Morgunblaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 0. S E P T E M B E R 2 0 1 3  219. tölublað  101. árgangur  HEIMILI OG HÖNNUN MESTU MÁLISKIPTIR AÐ MIÐLA VONINNI FJÖLBREYTT EFNI Í 40 SÍÐNA AUKABLAÐI HARMSAGA FRUMSÝND 46 ÁRA STOFNAÐ 1913  Útköllum þyrlu Landhelg- isgæslunnar hef- ur fjölgað um 28% á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Fjölgunin er rak- in til aukinnar ferðamennsku og fjölgunar ferðamanna til landsins. Þegar litið er til meðaltals útkalla flugdeildar Landhelgisgæslunnar fyrstu átta mánuði þessa árs og síð- astliðin 10 ár, frá ágúst 2003-2013, og fjöldi þeirra borinn saman kem- ur í ljós 40% aukning útkalla. Heildarútgjöld Landhelgisgæsl- unnar hafa aukist um tæpar þrjú þúsund milljónir á fimm ára tíma- bili, eða 2.752 milljónir, milli ár- anna 2008 til 2012. Framlag rík- isins hefur ekki haldist í hendur við aukinn heildarkostnað. Í lok ársins 2012 var uppsöfnuð staða neikvæð um 55 milljónir króna. »12 Útköllum þyrlu fjölgaði um 28% Skorið niður » Útgjöld til sýslumanna og löggæslu drógust saman um fjórðung á landinu 2007-2011. » Skorið var niður um tæpa 11 milljarða á Landspítalanum á verðlagi ársins 2011. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ríkisstarfsmönnum hefur fjölgað eftir hrunið. Alls fjölgaði ársverkum hjá ríkinu um 198 frá 2007 til 2011 en á sama tíma átti sér stað um 27 milljarða kr. niðurskurður ríkisút- gjalda, að því er fram kemur í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um breytingar á fjölda rík- isstarfsmanna í kjölfar efnahags- hrunsins. Ríkisstarfsmönnum hefur þó fækkað mikið í sumum stofn- unum en fjölgað í öðrum. Mestur er niðurskurður ársverka hjá stofnun- um á vegum velferðarráðuneytis og iðnaðarráðuneytis. Á sama tíma fjölgaði hins vegar starfsmönnum mest í stofnunum á vegum mennta- málaráðuneytis og umhverfisráðu- neytis. Á engri stofnun fækkaði starfs- mönnum meir en á Landspítalanum en þar fækkaði ársverkum um 345,7, hjá Tryggingastofnun ríkisins fækkaði ársverkum um 95,2 og hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgar- svæðinu um 54. Ársverkum í stofn- unum á vegum menntamálaráðu- neytisins fjölgaði á hinn bóginn um 261,7 og hjá umhverfisráðuneytinu fjölgaði þeim um 107,3 á þessu tímabili. MMest fækkun á ... » 6 Fleiri ríkisstörf eftir hrun  Ársverkum hjá ríkinu fjölgaði um 198 frá 2007-2011 en starfsfólki fækkaði á sama tíma um 346 á Landspítalanum  Fleiri starfsmenn hjá ráðuneytum Morgunblaðið/Ómar Við Grænland Ísjakar geta ógnað skemmtiferðaskipum í norðrinu. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vaxandi skipaumferð á norðurslóð- um vegna loftslagsbreytinga og nýt- ingar auðlinda kalla ásamt hættunni á umhverfisslysum á samhæfðan við- búnað ríkja á norðurslóðum. Þetta er mat Knud Bartels, hers- höfðingja og formanns hermála- nefndar NATO, sem telur að Ísland muni gegna mikilvægu hlutverki í hinum samhæfðu aðgerðum. Fjárskortur hamlar Landhelgis- gæslunni mikið í þessu efni og lýsir Halldór B. Nellett skipherra því yfir í samtali við Morgunblaðið að hann sé uggandi yfir þessari þróun. „Til að geta tryggt góðan viðbúnað þurfum við í fyrsta lagi að geta hald- ið skipunum á sjó. Ástandið er þann- ig núna að það er ekkert varðskip á sjó,“ segir Halldór. Framhaldið í Afganistan óráðið Bartels fór yfir stöðuna í Afganist- an í fyrirlestri í Reykjavík í gær. Hann segir aðspurður að NATO muni halda áfram að styðja afgönsku stjórnina eftir að hernaðargerðum bandalagsins í Afganistan lýkur í lok næsta árs. NATO muni þannig þjálfa afganska hermenn og veita þeim ráðgjöf. Hann segir óráðið hvert um- fang aðstoðar NATO við Afganistan verði eftir 2014. »16 Aukin hætta á sjóslysum  Yfirmaður hjá NATO ræðir breytingar á norðurslóðum Barnahlaup Melabúðarinnar og KR var haldið í gær á íþróttasvæði KR við Frostaskjól. Börn 12 ára og yngri gátu tekið þátt í hlaupinu í þremur aldursflokkum og voru vegalengdirnar þrjár: 600 m, 800 m og 1 km. Hlaupið var hugsað sem hvatning um holla hreyfingu og útiveru. Rokið af stað á ráslínunni Morgunblaðið/Ómar Börnin létu rigningarsudda ekki aftra sér frá því að taka þátt í barnahlaupi Melabúðarinnar og KR  Nokkuð al- gengt er að fólk keyri á brott frá bensínstöðvum án þess að losa byssuna úr elds- neytistanknum. Slitni byssan frá slöngunni getur tjónið verið að lágmarki 30-40 þúsund krónur og í fyrra fékk Olíudreifing tilkynn- ingar um 200 slík tilvik. Ekkert lát hefur verið á tilkynningum í ár og er meðaltalið 4-5 tilvik á viku. »6 Keyra með bensín- byssuna í tanknum  Krabbameinslæknar á Landspít- alanum íhuga uppsagnir komi til skipulagsbreytinga sem þeir telja að verði til mikillar blóðtöku fyrir starfsemi deildarinnar. Er þetta samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Þeir gagnrýna yf- irstjórn spítalans fyrir tímasetn- ingu breytinganna þegar staðan sé jafnslæm og nú. Mikið óöryggi er meðal sjúklinga vegna þeirrar óvissu og manneklu sem nú ríkir; hvort hægt sé að treysta því að læknir þeirra verði til staðar. Þessi alvarlega staða sem nú er uppi var að sögn heimildar- manna fyrirsjáanleg í mars síðast- liðnum en úrlausnir hafa hins vegar látið á sér standa. Björn Zoëga, for- stjóri Landspítalans, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin og að verið sé að skoða ýmsar leiðir. »2 Krabbameinslæknar íhuga uppsagnir Morgunblaðið/ÞÖK Landspítali Staðan er sögð vera slæm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.