Morgunblaðið - 03.09.2013, Side 35

Morgunblaðið - 03.09.2013, Side 35
ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2013 liðinu sem landaði fyrsta Íslands- meistaratitli Víkings í handknattleik og var þá í fremstu röð íslenskra handknattleiksmanna. Hann lék í meistaraflokki í báðum þessum grein- um og lék fjóra landsleiki í knatt- spyrnu á árunum 1951-53 er lands- leikir voru mun færri en nú tíðkast. Lék frægasta landsleik Íslands Fyrsti landsleikur Bjarna er jafn- framt sá sögufrægasti í íslenskri knattspyrnu, gegn Svíum á Melavell- inum 29.6. 1951, er Íslendingar unnu 4-3. Sama dag vann landslið Íslands í frjálsum íþróttum Norðmenn og Dani á móti á Bislett-leikvanginum í Osló. Ríkarður Jónsson skoraði öll fjög- ur mörk Íslands í þessum leik en auk hans var Bjarni almennt talinn einn besti leikmaður íslenska liðsins. Árið 1950 fékk Bjarni formlegt til- boð frá framkvæmdastjóra Chelsea um þjálfun og atvinnumennsku í knattspyrnu á vegum félagsins, en hafnaði boðinu kurteislega. Pólitíkus og prófessor Bjarni var kjörinn á þing fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna er Samtökin felldu Viðreisnarstjórn- ina 1971, sat á þingi fyrir Samtökin til 1974 og sat m.a. í utanríkismálanefnd og Norðurlandaráði, og sat þing Al- þjóða þingmannasambandsins 1971. Hann var frambjóðandi Alþýðu- flokksins í Austurlandskjördæmi 1978 og 1979 og vþm. Alþýðuflokks- ins í Reykjavík 1983-87. Hann var varaformaður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna frá stofnun og til 1972 og formaður Frjálslynda flokks- ins 1973. Bjarni var forseti heimspekideild- ar HÍ 1967-69 og 1975-77, fyrsti for- maður Félags háskólakennara 1969- 70 og sat í stjórn Happdrættis HÍ 1971-74. Bjarni er félagi í Vísindafélagi Ís- lendinga. Hann hefur ritað um ís- lenskar fornbókmenntir í íslensk og erlend tímarit og haldið fyrirlestra við erlenda háskóla og fræðistofn- anir, gaf út Danakonungasögur á vegum Hins íslenska fornritafélags og sendi frá sér skáldsöguna Sól- stafir, 1987. Fjölskylda Eiginkona Bjarna er Anna Guðrún Tryggvadóttir, f. 14.6. 1927, kennari. Hún er dóttir Tryggva Þórhalls- sonar, f. 9.2. 1889, d. 31.7. 1935, for- sætisráðherra, og k.h., Önnu Guð- rúnar Klemensdóttur, f. 19.6. 1890, d. 27.1. 1987, húsfreyju. Börn Bjarna og Önnu Guðrúnar eru Tryggvi Bjarnason, f. 5.10. 1955, lögfræðingur og fulltrúi á Akranesi en kona hans er Erna Eyjólfsdóttir, f. 4.6.1956, starfsmaður VR og eru syn- ir þeirra Bjarni, f. 23.11. 1981, Stein- dór, f. 16.1. 1987, og Trausti, f. 30.10. 1988; Gerður Bjarnadóttir, f. 3.5. 1958, kennari en maður hennar er Jón Steindór Valdimarsson, f. 27.6. 1958, lögfræðingur og eru dætur þeirra Gunnur, f. 2.10. 1982, Halla, f. 5.3. 1986, og Hildur, f. 19.8. 1988; Auður Bjarnadóttir, f. 25.9. 1961, bankastarfsmaður en börn hennar eru Bjarni Tryggvason, f. 3.5. 1993, og Anna Guðrún Þorsteinsdóttir, f. 28. 3.1996; Unnur Bjarnadóttir, f. 1.7. 1963, bankastarfsmaður en dóttir hennar er Steinunn Helga Sigurð- ardóttir, f. 8.3. 1986. Alsystkini Bjarna: Gerður, f. 4.3. 1926, fyrrv. skrifstofumaður; Jón, f. 31.5. 1927, d. 25.1. 2002, prófessor í sögu við HÍ; Þóra, f. 17.2. 1931, fyrrv. móttökuritari; Margrét, f. 30.11. 1932, d. 13.5. 1952. Hálfsystkini Bjarna, samfeðra: Einar, f. 13.4. 1939, d. 20.12. 2005, við- skiptafræðingur; Bergur, f. 29.9. 1941, d. 5.11. 2009, lögfræðingur; Jónína Margrét, f. 17.3. 1946, útgáfu- stjóri hjá Landlæknisembættinu; El- ín, f. 14.10. 1950, d. 8.4. 2009. Foreldrar Bjarna voru Guðni Jónsson, f. á Gamla-Hrauni við Stokkseyri 22.7. 1901, d.. 4.3. 1974, prófessor við HÍ, og f.k.h., Jónína Margrét Pálsdóttir, f. á Eyrarbakka 4.4. 1906, d. 2.10. 1936, húsfreyja. Úr frændgarði Bjarna Guðnasonar Bjarni Guðnason Elín Bjarnadóttir af Bergsætt Páll Grímsson form. í Nesi í Selvogi Valgerður Hinriksdóttir húsfr. í Nesi Jónína M. Pálsdóttir húsfr. í Rvík Guðríður Adólfsdóttir af Bergsætt Hinrik Jónsson form. í Ranakoti af Bergsætt Jón Jónsson, b. í Miðhúsum í Sandv.hr. Ingibjörg Gíslína Jónsd. húsfr. á Gamla-Hrauni Jón Guðmundsson form. á Gamla-Hrauni Þóra Símonardóttir af Bergsætt Jón Guðnason prófessor Bjarni Jónsson varaform. Siðmenntar Bergur Guðnason lögfr. Guðni Bergsson knattspyrnum. Guðni Jónsson prófessor við HÍ Lúðvík Jónsson bakaram. á Self. Ásta Lúðvíksd húsfr. í Hafnarf. Lúðvík Geirss. fyrrv. alþm. Jóhann Þorkelss. form. í Mundakoti. Guðrún Jóhannsd. húsfr. í Mundakoti Ragnar í Smára Jón Óttar Ragnarsson fyrrv. sjónvarpsstj. St. 2 Guðmundur Þorkelsson form. á Gamla-Hrauni Ísólfur Pálsson tónskáld Páll Ísólfsson tónskáld Einar Pálsson skólastj. Þuríður Pálsd. óperusöngk. Grímur Gíslason b. á Óseyrarnesi af Bergsætt Margrét Gíslad. húsfr. Sigurður Guðmundsson, skóla-meistari við Menntaskólann áAkureyri, var fæddur 3.9. 1878 á Æsustöðum í Langadal í Austur- Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Guðmundur, hreppstjóri á Æsustöð- um og í Mjóadal, og k.h., Ingibjörg Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja. Guðmundur var sonur Erlendar, dbrm. í Tungunesi Pálmasonar, bróð- ur Jóns, afa Jóns Pálmasonar, alþing- isforseta, föður Pálma á Akri, fyrrv. ráðherra. Jón var einnig afi Jóns Leifs, Jóns Kaldal ljósmyndara og Jóns Jónssonar, alþm. í Stóradal, Móðir Guðmundar var Elísabet Þor- leifsdóttir, ríka í Stóradal Þorkelsson- ar og Ingibjargar Guðmundsdóttur, b. í Stóradal Jónsdóttur, ættföður Skeggsstaðaættar Jónssonar. Ingibjörg Guðrún var dóttir Sig- urðar, b. á Reykjum á Reykjabraut Sigurðssonar, b. á Brekku í Þingi Jónssonar, bróður Ólafs, afa Stein- unnar, móður Valtýs Stefánssonar, ritstjóra Morgunblaðsins og Huldu Stefánsdóttur skólastjóra, móður Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts. Kona Sigurðar var Halldóra Ólafs- dóttir, pr. í Kálfholti Finnssonar og Þórunnar Ólafsdóttur húsfreyju. Börn Sigurðar og Halldóru: Ólafur, yfirlæknir á Akureyri; Þórunn, hús- freyja í Englandi; Arnljótur, dó í bernsku, Örlygur, listmálari og rithöf- undur, Guðmundur Ingvi, lengi fulltrúi hjá sakadómara, og Stein- grímur, listmálari og kennari. Sigurður tók stúdentspróf í Reykjavík 1902 og meistarapróf í norrænum fræðum við háskólann í Kaupmannahöfn 1910. Hann var stundakennari við MR 1911-20, kenndi við Kennaraskólann 1912-21, gerðist þá skólameistari Gagnfræða- skóla Akureyrar sem síðar varð Menntaskóli Akureyrar, 1930. Sig- urður var því fyrsti skólameistari MA og gegndi því starfi til 1947. Rit eftir Sigurð eru Ágrip af forn- íslenskri bókmenntasögu, 1915; Heiðnar hugvekjur og mannaminni, 1946 og Á sal, 1948. Sigurður lést 10.11. 1949. Merkir Íslendingar Sigurður Guðmundsson 90 ára Elínborg Pálsdóttir Margrét S. Kjærnested Níels Árnason 85 ára Aðalbjörg Baldursdóttir 80 ára Agnar Hermannsson Gunnar Zebitz Gunnlaugur Magnússon Sigurbjörg H. Þorkelsdóttir 75 ára Ágústa Guðmundsdóttir Gréta Jónsdóttir Ingibjörg Ásgeirsdóttir Jón Andrés Jónsson 70 ára Einar Jakobsson Margrét Guðmundsdóttir Sigurður Finnbogason 60 ára Elísabet Jasína Guðmundsdóttir Emma Eyþórsdóttir Guðmundur Elías Níelsson Hulda Ingibjörg Benediktsdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Magnús Jónasson Nanthipha Shangraksa Ólafur Gunnarsson Valur Ragnar Jóhannsson Þórólfur Halldórsson Ægir Hrólfur Þórðarson 50 ára Benedikt Bragason Birgir Birgisson Dagbjört Ólafsdóttir Fríða Bragadóttir Guðbjörn Maronsson Halldóra Hildur Eyþórsdóttir Haraldur Skarphéðinsson Hrönn Ásgeirsdóttir Laufey Herbertsdóttir Rita Jakutiené Stefanía Herborg Finnbogadóttir 40 ára Birna Rúnarsdóttir Einar Sverrir Sigurðarson Guðrún Soffía Sigurðardóttir Halldóra Björk Norðdahl Hanna Guðfinna Benediktsdóttir Helga Björk Stefánsdóttir Helga Steinunn Einvarðsdóttir Hrafnhildur Sævarsdóttir Jenný Hólmsteinsdóttir Linda Björk Ársælsdóttir Magnús Þór Magnússon Nína Rut Eiríksdóttir Óðinn Ásgeirsson Soffía Sigurjónsdóttir Þorbjörg Ósk Úlfarsdóttir 30 ára Anna Júlía Aðalsteinsdóttir Audrey Christine Foucher Axel Már Gíslason Ásta María Guðmundsdóttir Birgir Sverrisson Brynjar Takacs Baldursson Einar Jóhannes Finnbogason Ellen Ragnarsdóttir Eva Björk Harðardóttir Guðjón Árni Antoníusson Heiða Björg Jóhannsdóttir Hulda Guðmundsdóttir Kolbrún Nadira Árnadóttir Marla Joan Koberstein Steinþór Níelsson Til hamingju með daginn 30 ára Ingibjörg ólst upp í Hafnarfirði en er búsett í Kópavogi, lék knattspyrnu með Haukum og í Banda- ríkjunum, lauk BSc.- prófi í stærðfræði í Bandaríkj- unum, prófum í heilbrigð- isverkfræði frá HR og starfar nú hjá Nox Medi- cal. Maki: Einar Hlöðver Erl- ingsson, f. 1982, smiður. Móðir: Guðný Steina Er- lendsdóttir, f. 1958, leik- skólakennari. Ingibjörg Þ. Jóhannesdóttir 30 ára Bjarni ólst upp á Þórustöðum í Eyjafirði, lauk framhaldsnámi í söng og er einsöngvari, vaktstjóri hjá Sorpu og frí- stundabóndi á Tindum á Kjalarnesi. Maki: Telma Dögg Ólafs- dóttir, f. 1987, sjúkraliði. Börn: Jómundur Atli, f. 2007, og Ólafur Kristinn, f. 2011. Foreldrar: Halldóra Bjarnadóttir, f. 1957, og Atli Guðlaugsson, f. 1953. Bjarni Atlason 30 ára Elísabet ólst upp í Reykjavík og Bandaríkj- unum, er nú búsett í Reykjavík, lauk prófum frá Viðskipta- og tölvu- skólanum (nú NVT) og er gjaldkeri hjá Íslandspósti. Maki: Þorsteinn Sölva- son, f. 1971, leigubílstjóri. Foreldrar: Geirþrúður Þorbjörnsdóttir, f. 1954, kaupmaður í Reykjavík, og Brynjar Guðmunds- son, f. 1954, kaupmaður í Reykjavík. Elísabet Brynjarsdóttir Silkimjúkir fætur Loksins fáanlegt aftur! Þökkum frábærar viðtökur Fæst í apótekum um land allt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.