Morgunblaðið - 03.09.2013, Page 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2013
B
jarni fæddist í Reykjavík
3.9. 1928 og ólst upp við
Stýrimannastíginn í
Vesturbænum. Hann
var auk þess í sveit flest
sumur, var í vegavinnu á Vatnsskarði
og á Langadalsströnd við Ísafjarð-
ardjúp og eitt sumar á síld á Skóga-
fossi frá Vestmannaeyjum.
Bjarni lauk stúdentsprófi frá MR
1948, prófi í forspjallsvísindum 1949,
MA-prófi í íslenskum fræðum frá HÍ
1956 og varði doktorsritgerð í ís-
lenskum fræðum við HÍ 1963, en rit-
gerðin fjallaði um Skjöldungasögu.
Þá stundaði hann enskunám við Uni-
versity College í London 1949-50.
Bjarni var stundakennari við
Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og
Iðnskólann í Reykjavík, lektor í ís-
lenskri tungu og bókmenntum við
Uppsalaháskóla 1956-62, kennari við
MR 1962-63, stundakennari 1964-66,
og prófessor í íslenskum bók-
menntum fyrri alda við HÍ 1963-98.
Bjarni æfði og keppti í handknatt-
leik og knattspyrnu með knatt-
spyrnufélaginu Víkingi, keppti með
Bjarni Guðnason, prófessor emeritus – 85 ára
Lágmynd af föður Bjarni og systkini hans saman komin við lágmynd af föður þeirra, Guðna Jónssyni prófessor, við
Leirubakka í Landsveit. Talið frá vinstri: Bjarni, Gerður, Þóra, Jónína Margrét og Bergur.
Hafnaði atvinnutilboði
frá Chelsea árið 1950
Afmæli Anna Guðrún og Bjarni halda upp á áttræðisafmæli Önnu.
Emma Eyþórsdóttir, dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands, er60 ára í dag. „Ég ætla ekki að gera neitt nema láta eig-inmanninn bjóða mér út að borða,“ segir afmælisbarn dags-
ins. Brynjólfur G. Brynjólfsson er maður hennar og eiga þau dótt-
urina Sólveigu Hlín háskólanema. Emma bætir við að í tilefni
áfangans ætli þau í tveggja vikna frí með Bændaferðum til Vínaborg-
ar, Prag og Ungverjalands um miðjan mánuðinn. „Ég hef aldrei farið
í frí á þessum árstíma enda yfirleitt föst í kennslu. En ég gat komið því
þannig fyrir að við gátum farið til útlanda og tengt ferðina afmælinu.“
Starfinu fylgja ferðir á ráðstefnur og fundi í útlöndum en að öðru
leyti segist Emma ekki vera mikið á ferðinni erlendis. Hún er náms-
brautarstjóri í búvísindum og kennir háskólanemum m.a. kynbóta-
fræði, sauðfjárrækt og nautgriparækt. Kennslan er einkum á Hvann-
eyri en frítímanum er að mestu eytt í sumarbústað rétt hjá Flúðum.
Þar gengur trjáræktin svo vel að þau hafa þurft að fella tré sem þau
gróðursettu fyrir mörgum árum. „Það er gott að geta skipt um um-
hverfi,“ segir hún.
Aðalfundur kórs Hjallakirkju í Kópavogi var í gærkvöldi, en Emma
hefur sungið í kórnum um árabil og er formaður hans. Hún hefur líka
verið í Rótaríklúbbnum Borgum í Kópavogi í um 12 ár. „Þetta er
skemmtilegur félagsskapur og við höfum meðal annars farið í margar
skemmtilegar ferðir.“ steinthor@mbl.is
Emma Eyþórsdóttir dósent 60 ára
Ljósmynd/Sigrún Þórðardóttir
Í faðmi fjölskyldunnar Emma Eyþórsdóttir, Sólveig Hlín og Brynj-
ólfur G. Brynjólfsson á stúdentsútskrift dótturinnar.
Í ferðalag með
Bændaferðum
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Akranes Viktoría
Ósk fæddist 12.
desember. Hún vó
3.960 g og var 54
cm löng. Foreldrar
hennar eru Lena
Gunnlaugsdóttir
og Steinar Helga-
son.
Nýr borgari
www.falkinn.is
...sem þola álagið!
TRAUSTAR VÖRUR...
Raftæknivörur
Mótorvarrofar
og spólurofar
Það borgar sig að nota það besta!
E
i
n
n
t
v
e
i
r
o
g
þ
r
í
r
3
1
.3
0
1
Skynjarar Töfluskápar
Hraðabreytar Öryggisliðar
Aflrofar Iðntölvur
th
or
ri@
12
og
3.
is
/3
1.
31
3
Benedikta Björk, Jóhannes Jökull, Katla Bríet, Embla Sigfríð, Hekla Margrét og
Sveinfríður Sigrún færðu Barnaspítala Hringsins, 5.329 krónur, sem þau höfðu
safnað með hlutaveltu fyrir utan Miðbæ við Háaleitisbraut.
Hlutavelta