuðu þau upp þennan hugþekka
tíma.
Ingólfur var sannur fé-
lagshyggjumaður, róttækur vel og
var ófeiminn við að halda sínu
fram og ekki amalegt að eiga hann
að sem félaga sem sagði sína
meiningu umbúðalaust, en alltaf
af þeim velvilja vináttunnar sem
einkenndu okkar samskipti. Lífs-
förunauturinn var um leið ríkasti
gæfuvaldurinn og hjá henni dvel-
ur hugur okkar nú, svo góð og gef-
andi sem öll okkar kynni voru við
þessa duglegu og lífsglöðu konu.
Það er harmur í hug okkar við
skyndilegt fráfall hans Ingólfs.
Um leið og við Hanna þökkum frá-
bæra samfylgd sendum við ein-
lægar samúðar- og saknaðar-
kveðjur til hennar Ólu, sonanna og
alls þeirra fólks. Minningamyndir
svo kærar merla á kveðjustund
um vin og félaga sem átti lífsbraut
svo góða og sanna. Blessuð sé sú
minning.
Helgi Seljan.
Ingólfur Arnarson
Benediktsson
VirðingReynsla & Þjónusta
Allan sólarhringinn
www.kvedja.is
571 8222
82o 3939 svafar
82o 3938 hermann
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur,
bróðir og mágur,
SKÚLI SKÚLASON,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
þriðjudaginn 27. ágúst.
Útför Skúla fer fram frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 4. september kl. 13.00.
Hildur Ósk Skúladóttir, Davíð Arnar Jónsson,
Íris Anna Skúladóttir,
Markús Máni Skúlason,
Unnur Karen Ólafsdóttir,
Freyja Sigurpálsdóttir, Skúli Jónsson,
Hulda Sigríður Skúladóttir, Oddur Örvar Magnússon,
Guðbjörg Skúladóttir, Árni Sigtryggsson,
Birgir Skúlason,
Anna Þuríður Skúladóttir,
Sigþór Kristinn Skúlason, Þorbjörg Heidi Johannsen.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, stjúpfaðir,
tengdafaðir og bróðir,
JÓN KRISTINSSON,
Fannafold 119,
Reykjavík,
sem lést laugardaginn 24. ágúst, verður
jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtu-
daginn 5. september kl. 13.00.
Sigríður Eysteinsdóttir,
Eysteinn Sigurðsson, Elísabet Árnadóttir,
Pjetur Sigurðsson,
Sólveig Kristinsdóttir.
✝
Við þökkum innilega samúð og hlýhug við
andlát og útför okkar ástkæra
GUNNARS HELGA PÁLSSONAR,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður Skúlagötu 20.
Fyrir hönd aðstandenda,
Margrét Ásta Gunnarsdóttir, Guðlaugur S. Helgason,
Páll Gunnarsson,
Björk Gunnarsdóttir.
✝
HULDA BALDURSDÓTTIR,
Byggðarenda 7,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Kópavogi
laugardaginn 31. ágúst.
Páll Bergþórsson og fjölskylda.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ÞORGEIR BJÖRGVINSSON,
Asparhvarfi 18,
Kópavogi,
sem lést miðvikudaginn 21. ágúst, verður
jarðsunginn frá Lindakirkju fimmtudaginn
5. september kl. 15.00.
Klara Guðrún Hafsteinsdóttir,
Hugrún Diljá Þorgeirsdóttir, Stefán Atli Guðnason,
Íris Rut Þorgeirsdóttir, Atli Bjarnason,
Lýdía Þorgeirsdóttir,
Eygló Þorgeirsdóttir,
Klara Líf og María Margrét.
„Karlinn sem braut hrífuna
mína“ sagði Ósk systir. Þetta var
fyrsta minning okkar um Ingi-
mund. Hrefna kom með kærast-
ann í Naustakot að kynna hann.
Margt kemur upp í hugann
þegar við hugsum til baka. Ég
(Sólveig) bjó hjá Ingimundi og
Hrefnu þegar ég var í 1. og 2. bekk
í gagnfræðaskóla og síðar þegar
ég vann á Hrafnistu. Þá var það
Ingimundur
Ingimundarson
✝ IngimundurIngimundarson
fæddist á Efri-Ey í
Meðallandi 2. júlí
1925. Hann lést á
Hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópa-
vogi 18. ágúst 2013.
Útför Ingimund-
ar fór fram frá
Digraneskirkju 27.
ágúst 2013.
siður hjá Ingimundi
að fara með fjöl-
skylduna í veiði á
Þingvelli. Ég átti frí
aðra hverja helgi og
stílaði Ingimundur á
að fara þær helgar
sem ég átti frí svo ég
kæmist með. Eins
passaði hann vel upp
á mig þegar ég fór
út að skemmta mér
og vakti eftir mér.
Hann var svaramaður minn þegar
ég gifti mig og á ég honum margt
að þakka. Hann var einstaklega
hjartahlýr og traustur maður.
Hann vildi öllum vel og hafði góða
nærveru. Hann hafði gaman af að
spjalla og sýndi samferðafólki sínu
áhuga og hlýju.
Fjölskyldan kom alltaf saman á
jóladag hjá mömmu til að borða
hangikjöt og tertur. Þá voru spilin
tekin fram og spiluð vist fram á
morgun. Það var mikið hlegið á
borðinu sem Ingimundur, Inga,
Jónas og Haukur spiluðu við. Nú
eru þau sennilega farin að gefa því
öll eru þau farin. Það var mikill
heiður að fá að spila við borðið.
Eins voru alltaf fjölskylduboð á
Vallartröðinni og voru Ingimund-
ur og Hrefna höfðingjar heim að
sækja, kátt á hjalla og mikið hleg-
ið.
Fjölskyldan kemur einnig sam-
an á hverju sumri í Naustakoti og
alltaf var Ingimundur boðinn og
búinn að keyra systurnar og þjón-
usta þær, fara í innkaupaferð og
slá grasið eða hvað sem var. Ingi-
mundur var mikill fjölskyldumað-
ur og umhugað um fjölskyldumeð-
limi.
Margar minningar koma upp í
hugann af tækifærisræðum Ingi-
mundar en hann hélt frábærar
ræður við mörg tækifæri, alltaf
blaðlaust. Þegar hann varð sjötug-
ur fórum við Ósk systir ásamt
mömmu austur í sumarbústað að
hjálpa til við undirbúninginn sem
var mjög skemmtilegt. Þessi tími
sem við áttum þarna saman er
mjög eftirminnilegur og mikið
hlegið. Síðar í sömu ferð bauð
Ingimundur okkur í bílferð í
Skaftafell og þá fengu loks allir ís
með skafti (brauðformi). Það var
nefnilega regla hjá Ingimundi að
eftir sunnudagsbíltúra var komið
við í Nesti og keyptur lítri af ís í
pappaöskju og farið með heim, því
ekki mátti borða ís í leigubílnum.
Fyrir fáum árum voru Ingi-
mundur og Hrefna ásamt Lóu og
Geir stödd á Akureyri í heimsókn.
Ég var á leið í heimsókn á Kópa-
sker til Óskar og vildu Ingimund-
ur og Hrefna endilega koma með
og fórum við á þeirra bíl. Ingi-
mundur vildi alltaf keyra sjálfur
og því var það mikið traust sem
hann sýndi mér þegar ég fékk að
keyra svo hann gæti notið útsýn-
isins. Hann sagði að nú væri ég
komin með krókaleyfi á bílinn.
Margar fleiri minningar koma
upp í kollinn sem kæta hugann.
Takk, elsku Ingimundur, fyrir
vináttu og traust í gegnum árin.
Guð blessi þig og þína.
Elsku Hrefna, Guðný og Björk,
hugur okkar er hjá ykkur.
Sólveig og Ósk.